Tíminn - 14.04.1973, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.04.1973, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Laugardagur 14. aprll 1973. Barnalánið er betra e sögðu gömlu mennirr ÞESS VEGNA ER ALDREI OF VANDAÐ TIL U ELDIS BARNAIS Lækjargata 14. Þetta hús þekkja Keykvikingar undir ýmsum nöfnum. Þaft hefur veriö kallaö lönaöarmannahús og Uúnaöarfélagshús. t vesturenda þess hefur Leikfélag Reykjavikur starfaö bæöi vel og lcngi, og hefur sá staöur löngum gengiö undir nafninu lönó, eins og flestir munu kannast viö. Nú er Fóstruskólinn búinn aö starfa um hriö I þessu gamla og viröulega húsi, þótt minna hafi veriö um hann talaö en hitt, sem áöur var nefnt. (Timamyndir Robert) Svo var það einn góðan veður- dag ekki alls fyrir löngu, að gengið var á fund skólastjóra Fóstruskólans frú Valborgar Sigurðardóttur, og hún beðin að segja eitthvað frá þessari mjög svo merku stofnun. bað er bezt að byrja á byrjuninni og spyrja: Sumargjöf stofnaði skól- ann Hvernær var Fóstruskólinn stofnaður? — Hann var stofnaður árið 1946. Það var Barnavinafélagið Sumargjöf, sem stofnaði hann, enda hafði félagið þá rekiö nokkur barnaheimili. Þau voru þrjú það árið, og forráðamenn félagsins sáu i hendi sinni, að til vandræöa horfði, ef ekki væri hægt að mennta starfslið til þess að vinna á stofnunum félagsins ef þær ættu að teljast uppeldisstofn- anir, en ekki aðeins gæzlustaðir fyrir börn. Segja má, að þarna hafi veriðráðizt i hreint stórvirki, þvi að á þeim árum var harla litill skilningur íyrir hendi á þessum málum. Þó tókst að fá islenzka rikið og Reykjavikurborg til þess að styrkja þennan skóla, en Barnavinafélagið Sumargjöf rak stofnunina, sem þá hét Uppeldis- skóli Sumargjafar, og rekur hana enn. A siðari árum hefur skólinn stækkað mjög mikið, og þá má nærri geta, að félagsskapur eins og Barnavinafélagið Sumargjöf, — sem ætlað er það hlutverk að reka dagheimili og leikskóla, — það getur blátt afram ekki rekið stóran skóla til lengdar. Það er þvi fullkomlega timabært að leita til rikisvaldsins og æskja þess, að Fóstruskólinn verði gerður að rikisskóla i framtiöinni. — Hversu margir voru nem- endur skólans i upphafi? — Þeir voru niu. Og þegar ég lit til baka, þá dáist ég að þessum ungu stúlkum, sem treystu sér til þess að fara i skóla, sem var al- gerlega ómótaður, óg i rauninni alls ekki til. 1 sjálfu sér varð hann aðeins til með þeim — þegar þær hófu þar nám. — Eru þessir fyrstu nemendur ennþá i störfum, sem tengd eru starfsemi Sumargjafar? — Einn þessara fyrstu nem- enda er Þórunn Einarsdóttir, for- stöðukona i Hagaborg, sem lengi var formaður Fóstrufélags tslands. Onnur er Valgerður Kristjánsdóttir, forstöðukona i Staðarborg, þá Elin Torfadóttir, sem lengi var forstöðukona i Tjarnarborg, en rekur nú einka- leikskóla. Þá má og nefna Höllu Bachmann, sem vann lengi að trúboðsstörfum i Afriku, en var siðan forstöðukona heimilis fyrir einstæðar mæður á Sólvöllum. Þetta er nú svona það, sem ég man að þylja i svipinn. — Það er nú allnokkuð, og er ekki annað að sjá, en að menntun þessa fyrsta árgangs hafi enzt nemendunum langt fram á ævi- veginn. — Já, það held ég að við verðum að segja. Og enn má geta þess, að i þessum fyrsta hópi var Jóhanna Pétursdóttir, kona Eiriks Hreins Finnbogasonar, borgarbóka- varðar. Hún starfar við barna- bókadeild Borgarbókasafnsins i Sólheimum, og má þvi með réttu segja, að hún helgi sig börnum. Einu sinni i viku hefur hún meira að segja tima, þar sem hún les sögur fyrir börn á aldrinum