Tíminn - 03.05.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.05.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 3. mal 1973 Skinandi álflugstöð NÚ er búiö að reisa nýja flug- höfn i Dusseldorf i V.-Þýzka- landi. Þetta er 250 metra löng bygging, öll þakin áli og að lög- un minnir hún á flugvél með vængi en án stéls. Stór stein- steypt bilageymsla birgir mönnum, sem koma frá borg- inni, alla sýn til flughafnarinn- ar. Þetta er með vilja gert þvi þessi bilageymsla á að þjóna þvi hlutverki að koma i veg fyrir skort á bilastæðum, sem svo al- gengur er við allar stærstu flug- hafnir heims. Þessi nýja flug- höfn hefur niu landganga, þ.e. niu flugvélar geta samtimis keyrt að flughafnarbygging- unni. Ætlunin er að þessir land- gangar verði 27 i framtiðinni. Banki með sæði Komið hefur verið á fót sæðis- banka við Bicetre sjúkrahúsið i Paris. Þar eiga konur að geta fengið sæði i þeim tilfellum, þegar eiginmenn þeirra eru ófrjóir, en hjónin óska samt eft- ir þvi að eignast börn. Menn þeir, sem gefa sæði, verða að vera innan við fertugt, giftir og eiga að minnsta kosti eitt eðli- legt barn. Maðurinn fær ekki að gefa sæði, nema eiginkona hans viti um það, og engin greiðsla er innt af hendi fyrir sæðið. Af þessum ástæðum, hafa aðeins örfáir karlmenn fengizt til þess að gefa sæði, og hefur verið nokkrum erfiðleikum bundið, að hafa nægilegt magn i bankan- um, þó hafa læknastúdentar verið hvattir til þess, að gefa sæði, þar sem enginn á að geta rakið faðerni barns, sem svona er til komið, og ekkert að óttast á þvi sviði. Sæði er geymt fryst, og nafnlaust Nokkrir stúdentar, sem tekiðhöfðu þátt i tilraunum i sambandi við stofn- un bankans, hafa neitað að láta nota sæði sitt á þeim forsendum, að þeir vilji ekki verða feður án þess að vita um það. Bankinn afhendir einvörðungu læknum sæðið, en einstaklingar geta ekki sótt um það beint, að fá það. DENNI DÆMALAUSI ftg er viss um, að ég hef lagt meira á mig út af þessu litasjón- varpi, heldur en maöurinn sem fann þaö upp.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.