Tíminn - 18.02.1973, Blaðsíða 18
18
TÍMINN
Sunnudagur 18. febr. 1973
Menn 09 mákfni
Nauðungarsamningurinn
við Breta fró 1961
Brezkt herskip aö verja brezka landhelgisbrjóta innan 12 milna fiskveiöilögsögunnar.
Torfæran mikla
t ræðu, sem Gunnar
Thoroddsen flutti utan dagskrár i
neðri deild 6. þ.m. komst hann
m.a. svo að orði:
„Ég minntist fyrst á þaö, aö öll
riki, sem væru i Sameinuðu
þjóöunum, væru aöilar aö
Alþjóöadóminum. t þvi fæiist
ekki, aö öll rfki væru skyldug til
aö leggja ágreiningsmál sfn undir
dóminn, heidur eingöngu, ef sér-
stakar yfirlýsingar eöa samn-
ingar lægju fyrir”.
Þetta er hárrétt skýring hjá
Gunnari. Ekkert riki er skyldugt
til þess að leggja mál undir
dóminn, nema það hafi samþykkt
það sjálft með sérstakri yfir-
lýsingu eða samningi. Alþjóða-
dómstóllinn telur sig lika eiga
lögsögu i landhelgisdeilu Breta
og tslendinga eingöngu vegna
samningsins frá 1961. Ef sá
samningur hefði ekki veriö
geröur, heföi dómstólnum aldrei
komið til hugar að úrskurða sén
lögsögu i málinu.
Fyrir tslendinga hefði öll aö-
staða veriö auðveldari i land-
helgismálinu, ef Bretar og
Vestur-Þjóöverjar hefðu ekki haft
aðstöðu til aö draga Alþjóðadóm-
stólinn inn i málið. Það má telja
nokkurn veginn vist, að þá væri
búið að ná bráðabirgöasamkomu-
lagi við Breta og Vestur -
Þjóðverja, alveg eins og við
Belgiumenn. Það, sem öðru
fremur hefur staðið I vegi þess,
að samkomulag hefur náðst til
þessa, er sú von útg.manna i
Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi,
að úrskurður alþjóðadómstólsins
verði þeim i vil. Af þeirri ástæðu,
að málflutningur væri eftir i
Haag, hafa lika lögfræðingar
Breta og Vestur-Þjóðverja tor-
vaidað allt samkomulag, þvi að
þeir hafa talið, að ef fallizt væri á
eitt eða annað, gæti það veikt að-
stöðuna i Haag.
Landhelgissamningarnir frá
1961 hafa þannig þegar orðið
okkur mikil torfæra og er þó ekki
séð fyrir endann á þvi enn.
íhaldsemi
dómstóla
Vegna þess, sem nú er þegar
fram komið i þessum efnum,
finnst undirrituðum ekki úr vegi
að birta kafla úr þingræðu, sem
hann flutti sem framsögumaður
fyrsta minnihluta utanrikismála-
nefndar, þegar brezki samn-
ingurinn var til umræðu á Alþingi
áriö 1961. Flest af þvi, sem þá var
sagt, er i fullu gildi enn. Þar
sagöi m.a. á þessa leið:
„Það er svo þessu næst að
athuga, að alþjóðarétturinn, sem
dómurinn dæmir eftir, byggist að
langsamlega mestu á hefð og
venjum. Það er mjög litið til af
alþjóðlegum samningum, sem
hægt er aö fara eftir i sambandi
við ágreiningsmál, og þá verður
að fara eftir þeirri hefð og þeim
venjum, sem hafa myndazt. Nú
er þannig ástatt um sjálfa viðáttu
