Tíminn - 17.04.1973, Qupperneq 14
14
TÍMINN
Þriðjudagur 17. apríl 1973.
Eg er ekkert að ásaka hann, þær
eru báðar mjög aðlaðandi, en
hann er alltof ungur ennþá til þess
að festa ráð sitt. Ég mundi kjósa,
að Sherida hefði ekki alveg svona
stór og dökk augu, og væri ekki
eins iturvaxin og hún er. Ég hef
áhuga á þvi að hún geti verið hjá
okkur áfram.
— Það verður hún ugglaust,
svaraði Mallory þurrlega. — bú
hefur beint huga þinum að Logan,
en ég hef verið að hafa auga með
Jönu. Eitthvað er það, sem liggur
þungt á henni um þessar mundir.
— Hún er dálitið rengluleg, en
hún er hálfgert barn ennþá.
— Ekki hef ég trú á þvi að
nokkuð sé að heilsu hennar. En
hún er óhamingjusöm, og svo vit-
laus er ég ekki að ég viti ekki
hvað það er, sem kvelur hana. Þú
hlýtur sjálf að hafa komizt að þvi
fyrir löngu. Það er Simon.
Lea hallaði sér afturá bak, og
tók stóran teig úr sigarettunni.
— Já, ég vissi þetta vel, sagði
hún hin rólegasta, og ég hef reynt
að laga það, en þú hefur náttúr-
lega ekkert tekið eftir þvi?
— Jú, ég hef tekiö eftir þvi, að
þú hefur reynt að sjá um að þau
umgangist sem allra minnst. En
ertu alveg viss um aö þaö sé
skynsamlegasta lausnin?
— Ja herna, Mallory, þér er þó
ekki alvara með að hvetja þau til
samfunda? Simon hefur verið
giftur og er nú skilinn við konu
sina, sagði Lea, ekki með öllu
reiðilaust.
— O, slikt telst ekki til stór-
tiðinda á vorum dögum.
— Jana er áreiðanlega of ung og
óreynd til þess að ganga Simoni á
hiind. Hún er þannig stúlka að hún
tekur ástarævintýri ákaflega al-
varlega. Ég hef mikiö álit á
Simoni sem lækni, og engu siður
sem manneskju, en hann er
ekkert fyrir Jönu.
— Sjálfsagt er það rétt hjá þér.
Maollory stóð á fætur. — Hún
þyrfti að vera meira út á við. liún
þarf að hitta fleiri jafnaldra sina.
— Ég vildi óska að hún fengist
til að sjá sig um, Mallory. Ég hef
það á tilfinningunni, mér til
óþæginda, að henni finnist hún
þurfi að vera heima min vegna.
Ilún gat þó ekkert að þvi gert, er
skeði úm árið. Ég hef reynt að
spjalla við hana um þetta, en það
er eins og að höggva i harðan
stein.
Mallory bauð góða nótt. Lea
beindi stól sinum aö arninum, og
starði i þungum þönkum i eldinn.
Likami hennar varð afllaus og
skrapp saman. Hið barnslega
andlit varð ellilegra og dálitið
tekið. Munnurinn herptist saman,
og á milli augnanna kom djúp
hrukka.
5
Katrin Maitland sat i reykklefa
fyrsta farrýmis lestarinnar, og
horfði hugsandi á landslagið, sem
lestin þaut um.
Þetta var einn af hinum fágætu
vordögum þegar náttúran öll
virtist titra af ólgangi lifi. Það
var eins og hin grænklæddu tré,
sem blöktu i hinum létta, hreina
andvara, hefðu engar rætur, en
svifu i lausu lofti.
— Ég er hamingjusöm, hugsaði
Katrin, — Ég ætti að minnsta
kosti að vera það-Nú er ég á heim-
leið og ég fyrirlit Lundúnaborg.
Ég getekki skilið, að ég skuli ekki
vera i sjöunda himni.
