Tíminn - 18.02.1973, Qupperneq 27
Sunnudagur 18. febr. 1973
TÍMINN
27
Markverðir skutl-
uðu sér ósjálfrótt
— þegar Dixie Dean kástaði á þá kveðju á götum úti
Ef Englendingar væru
spurðir að þvl, hver hefði ver-
ið bezti miðherjinn I langri
sögu enskrar knattspyrnu —
mundi það vefjast fyrir mörg-
um, en ef spurt væri um hver
hefði verið bezti skallinn þá
væri enginn I vafa. Þeir
myndu allir segja „Bill Dixie
Dean”. Bill Dean þessi spilaði
fyrir Everton á þriðja áratug
þessarar aldar og enn á hann
markametið i fyrstu deildinni
þar i landi, eða 60 mörk yfir
keppnistimabilið 1927-28.
Hann var dýrkaður i Liverpool
á þessum tima. Fólkið vinkaði
til hans þegar hann fór um
götur borgarinnar Þetta liktist
næstum þvi þegar enska kon-
ungsfjölskyldan ferðaðist um.
Dean átti hug og hjörtu allra
áhorfenda þegar hann spilaði
á Goodison Park, heinwelli
Everton, en þó gerðu þeir hon-
um mikinn óleik. Aðdáendur
hans byrjuðu að kalla hann
Dixie Dean, en það viðurnefni
þoldi hann ekki. Viðurnefni
þetta er þó ekki það eina, sem
hann fékk, tfi. var hann oft
kallaöur martröö markmann-
anna, en það nafn ber hann
með rentu. Markveröir i Eng-
landi óttuðust hann mjög. Er
sagt að hinn stórkostlegi
markvörður Liverpool, Elisha
Scott hafi óttazt hann svo mik-
ið, að hann vaknaði nótt eftir
nótt i svitákófi, eftir að hafa
dreymt um skallann Dixie
Dean. Menn segja að þetta
hafi gengið svo langt að ekki
gátu þeir mætzt á götu, þvi að
þegar Dixie kinkaði kolli i
kveðjuskyni, skutlaði Elisha
sér sjálfkrafa i götuna.
það satt að varnarleikurinn hefur
breytzt mikið frá þvi sem hann
var 1920-1930, en þ_á voru þrir
menn i öftustu vörninni og hafði
miðframvörðurinn það eina hlut-
verk, að gæta miöframherjans.
Dean yfirsteig alla erfiðleika,
sem þessu kerfi var samfara og
hver er kominn til með að segja,
að hann, svo frábær knattspyrnu-
maður, myndi ekki geta unnið á
þvi varnarkerfi sem nú er leikið i
dag.
A árunum 1930-1933, þegar
Everton var eitt helzta lið Eng-
lands, skoraði Dean yfir 100 mörk
sjálfur, þar að auki átti hann
mestan þátt i 30 mörkum öðrum,
sem samspilarar hans gerðu. öll-
um miðframvörðum Englands
var gefin sú skipun, að vera
aldrei i meira en tveggja metra
fjarlægð frá Dixie Dean. Hann
var þannig hundeltur allan leik-
inn og samt gerði hann allan
þennan aragrúa af mörkum.
Dean spilaði 16 landsleiki fyrir
England og t.d. skoraði hann
tvisvar „hat trick” — hann lék oft
gegn sterkum andstæðingum i
landsleikjunum, sem fengu þessa
setningu frá þjálfara sinum áður
en leikurinn hófst: „STOPPIÐ
HANN, HVAÐ SEM ÞAÐ KOST-
AR”. Þetta virtist engan árangur
bera, þvi að hann hélt áfram að
skora mörk.
Arið 1936 keypti Everton
Tommy Lawton frá Brunley fyrir
6.500 þús pund og var Dean settur
i að kenna nýliðanum, sem átti að
koma i staðinn fyrir hann i liðið.
Lawton þessi var annar frábær
knattspyrnumaður og i marz 1938
þegar hann var 20 ára fór Dean til
fyrirmanna Everton og sagði
þeim að hann gæti ekki kennt
Lawton meira i knattspyrnu og nú
væri hann tilbúinn að yfirgefa
gömlu stöðuna fyrir sér yngri
manni. Dean var siðan seldur til
Notts County.
Enn þann dag i dag er Dean tið-
ur gestur á Goodison Park, göml-
um aðdáendum til mikillar
ánægju.
ALLIR t LIVERPOOL
ÞEKKJA DIXIE DEAN, HANN
ER ORÐINN GOÐSÖGN HJA
KNATTSPYRNUUNNENDUM.
— sos.
Sigmundur Ó. Steinarsson tók saman
Hér á myndinni sést Dean fyrir innan afgreiðsluborðið á bjórstofunni Sinni i London. Allir i Liverpool þekkja Dixie Dean, hann er orðinn goð-
sögn hjá knattspyrnuunnendum.
Kóngur skallaboltanna,
Dixie Dean,
hann var martröð
markmannanna.
Dean eins og hann
leit út, þegar
hann var og hét.
— þetta sögðu þjólfarar
við þá leikmenn,
sem áttu að gæta
Dixie Dean.
Þetta virtist engan
árangur bera, því að
hann hélt áfram
að skora mörk, stundum
einn til tvo menn á bakinu
Við ætlum hér í stuttu
máli að segja frá þessum manni
sem setti markamet,
sem verður aldrei slegið