landhelginnar, að um hana rikir
ekki nein viðurkennd regla, engin
viðurkennd hefö, engin viöur-
kennd venja. Af þeim ástæðum
hafa þrisvar sinnum verið
kvaddar saman alþjóðaráð-
stefnur til að ná samkomulagi
um þetta atriöi, en það ekki
tekizt. Þar af leiðandi eru það
ekki neinar ákveðnar reglur, sem
alþj.dómurinn getur farið eftir i
þessum efnum, heldur verður
hann að reyna aö meta, ef sliku
máli er skotið til hans, hvað hann
á að telja að sé hin eðlilega regla
i þessum efnum. Þetta er svo
óljóst, aö fram að þessu hefur
engin þjóð farið þá leið að skjóta
ágreiningsmálum eins og
þessum, þ.e.a.s. ágreiningsmál-
um við viðáttu sjálfrar land-
helginnar, til alþjóðadómstóls-
ins. Málið, sem Norðmenn skutu
til alþjóðadómstólsins fyrir
nokkrum árum, fjallaði ekki um
viðáttu sjálfrar landhelginnar,
heldur um það, hvernig grunn-
linur skyldu vera dregnar, og um
það atriði er nú komiðfulltalþjóð-
legt samkomulag eins og ég
minnist á áðan, að hefði náðst á
Genfarráðstefnunni um haf-
réttarmálin 1958. En sem sagt, ef
alþjóðadómstóllinn ætti að fjalla
um deilumál eins og hér mundi
skapast milli okkar og Breta, ef
við færum út fiskveiðiland-
helgina, yrði hann að byggja á
hefð og reglum, sem ekki njóta
neinnar alþjóðlegrar viðurkenn-
ingar i dag. Hann yrði þá aö
reyna að meta það, eftir hverju
hann ætti að fara. Það er alveg
visst mál, að þegar dómstóllinn á
að kveða upp dóm undir slikum
kringumstæðum, þá hlýtur hann
og þá verður hann skyldu sinni
samkvæmt að vera nokkuð
ihaldssamur. Hann verður að
vera varfærinn. Hann má ekki
ganga of langt. Og þess vegna er
hætta á þvi, þegar dómar eru
kveðnir upp undir slikum
kringumstæðum, að dómararnir
séu heldur á eftir þróuninni,
fylgist ekki með henni. Til þess að
ganga ekki of langt fara þeir
frekar eftir þvi, sem teljast
gamlar reglur, heldur en hinum
nýju reglum, sem eru að skapast.
1 þvi sambandi er að sjálfsögðu
mikil hætta fyrir okkur fólgin, ef
við þyrftum að leggja slikt mál
undir úrskurð alþjóðaréttarins”.
Alþjóðadóm-
stóllinn og
Kýpurdeilan
„Ég vil minna á það i þessu
sambandi, að þegar Kýpurdeilan
var að byrja, þá buðu Bretar upp
á það, bæði Grikkjum og Kýpur-
búum, að hún skyldi lögö undir al-
þjóðadómstólinn og alþjóðadóm-
stóllinn skyldi látinn dæma um
það, hvort Kýpurbúar ættu rétt til
sjálfsákvörðunarréttar og sjálf-
stæðis. Þessu tilboöi Breta var
eindregið hafnað, bæði af
Grikkjum og Kýpurbúum, og það
var einfaldlega vegna þess, að
þaö var talið nokkurn veginn full-
vist, aö ef alþjóðadómstóllinn
dæmdi i þessu máli, mundi hann
fara eftir hefð og reglum, sem
væru þannig lagaðar, að Bretar
mundu þar bera sigur úr býtum.
