Tíminn - 18.02.1973, Blaðsíða 17
Sunnudagur 18. febr. 1978
TÍMINN
17
Kvennagullið Clark Gable í einni af sýnum geysivinsælu kvikmyndum,
— „karlmannlegur með blik i augum og yfirskegg”.
eöa árið 1923. Hún var dómara-
dóttir og veitti einkakennslu
þeim, sem ætluðu að verða
leikarar. Hún hafði mikla trú á
Clark. Hún taldi sig hafa meiri
möguleika i Hollywood og flutti
þvi þangað með kennslu sína.
Clark fór með henni og bað henn-
ar brátt, eftir að til Hollywood
kom. Hún var nokkuð efins vegna
aldursmunarins, en gaf þó sam-
þykki sitt. Þau giftu sig i desem-
ber árið 1924. Josephine útvegaði
manni sinum smáhlutverk, en
það leit ekki út fyrir, að Holly-
wood þarfnaðist hans á þessum
tima. Hann starfaði nokkuð með
Pola Negri og Rod La Rocpue, en
snéri sér brátt aftur að leiksvið-
inu.
Frá Broadway
til Hollywood
Sem almennum ieikara vegnaði
honum all vel, og eftir átta mán-
aða leikför um Bandarikin, byrj-
aði hann að leika á Broadway i
New York. Næstu þrjú árin lék
hann þar i sex leikritum, en fór þá
aftur i leikferðalag. Á þessum
tima hafði hann engan hug á þvi
að fara til Hollywood og kvik-
myndaiðnaðarins. En þegar hann
kom aftur til Broadway úr leik-
förinni, hafði Lionel Barrymore
samband við hann og tjáði hon-
um, að hann ætti heima á léreft-
inu. Bauðst Barrymore til að gera
reynslu-upptöku með honum. Irv-
ing Thalberg hjá MGM (Metro-
Goldwyn-Mayer) sá upptökuna
og gerði nokkuð, sem hann játaði
siðar, að hefði verið sin mestu
mistök um ævina. Hann visaði
Clark Gable á bug. En Pathe
hafði áhuga og lét hann fá hlut-
verk i myndinni „The Painted
Desert”, sem gerð var árið 1930.
Aður en myndin var sýnd opin-
berlega, voru reynslu-upptökurn-
ar með Clark Gable sýndar
Darryl Zanuck hjá 20th Century
Fox. Thalberg komst á snoðir um
þetta og ályktaöi sem svo, að ef
Fox hefði áhuga á Gable, hlyti
honum sjálfum að hafa skjátlazt.
Hann sló þvi til og flýtti sér að
gera tilboð við Gable upp á 600
dollara á viku, áður en Fox hafði
lagt fram sitt tilboð. Gable undir-
ritaði samninginn og starfaöi upp
frá þvi hjá MGM, burtséö frá þvi,
að nokkrum sinnum var hann lán-
aður öðrum kvikmyndafélgöum.
Hjónaband Gable og Josephine
Dillon varð ekki hamingjusamt.
Aldursmunurinn varð til æ meiri
vandræða og ljóst varð, að skiln-
aði yrði ekki afstýrt.
Hjónaband númer tvö
Svo virðist sem Clark Gable
hafi kosið eldri konur á þessu
timabili. Sagt var, að hann þyrfti
konu til að vera sér móðir, eins og
stjúpmóðir hans og Josephine
Dillon höfðu verið. Næst varð fyr-
ir valinu Ria nokkur Langham,
sem var 11 árum eldri en hann.
Hún átti tvö börn tiu ára að aldri.
Vinir Clarks sögðu, að hann væri
algjör þorskur að leggja út i
hjónaband, sem væri algerlega
dauðadæmt.
Clark var þá þegar orðinn
stjarna. Hann hafði látið sér vaxa
yfirskegg, sem siðar varð svo
frægt, hafði tileinkað sér dálitið
kæruleysislegan talsmáta og yfir-
leitt svip hins hættulega og sterka
manns. Hann hafði öðlast sitt
kunna sjálfsöryggi og fifldjarfa
augnaráð. Og hann hafði meiri
hæfileika til að heilla konur en
nokkur annar kvikmyndaleikari,
siðan Valentino var og hét. Karl-
mönnum geðjaðist einnig ágæt-
lega að honum og vildu gjarna
likjast honum.
Arið 1934 fékk hann Óskars-
verðlaunin fyrir leik sinn i mynd-
inni „Það skeði um nótt” með
Claudette Colbert. I þeirrri mynd
sýndi hann sinn meðfædda hæfi-
leika til að leika gamanhlutverk,
og einnig hið ómótstæðilega að-
dráttarafl, sem hann var fyrir
konur.
