Tíminn - 17.04.1973, Qupperneq 1
„Hótel Loftleiðir býður gestum
sínum að velja á milli 217 herbergja
með 434 rúmun — en gestum
standa lika íbúðir til boða.
Allur búnaður miðast við strangar
kröfur vandlátra.
LOFTLEIOAGESTUM LIÐUR VEL.
WOTEL miMtfí
KJARVAL UT
— MAÓ INN
Klp—Reykjavik. — Kjarvals-
sýningunni i Myndlistarhiísinu
Skutu örv-
um í mark
— og hlutu
prófverkefni
eftir því
LÍKLEGA er það nokkurn
veginn fastur siður, að
dregið sé um prófverkefnin i
menntaskólunum, þegar
milli einhvers er að velja. En
svo má lika finna aðferðir,
sem eru ofboð litið nýstár-
legri.
Það gerði Þórir Sigurðsson
eðlisfræðikennari i mennta-
skólanum við Tjörnina.
Hann hengdi skotskifu upp á
þil, fékk nemendunum örvar
og lét þá skjóta til marks.
Þannig áttu nemendur það
undirþvi, hversu höndin var
styrk og augað glöggt, hvaða
verkefni þeir fengu til
stúdentsprófs i eðlisfræði.
Það fylgir sögunni, að
eðlisfræðikennarinn hafi
engan veginn ætlað þeim að
leysa af hendi þyngri próf-
þraut, er klaufar voru i með-
höndlun örvanna, heldur en
hinum. Þetta var bara likt og
dálitið krydd i hina miklu
samsuðu fræðanna, sem
fram fer i blessuðum
skólunum okkar.
við Klambratún lauk á sunnu-
dagskvöldið. Þann dag var nán-
ast örtröð i sýningarsainum, og er
hætt við, að sumir hafi ekki getað
notið sem skyldi hinna frábæru
listaverka, sem þarna voru, af
þeim sökum.
Að sögn Alfreðs Guðmunds-
sonar forstöðumanns hússins,
mun um 55 þúsund manns hafa
komið á þessa sýningu. Er þetta
þvi ein bezt sótta myndlistarsýn-
ing, sem hér hefur verið haldin.
Þegar við komum i Myndlistar-
húsið i gær, bar fyrir augu okkar
hóp kinverskra manna, sem vann
að þvi að losa stóra gáma. I ljós
kom, að þetta voru verkamenn
frá Peking, sem sendir höfðu ver-
ið gagngert hingað til lands til að
vinna að uppsetningu á
kinverskri listmunasýningu, sem
verður opnuð eftir páska i Kjar-
valssalnum.
Einn úr hópnum talaði góða
ensku, og sagði hann okkur, að
þeir væru 15 saman og hefðu verið
sendir hingað i siðustu viku til að
vinna að uppsetninguþessarar
sýningar, sem yrði bæði mikil og
stór i sniðum. Þeir hefðu allir
unnið áður að uppsetningu svip-
aðra sýninga, en þetta væri i
fyrsta sinn, sem þeir færu eins
langt frá heimalandi sinu og nú.
Allir voru Kinverjarnir eins
klæddir — i bláum vinnugöllum
með derhúfur á höfði og létta
strigaskó á fótum. Ekki notuðu
þeir nein hjálpartæki við að losa
gámana, heldur báru þeir hvern
kassa á bakinu likt og þeir voru
vanir i sinu heimalandi.
Að öðru leyti voru þeir ekki
óáþekkir öðrum verkamönnum.
Þeir hlógu og gerðu að gamni sinu
og virtust sýnilega skemmta sér
konunglega hérna hinum megin á
hnettinum.
y
Islenzk matvæla-
kynning í
LOFTLEIÐIR munu hefja flug-
ferðir til Chicago-borgar í byrjun
maímánaðar, og verður fyrsta
ferðin. 2. maí. Þá samtimis hefst
þar kynning á islenzkum
matvælum. Standa búvörudeild
Sambands isienzkra samvinnu-
félaga og sölustofnun iagmetis-
iðnaðarins að þessari kynningu,
ásamt Loftleiðum.
Chicago
Þessi kynning á að standa i eina
viku, og verður einkum kynnt
islenzkt lambakjöt og ýmsar
niðursuðuvörur. Er þetta að
sjálfsögðu einn þátturinn i
margháttaðri viðleitni íslendinga
til að koma á framfæri vöru, sem
virðist likleg til þess að öðlast
almenna hylli, og færa þannig út
kviarnar á erlendum markaði.
Færeysk menning-
arvika í Reykjavík
NORRÆNA húsið mun gangast
fyrir færeyskri menningarviku
um næstu mánaðamót, og mun
hún standa frá 27. aprfl, til annars
dags maímánaðar. Munu koma
hingað um tuttugu Færeyingar,
þar á meðal sumir helztu rit-
iiöfundar listamenn og
menningarfrömuðir Færeyja, til
þess að kynna færeyska
menningu.
