Tíminn - 03.05.1973, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.05.1973, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 3. mai 1973 Bæiarritari Starf bæjarritara i Húsavik er laust til umsóknar. Æskilegt er.að umsækjandi sé viðskipta- fræðingur að menntun eða hafi lokið prófi frá Samvinnuskólanum eða Verzlunar- skólanum. Umsóknartimi er til 10. mai n.k. og veitist starfið frá 1. júni eða siðar. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf ásamt meðmælum, ef fyrir hendi eru, óskast send undirrituðum, sem jafnframt veitir allar nánari upplýsingar. Húsavik, 26. april 1973. Bæjarstjórinn i Húsavik. Frá barnaskólum Hafnarf jaróar Börn.sem fædd eru árið 1966 og ekki hafa verið i 6 ára deildum barnaskólanna i Hafnarfirði i vetur.eiga að mæta til innrit- unar i viðkomandi skóla föstudaginn 4. marz frá kl. 15-16. Fræðslustjórinn i Hafnarfirði. Útboð Tilboð óskast i að gera veg að væntanleg- um sumardvalarhúsum sjómannadags- ráðs i Reykjavik og Hafnarfirði, að Hraunholti i Grimsnesi. útboðsgögn má fá hjá Verkfræðiþjónustu Jóhanns G. Bergþórssonar, Strandgötu 11, Hafnarfirði, gegn 2 þúsund kr. skilatrygg- ingu. Tilboð skulu hafa borizt á sama stað fyrir kl. 11 þriðjudaginn 8, mai 1973, og verða þau þá opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. KDR — KRR — KDR Knattspyrnudómara- nómskeið hefst fimmtudaginn 3. mai kl. 20 i KR heimilinu. Kennari: Hannes Þ. Sigurðs- son. Væntanlegir þátttakendur snúi sér til knattspyrnufélaganna i Reykjavik. Knattspyrnudómarafélag Reykjavíkur. Ef ykkur vantar loftpressu,þá hringið og § reynið viðskiptin. $ Gisli Steingrimsson, Simi 22-0-95. I 5 LOFTPRESSA Það? ergott að muna ? r*" ' ~v *I O fi A F fflllMffl 1111 HilH. Hipparnir í ljósi sann- leikans Eigi litið öryggi ætti að vera i þvi fólgið fyrir almenna borgara þessa lands, að alþingismenn og aðrir laganna snillingar sitja á rökstólum mikinn hluta ársins og leitast við af fremsta megni og allri starfsorku, að ætla verður, að skapa réttlátt og fullkomið þjóðskipulag. Samt er það svo, að ávallt virðist eitthvað á vanta að fú fullkomnun náist i þessum efn- um, sem æskileg væri og allir mættu vel við una. Alþingismenn og aðrir lögvitringar nútimans reynast þvi miður ekki óskeikulir, fremur en aðrir dauðlegir menn. Sumar þær lagasetningar, sem hið virðulega alþingi leggur blessun sina yfir reynast ótrúlega ranglátar, svo að mörgum of- býður. Nú er sú hugmynd ofarlega á baugi, að lengja beri skólaskyldu- nám. Ef þetta verður að lögum, sem mjög er liklegt, mun það kosta okkur skattgreiðendur ná- lega 200 milljónir árlega. Það er mjög athyglisvert, og raunar táknrænt fyrir fjárbruðl nú- timans, að eigi er annað sýnilegt, en að kostnaðarhlið þessa máls þyki algert aukaatriði. óneitan- lega finnst ýmsum, að skyldunám hér á landi sé ærið nóg og raunar öllu meira en fjölmargir nemendurhafa getu og vilja til að meðtaka. Óskandi væri að sjá menningarbrag hinnar uppvax- andi kynslóðar aukast samfara sivaxandi menntun. En þvi miður blasir oft hið gagnstæða við. Leggja þyrfti áherzlu á, að nemendur lærðu kurteisi og mannasiði. Á þvi tel ég, og marg- ir aðrir, fulla þörf. Sú nýja stétt þjóðfélagsins, sem kallar sig hippa, hefur tamið sér það frumstæða lögmál, sem hnefaréttur nefnist, og á að sjálf- sögðu litið skylt við það, sem fram að þessu hefur verið kallað menning. Sú staðreynd er furðu- leg, að ofbeldishneigðin fer vax- andi samfara aukinni menntun. Væri þetta vissulega verðugt við- fangsefni fyrir svonefnda sál- fræðinga að glima við. Sameiginlegt er það öllum hippum, að gera miklar kröfur til Atvinna óskast Óska eftir vinnu og húsnæði (3-4 herbergi). Er vanur raf- suðu og járnsmiði. Tilboð merkt Úti á landi 1921 sendist blaðinu fyrir 31. mai. ^ Ef vkknr vantar lnftnrpssn há hrinPiö nd ^ $ 1 '>*ftftfffffffftftfttffffftfffffffffttffffjft ' " 22-0-95 Ung mand söges til en gard pa 100 tdl. Familiære forhold, andre unge pá gdrden. Erik Hansen Avlsmosegard 4941 Bandholm. Danmark. annarra, en vilja sem minnst á sjálfa sig leggja. Landslög