Tíminn - 16.03.1973, Síða 6

Tíminn - 16.03.1973, Síða 6
6 TÍMINN Föstudagur 16. marz 1973 fremst viö að gera samgöngur greiöari. Nefndi hann siöan ýmis sláandi dæmi um hörmulegt ástand vega og samgangna i sveitum Suðurlands. Það þyrfti stórt átak i vegamálum þessa héraðs. Jón Eiriksson, bóndi, þakkaði SUF fyrir að leggja fram fastmótaða byggðastefnu. Þetta væri i fyrsta sinn, sem jafnmótuð og rökföst byggðastefna sæi dags- ins ljós. Einnig væri mikilvægt, Arnór Karlsson, bóndi, tók undir þakkir til SUF fyrir að móta byggðastefnu og sérstak- lega fyrir að kynna hana með viðtækum umræðum um lands- byggðina. Arnór ræddi siðan um opinbera þjónustu við lands- byggðina á ýmsum sviðum, t.d. i simamálum. Á þvi sviði væri öryggisleysið mikið. Viða væri ekki hægt að ná i lækni, ef slys eða ófarir bæri að höndumi nema ákveðna tima á dag. Annað dæmi um skort á þjónustu væri dreifing Hafsteinn Þorvaldsson, varaþingmaður, tók undir þakkir til SUF fyrir byggðastefnuna. Aréttaði hann, að það hefði verið maður úr Ar- nessýslu, Eggert Jóhannesson, varaformaður SUF, sem hefði stjórnað mótun byggðastefnunn- ar. Vonandi væri hægt að fylgja þessari stefnu fram til sigurs. Þó bæri að geta þess, að mikil upp- bygging hefði átt sér stað i sveit- um þrátt fyrir fækkun fólksins. Byggingasjóður þarf 2000 milljónir órlega ef framkvæma ó raunhæfa byggðastefnu Sagt frd fjölmennum byggðastefnu fundi SUF í Aratungu Fimmtudaginn 8. marz efndi SUF til fundar i Aratungu. Á fundinum var byggðastefna SUF kynnt Sunnlendingum og urðu um hana itarlegar og fróð- legar umræður. Hér á eftir fer úrdráttur úr ræðum fundarmanna, annarra en framsöguræðumanna, en ræður þeirra hafa áður verið raktar i frásögnum af byggðastefnufundum SUF. Framsöguræðumenn voru Eggert Jóhannesson, Jóhann Antonsson, og Ólafur Ragnar Grimsson. Fundurinn var settur af Eliasi Snæland Jónssyni, formanni SUF, sem skip- aði Guðna Ágústsson, formann FUF i Árnessýslu, fundarstjóra. Guðni Ágústsson, for- maður FUF i Árnes- sýslu, þakkaði stjórn SUF fyrir að taka byggðamálin upp á sina arma. Heynslan væri sú, að baráJtumáj- um SUF væri einarðlega haldið á lofti. SUF væri sterkasta stjórn- málaafl ungs fólks á Islandi og þvi væri mikils að vænta af baráttu þess íyrir byggðamálum. Sigurjón Kristinsson, bóndi, sagði, að þegar ungt fólk mæti lifsskilyrði, afkomumöguleika og hvar auðveldast væri að eignast húsnæði, þá yrði þéttbýlið eðli- lega fyrir valinu. Skólarnir drægju fólk úr dreifbýlinu þvi að menntað fólk ætti ekki þangað afturkvæmt. Siðan ræddi hann vegamál á Suðurlandi, en aðgerð- ir i þeim virtust miðast fyrst og að SUF hefði ákveðið að kynna hana viða um land. Lands- byggðarmenn væru að verða eins konar afréttur frá höfuðborgar- svæðinu og tapa þannig itökum sinum i stjórn landsins. Siðan ræddi hann um stjórnsýslukafla i byggðastefnu SUF og benti m.a. á ýmsa ágalla, sem eru nú á stöðu sýslumanna i stjórnkerfinu. Nefndi hann siðan verkefni, er hafa verið tekin frá sýslunefnd Arnessýslu vegna skorts á fjár- munum i héraðinu. Stefna SUF væri i þessum málum rétt: að sveitarfélög eigi beinan aðgang að stjórnsýslukerfinu. Sambönd sveitarfélaga skorti bæði vald og peninga. Þau þyrftu að fá lög- bundinn réttog fasta tekjustofna. Þá gætu þeir orðið baráttutæki fyrir byggðastefnuna. Friðgeir Björnsson, stjórnarmaður SUF, taldi byggðastefnu SUF merka fyrir það, að i henni væri i fyrsta sinn bent á, hvað aðgerðir i byggðamálum kosta i rauninni mikið fé. Ef verulegur árangur ætti að nást þyrfti á hverju ári i næstu framtiö að vera til reiðu jafnmikið fé og framlagið til við- lagasjóðs. Landsbyggðarmenn- irnir þyrftu að sýna samstöðu og áhuga i verki. Siðan ræddi Frið- geirýmis vandkvæði, sem sprott- ið hafa af þvi, að sýslumenn hafa farið bæði með framkvæmdavald og dómsvald. Það þyrfti að koma til ný dómaskipun með stækkuð- um umdæmum. pósts. Honum hefði áður verið dreift með mjólkurbilunum, en siðan tankbflarnir tóku við/væri haldið áfram að dreifa póstinum einungis til þeirra staða, sem hefðu kúabú. Kýrnar virtust þvi ráða póstsendingum! Ræddi Arnór siðan ýmsa þætti i byggða- stefnu SUF, sem snúa að land- búnaðinum. Auka þyrfti þjónustu við bændur með þvi að koma upp sérstökum þjónustumiðstöðvum. Garðar Hannesson, for- maður Framsóknarfél- ags Árnessýslu, þakkaði fyrir að fá á Suðurlandi kynningu á byggðastefnu SUF. Hann rakti siðan nokkur dæmi um hvernig fjármagnsskorturinn hefði orsakað byggðaröskun. Nauðsynlegt væri að flytja fjár- málavaldið aftur til lands- byggðarinnar. 