fjög- urra til sex ára. Er það afar- vinsælt hjá börnunum i hverfinu. A Norðurlöndunum færist það mjög i vöxt, að fóstrur starfi á barnabókasöfnum á þennan hátt. Vonandi á þessi starfsemi eftir að dafna og blómgast hér og færa út kviarnar. Námsgreinar og und- irbúningsmenntun — En svo að við snúum okkur meira að nútimanum: Hvað eru margir nemendur i Fóstru- skólanum núna? — Nemendur eru nú 131. Þar af eru 56 i undirbúningsdeild, en það þýðir, að þær eru að mestu leyti i starfi úti á barnaheimilunum. En afgangurinn, eða 75 nemendur, eru þá innan veggja skólans. — Hvað kennið þið? — Fyrst er að telja aðalgrein- arnar, uppeldis- og sálarfræði, meðferð ungbarna, likams- og heilsufræði, félagsfræði, myndíð ýmis konar, svo sem teikning, smiðar og föndur alls konar. Enn fremur leikfangagerð, barnabók- menntir, islenzku, átthagafræði, næringarefnafræði, hljómlist og framsögn. — Hver eru inntökuskilyrðin — eða öllu heldur, hvaða undir- búningsmenntun þurfa stúlkurnar að hafa? — Algengasta undirbúnings- menntunin er gagnfræðapróf. Við höfum gert kröfu til gagnfræða- prófs, landsprófs, eða annarrar sambærilegrar menntunar, og nemandinn þarf að vera orðinn átján ára, þvi má bæta við i sam- bandi við gagnfræðaprófið, að þær þurfa að hafa fengið að minnsta kosti sex i islenzku og dönsku á gagnfræðaprófinu. í sambandi við islenzkuna þarfnast þetta ekki neinna skýringa, en hvað dönskuna snertir er það nauðsynlegt af hagnýtum ástæðum. Þær þurfa að geta lesið á bækur á einhverju erlendu máli, einfaldlega vegna þess, að við höfum ekki bækur um uppeldis- og sálarfræði á islenzku i svo stórum stil, að við getum komizt hjá þvi að gripa til erlendra bók- mennta. Mér hefur fundizt eðli- legast, að það væri danskan, sem notuð er, þvi að i henni hafa gang fræðingar helzt verulega þekk- ingu, en auk þess er hún nær okkur heldur en enskan, málfars- lega séð. — Hvað þarf marga kennara til þess að kenna þessar greinar? — Kennararnir eru nú anzi margir, eitthvað á milli fimmtán og tuttugu, én þeir eru allir stundakennarar , að mer einni undan skilinni. — Er það fyrirkomulag ekki mjög óþægilegt fhrir stofnunina? kvæmd. Stundataflan er árvisst vandamál á hverju einasta hausti. Við hugsum oft sem svo, að nú fari allt úr böndunum i ár en hvernig sem á þvi stendur, þá verður það nú ekki, og að lokum kemur allt heim og saman. En vissulega væri það mikð tilhlökk- unarefni, ef skólinn fengi fast- ráðið kennaralið, sem hægt væri að byggja á. Fóstrunámið er verð- andi mæðrum hollt — Leggja nemendur ykkar út I fóstrustarf, eftir að náminu hér lýkur? — Mörgum finnst sem þær komi heldur illa til skila i störfum, en þó er nú með það eins og fjöl- margt annað, að það er eftir þvi, hvernig á er litið. Við verðum nefnilega að gá að þvi, að eini keppinauturinn eru karlmenn og hjónabönd. Ég held , að ég gæti taliðá fingrum annarrar handar þær lærðar fóstrur, sem ekki eru annað hvort fostrur eða þá eiginkonur og mæður. Það er lögmál lifsíns, þótt konur hafi verið að reyna að brjótast út úr þeim hring upp á siðkastið, en svo er lika þess að gæta, að mjög margar þessar fóstur koma til starfa aftur, þegar börnin eru komin svo á legg, að þær geta farið að vinna úti á nýjan leik. — Það er nú kannski ekki heldur neitt á móti þvi, að verð- andi mæður læri fóstrustarf. — Nei, vissulega er það mjög heppilegt, enda hefur það þrá- faldlega komið fram i samtölum Unnið af kappi Handavinna, sem blafiamanninn skortir þekkin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.