Tíminn - 18.02.1973, Qupperneq 30
30
TÍMINN
Sunnudagur 18. febr. 1973
Ávarp Ólafs Jóhannessonar, forsætisróðherra á
þingi Norðurlandaróðs 17. febrúar
Méreru þakkir
efstar í huga
Munu leiða visinda-
menn framtíðarinnar
Nútimavisindi leita svara viö
mörgum grundvallarspurningum
An efa finnast þau smám saman,
og höfundar mikilla kenninga,
svo sem Kópernikus, Newton,
Einstein, Mendeleyev og Planck
munu eignast eftirmenn, sem
standa þeim ekki að baki.
Allir þessir snillingar munu
halda áfram að leiða komandi
kynslóöir visindamanna og inn-
blása þá hugmyndum. Af þessari
ástæðu er bað vel bess virði að
kynnast starfi þeirra og rifja upp
leit þeirra, árangur þeirra og
axarsköft, svo við megum takast
djarflegar á við náttúrulögmálin
og gera þau háð vilja og skynsemi
mannsins. Með lika hugsun aö
leiðarljósi hafa pólskir visinda-
menn gefið út heildarverk Kóper-
nikusar ásamt itarlegum skýr-
ingum.
Kópernikusarhátiðahöldin eru i
tenglsum við Pólska visindaáriö
1973. Þetta ár hefur verið kallað
svo til þess að glæsiieg saga
okkar verði hvatning til frekari
þróunar i visindum og tækni, og
svo að ungt fóik, eftirkomendur
okkar, megi fá hugmyndir að
sinum eigin rannsóknum og verði
þannig fært um að takast á við
komandi öld.
Þýtt og samantekiö SJ
I.
Þegar ég kem í þennan
ræðustól í þetta sinn, eru
mér þakkir efst í huga.
Þakkir frá íslendingum til
svo margra á Norðurlönd-
um, og fyrir svo margt,
sem orðið hefur okkur til
stuðnings í þeim miklu
erfiðleikum, sem steðjað
hafa að þjóð okkar að
undanförnu vegna hinna
ægilegu náttúruhamfara í
einni blómlegustu byggð
landsins, Vestmannaeyj-
um, sem á síðustu árum
hefur verið ein styrkasta
stoð atvinnulífs okkar.
Ég þakka samúðina og hlýjar
kveöjur, sem til okkar hafa
streymt hvarvetna af Norður-
löndum og yljaö hafa okkur um
hjartarætur og orðið okkur and-
legur styrkur.
Ég þakka hinar mörgu gjafir
frá einstaklingum, félagasamtök-
um og einstökum sveitarfélögum
viösvegar um Norðurlönd. Ég vil
þakka forsetanefnd Norðurlanda-
ráðs fyrir hennar frumkvæöi að
hjálparstarfsemi. Og siðast en
ekki sizt þakka ég höfðinglega
framboðna og veitta aðstoð af
hálfu rikisstjórnanna, sem er
okkur ómetanlegur styrkur i
baráttu okkar viö þann vanda,
sem hinar ógnvekjandi náttúru-
hamfarir hafa skapað okkar fá-
mennu þjóð. Náttúruhamfarirnar
i Vestmannaeyjum eru einn
þeirra atburða, sem gera öll orð
og tölur vanmegna. Ég ætla þvi
ekki að gera neina tilraun til að
lýsa þeim ósköpum né heldur
hverjar afleiðingar þeirra eru,
ekki aðeins fyrir Vestmannaey-
inga, heldur einnig fyrir
þjóðarbúið i heild, enda sér eng-
inn enn fyrir endann á þvi. En öll
orð eru einnig vanmegna til aö
túlka þær þakkir, sem okkur ts-
lendingum eru i hug til Noröur-
landaþjóðanna fyrir hin skjótu og
drengilegu viðbrögð þeirra. En
þau viðbrögð hafa fært okkur Is-
lendingum heim sanninn um, að
talið um norrænar bræðraþjóðir
er ekki aðeins innantóm orð. Þau
hafa sýnt okkur, hvað norrænt
samstarf getur þýtt i verki.
Ég get aðeins endurtekið hjart-
ans þakkir islenzku þjóðarinnar
til ykkar allra — jafnt einstakl-
inga og opinberra aðila — fyrir
bróðurhug og aðstoð i verki.
II.
Það má segja, að þessi Norður-
landaráðsfundur sé með vissum
hætti timamótafundur. Þetta er
fyrsti fundur eftir að leiðir hafa
að fullu skilið varðandi afstöðuna
til Efnahagsbandalagsins. Dan-
mörk hefur gerzt fullgildur aðili.