Andlit hennar var ekki stórt og
umvafið svörtum lokkum meö
rauðleitum blæ. Litla söðulnefið
hæfði andlitinu vel, og bæði
augnakrókarnir og munnvikin
sveigðust upp á við. Hún var i
þröngu pilsi og djúprauðri treyju,
i sama lit og neglurnar og
varirnar. Hendurnar voru smáar
og vel lagaðar. Þær voru vel
ljfandi og tóku þátt i samtölum,
eins og titt er i Frakklandi.
Hún andvarpaði og snéri sér frá
glugganum til þess að taka i hönd
sér timarit um listir. ,,Eftir-
tektarverð frumsýning ungs
litsamanns hjá Manvers” las
hún. „Ungfrú Katrin Maitland
hefur vakið mikla eftirtekt fyrir
landslagsmyndir sinar frá Corn-
wall. Gagnrýnendur eru mjög
hrifnir af hinni djörfu og sterku
litarmeðferð. Ungfrú Katrin er
dóttir sóknarprestsins i Bravizor-
sókn i Cornwall, og hún hefur
einnig málað andlitsmyndir, sem
þykja hafa tekizt mjög vel.
Andlitsmyndirnar hafa enn ekki
farið á sýningu’’
Katrin leit á úrið sitt.. Eftir
tuttugu minútur er ég heima,
hugsaði hún.Hvernig skyldi þetta
fara? Verður það sami harm-
leikurinn? Það er auðvitað til
litils fyrir mig að hugsa um þetta
fyrr en ég næ fundi hans — og
hennar. Þrátt fyrir allt hef ég
verið að heiman i þrjá mánuði.
Það er ekki langur timi, og sjálf-
sagt er hún sama sinnis, en hann
getur hafa skipt um skoðun,
hugsaði hún. Logan, hvislaði hún,
hve fagurt og gott nafn.
Lestin hemlaði, og stanzaði svo
alveg framan við stöðvarhúsið.
Ferowen, sem var fýlulegri en
nokkru sinni, tók á móti farangri
hennar.
— Ilallo, Katrin, velkomin
heim, sagði velþekkt rödd að baki
hennar.
— Logan! Hún hrópaði nafnið
og fann að hún blóðroðnaði.
— Hvað ertu hér að gera?
— Ég er að gá að pökkum til
pabba. Ég kom við á prestsetrinu
og sagði, að enginn þyrfti að fara
hingað ofan-eftir, þvi að ég mundi
aka þér heim. Og vertu svo ekki
að neinni vitleysu, þu veizt vel að
ég kom aðeins til þess að sækja
þig Katrin. Hoppaðu inn i bilinn.
Hann opnaði huröina fyrir hana.
— Það er alveg yndislegt að
vera komin heim aftur, sagði
Katrin, og sogaði að sér sjávar-
loftið. — Hvernig liður ykkur hér?
Logan sagði henni undan og
ofan af um kunningja og atburði,
en spurði hana svo, hvernig henni
hefði likað i Lundúnum. Hvers
vegna minnist hann ekki einu orði
á hana, hugsaði hún. — Hvernig
liður Leu, Logan? Hún var bara
hissa hvað hún gat haft röddina
eðlilega.
— Hún er stálhraust. Hún er
búin að fá nýjan ritara. Sherida
Binyon heitir hún, há, dökk og
grönn stúlka, hárið með gullinni
slikju og augun eins og blómstur
merkurinnar. Af einni eða
annarri ástæðu finnst henni fjöl-
skyldan dálitið leikræn, en hún
mun venjast okkur, sagði hann.
— Ertu skolinn i henni, Logan?
— Nei, svaraði hann þurrlega.
— Ég er ekki sérlega hrifinn af
dökkum augum, og þar að auki
þykir mér vænt um þig.
Hún svaraði engu, og snéri sér
undan.
Hann stöðvaði bilinn, og neðan
við þau var spegilsléttur haf-
flöturinn.
— Mér finnst þetta ekki sérlega
skemmtilegt, Logan.
— Ég er heldur ekki að gera
tilraun til að vera gamansamur.
En nú skulum við i eitt skipti fyrir
öll tala út um okkar málefni,
Katrin.