Þeir mundu vinna málið, þó að
aðstæður væru hins vegar þannig,
að Kýpurbúar hefðu allan hinn
siðferðislega rétt meö sér i
málinu. Og ég held, að það sé
ekki hægt að benda á eitt
eindasta dæmi þess, aö nýlendu-
þjóð hafi snúið sér til alþjóða-
dómstólsins og óskað eftir úr-
skurði hans um það, að hún ætti
tilkall til sjálfst. eða yfirráða i
landi sinu, einfaldlega af þeim
ástæðum, að reglum eða hefð
um þessi mál er enn þannig hátt-
að I heiminum, að viðk. þjóð
mundi ekki fá sinn rétt viður-
kenndan hjá alþjóðadómstólnum
og þess vegna yrði hún að sækja
rétt sinn eftir öðrum leiðum. Nú
má segja, að það sé að mjög
miklu leyti svipað háttað tilkalli
okkar til landgrunnsins og ný-
lenduþjóða til yfirráða i landi
sinu, og þess vegna verðum við að
sækja þann rétt eftir svipuðum
leiðum og nýlendurikin hafa sótt
sinn rétt. Eins og alþjóðalögum
er enn háttað, þar sem þau eru
raunverulega ekki til i þessum
efnum og fara verður eftir
gamalli hefð, þá getum við ekki
treyst á úrskurð alþjóðaréttar I
þessum efnum, heldur verðum aö
sækja mál okkar eftir öðrum
leiðum, eins og við höfum hingað
til gert meö fullum árangri og
eins og aðrar þjóðir hafa gert,
sem svipað hefur staðiö á um og
okkur. Þær hafa allar sótt sinn
rétt með einhliða ákvörðunum
eins og nefna má um tugi dæma
á undanförnum árum, en engin
hefur snúið sér til alþjóðadóm-
stólsins og óskað eftir ein-
hverjum ákvörðunum hans eða
dómi um þessi mál, vegna þess,
að þær álitu alþjóðareglur um
þetta svo óákveðnar og að mörgu
leyti afturhaldssamar, að það
væri ekki hægt að leita dómsins
undir þeim kringumstæðum.
Þegar þetta er allt saman at-
hugað, hljóta menn að gera sér
fulla grein fyrir þvi, að á þvi er
reginmunur, hvort við áskilum
okkur einhliða rétt til útfærslu
fiskveiðilandhelginnar og til
landgrunnsins eða hvort við
viljum Iáta þennan rétt verða
háðan samþykkt Breta og
úrskurði alþjóðadómstóls, sem á
mjög erfitt með að úrskurða um
þetta vegna þess, hve óljósar
reglurnareru og mikil hætta er á,
að hann verði fremur ihalds-
samur en frjálslyndur i slikum
úrskurði, eins og á vissan hátt
honum ber lika að vera, þegar
reglur eru óákveðnar um einstök
efni”.
Bandaríkin og
Alþjóðadóm-
stóllinn
„Hér hefur komið fram i umr.,
fyrst hjá hæstv. fjmrh. Gunnari
Thoroddsen og svo hjá seinasta
ræðum., Jóh. Hafstein, að við
værum skyldir til þess sem
réttarriki að láta aljóðadóm-
stólinn kveða upp dóm i deilu-
málum okkar við önnur riki.
Þetta er mikil misskilningur.
Þær reglur, sem um þetta eru i
sáttmála Sameinuðu þjóðanna,
ákveða ekki beina skyldu i
þessum efnum, heldur er hvert
einstakt riki látið sjálfrátt um
það., i hvaða tilfellum það visar
málum til alþjóðadómstólsins.
Hitt er það, að einstök riki geta
gefið yfirlýsingar um það, að þau
vilji útkljá deilumál sin með þvi,
að málskot eigi sér staö til al-
þjóðadómstólsins. Seinast þegar
ég vissi um þessi mál, i árslok
1959, voru ekki nema 38 riki af 100
rikjum, sem nú eru i Sameinuðu
þjóöunum, búin að gefa slika
yfirlýsingu og öll eða langflest
með vissum fyrirvara, eins og til
dæmis með þeim fyrirvara, að
þau yrðu að meta það sjálf i
hverju einstök tilfelli, hvort um
innanlandsmál væri að ræða eða
ekki. Meðal þeirra rikja, sem
hafa sett slikan fyrirvara, er það
stórveldi, sem við hæstv. fjmr.
getum vafalaust verið sammála
um að telja einna mesta réttar-
rikið iheiminum idag, en það eru
Bandarikin. Þing þeirra setti
þann fyrirvara fyrir aðild að al-
þjóðadómstólnum, að það yrði
metiö i hverju einstöku tilfelli, af
Bandarikjunum sjálfum, hvort
um innanlandsmál væri að ræða
eða ekki.