Hin löndin hafa leitað eftir öðrum
og lausari tengslum. Það hefur
e.t.v. verið draumur sumra, að
hér gætu allir fylgzt að. En menn
verða að horfast i augu við raun-
veruleikann. Vitaskuld varð hver
þjóö að velja sina leið út frá sin-
um forsendum og hagsmunum,
og þýðir ekki i þessu efni fremur
en öðrum að loka augunum fyrir
mismunandi aðstæðum. Sumir
hafa sagt, að samstarfið i Norð-
urlandaráði verði á eftir vissum
erfiðleikum bundið. Ég held, að
reynslan verði að skera úr þvi,
hvort svo verður eða ekki. Ég hefi
ekki trú á þvi að sú verði raunin.
Ég held, að þörfin á starfsemi
Norðurlandaráðs sé einmitt enn
rikari fyrir vikið. Og ég held, að
viljinn til samstarfs þar sé stað-
fastari en nokkru sinni fyrr. Það
er augljóst, að það getur verið
mikilvægt fyrir Norðurlöndin öll,
að þau eigi rödd innan sjálfs
bandalagsins, þar sem Danmörk
er. Hún getur einmitt veriö
þýöingarmikill tengiliður á milli
hins mikla efnahagslega stór-
veldis — Efnahagsbandalagsins
— og hinna Norðurlandaanna. Ég
held þvi, að um þá stefnu hljóti að
rikja einhugur, aö starfsemi
Norðurlandaráðs skuli ekki á
neinn hátt raskast, þrátt fyrir
mismunandi afstöðu til Efna-
hagsbandalagsins. Þaö eru
sannarlega ekki heldur nein sam-
dráttareinkenni á norrænni sam-
vinnu, heldur öruggur fram-
sóknarvottur.
III.
Hér hafa verið lagðar fram og
eru til umræðu skýrslur ráð-
herranefndarinnar og forseta-
nefndarinnar. Um þær ætla ég
ekki að fara að ræða i einstökum
atriðum, þó að þar sé vissulega
um ýmis athyglisverð málefni að
ræða. En mér sýnast þær skýrsl-
ur bera öruggt vitni um talsverða
grósku i starfi Norðurlandaráðs
og að ýmislegt sé þar i undirbún-
ingi. Ég held, að þessar skýrslur,
sýni, að starfshættir ráðsins eru
að færast I fastara horf, að starf-
semin beinist meir en áður aö fyr-
irfram ákveðnum verkefnum,
eða með öðrum orðum að starfið
er að veröa markvissara. Það er
að minum dómi veruleg framför.
Norðurlandaráð hefur nú fengið
sinar föstu framkvæmdastofnan-
ir — skrifstofu forsetanefndarinn-
ar i Stokkhólmi, menningar-
málaskrifstofuna i Kaupmanna-
höfn og nú siðast skrifstofu ráð-
herraráðsins hér i Osló. Með
starfsemi þeirra og föstu starfs-
liði er Norðurlandaráð smám
saman aö fá fastari grundvöll og
verða færara um að hrinda ýms-
um samvinnuhugmyndum i
framkvæmd. Ég er ekki í neinum
vafa um, að hér er stefnt i rétta
átt. Hitt getur alltaf veriö álita-
mál, hversu hratt á að fara i upp-
byggingu þessara og annarra
stofnana á vegum ráðsins. Það
heyrast stundum raddir um, að
seint sækist. Ég get ekki tekið
undir þær raddir. Það verða að
vera fyrir hendi ákveðnar þarfir,
sem kalla á ákveðnar stofnanir og
starfslið. Ég held að mestu skipti,
að stöðugt sé áfram haldið i rétta
átt, án þess að um nokkra aftur-
kippi sé að ræða. Það verður að
hafa hugfast, að Noröurlandaráð,
er aðeins samstarfsstofnun, en
ekki nein yfirþjóðleg stofnun.
Eöli málsins samkv. hlýtur það
þvi að taka nokkurn tima að niður
stöður fáist og árangur sjáist i
verki. En auðvitað verður að vera
á verði gegn skriffinnskunni og
ónauðsynlegum töfum eftir þvi
sem kostur er. Aðalatriðiö er að
finna þau svið, sem þörf er á sam-
starfi, og þar sem það er raun-
hæft. Og þá má e.t.v. gá að sér, að
teygja sig ekki út yfir allt of mik-
ið.