— Nei, ekki núna. Ö, að þú bara
gætir skilið hvernig mér liður,
Logan.
— Heyrðu mig Katrin, þessi
andskotans tökubarns sálar-
flækja er farin, að verða nokkuð
þreytandi. Það er hún, sem gerir
þér litið leitt, ekki satt?
Hún svaraöi ekki, hún vissi vel
að hann sagði alveg satt, en það
gat ekki breytt hinum raunhæfu
staðreyndum. Hvað skyldi hann
geta vitað um þetta, hugsaði hún.
Allir vita að Maitlands hjónin
tóku mig til fósturs þegar ég var
sex mánaða gömul, en enginn veit
hvað það segir mér, að hinir
raunverulegu foreldrar minir
lögðu mig frá sér á járnbrautar-
stöð i rifnum og skitnum druslum.
Hverskonar erfð gæti ég ekki hafa
hlotið eftir slika foreldra?
hugsaði hún örvingluð.
— Eigum við ekki að halda
áfram, Logan?
— Jú, jú, við tölum um þetta
betur seinna. Hann setti bilinn i
gang og þau óku heim áleið i
djúpri þögn.
6
Logan stöðvað bifreiðina fyrir
utan Bastions-húsið. Þau Katrin
gengu inn og heilsuðu fyrst
Sheridu og Mallorv. — Þetta
var ángæjulegt, sagði Mallory -.
Við verðum að halda upp á endur-
fundina með glasi af sherry.
Sheridu geðjaðist að Katrinu
við fyrstu sjón. Það er eitthvað
svo eðlilegt og traust við hana,
Lárétt
1) Kjúklingar,- 6) Eybúa.- 8)
Likneski- 10) Kraftur,- 12)
Númer.-13) Rugga,-14) Skel.-
16) Gæflynd,- 17) Fugl,- 19)
Hundur,-
Lóðrétt
2) Rógur,- 3) Þyngd - 4) Eins,-
5) Maður,- 7) Klóka,- 9) MáL-
11) Sáðkorn,- 15) Fæða,- 16)
Ilis.^ 18) Keyrði,-
Lóðrétt
2) Ket,- 3) At,- 4) Tif.- 5)
Glufa.- 7) Ótukt - 9) Ama,- 11)
Amu,- 15) Tik - 16) Ask,- 18)
Sá,-
D
R
E
K
I
Tomm segir aö það hafi verið
hér . . Hann og Rex voru
riðanrii a Joomba. Ljónynjan
stökk á eitir antilópu. E5JS7
Menn sem voru á
þessari grein lömdu
hann og Rex af baki
Joomba
man ekki fleira.fLvX
V
lyii
Þriðjudagur
III 17. apríl
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
iSiií: Tilkynningar.
;;i;i;i;i; 12.25 Fréttir og veðurfregnir.
;;;$$; Tilkynningar.
iÍiSÍii 13 00 Eftir hádegið Jón B.
;;i;;;i;i; Gunnlaugsson leikur létt lög
m °§ spjallar við hlustendur.
;i;i;i;i;i 14.15 TU umhugsunar (endurt.
SÍÍ þáttur) Þáttur um áfengis-
:;i;i;i;i; mál i umsjá Arna Gunnars-
;i;i;i;;i; sonar fréttamanns. Rætt við
ÍiíÍ þrjá ungtemplara.
íiÍ 14.30 Frá sérskólum f
iiÍiÍiÍiÍÍ Reykjavik: XVIII: Tónlist-
íiíií arskólinn. Anna
ijiiiiii Snorradóttir talar við Jón
:;i;i;i;;;: Nordal skólastjóra.
m 15 00 M iðdegistónleikar:
Dönsk tónlist.
ÍÍjÍiÍi 16.00 Fréttir.
i;i;i;i;i; 1 6 . 1 5 Veðurfregnir.
ÍÍÍi Tilkynningar.
;i;i;i;i;i 16.25 Popphornið.
iÍÍÍ 17.10 Framburðarkennsla i
•iÍi þýzku, spænsku og
Í;i;i;i esperanto.