eru þeim einkar hliðholl og koma mjög til móts við kröfur þeirra og heimtufrekju. Börn — eða ekki börn? Valdamenn lita afbrot þeirra mildum augum. Sú staðreynd er vissulega ðhugnanleg, að óknytta strákar til 16 ára aldurs geta landslögum samkvæmt framið strafflaust hvaða glæpaverk sem vera skal. Þetta eru börn.segja þeir, sem lögin semja. — Já, þetta eru börn - samþykkja - sál- fræðingarnir, eins og páfagaukar. Okkur, sem tilheyrum eldri kynslóðinni og mætum þessum siðhærðu dólpungum á strætum úti, gengur örðuglega að skilja, að þarna séu börn á ferð, — ekki sizt vegna þess, að við getum búizt við hnefahöggi í andlitið fyrirvaralaust frá þessum gælu-,,börnum” nútímans. Smá- munir, eins og siðlaust orðbragð og ofbeldishótanir, þykja ekki umtalsverðir. Gælur við fantaskapinn Svo mikið loft hefur verið borið á hippana i mæltu og rituðu máli, að nálgast fullkomna manndýrk- un. Þeir ættu þvi að þola dálitla gagnrýni, an þess að biða tjón á sálu sinni. Ótrúlega margir hafa i sér fólgna tilhneigingu til þess, að gera gælur við fantaskapinn. Þessa áráttu mannsins hafa böðl- ar allra tima notfært sér i rikum mæli og hafa ósjaldan komizt i skjóli hennar til æðstu valda og metorða, mannkyninu til mikillar bölvunar. Oft og einatt er litið á fantinn sem hetju og hann talinn vera til fyrirmyndir og sjáif- kjörinn foringi i sinum hópi. Hann er það, sem kallast „kaldur” og er óskadraumur allra hippa að verða. Hið virðulega alþingi, sem setur þegnum þjóðfélagsins viss- ar lifsreglur, hefur reynzt hipp- unum einkar vel. Ekkert af þeirra löngu hárum má skerða. Hins vegar hafa þeir sjálfir taka- markalitið frelsi til þess að þjarma að saklausum vegfarend- um. Kona ein hér i borginni sagði mér, að hún gætti þess ávallt, að halda sig innan luktra dyra þegar unglingarnir streyma úr kvik- myndahúsunum á kvöldin. Þessi kona þekkti hippana af eigin reynslu, ófyrirleitni þeirra og of- beldishneigð. Eitt sinn sem oftar lá leið min austur í Hveragerði. Ég fór með áætlunarbil. 1 aftasta sætinu sat miðaldra kona, ein síns liðs. Þar voru og hippar. Er skemmst frá að segja, að konan var hrakyrt alla leiðina, eins og lengst verður komizt i þeim efnum, og vitan- lega án minnsta tilefnis. Tæplega hefði þetta atvik haftnokkur áhrif i þá átt, að varpa fölva á ljómann af hippunum i augum hippadýrk- enda, þótt slikir hefðu verið með i bilnum. Þar þyrfti örugglega meira til. Háskólahippar við Árnagarð Fræg er sagan um aðgerðir háskólahippa, þegar utanrikisráð herra fslands, hugðist sýna sin- um tigna gesti, utanrikisráðherra Bandarikjanna, hin frægu handrit i Árnagarði. Þá gerðist það, sem nú vita allir, en fáir hefðu að óreyndu trúað, — að valdamenn þessir urðu frá að hverfa, ein- faldlega vegna þess, að þeir fundu ekki náð fyrir augum hipp- anna! Og eftir að hafa með naumindum sloppið úr hippa- þvögunnivið Árnagarð urðu hinir tignu menn að fara huldu höfði, þvi að hippar Háskólans, studdir af götulýð, eltu þá og gerðu þeim að lokum fyrirsát, að fornum sið. Einungis með klókindabrögðum tókst ráðherrunum að sleppa við þann hreinsunareld, sem hipparnir höfðu þá fyrirbúið þeim. Lágmarksaðgerðir hefðu það átt að vera af hálfu yfirvalda og há- skólarektors, að víkja forsprökk- unum úr skóla. En ekkert gerðist. — óneitanlega er það forvitnilegt, og með þvi verður fylgzt, hvort svipað atvik getur gerzt i náinni framtið án mdtaðgerða lögreglu- yfirvalda og annarra valdhafa.-l- Eyþór Erlendsson. Stjörnu-múgavél Til sölu er litið notuð stjörnu-múgavél. Upplýsingar i sima 3-37-93. íbúð með húsgögnum Borgarspitalinn óskar að taka á leigu 3-4ra herbergja ibúð búna húsgögnum. Ibúðin óskast frá 1. júli til ca. 15. ágúst n.k. Æskilegt að ibúðin sé i nágrenni spitalans. Nánari upplýsingar veittar i sima 81200 á skrifstofutima. Reykjavik, 30. april 1973. Borgarspítalinn. Vönduö og ódýr Nivadd svissnesk gæöa-úr Magnús E. Baldvinssonj Laugavegi 12 Sími 22804 1 14444 9 25555 wFfíllIF/O/fí BÍLALEIGA WLUnlLlVlfl CAR RENTAL BORGARTÚN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.