Það er alltaf auðvelt að gagn-
rýna, og sjálfsagt má enn sitt-
hvað betur fara hjá Norður-
landaráði. Og sjálfsagt skortir nú
nokkuð á, að norræn samvinna
hafi náð i þær hæðir, sem stund-
um ber á góma i hástemmdum
hátiðarræðum. En þegar á allt er
litið og haldi maður sig við jörð-
ina, get ég ekki annað en verið
sæmilega ánægður með þann
árangur, sem náðzt hefur, en
kannski er það af þvi að vonir
minar hafa verið fremur hófsam-
legar. Það hefur þokazt i rétta
átt.
Þetta vildi ég segja sem mina
skoðun, þó mér sé það vel ljóst, að
það er ekki á minu færi að gefa
hér miklar almennar leiðbeining-
ar. Þátttaka Islands verður hér
aldrei fyrirferðarmikil boriö
saman við aðra, bæði vegna fá-
mennis og fjarlægðar. En vissu-
lega vantar okkur ekki viljann til
aö vera með.
IV.
Ég get ekki látið hjá liða að lýsa
ánægju minni yfir þvi, að á þessu
ári mun taka til starfa norræn
eldfjallarannsóknarstöð i tengsl-
um við Háskóla tslands. Kemur
þar með til framkvæmda ályktun
ráðsins frá 1968, en það mál fékk
óvenjulega skjótan framgang I
ráðinu, þó að það hafi eðlilega
tekið nokkurn tima að koma
stofnuninni á laggirnar. En nú
mun hún sem sagt taka til starfa
og ætti hana ekki að skorta verk-
efni. Eldsumbrot eru engin ný-
lunda á Islandi. Má auk goss-
ins á Heimaey, sem nú stendur
yfir, nefna gosið i Heklu 1947, sem
stóð i 13 mánuöi. öskjugos 1961,
sem stóð i einn og hálfan mánuð,
Surtseyjargosið 1963, sem stóð i
þrjú og hálft ár, og Heklugosið
aftur 1970, sem stóð i tvo mánuði.
Það er þvi áreiðanlegt, að á þessu
sviði biða visindamanna mikil
rannsóknarefni á Islandi. Það er
þvi okkur Islendingum fagnaðar-
efni, að þessi samnorræna
rannsóknarstöð tekur tii starfa á
Islandi.
V.
Ég væri ekki hreinskilinn, ef ég
lyki máli minu hér, án þess aö
láta i ljós vonbrigði Islendinga yf-
ir þeirri afstöðu, sem Norður-
löndin tóku á nýafstöðnu alls-
herjarþingi til tillögu Perú og Is-
lands og fleiri rikja, varöandi rétt
strandrikja til náttúruauðlinda I
hafinu. En þar kusu Norðurlöndin
að sitja hjá, enda þótt ályktunin
hlyti samþykki 102 rikja. Við Is-
lendingar teljum þá samþykkt
mikilvægt skref til styrktar mái-
stað okkar i landhelgismálinu.
Við töldum, að við hefðum gert
Norðurlandaþjóðunum rækilega
grein fyrir þvi, hvilikt lífshags-
munamál landhelgisútfærslan er
okkur og hver forsenda hún er
fyrir framtiðartilveru okkar sem
sjálfstæörar þjóðar. Það má
nærri geta, að þær ástæður eiga
ekki siður við eftir hið mikla áfall
af völdum eldgossins i Vest-
mannaeyjum. Ég skil, að það
þjónar ekki neinum tilgangi að
fara að rekja það mál hér. Ég
mun þvi ekki þreyta háttvirta
þingfulltrúa með þvi að fjölyrða
hér um það frekar. En ég vildi við
þetta tækifæri ekki láta hjá liða
aö minna á þessa ályktunartil-
lögu frá nýafstöðnu allsherjar-
þingi, þar sem Norðurlandaþjóð-
irnar hafa annars yfirleitt átt svo
gott samstarf.
Fyrirlestur
um
Kópernikus
SJ-Reykjavík
Prófessor Þorsteinn Sæ-
mundsson stjörnufræðingur
flytur fyrirlestur um
Kópernikus, ævi hans og
starf, i fyrstu kennslustofu
Háskólans mánudaginn 19.
febrúar kl. 17, en þann dag
eru 500 ár liðin frá fæðingu
þessa fræga stjörnufræðings.
1 einu þessara húsa i gamla borgarhverfinu i Gdansk var rit Retyks
nemanda Kópernikusar prentað, en sá atburður markaði upphaf þess
að sólmiðjukenningin náði viðurkenningu.