Ég skal nefna dæmi um,
hvernig þetta mundi vera fram-
kvæmt af hálfu Bandarikja-
stjórnar. Árið 1945 gaf Banda-
rikjastjórn út yfirlýsingu, sem
helgaði Bandarikjunum rétt til
allra auðæfa, sem felast I botni
landgrunnsins umhverfis Banda-
rikin, Þetta gerðu Bandarikin
með einhliða ákvörðun og töldu
sig hafa fullan og óskorðaðan rétt
til þess. Það væri innanrikismál
þeirra. Það er alveg vist, að ef
héfði komið krafa um það frá
öðru riki, að þessari eignatöku
Bandarikjanna á landgrunninu
yrði skotið til alþjóðadóms, þá
hefðu Bandarikin neitað þvi,
vegna þess að þau töldu, að hér
væri um hreint innanrikismál
þeirra að ræða og þau ættu ein
óskoraðan rétt til námuauðæfa,
sem finnast kynnu á landgrunn-
inu. Þess vegna erum við ekki að
ganga i berhögg við neinar
reglur, þó að við viljum hafa rétt
til þess að meta það i hverju ein-
stöku tilfelli, hvort deilumálum
okkar við aðrar þjóðir um land-
grunnið verði skotið til alþjóða-
dómstóls eða ekki”.
Dæmið um
Angóla
„Þá kom það fram hjá hæstv.
fjmrh. einnig, að það væri eigin-
lega enginn munur á þvi að skjóta
máli til alþjóðadómstólsins eða
til þings Sameinuðu þjóðanna eða
alþjóðaráðstefnu. Það væri
nokkurn veginn það sama. Á
þessu er vitanlega mjög mikill
munur, og ég skal nefna aðeins
eitt dæmi til að sýna fram á, i
hverju slikur munur getur verið
fólginn.
Við skulum taka t.d. dæmi af
portugölsku nýlendunni Angóla.
Við skulum segja, að það kæmi
upp sú hugmynd, að íbúarnir i
Angóla ættu að leita til
alþjóðadómstólsins til að
úrskuröa um það, hvort þeir
hefðu rétt til þess að vera frjálsir,
rétt til sjálfstæðis, rétt til sjálfs-
ákvörðunarréttar. Það er alveg
vist, hvernig úrskurður alþjóða-
dómsins mundi falla um það
mál, eins og nú er háttað hefð og
reglum um þetta atriði i
heiminum. Rétturinn mundi
dæma það, að Portúgalar hefðu
fullkomið tilkall til landsins og
ættu að halda þar yfirrábum
sinum áfram. Þess vegna er það
áreiðanlegt, að engum þeirra,
sem berst fyrir sjálfstæði Angóla
idag, dettur i hug að snúa sér til
alþjóöadómstólsins og óska eftir
úrskurði hans um þetta mál. Hins
vegar má nokkurn veginn búast
við þvi, að þessir aðilar muni
snúa sér til þings Sameinuðu
þjóðanna og óska eftir þvi, að það
skerist i málið og stuðli að þvi, að
Angólabúar fái sjálfstæði og
sjalfsákvörðunarrétt, eins og
margar aðrar þjóðir á undan
þeim hafa gert, eins og Tibet-
búar. Algierbúar o.s.frv. Og
hvers vegna kjósa þessar þjóðir
heldur að fara þessa leið? Það er
vegna þess, að ef málið kæmi
fyrir þing Sameiðuðu þjóðanna,
þá er það nokkurn veginn vist,
eins og málum er þar nú háttað,
að mikill meiri hluti fulltrúanna
þar mundi styðja sjálfstæðiskröfu
Angólabúa og þar mundu þeir fá
stuðning við málstað sinn, en ekki
úrskurð um hið gagnstæða, eins
og allar likur benda til að mundi
verða, ef þeir sneru sér til alþjóða
dómstólsins. Þess vegna er
meginmunur á þvi undir slikum
kringumstæðum, þegar þjóð er að
sækja rétt sinn i hendur annarra,
hvort við leitum til alþjóða-
dómstólsins, er i mörgum til-
fellum verður að dæma eftir úr-
eltum og gömlum reglum, eða
hvort við leitum t.d. til
Sameinuðu þjóðanna eða ráð-
stefnu, sem þær halda, þar sem
hin nýju réttarsjónarmið mega
sin miklu meira en áhinum vett-
vanginum”.