Eins og spáð hafði verið fór
hjónaband hans og Ria Langham
brátt i hundana, og árið 1935
skildu þau. Árið 1937 kynntist
hann leikkonunni Carole Lom-
bard. Hann var þá að ná tindi
leikferils sins. Þetta var ást við
fyrstu sin hjá þeim báðum, en
skilnaðurinn frá Ria Langham
komst ekki i lag fyrr en i marz
1939, er Gable var I upptökum á
stórmyndinni „A hverfanda
hveli”.
Hamingja og harmur
Meðan unnið var að upptökum
á „Á hverfanda hveli” skruppu
þau Clark og Carole til Kingman i
Arizona og létu gefa sig þar sam-
an i meþódistakirkju. Vinir
Clarks urðu nú glaöir, þar sem
þeir þóttust þess fullvissir, að
Clark hefði loks fundið þá réttu.
Carole vildi leggja fram sinn
skerf og fór að selja verðbréf,
sem rikið gaf út til styrktar
striðsrekstrinum. I þvi skyni
ferðaðisthún með flugvél um ger-
völl Bandarikin. Hinn 16. janúar
1942 frétti hún, að Clark hefði lát-
ið skrá sig i flugherinn, og sendi
hún honum þá simskeyti og ósk-
aði honum til hamingju með að
hafa sameinazt hersveitunum.
Það var siðasta sambandið, sem
þau höfðu sin i milli.
Carole var á leið heim með her-
flugvél og voru alls 17 manns um
borð. Clark haföi farið út á flug-
völl til að taka á móti henni, er
hann frétti, að flugvélin hefði
hrapað og allir um borð farizt.
Hann fór heim til sin algerlega
niðurbrotinn maður. Þar beið
hans simskeyti frá Franklin D.
Roosevelt, sem var á þessa leið:
„Eiginkona yðar lézt á vigvellin-
um i þjónustu lands sins eins og
hver annar hermaður.”
Carole var jörðuð i Glendale i
Kaliforniu, og við hlið hennar tók
Clark einnig frá pláss fyrir sjálf-
an sig til þess að hafa það til
reiðu, er hans timi kæmi. Hann
var alveg sannfærður um, að
hann myndi sameinast Carole á
ný. Enginn gat haft hann ofan af
þeirri óbifanlegu skoðun.
Nazistar vildu fá hann,
dauðan eða lifandi
Clark Gable var útnefndur
lautinant i flughernum og sendur
til Englands. Þaðan fór hann sið-
an i margar árásarferðir yfir
Þýzkaland, og i einni þeirra olli
flokkur hans geysilegri eyðilegg-
ingu i Ruhr-dalnum. Þetta olli all-
mikilli ólgu I Þýzkalandi að sögn
og gefin var út tilkynning, undir-
rituð af Göring persónulega, þar
sem heitið var verðlaunum þeim,
sem næði Clark Gable, dauðum
eða lifandi.
Eftir heimkomuna úr striðinu
hófst nýr kafli i Gable-timabilinu.
Clark var vinsælasti og eftirsótt-
asti leikari þeirra tima, en sjálfur
var hann mjög einmana og niður-
dreginn. Hann fór oft til að vitja
um gröf konu sinnar, Carole.
Hann hafði ekki löngun til að
kvænast aftur. En árið 1949, sjö
árum eftir lát Carole, hitti hann
lafði Sylvia Ashley, sem áður var
eitt sinn gift Couglas Fairbanks
yngri. Kona þessi hafði fjögur
hjónabönd að baki. Þegar vitnað-
ist, að Clark ætlaði að kvænast
henni, réðu vinir hans honum ein-
dregið frá þvi. En Clark var svo
einmana að hann lét ekkert aftra
sér frá þvi aö komast i höfn
hjónabandsins. Þau giftu sig árið
1949 og stóð það hjónaband til
1952. Lafði Sylvia Ashley kvartaði
sáran yfir þvi, að Clark væri stöð-
ugt að hugsa um hina látnu
Carole og talaði um hana á hverj-
um degi. Clark játaði, að svo
hefði verið.
— Þeir, sem lifandi eru, ættu
ekki að vera afbrýöisamir út i þá,
sem liðnir eru, og neita manni um
að gæla við þær minningar, sem
eru manni kærar.
Glæst framabraut,
fimmta hjónabandið
Framabraut Clarks Gable var
vörðuð stöðugum kvikmynda-
sigrum. Hann hafði enga lélega
mynd að baki sér. A sinn máta
var hann hlédrægur.
