Tíminn - 03.05.1973, Side 11

Tíminn - 03.05.1973, Side 11
Fimmtudagur 3. maí 1973 TÍMINN 11 En þótt olnbogarýmið virtist mikið i Landssimahúsinu, þá kom fljótt i ljós, að þar var alltof þröngt um starfsemina — og við þau óþægindi býr útvarpið enn þann dag i dag. Ég verð að segja það, sem gamall starfsmaður þessarar stofnunar, aö mig furðar það stórlegá, að ekki skuli fyrir löngu vera búið að byggja hús yfir islenzka Rikisútvarpið. Við vitum það vel, hinir eldri starfsmenn útvarpsins, að þetta var vel hægt að gera, af þvi að Jónas Þorbergsson lagði sig allan fram við að safna i sjóð til þess að byggja útvarpshús, Það fékkst meira að segja leyfi fyrir lóð undir húsið vestur á Melum, við norð-vesturhorn gamla iþrótta- vallarins. Þetta var hinn bezti staður og ef útvarpshús stæði þar nú, þú myndi það prýða Reykja- vik. En ég verða að segja það — og mér ætti að vera óhætt að segja það, þar sem ég er viðrini i pólitikinni — að það var ramm- pólitiskt, að Jónas skyldi ekki hafa frjálsar hendur til þess að byggja útvarpshúsið. Ég er þar enn — En svo maður viki aftur að sjálfri þér: Ertu enn i tónlistar- deildinni? — Já,ég er þarenn, og hef verið þar frá byrjun. Ég tel það ekki þótt ég hafi hlaupið i skarðið annars staðar, þegar sérstaklega hefur staðið á. Framan af árum var starfsfólkiö svo fátt, að menn þurftu að gripa hver inn i annars störf, eftir þvi sem á stóð, til dæmis i sumarfrium og veikinda- forföllum. Ég hef þvi unnið á flestum deildum, öðrum en fréttastofunni. Þar var ég aldrei, þvi að það var alltaf nóg af frétta- mönnum. — En hvað voruð þið mörg i tónlistardeildinni, fyrr á árum? — Við vorum aðallega þrjú. Við Guðrún Reykholl völdum efnið sem flutt var, en«Páll Isólfsson var tónlistarráðunautur útvarps- ins, en vann þar að visu aðeins hálfan daginn, þar sem hann var hlaðinn öðrum störfum. Hann fór þó auðvitað yfir það, sem við Guðrún höfðum valið til flutnings, og gerði þar sinar athugasemdir til samþykkis eða synjunar. Oftast held ég að hann hafi lagt blessun sina yfir verk okkar, enda var samkomulag okkar þre- menninganna svo gott, að á betra varð ekki kosið, og sama gilti reyndar um starfsfólkið allt. Við vorum öll eins og litill hópur i einum báti, og bundumst vináttu- böndum innbyrðis, flest ef ekki öll. Jónas Þorbergsson, útvarps- stjóri, var góður húsbóndi, sem vildi sinu fólki vel, en auðvitað var það fjárveitingarvaldið i landinu, sem réð fjármálum stofnunarinnar, og ég held. að Jónas hafi oft liðið fyrir það að geta ekki greitt starfsfólkinu hærra kaup en raun var á. Frétta- menn, þulir og magnaraverðir unnu á vöktum og voru ráðnir á allt öðrum forsendum en við, skrifstofufólkið. Þeir fengu þvi sina aukatima greidda, en' við fengum aldrei einn eyri aukalega, þótt við ynnum lengur en okkur bar skylda til, bæði fyrir vinnu- tima á morgnana og eins eftir að honum átti að vera lokið á kvöldin. Skóli lífsins — Þú sagðir eitthvað i þá átt áðan, að þig hefði skort skóla- göngu. Ég mætti kannski spyrj a, hver menntun þin er? — Menntun min er margvisleg, þvi að skóli minn hefur verið lifið sjálft, og sú harða barátta, sem ég hef orðið að heyja. Faðir minn var prestur, en hann varð að láta af prestskap, sökum vanheilsu, og svo féll hann frá á meðan við, börnin, vorum ung. Þá stóð móðir okkar uppi, sem fyrirvinnulaus ekkja, og þá var auðvitað ekki um neitt annað að ræða en að hver ynni eins og hann gat, eins og þá var altitt, nema hjá einstaka embættismönnum. En það verð ég að segja, að ég er ákaflega þakklát fyrir það að hafa þurft aö berjast áfram. Ég held, að eina leiðin til þess að verða maður, sé hið gamalkunna ráð. að neyta brauðs sins i sveita sins aldlitis — og meira að segja berjast fyrir þvi. — Hugur þinn, sem barns og unglings, hefur allur staðið til mennta? — Já, svo sannarl. Þó harma ég það ekki nú, að svo skyldi ekki verða. Ég öfunda meira að segja ekki tónlistarmenn, jafnvel þótt þeir hafi náð heimsfrægð. Ég held, að það hljóti að vera erfitt lif og leiðigjarnt, þegar til lengdar lætur að þurfa að vera á þeytingi um heiminn þveran og endi- langan, kynnast fjölmörgu fólki, en engum þó til hlitar. En þetta er, eins og menn vita, hlutskipti flestra mikilla listamanna. En hvað hinn algenga lang- skólaveg snertir, þá sakna ég hans ekki lengur. Það liggur við að ég vorkenni þessu blessaða unga fólki, sem er verið að troða i og hlaða undir. Þeir, sem alltaf sitja á skólabekkjum, alla sina æsku, þeir komast aldrei i eins nána snertingu við tilveruna og við, sem þurftum að berjast fyrir henni. Og það sem verra er: Löng sérmenntun þrengir að sálar- lifinu, bæði