;i;i;i;ií 17.40 Útvarpssaga barnanna:
•iÍi ..Júlli og Dúfa” eftir Jón
ií;i;i;i; Sveinsson. Freysteinn
ÍÍÍi Gunnarsson isl. Hjalti
;i;i;i;i;i Rögnvaldsson les sögulok.
m 18-00 Eyjapistill. Bænarorð.
jiií Tónleikar. Tilkynningar.
M 18 45 Veðurfregnir./ Dagskrá
i;i;i;i;i kvöldsins.
ÍiÍÍÍ 19.00 Fréttir. Tilkynningar.
i;g;i 19.20 Fréttaspegill.+
ÍÍi; 19.35 Umhvcrfismál.
i;i;i;i 19.50 Barnið og samfélagið
Íii; Ragnhildur Ingibergsdóttir
Í*i;i yfirlæknir talar um orsakir
M andlegs vanþroska.
;i;i;i; 20.00 Lög unga fólksins.
i;i; Ragnheiður Drifa
ÍÍÍ Steinþórsdóttir kynnir.
i;ÍÍ 20.50 íþróttir. Jón Ásgeirsson
iÍÍi sér um þáttinn
ÍÍí 21.10 Japönsk tónlist eftir
ÍiÍ Toru Takemitsu. a. „Kóral-
ÍÍÍÍ eyjan” fyrir sópranrödd og
iiiii hljómsveit. Mutsumi
jii; Masuda syngur, Yomiuri
:;i;i;ii Nippon hljómsveitin leikur,
iÍÍÍ Hiroshi Wakasugi stj. b.
ÍÍÍ „Vocalism Ai”, tónverk fyr-
ÍÍÍi ir segulband.
i;i;i;i 21.30 Tvær eyfirzkar konur á
ÍÍi; tali. Sigriður Schiöth ræðir
ÍÍÍ; við Aldisi Einarsdóttur á
ii;; Stokkahlöðum.
;ÍÍ 22.00 Fréttir.
íi;Í 22.15 Veðurfregnir. Lestur
ÍÍi Passiusálma (48)
ÍÍÍ 22.25 Tækni og visindi. Hörður
ÍÍ Kristinsson grasafræðingur
Íi: talar um fléttusambýlið.
i;i 22.40 Harmonikulög. John
?ÍÍ Molinari leikur.
ÍÍ! 23.00 A hljóðbergi.
;§;§; 23.40 Fréttir i stuttu máli.
§§§ Dagskrárlok.
illlBiiii
Þriðjudagur
17. apríl 1973
iÍ 20.00 Fréttir
;§!§ 20.25 Veður og auglýsingar
;§§i 20.30 Ashton-fjölskyldan 49.
ÍÍ þáttur: Þýðandi Heba
§;§; Juliusdóttir. Efni 48. þáttar:
;§;§ Davið og Sheila fara að
§§;! sækja börn sin til Wales.
§§§ Vinnuveitandi Daviðs
§;§;: kemur óvænt i heimsókn og
:§;§: segir honum, að hann þurfi
§;§!; ekki að koma i vinnuna
;§;§ framar. Freda gerir tilraun
;!§§ til að hjálpa Doris, en fær
!;§§ óbliðar móttökur hjá
§§i; foreldrum hennar. Edwin
§!;§ ákveður að segja upp
!§!§ störfum hjá prentsmiðj-
!§!§ unni, en þegar hinn nýi
§;§; eigandi hefur sagt honum
ii frá áætlunum sinum, dregur
:§!§ hann uppsagnarbréfið til
:§;§: baka.
§;:§: 21,25 Maður er nefndur
:!§§!; Valdemar Björnsson f jár-
§;!§ málaráðherra i Minnesota i
;§;§ Bandarikjunum. Jón Hákon
§:§! Magnússon ræðir við hann.
;§!§ 22.00 Frá I.istaháið ’73 André
§Íi Watts leikur Fantasiu i C-
§§;i dúr, op. 15 (Wanderer-
§;§; fantasiuna) eftir Franz
;§!§ Schubert.
:§:§ 22.30 Dagskrárlok