Meðal þess, sem upp á verður
boðið, er málverkasýning,
heimilisiðnaðarsýning, bóka-
sýning og kvikmyndasýningar.
Margir Færeyingar munu flytja
fyrjrlestra, þeirra á meðal
Jóhannes av Skarði og Steinbjörn
Jacobsen um bókmenntir,
Erlendur Patursson um sam-
vinnu Grænlendinga, Islendinga,
Færeyinga og Norðmanna i fisk-
veiði- og fisksölumálum,
Jóhannes Rasmussen um náttúru
og jarðfræði Færeyja, Jóhan
Hendrik Winther Poulsen um
skyldleika færeysku og islenzku
og Arni Thorsteinsson um
færeysk fornminni.
Siðasta kvöldið verður sam-
koma i súlnasal Hótel Sögu, þar
sem Öskar Hermansen stjórnar
söng, dansi og hljóðfæraleik.
Kinverjarnir báru hvern kassa á bakinu niður I kjaliara Myndiistarhússins og fóru létt með þá. Þeir
voru sendir hingað frá Peking, 15 saman, til aö vinna að uppsetningu á kfnverskri listmunasýningu, sem
verður opnuð eftir páska. (Timamynd Róbert)
Girnileg fasteign, en
óneitanlega peningafrek
ÞÓRUSTADIR i ölfusi eru tii Flogið hefur fyrir, að býlið eigi milljónir króna, en ekki veit
sölu, og sennilega er það ein hin að kosta tuttugu og fimm blaðið sönnur á þvi.
verðmætasta fasteign, sem fram
er boðin um þessar mundir.
Bóndinn á Þórustöðum, Ingólfur
Guðmundsson, hefur setið jöröina
i niu ár, og er nú efstur á blaði
ailra einstaklinga i hópi mjólkur-
framleiðenda á viöskiptasvæði
Mjólkurbús Flóamanna meö 206
þúsund litra innlegg á sfðasta ári.
Þar að auki hefur Ingólfur haft
gott svinabú með um fjörutiu
gyltur, og má af þvi ráða, að hann
hefur haft ærið mikið umleikis.
Mun hann hafa i hyggju að selja
svinahjörð sina, en kúastofninn
mun ekki vera falur.
Verðmæti jarðarinnar má
nokkuð ráða af þvi, að brunabóta-
mat bygginga - er þar tæpar
seytján milljónir króna, og tún er
þar áttatiu til niutiu hektarar að
stærð. Hins vegar er jörðin
landlitil, þvi að landareignin öll
er ekki nema hundrað og tuttugu
til þrjátiu hektarar En hver skiki
er gróinn og ræktanlegur.
Eins og kunnugt er liggja Þóru-
staðir sérlega vel við samgöngum
og eru auk þess i gróðursælli
hlýindasveit.
Lét ei að
Klp—Reykjavik Það vill oft
vera anzi mikið um að vera
fyrir utan veitingahús borgar-
innar, þegar hleypt er þaðan
út að lokinni skemmtun. Sumt
af þvi er miður fallegt og oft
heldur litið afþvi að læra.Þó
koma fyrir einsfaka atvik,
sem getur verið gaman að,
eins og t.d. það sem gerðist
fyrir utan Röðul aðfararnótt
sunnudagsins, og fjöldi manns
horfði á.
Upphafið var, að tveir
náungar hófu að þjarma illa
að einum manni, og gekk þeim
erfiðlega að koma honum
undir. Engin lögregla var á
staðnum frekar en fyrri
daginn, og hópaðist þvi fólkið
að til að sjá slagsmálin.
Þegar slagurinn hafði staðið
góða stund, og allt útlit var
fyrir jafntefli, vatt þriðji sér
út úr hópnum og vildi hjálpa
hinum tveim. Þetta likaði
sér hæða
ekki ungri og myndarlegri
stúlku, varla meir en 17 ára,
og hélt þvi á eftir honum til að
hjálpa þessum eina og jafna
leikinn örlitið. Aðkomu-
maðurinn kunni ekki við
þessa „afskiptasemi” og rétti
þvi stúlkukindinni vel útilátið
högg, þannig að sprakk fyrir.
Sú stutta tók sér þá smá
hvild til að jafna sig, en sneri
sér siðan að náunganum og
rétti honum eitt heljarmikið
högg beint á lúðurinn, þannig
að hann sveif langar leiðir og
iá i öngviti á eftir. Að þessu
afreki ioknu dustaði stúlkan
rykið af höndum sér og hélt á
brott.
Það er af slagsmála-
kempunum að segja, að þeim
varð svo um þetta, að þeir
gleymdu öllum erjum, en
félagar þess rotaða báru hann
á brott með tærnar beint upp I
loftiö.