Tíminn - 03.05.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.05.1973, Blaðsíða 1
ÍYWlELtOFnffllíl ,,Hótel Loftleiöir býöur gestum sínum aö velja á milli 217 herbergja meö 434 rúmun — en gestum standa líka íbúðir til boöa. Allur búnaður miðast við strangar kröfur vandlátra. LOFTLEIÐAGESTUM LIÐUR VEL. Banaslys fyrir vestan 25 ARA gömul stúlka beið bana er bill valt i Mikladal i Patreksfirði aðfaranótt sunnudags sl. Stúlkan hét Kristin Mikaelsdóttir og starfaði á sjúkrahúsi Patreks- fjarðar. Kristin var að koma frá Bildudal og var i jeppa sem i voru auk hennar tveir menn og stúlka. Billinn var á leið niður bratta brekku og var að koma ofan af fjallinu Kili þegar hann valt. Fór billinn tvær veltur og kastaðist Kristin út úr honum. Aðrir sem i jeppanum voru meiddust, en ekki alvarlega. Nýr sigur í land helgis- baráttunni Blaöinu barst i gær svofelld fréttatilkynning frá utanrlkis- ráðuncytinu: ,,A fundi efnahagsnefndar Fjárhags- og félagsmálaráös Sameinuöu þjóðanna i New York s.l. föstudag, var samþykkt ályktunartillaga, sem Island flutti ásamt 11 öörum rikjum um varanlegan yfirráðarétt yfir náttúruauðæfum þróunarlanda. 1 tillögunni er m.a. visað til ályktunar Allsherjarþingsins frá 18. desember 1972 um sama efni og „staðfestur enn á ný réttur rikja til varanlegra yfir- ráða yfir öllum náttúruauðæfum sinum á landi innan alþjóðlegra landamæra, jafnt sem náttúru- auðæfum á og i hafsbotninum innan lögsögu einstakra rika og i hafinu þar yfir”. Auk þess er lögð áherzla á, að um rannsóknir og hagnýtingu á slikum náttúruauð- æfum skuli fara að löggjöf og reglugerðum hvers rikis. Þá er þvi lýst yfir, að hvers konar að- gerðir, sem riki kann að beita gegn ööru riki i þeim tilgangi að hindra það i að neyta yfirráða- réttar sins yfir náttúruauðæfum sinum bæði á landi og i hafinu undan ströndum sinum, séu frek- leg brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna og brjóti i bága við þær meginreglur, sem Allsherjar- þingið hefur samþykkt með ályktunum sinum. Tillaga þessi var samþykkt i nefndinni með 37 atkvæðum gegn 2, 6 riki sátu hjá. Bretland og Japan greiddu atkvæði gegn til- lögunni. Danmörk Sviþjóð og Finnland greiddu atkvæði meö samþykkt tillögunnar. Noregur og Island eiga ekki sæti á Fjár- hags- og félagsmálaráöinu, en fulltrúi Islands, Dr. Gunnar G. Schram, situr fundi ráðsins sem áheyrnarfulltrúi og tók hann þátt i umræðum um tillögu þessa”. Stúdentaráð og SÍNE mótmæla Stúdentaráð háskólans og SINE hafa boðað til mótmælaaö- gerða i dag framan við ráðherra- bústaðinn við Tjarnargötu til aö mótmæla samningaviðræðunum við Breta. Telja þessir aðilar samninga vera svik og hvetja til harðari landhelgisgæzlu. Mótmælastaðan hefst kl. 3 i dag. Lafði Tweedsmuir komin til íslands: Það er skoðun mín og von að samkomulag náist Lafði Tweedsmuir aðstoðarutanrlkisráðherra og Stoddart, aðstoðarmatvælaráðherra. ÉG VONA bæöi fyrir hönd tslands og Bretlands að við komumst að viðunandi samkomulagi I þeim samningaviðræðum, sem nú eru að hefjast, sagði lafði Tweeds- muir, aöstoðarutanrikisráðherra, er hún kom til islands i gær. I för með henni er Stoddart aðstoðar- matvælaráðherra, en alls eru 16 manns i brezku sendincfndinni. Samningaviðræður hefjast í Ráð- herrabústaðnum kl. 10.30 I dag. Brezku samningamennirnir komu á Keflavikurflugvöll með BEA þotu kl. 13.50. Auk islenzkra blaðamanna voru margir brezkir fréttamenn á flugvellinum þegar sendinefndin kom og eru þeir allir komnir hingað gagngert til að fylgjast með viðræðum brezku og islenzku samninganefndanna. Tweedsmuir var spurð hvort hún væri með nýjar tillögur til lausnar landhelgisdeilunni i