Tíminn - 03.05.1973, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 3. maí 1973
TÍMINN
9
V.
/
Útgefandi: Framsóknarfiokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,
Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans).
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusími 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands,
i lausasölu 18 kr. eintakið.
Blaðaprent h.f
Stefnubreyting
Gengishækkunin og bráðabirgðalögin, sem
fylgdu i kjölfar hennar, marka söguleg þátta-
skil i baráttunni við verðbólguna, þvi að þar er
farið inn á leið, sem ekki hefur verið reynd um
margra áratuga skeið. í stað þess að halda
alltaf áfram á hækkunarbrautinni, er gerð til-
raun til að snúa við og draga úr hinum hraða
vexti verðbólgunnar. Vonin er sú, að þetta geti
skapað möguleika til meira viðnáms siðar. Það
er ofætlun að gera ráð fyrir þvi, að hægt verði
að stöðva verðbólguvöxtinn alveg, eða á meðan
meiri verðbólga en nokkru sinni fyrr rikir i
helztu viðskiptalöndum okkar. En hitt ætti að
vera hægt, ef allir leggjast á eitt, að koma mál-
um i það horf, að verðbólgan verði ekki meiri
hérlendis en i nágrannalöndum okkar.
Það var yfirlýst stefna Framsóknarflokksins
fyrir siðustu þingkosningar, að leitast við að
leysa vanda efnahagsmálanna eftir öðrum
leiðum en gengislækkunarleiðinni. Svo illa
hafði hún reynzt i tið viðreisnarstjórnarinnar.
Þegar fengizt var við efnahagsmálin á siðastl.
hausti, kaus Framsóknarflokkurinn að farin
yrði önnur leið en gengislækkunin, sem valin
var, en um það náðist ekki samkomulag. Það
var þá ásetningur Framsóknarflokksins og þá
alveg sérstaklega formanns hans, að reynt
skyldi að leiðrétta þetta aftur, ef til þess byðist
nokkurt tækifæri. Þetta tækifæri hefur gefizt
nú, þar sem verðhækkanir hafa orðið meiri á
islenzkum útflutningsvörum en búizt hafði ver-
ið við. Það tækifæri var notað eins fljótt og
hægt var.Með þvi hefur Framsóknarflokkurinn
markað það skýrt, ásamt samstarfssflokkum
sinum, að stefnan er sú, að halda við kaup-
mætti krónunnar og efla trúna á hana og vinna
þannig gegn verðbólgunni og fylgifiskum henn-
ar.
Vitanlega fylgja gengishækkun , þótt ekki sé
mikil, stundar-erfiðleikar fyrir vissa aðila, en
þó vafalitið minni en áframhaldandi óðaverð-
bólga, þegar til lengdar léti. Þvi er heldur ekki
að neita, að verðlækkunin, sem bráðabirgða-
lögin fyrirskipar, getur reynzt erfið einstaka
fyrirtækjum, en gert er lika ráð fyrir undan-
þágum, þegar sérstakar ástæður eru fyrir
hendi. Þess verður svo að gæta, að öll fyrirtæki
græða á gengishækkuninni á þann hátt, að dýr-
tiðarbætur á kaup hækka mun minna en ella
hefði orðið.
Eins og áður segir, markar gengishækkunin
sögulega stefnubreytingu i baráttunni við
verðbólguna. En miklu meira þarf til, ef þessi
stefnubreyting á að ná tilætluðum árangri.
Spurningin er sú, hvort þessi stefnubreyting
fær þær undirtektir þjóðarinnar, sem er nauð-
synleg forsenda þess, að hún nái fram að
ganga. Alveg sérstaklega er þó spurningin sú,
hvort stjórnarandstaðan tekur hér ábyrga af-
stöðu og styður þá stefnubreytingu sem hér er
hafin, eða reynir að eyðileggja hana. Næstu
mánuðir verða örlagarikir i þessum efnum,
þvi að þá verður úr þvi skorið, hvort samkomu-
lag næst um hina nýju stefnu, sem gengishækk-
unin markar, eða hvort þjóðin heldur áfram á
gengislækkunarbraut ,,viðreisnarinnar”.
— Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Verður Nixon sjálfur
að biðjast lausnar?
Eitt af stuðningsblöðum hans varpar
fram þeirri spurningu
EINSTÆÐIR ATBURÐIR
hafa veriö að gerast i stjórn-
málum Bandarikjanna i þess-
ari viku. I sjónvarpsávarpi,
sem Nixon forseti flutti siðast-
liðið mánudagskvöld, tilkynnti
hann, að tveir af nánustu sam-
starfsmönnum hans i Hvita-
húsinu, Harry E. Haldenam,
yfirmaður alls starfsliðs for-
setna.s og John Ehrlichman,
aðalráðgjafi forsetans um
innanrikismál, hefðu sagt af
sér störfum, en John Dean,
sérstökum lögfræðilegum
ráðunauti forsetans, hefði
verið vikið úr starfi. Það var
John Dean, sem stjórnaði sér-
stakri rannsókn varðandi
Watergatemálið á siðastliðnu
sumri og tilkynnti Nixon þá
niðurstöðu, að enginn af þá-
verandi starfsmönnum Hvita
hússins væri viðriðinn málið.
Nixon byggði á þeirri niður-
stöðu þá yfirlýsingu sina i
kosningabaráttunni.að enginn
af þáv. starfsmönnum sinum
hefði átt aðild að Water-
gate-málinu. Hann byggði
einnig á þessari niðurstöðu þá
ákvörðun sina i marz-mánuði
siðastl., að enginn af starfs-
mönnum Hvita hússins skyldi
mæta til yfirheyrslu hjá þeirri
undirnefnd, sem öldungadeild
Bandarikjaþings hefði kosið
til að rannsaka málið. Það
bann Nixons setti illt blóð i
þingheim og ákváðu þeir að
láta hvergi undan siga. Þessi
afstaða þingsins varð til þess,
að ýmsir þeirra, sem voru við»
riðnir málið, fóru að gefa
nýjar upplýsingar, sem sýndu
að það var miklu viðtækara en
áður var haldið. Nixon til-
kynnti þvi á blaðamanna-
fundi, sem hann hélt, 17. april,
að hann myndi gefa samþykki
sitt til að starfsmenn Hvita
hússins mættu til yfirheyrslu
hjá þingnefndinni og jafn-
framt myndi hann gera sitt
ýtrasta til að upplýsa málið.
ÞETTA fullnægði þó al-
menningi ekki, enda hertu
blöðin frásagnir um, aö ýmsir
starfsmenn Hvita hússins
væru riðnir við málið. Einkum
bárust böndin að áðurnefnd-
um þremur mönnum. Nixon
var þvi tilneyddur til meira
undanhalds. Hann flutti þvi
áðurnefnda sjónvarpsræðu
siðastl. mánudagskvöld, þar
sem hann kvaðst taka á sig
alla ábyrgö á málinu, þar sem
hannhefði hvatt til starfa þá
menn, sem kæmu hér við
sögu. Jafnframt endurtók
hann, að hann skyldi ekkert
láta ógert til þess að fá málið
upplýst til fulls. Þvi til
áréttingar skýrði hann frá þvi,
að Kleindienst dómsmálaráð-
herra hefði sagt af sér, þótt
hann væri ekki neitt við málið
riðinn, og hefði Eliot Richard-
son varnarmálaráðherra tekið
við starfa hans, en hann er sá
ráðherra Nixons, er hefur
unnið sér almennast traust.
Hann kvað Richardson myndi
skipa sérstakan rannsóknar-
dómara i málið.
Iræðusinniog eins á blaða-
mannafundi á eftir, var
Nixon hinn bljúgasti, og
þakkaði m.a. með tárvotum
augum þeim blaðamönnum,
sem mest höfðu gert til að
upplýsa málið. Hann hvatti þá
til að halda þessu starfi
áfram.
