Tíminn - 03.05.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.05.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 3. mai 1973 1. maí hátíðahöldin í Reykjavík Séftyfir liluta göngunnar, þar sem hún kemur niöur Bankastrætið. Rétt ofan við miðja mynd má greina hóp rauðsokka, berandi spjöld sem á er málað merki alþjóðlegrar baráttuhreyfingar kvenna. GJ, Reykjavik — Þrátt fyrir kuldagjóstur tók mikill fjöldi fólks þátt i hátiðahöldunum 1. mai i Reykjavik. Að sögn Guðmundar J. Guð- mundssonar hjá Dags- brún var kröfuganga verkalýðsfélaganna i Reykjavik einhver sú al- fjölmennasta sem farin hefur verið hér i borg. Mikinn svip á gönguna settu frumherjarnir, en það eru þeir menn sem virkir voru i islenzkri verkalýðsbaráttu fyrstu 10 árin eftir 1923. Gangan hófst með þvi að frumherjarnir gengu frá Mjólkurstöðinni niður á Hlemmtorg með kyndla i höndum. Mátti þar greina margan aldinn kappann, m.a. mátti sjá þá Einar Olgeirsson og Stefán Jóhann Stefánsson ganga hlið við hlið. Á Hlemmi var tekið á móti frumherjunum af miklum fjölda fólks, sem þar hafði safnazt saman. Sigfús Bjarna- son, formaður fulltrúa- ráðs verkalýðs- félaganna, flutti þar stutt ávarp og bauð frumherjana velkomna og þakkaði þeim það brautryðjendastarf sem þeir hefðu unnið. Siðan var gengið niður Lauga- veginn að fundar- staðnum á Lækjatorgi. 1 tilefni dagsins höfðu verið strengdir borðar yfir Laugaveginn. Mátti á þeim sjá skráða nokkra áfangasigra sem islenzk alþýða hefur unnið i baráttu sinni fyrir bættum kjörum. Borðunum var raðað þannig að þeir sýndu sigrana i réttri timaröð, fyrsti borðinn var tengdur hásetaverkfall- inu 1916. og siðan rak hver áletrundn aðra vökulögin, alþýðu- tryggingar, afnám fá- tækralaganna o.s. frv. Á siðasta borðanum stóð „Gliman við verð- bólguna heldur áfram.” Mikla athygli vakti þáttur iðnnema i göng- unni. Tiu tötrum klæddir iðnnemar drógu á eftir sér gamlan hest- vagn, en upp á vagn- inum sátu tveir menn tottandi vindla. Átti hestvagninn að vera tákn meistarakerfisins, sem iðnnemar telja álika úrelt námskerfi eins og hestvagninn er sem flutningatæki. Telja iðnnemar að meistara- kerfið beri að leggja niður hið fyrsta, en i þess stað vilja þeir koma á fót verkskólum Á útifundinum, sem haldinn var á Lækjar- torgi strax að göngu lokinni, héldu ræður Er- lendur Patursson, Guð- mundur J. Guðmunds- son, Rúnar Backmann og Pétur Sigurðsson Hlaut ræða Erlendar sérlega góðan hljóm- grunn enda sýndi hún vel þann vinarhug sem Færeyingar bera til ís- lendinga. í ræðu sinni hvatti Erlendur íslend- inga til að hvika hvergi i baráttunni fyrir 50 milna landhelgi, það væri réttlætisbarátta, Tveir úr hópi frumherjanna, berandi kyndla. Hún er ánægð á svip þessi, enda situr hún i stól meistarans og tottar vindil meOan tfu tötrum klæddir I&nnemar mega draga undir henni vagninn. Tímamyndír Róbert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.