farangri sinum, en hún kvaðs- ekkert um það mál ræða, það kæmi siðar i ljós. Annarskvaðst hún vera mjög ánægð yrir að vera komin til Islands einu sinni enn og að hún vonaði af heilum hug að viðræður hennar og sendi- nefndarinnar við islenzka ráða- menn bæri þann árangur að báðir aðilar mættu vel við una. Þótt endanlegt samkomulag náist ekki i væntanlegum viðræðum, sagði hún að það væri skoðun sin og von, að þær leiddu til þess að ekki yrðu frekari árekstrar á hafinu milli brezkra sjómanna og islenzkra varðskipa. Landhelgis- deilan er komin á hættulegt stig og bæði islenzku og brezku sjó- mennirnir eru mannlegir og hætta er á,að þeir missi stjórn á skapi sinu þegar verst gegnir og það verður að koma i veg fyrir frekari átök milli þeirra. Aðstoðarutanrikisráðherrann var spurður hvort brezkir togarar fengju herskipavernd ef samningaumleitanir færu út um þúfur að þessu sinni. Þeirri spurningu svaraði Tweedsmuir með þvi, að hún væri hingað komin til aö semja og reyna að koma i veg fyrir frekari átök en ekki til að hóta. Þá var hún spurð hvort eitthvert samband væri milli brezka sjóhersins og dráttar- bátanna, sem eru 'á tslands- miðum til verndar brezku togurunum. Hún leiddi spurninguna hjá sér og kvað bezt að Stoddart svaraði henni. Hann sagði að skipstjórar dráttarbát- anna tækju ekki við neinum skipunum frá sjóhernum og væru þeir hér aðeins til verndar brezkum togurum. Lafði Tweedsmuir lagði á það áherzlu, að Bretar teldu útfærslu fiskveiðilögsögunnar i 50 milur ólöglega og að eðlilegt væri að Alþjóðadómstóllinn skæri úr um deiluna en á meðan hún væri enn óútkljáð væri hryggilegt til þess að vita, að þessir gömlu bandamenn (allies) þyrftu að eiga i útistöðum hvor við aðra. —Oó Brezka sendinefndin viö komuna til tslands. Óttast, að vatnsból Reykvíkinga spillist nema gerðar séu viðeigandi ráðstafanir í Bláfjöllum EF EKKI verður lögð raflina til Bláfjallasvæðisins á næstunni, er talin veruleg hætta á þvi, aö vatnsból Reykvíkinga spillist vegna oliunotkunar við skiða- lyftur og skála á þessu svæði. Ruflinuliign að svæðinu er þvi eitt af forgangsmálum Bláfjalla- nefndarinnar, sem starfar á vegum Reykjavikur, Kópavogs, Seltjarnarneshrepps og Selvogs- hrcpps. Við ýmsan annan vanda er aö etja á Bláfjallasvæðinu, t.d. hvernig megi leysa rennslismál staðarins. Mun fara fram athugun á þvi á næstunni með hverjum hætti það mál verður leyst, en mjög áriðandi er, að tryggilega verði gengið frá þessu, þegar haft er i huga, að vatnsból Reykvikinga eru i grenndinni við stað, sem verður aðalútivistar- staður Reykvikinga. A fundi, sem borgarstjórinn i Reykjavik, Birgir Isl. Gunnars- son, hélt með blaðamönnum i gær, skýrði hann frá þvi,,að Blá- fjallanefndin legði sérstaka áherzlu á rafvæðingu staðarins, vegalagningu, prufuborun fyrir vatni, frárennslismál og skipu- lagningu alls svæðisins.Hefur borgarráð Reykjavikur sam- þykkt þessar forgangsfram - kv.æmdir fyrir sitt leyti. Samþykkt hefur verið að beina þvi til samgöngumálaráðherra, að vegurinn i Bláf jöll verði tekinn i þjóðvegatölu og að rikið kosti þar með nauðsynlegar endur- bætur á veginum. Ljóst er, að verulega þarf að bæta veginn, svo að hann geti gegnt hlutverki sinu. I vetur hafa sveitarfélögin séð um að ryðja veginn. Það kom fram á fundinum með borgarstjóra, að til að koma i veg fyrir méngun, þurfi að fara fram mjög itarleg rannsókn á þvi, hvernig leysa eigi frárennslismál staðarins. Ljóst er að ekki má hleypa inn á svæðið rennandi vatni, nema frárennslismálin veröi leyst um leið. Kann að vera, að leggja þurfi i mjög kostnaðar- samar framkvæmdir,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.