Ég sýndi fram á I ræðunni, að
með samningnum væri afsalað
óskoruðum rétti til einhliða úr-
færslu þar sem hann yrði eftir-
leiðis háður samþykki Breta, eða
úrskurði alþjóðadómstólsins, ef
samningurinn yrði staðfestur. Ég
sagði ennfremur:
Vikið frá reglu
Jóns forseta
„Ég kem að þvi aftur, — og það
er jafnvel eitt hiö alvarlegasta i
þessu sambandi, — að ef þessi
samningur verður samþykktur,
þá er búið að brjóta þá megin-
grundvallarreglu, sem öll okkar
sjálfstæðisbarátta hefur hvilt á til
þessa dags, siðan Jón Sigurðsson
markaði hana: að láta aldrei
neinn rétt af hendi, en þola heldur
órétt og ójöfnuð um stundarsakir
Það fordæmi, sem hér er skapað
með þvi að vikja frá þessari
reglu, getur reynzt okkur hættu-
legast til frambúðar. Þótt ekki
væri um að ræða nema óveruleg
réttindi, sem verða af hendi látin,
þá mættum við ekki gera það,
vegna þess að frá áðurnefndri
reglu megum við ekki undir
nokkrum kringumstæðum hvika,
þvi að ef við gerum það, þá eigum
við það á hættu, að búið sé að
opna þarna dyr, sem meira
missist út um siðar, ef það er einu
sinni gert.
Það er mjög lærdómsrfkt og
ánægjulegt að minnast þess i
þessu sambandi, að þegar tilraun
var gerð til þess af ýmsum helztu
ráðamönnum þjóðarinnar 1908 að
vikja frá þessari reglu Jóns
Sigurðssonar, þá var það hin
unga kynslóð i landinu,
stúdentarnir, studdir af alþýð-
unni um allar byggðir tslands,
sem risu upp, slógu skjaldborg
um þessa reglu Jóns Sigurðs-
sonar og unnu hin glæsilegasta
kosningasigur, sem nokkru sinni
hefur unnizt á tslandi. Ég er
alveg sannfærður um það, — ég
trúi það enn á islenzku þjóðina, —
að sá timi eigi eftir að koma, þó
að viðbrögöin hafi ekki orðið núna
strax eins og þau áttu að vera
gagnvart þessu nýja „uppkasti”,
þessu nýja undanhaldi, að þá
muni það gerast alveg eins og
1908, þegar þjóðin fær ráðrúm til
að íhuga þetta mál, hugsa það
niður i kjölinn, þá verði niður-
staðan nokkuð svipuð i þessum
efnum, áður en lýkur, og hún varð
1908,. Þá trú hef ég á þjóðinni, og
ég er sannfærður um það, að sú
trú min á eftir að rætast”
Nauðungar-
samningur
,;Ég vil svo að lokum segja
nokkur orö, ef svo fer, að þessi
samningur verði samþ., og hvert
Framhald á bls 31