ÞRATT fyrir þessa hreinsun
i Hvita húsinu, hefur Nixon
hvergi nærri tekizt að vekja
Nixon
tiltrú á, að nægilegar
ráðstafanir hafi verið gerðar
til að upplýsa málið. Þetta má
nokkuð ráða af þvi,að báðar
deildir þingsins hafa sam-
þykkt ályktun um, að
dómara, sem sé algerlega
óháður stjórninni, verði falið
að rannsaka málið. Má helzt
skilja þessa ályktun á þann
veg, að stjórnin velji
dómarann i samráöi við
þingið. Republikanir studdu
þessa ákvörðun þingdeildanna
ekkert siður en demókratar.
Sumir leiðtogar republikana,
eins og Barry Goldwater,
hafa sagt, að fáist ekki málið
upplýst til fulls öðruvisi en að
þingið fyrirskipi rannsókn,
sem nái einnig til forsetans,
verði óhjákvæmilegt að gera
það. Eitt helzta stuðningsblað
Nixons, Wahington Star-
News, lét m.a. að þvi liggja i
forustugrein i fyrradag, að
Watergate-málið gæti leitt til
þess, að Nixon yrði að segja af
sér.
Sú skoðun virðist frekar
ryðja sér til rúms i Banda-
rikjunum en hið gagnstæða, að
Nixon sjálfur muni á einhvern
hátt viðriðinn málið,og að
hann hafi gefið yfirlýsingar
umþaðgegn betri vitund. Ef
það á eftir að sannast, að for-
setinn hafi farið visvitandi
með rangt mál, þótt hann sé
ekki viðriðinn sjálfar
Watergate-njósnirnar, getur
það haft hinar alvarlegustu
afleiðingar fyrir hann.
A ÞESSU STIGI er erfitt
aðspá þvi, hvað á eftir að
koma i liós i sambandi við
Watergate-málið er bersýni
legt er á ameriskum blöðum,
að þau búast við ýmsum
nýjum upplýsingum, sem geta
orðið óþægilegar fyrir Nixon
og stjórn hans. Þvi er jafnvel
haldið fram að búið hafi verið
að framleiða falsskjöl, sem
hafi átt að nota sérstaklega
gegn Edward Kennedy, ef
hann yrði i kjöri. Þá er upplýst
að bréf, sem var mikið notað
gegn Muskie i prófkjörinu i
New Hampshire, hafi verið
falsað. Margt fleira i þessum
dúr muni eiga eftir aö koma i
leitirnar. Það muni m.ö.o.
eiga eftir að sannast, að
nánustu samstarfsmenn
Nixons hafi verið reiðubúnir
til að neyta allra bragða, ef á
þyrfti að halda til að vinna for-
setakosningarnar.
En jafnvel þótt slikt upp-
lýsist ekki, er það almennt
álitið, að Watergate-málið
verði Nixon hnekkir, sem
hann fái aldrei bætt. Water-
gate-málið sé staðfesting þess,
að Nixon velji til samstarfs
harða og ófyrirleitna menn,
sem séu reiðubúnir til aö beita
óheiðarlegum vinnubrögðum i
þágu hans ef annað mun ekki
duga. Það mun ekki draga úr
þessu, að það orðhefur hvilt á
Nixon, að hann geti sjálfur
verið óvandur að meðulum, ef
annars sé ekki kostur til að
hafa sitt fram. A þessu sam-
bandi er nú ekki sizt vitnað til
þeirra áróöursaðferða, sem
Nixon beitti, þegar hann vann
fyrst sæti i fulltrúadeild, og
siðar i öldungadeild Banda-
rikjaþings. Farið var að
fyrnast yfir þessar baráttuað-
ferðir hans, en þær hafa nú
rifjast upp aftur og eru honum
ekki til stuðnings i sambandi
við Watergatemálið.
-Þ.Þ.