tilfinningalega og vitsmunalega. Ef hugsunin á aö haldast vakandi, verður maður að horfa allt i kringum sig. Það dugir ekki að glápa alltaf beint fram fyrir sig, ef maður ætlar að njóta viðs útsýnis á ferðalagi. Og nákvæmlega sama máli gegnir um þaö mikla ferðalag, sem við. köllum mannlif. Eflir þvi sem árin færast yfir mig, verður það algengara, að sérfræðingar verki á mig eins og þeir hafi alla sina ævi verið niðri i lest á skipi og ekki haft annan sjóndeildarhring en þann, sem séður varð útum kýraugað á skipssúðinni. Það var eins og þeir hefðu aldrei sé viðerni nátt- úrunnar i kringum sig og þaðan af siður upp i himininn. Auðvitað á þetta ekki við alla jafnt, þvi að sérgreinar eru misjafnlega slæmar með að gera úr mönnum steingerfinga, og þvi siður eiga hér allir einstaklingar óskilið mál. I öllum stéttum og starfs- greinum eru til einstaklingar, sem gæddir eru svo mikilli fjöl- hæfni, að þeir staðna ekki á þröngu sviði þeirra fræða, sem þeir lærðu i skóla. Hinir eru þó, þvi miður, miklu fleiri, og þaö eru þeir, sem ég kenni i brjósti um. Margt af þvi er aur. — Nú hefur þú unnið i tónlistar- deild útvarpsins i hartnær fjöru- tiu ár. Hvernig finnst þér hún hafa þróazt? — t upphafi byggðum við deildina þannig upp, að við reyndum að hafa efnið sem allra mest blandað. Með öðrum orðum. að það væri eitthvað fyrir alla, og með það sjónarmið i huga völdum við lika dagskrána frá degi til dags. En þú varst að spyrja um þróunina. Ég er hrædd um, að ég lendi út á hálan is, ef ég fer að svara þeirri spurningu, og segja mina skoðun. Kannski er ég orðin of gömul, og gömlu fólki hættir til að verða of fast i sömu skorðum, þótt ég hafi reynt að forðast þá hættu að staðna. Ég hef reynt að lesa allt, sem ég kemst yfir og hlusta á flest, sem flutt er. Ég hef alltaf lagt þann skilning i list, að hún ætti að hafa göfgandi áhrif á mann. Það gerðu að minnsta kosti hinir gömlu listamenn veraldarsögunnar og gera enn. Hins er ekki að dyljast, að öðru máli gegnir um margt af þvi nýmeti, sem á borð er borið, þá flýtir maður sér að loka fyrir. Stundum finnst mér næstum eins og allt sé að ganga af göflunum. Fólk hefur ekki lengur jörð til þess að ganga á, og þó er það svo jarðbundið, að það er eins og and- inn geti aldrei komið yfir það. En þetta er ekki neitt frekar á tón- listarsviðinu en á mörgum öðrum sviðum. Það var sú tið, að ekki fór nokkur einasta málverkasýning framhjá mér, og ég fór alltaf rikari þaðan en ég hafði komið. Nú finnst mér timi minn of dýrmætur til þess að eyða honum i þetta, nema rétt við og við. En hvað tónlistardeild Rikisút- varpsins snertir, þá er þar ausið yfir mann þvilikum firnum af efni, að maður verður blátt áfram alltaf að vera á verði. Margt af þvi, sem þar er borið á borð er hreinn aur — já, það er þvl Imiður ekki hægt að hafa neitt annað orö yfir það, þótt ekki sé það fallegt. Það er bókstaflega allt gefið út á plötum, og siðan er heimtað að útvarpið sendi allt úr, hvernig svo sem það er. Þetta er blátt áfram að gera mann sturlaðan, enda er mikið af þvi,sem flutt er þannig, að það er hvorki fyrir heilbrigða skynsemi né heilbrigðar til- finningar að njóta þess. Ég segi það satt, að ég vorkenni þvi fólki, sem ekki hefur vit á þvi að skrúfa fyrir. þegar annað eins er borið á borð fyrir það. Sinfóníurnar og hlustunarskilyröin. — Hafið þið nú samt ekki mest verið skömmuð fyrir hina sigildu tónlist, sinfóniur og annað slikt? — Jú, blessaður vertu. Það var rifizt þrotlaust og þindarlaust yfir þessu „fjandans sinfóniu- og óperudrasli”, eins og komizt var að orði. Auövitað var þessi skammaaustur i raun og veru engra svara verður, þvi að við vissum það bezt, sem aö þessu unnum, að við reyndum að hafa dagskrána eins blandaða og nokkur kostur var. En svo fór ég að ferðast um landið og að hlusta á útvarpið þar. Þá brá mér i brún. Það var ekki einu sinni hægt að hlusta á talað orð i tækjunum, hvað þá tónlist. Ég sagði þá: Nú skil ég, hvers vegna þið voruð svona vond út I okkur, blessuð lagið þið tækin ykkar. En þetta var ekki allt tækjunum að kenna. önnur hlustunarskilyrði voru oft svo gersamlega fyrir neðan allar hellur, að i rauninni var engin leið að njóta neins útvarpsefnis. Sumir héldu, að þetta væri fjöllunum að kenna, að þau tækju bylgjurnar, en bæði bandariskir Framhald á bls. 19 "***WN3i - Al.l''‘r .-J*^ I Laugavegi 178 * Sími 86-700 NU ER RETTI TIMINN til að skipta frá Bridgestone-snjódekkjum yfir á Bridgestone-sumardekk Bridgestone í fararbroddi ár eftir ár Þú getur treyst Bridgestone MM Umboðsmenn um allt land

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.