— Ég er góður leikari, sagði
hann, — en ég vinn mikið og er
enginn Adonis. Karlmönnum er
ekkert illa við það, þótt konur
þeirra eða kærustur séu hrifnar
að mér. Ég er ósköp venjulegur
maður, og þeir vita þaö. Lifið er
þess vert að lifa þvi, þótt mót-
vindar geti verið ýmsir. Lifið
verður aldrei greitt of háu verði.
Aðdráttarafl Clarks missti sin
aldri. Menn héldu, að hann myndi
halda sinu striki til æviloka. Hann
fékk bréf með hjónabandstilboð-
um á hverjum degi. Hann hélt sig
frá hjónaböndum að þessu sinni,
en sagði: „Er ég hitti konu, sem
ég held, að geti veitt mér ham-
ingju og að ég geti veitt henni það
sama, ætla ég að biðja hana að
kvænast mér.”
Og hann kynntist einmitt slikri
konu. Það var Kay Williams. Hún
var þrigift og átti son og dóttur.
Þau báru mikið traust til hvors
annars, þrátt fyrir fortiðina, svo
mikið, að þau ákváðu að gifta sig.
sig.
— Ég er gamaldags, sagði
Clark eftir brúðkaupið 1955. —
Þetta er það, sem ég trúi raun-
verulega á. Munið að lifa lifinu,
meðan þið eruð ung, en gleymið
ekki þvi, sem hlýtur að koma. Ég
er venjulegur maður. Ég held
ekki, að ég hafi nokkuö af þvi sér-
staka kynferðislega útliti, sem
allir tala um.
Sannur „gentleman"
Clark Gable var þekktur fyrir
að koma fram sem heiðursmaður
gagnvart öllum. Greta Garbo lét
eitt sinn svo um mælt I einlægni
við vini sina, að Gable væri eini,
sanni sjentilmaðurinn, sem hún
hefði nokkru sinni unnið með. Ava
Gardner, sem lék með Gable I
myndinni „Mogambo”, sagö>:
„Ég myndi vilja leggja allt i
sölurnar fyrir Clark. Það hefur
aldrei veriö til annar eins elsk-
hugi og hann á hvita tjaldinu. Og
það veldur oft vonbrigðum að
hitta menn, sem leikið hafa *lsk-
uga af mikilli kúst. En .Clark
veldur ekki vonbrigðum.”
„Risið á fætur, aumi lýður; Hér
kemur Konungurinn”, sagði
Spencer Tracy eitt sinn, er Gable
kom gangandi i hægðum sinum.
Þessi titill var fastur við hann allt
til dauða, og raunar heldur hann
honum enn.
Kay Williams átti, eins og áður
segir, 2 börn, er hún giftist Clark.
Hann tók við þeim og annaðist
þau, eins og þau væru hans eigin
börn. Hann langaði samt að verða
eiginlegur faðir. Kay missti fóst-
ur nokkrum sinnum, en loks kom
aö þvi, aö hún átti barn, drenginn
John, sem varö eina barn Clarks.
Hjartaslag
Clark hefði ekki veriö nauðsyn
á að vinna. Hann átti næga pen-
inga til æviloka. En hann elskaði
starf sitt, kvikmyndaleikinn.
Fimmtiu og niu ára gamall sagði
hann: „Ég er oröinn leiöur á þvi
að leika ungan „sjarmör”. Nú vil
ég hlutverk, sem hæfa aldri min-
um. Siðasta mynd Clarks Gable
var „The Misfits”, þar sem hann
lék með hinni frægu kynbombu
Marilyn Monroe. Um þetta leyti
vóg Clark langt yfir 100 kg, en til
þess að passa i hlutverkiö varð
hann að leggja af um 20 kg. Það
kostaði mikla'andlega og likam-
lega áreynslu.
Er verið var að leggja siðustu
höndina á þessa siöustu mynd,
lézt Clark Gable, „Konungur-
inn”, skyndilega af hjartaslagi.
Alagið hafði verið of mikið. Þá
var hann aðeins 59 ára. Hann
hafði leikið I alls um 200 kvik-
myndum, en siðustu árin i aðeins
tveimur á ári.
Þetta verður látið nægja um
þennan frægasta kvikmyndaleik-
ara Bandarikjanna. Hann var
alla sina ævi haldinn mikilli at-
hafnaþrá og hataði að sitja að-
gerðalaus. Eftirlætistómstunda-
gaman hans var aö fara i veiði-
túra. —Stp (þýttogendursagt)
Kay Williams, ekkja Clarks Gable og móöir hans eina barns. í þessari
grein upplýsir hún, að hún hafi nokkrum sinnum fengið alldularfuilar
„heimsóknir”.
Carole Lombard, sem fórst I flugslysi árið 1942, var hin mikla ást I lifi
Clarks Gable.