1 simamálum byggju sum héruð Suðurlands við sáma ástand og i upphafi aldar- innar. Landsbyggðin þyrfti að þrýsta meira á til að knýja fram úrbætur. Rafvæðingarmál á Suðurlandi væru viða i ólestri og stæðu i vegi fyrir iðnaðarupp- byggingu. Gagnrýndi Garðar siðan afnám vegagjalds af hrað- brautum i nágrenni Reykjavikur. Lagði hann rika áherzlu á nauð- syn samstöðu ibúa landsbyggðar- innar og spurðist að lokum fyrir um störf stofnananefndar. Ræddi hann siðan um eflingu at- vinnuveganna, sérstaklega iðn- aðar úti um land og myndun stjórnsýslumiðstöðva. Vonaðist hann til, að þeir sem færu með stjórn landsins létu það sannast, að áhuginn á málefnum lands- byggðarinnar verður að vera annar og meir i en orðin tóm. Sigfinnur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurlandi, vildi taka undir hrós um byggða- stefnu SUF, þótt hún sé reyndar ekki algjörlega skotheld frekar en önnur mannanna verk. Hins veg- ar væri þessi byggðastefna þann- ig unnin, að hægt væri að ræða hana málefnalega. Sagði Sigfinn- ur siðan að ekki mætti kenna þétt- býlinu um byggðaröskunina, t.d. væri mestur . hluti þingmanna úr dreifbýlinu og hefðu þeir átt að geta gripið i taumana. Hreppa- rigurinn i strjálbýlinu væri tvi- mælalaust ein meginástæða fyrir versnandi hag dreifbýlisins. Þessi rigur hefði m.a. oft orðið til þess, að stofnanir hefðu verið staðsettar i Reykjavik. Greindi hann síðan frá þvi, að verið væri að ljúka fyrsta hluta Suðurlands- áætlunar, en slikar landshluta- áætlanir væru grundvallaratriði I byggðamálunum. Hann væri sannfærður um, að þær fjárhæðir, sem nefndar væru i byggðastefnu SUF, þ.e.a.s. 2-3 milljarðar á ári, Framhald af 19. siðu. ir menn Ekki fyrir alllöngu siðan hélt FUF i Kópa- vogi 14. aðalfundsinn. Fundurinn var ágætlega sóttur og gengu nokkrir nýir aðilar i félagið. Á siðasta starfsári voru haldnir nokkrir fundir ýmist i samvinnu við hin framsóknarfélögin i bænum eða eingöngu á vegum FUF. Einn sam- eiginlegur fundur með öðrum ungpólitiskum félögum i Kópavogi var haldinn. Fundarefni var herstöðvarmálið. Fundurinn var fjölmenn- ur og liflegur. Af hálfu FUF höfðu Sigurður Einarsson og Pétur Einarsson framsögu. FUF hafði forgang um þennan fund og hafði einnig haft frumkvæði um sams konar fundi árið áð- ur. FUF i Kópavogi hefur stóreflt stöðu sina frá og með siðustu bæjarstjórnarkosningum og eru nú margir félagar FUF i hinum ýmsu nefnd- um, sem starfa á vegum Kópavogskaupstaðar. Mun efalaust að óviða á landinu hafi ungir menn styrkari stöðu innan heimabyggðar sinn- ar og er þetta bein fylgja af mikilli og óeigin- gjarnri vinnu félaga FUF. Nýlega var haldinn félagsfundur um næstkomandi sveitarstjórn- arkosningar og hafði Pétur Einarsson þar framsögu. Fyrirhugaðir fundir eru: Fundur með öðrum ungpólitiskum félögum bæjarins um bæjarmál og innanfélagsfundur um skipan bæjarmála, þar mun Sigurður Geirdal hafa framsögu. Fulltrúaráð framsóknarfélaganna i Kópavogi hefur nýlega kosið viðræðunefnd til þess að hefja skoðanaskipti við Samtök frjálslyndra og vinstri manna i Kópavogi, er þetta i beinu framhaldi af yfirlýsingu sem gefin var við myndun siðasta meirihluta bæjarstjórnar i Kópavogi. Af hálfu ungra manna eiga sæti i nefndinni Sigurður Geirdal, og Pétur Einars- son. Tilgangurinn með þessari nefnd er að ræða hugsanlega samvinnu Framsóknar- manna i Kópavogi og SFV i Kópavogi um bæjarmál. Ungir framsóknarmenn vænta mik- ils af þessum viðræðum. Þess má geta hér að ritstjóri Framsýnar er úr hópi ungra manna og er það Sigurður Einarsson. Framsýn er mál- gagn Framsóknarmanna i Kópavogi. f núverandi stjórn FUF i Kópavogi eiga sæti: Þórarinn ólafsson formaður, Valgerður Jóns- dóttir varaformaður, Auðunn Snorrason gjald- keri, Sveinn Jónsson ritari, Jón Baldvin Páls- son spjaldskrárritari og i varastjórn eru: Jó- hann Jónsson, Pétur Einarsson, Sigurður Einarsson, Sigurður Geirdal. Einnig var kosið i Trúnaðarmannaráð félagsins en i þvi eiga sæti um 25 manns. r Þórarinn Olafsson, formaður FUF í Kópavogi

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.