Tíminn - 03.05.1973, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.05.1973, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Fimmtudagur 3. mai 1973 meiningarlaust þvaöur, Katrin. — Láttu ekki eins og flón, þú gerir bara illt verra meö þessu, Mabel, sagöi Lea — Enginn meö fullu viti lætur sér detta þaö i hug, aö þú hafir verið að dylgja um þaö, að Katrin muni einn góðan veðurdag slá Maitlands hjónin i höfuðið og kasta þeim svo fram af klettum. Ef þú heföir ekki hegðað þér svona bjánalega hefði enginn munað eftir þvi, að hún er ekki dóttir Maitlands hjónanna. Réttu mér kaffibollann þinn, Katrin, og segöu i guðanna bænum viö Mabel að þetta sé allt i lagi, svo hún hlaupi ekki á milli okkar i allt kvöld til þess að afsaka sig. — Þetta tekur maður ekki hátiölega, frú Brastock, sagði Katrin stillilega. — Nei takk, ég nota ekki sykur. Hún tók kaffibollann og gekk út aö giugganum þar sem Sherida sat. Hendurnar titruðu ekkert, hún hafði ekki einu sinni fölnað, en Sherida vissi að hún hafði löngun og þörf fyrir að ganga út að glugganum, enda þótt þykku gluggatjöldin væru fyrir honum. Gegnum tjöldin heyröist niöur brimsins, og þytur i trjákrónum. Það voru vingjarnleg hljóö, mikiu vingjarnlegri en hin mjúka, bliða rödd Leu, eða hið veika hvislhljóö sem heyröist þegar hjólastólnum var ýtt eftir gljábónuöu gólfinu. Herrarnir urðu fljótt leiðir á að ræöa loftvarnir, og komu inn i salinn til kvennanna. 1 einu horninu var slegiö upp bridge- boröi, og Mallory sótti spil. Logan gekk út aö glugganum til Katrinar og tók laust um hand- legginn á henni. — Komdu með mér inn i bókaherbergiö sem snöggvast, hvislaöi hann aö henni. — Viö skulum hafa okkur burt úr þessu þvaöri. Hún gekk með honum inn i bókaherbergiö án þess aö segja orö. Þetta var viðkunnanlegt her- bergi meö sterkum þef af skinn- stólum og tóbaki. Logan kveikti á litlum lampa viö arininn og lokaöi huröinni. Svo tók hann hana i faðminn og þrýsti henni þétt aö sér, svo þétt að hann gat heyrt hjartaslög hennar gegnum silkiö. — Þú tekur vonandi ekki nærri þér kjaftæöi kerlingarinnar, þú sem ert svo vitur, Katrin min? Hún greip um handlegg hans, — hún var svo litil og varnarlaus þegar hún var i faömi hans,- og lagði höfuöiö aö brjósti hans og andvarpaöi þreytulega. — Eg veit ekki....Ó, Logan, bara aö ég gæti fengiö aö vita hver ég er og hvaðan ég kem. Hún fann aö hann kipptizt viö, og vissi aö hann var mjög reiður, og þurlti á óllu sinu aö halda til þess að tala stillilega. — Hvers vegna geturöu ekki til dæmis, gert þér I hugarlund, aö forefdrarþinir hafi farizt i bifreiöaslysi þegar þú varst fárra mánaða gömul. Látum okkur kalla þau Jackson. Setjum svo, aö þú heföir veriö alin upp hjá Maitlands sem Katrin Jackson, og leiði foreldra þinna væru i kirkjugarðinum Mundir þú vita öllu meira um þessa foreldra, en þú veizt nú um þina? Eöa um sjálfa þig? Þetta eru bara gamlir fordómar. Þú mundir ekkert vita frekar um þinar erfða- tilhneigingar. — Ég held að pabbi og mamma viti eitthvað, sagöi hún lágt. — Þau hljóta aö hafa grennslazt um uppruna minn áöur en þau tóku mig til fósturs. Logan, getur þú ekki fengiö þau til aö segja þér það sem þau vita, hvaö sem það kann aö vera. Logan sleppti henni úr iaðminum og gekk að arninum. — Ég held þetta ekki út, Katrin. Ertu virkilega svo hrædd viö lifiö, aö þú þorir ekki að hætta nokkrum sköpuöum hlut? Treystirðu þvi ekki að ég geti verndað þig fyrir öllu, sem þú ert hrædd við — hvaö sem þaö er? — Jú, en þaö er einn hlutur enn, Logan. öll hennar hugarskynjun geröi uppreisn gegn þvi sem hún ætlaöi aö segja, en varð aö segja : — Já, þaö er einn hlutur enn, og þaö er Lea. Þegar hún fór að tala um Bassett-máliö i kvöld, vissi hún mæta vei hvaö Mabel Brastock mundi segja. Logan sneri sér hægt frá arninum, tók pipuna út úr sér, og staröi á hana. Bakviö hann léku bláir og grænir logar, það var saltiö, sem brann i gamla reka- viðnum. — Þú ert gengin af vitinu, Katrin, hvislaöi hann. — Helduröu þvi virkilega fram að Lea hafi meö köldu blóöi ráögert eitthvaö, sem er svona andstyggi- legt? — Ég er ekki aö halda þvi fram, aö hún hafi ráögert þetta fyrir- fram. Ég meina heldur ekki aö hún hafi beðiö frú Brastock aö tala um Mariu Bassett, en hún vissi aö hún mundi gera það. Vertu ekki reiður viö mig, Logan, ég veit, aö þér þykir vænt um Leu og aö hún dýrkar þig. Ég skil þetta allt vel. Lætur þú þér virkilega detta þaö i hug, að Lea vilji fá okkur til aö lita svo á að þú sért sambæri- leg viö þessa Mariu Bassett, og aö þú munir, einn góðan veðurdag birtast okkur sem tvöfaldur moröingi? Seröu ekki hvað þetta er fráleitt, Katrin? Jafnvel þó aö Lea hafi ef til vill farið nær um það aö Mabel Brastock mundi bulla eitthvað um þetta mál, þá sýnir þaö aðeins það, aö þú komst alls ekki i hug hennar i þessu sambandi. Komdu til min. Hann dró hana aö áér og horföi djúpt i augu hennar. — Við skulum bæöi slást við þessa Grýlu þina, þó aö þú sért vist engin striöshetja. Eigum viö ekki að ganga nú inn aftur og gleyma þessu öllu saman? — Jú, viö skulum gera þaö, hvislaöi hún. — Ég hýt aö kvelja þig alveg óskaplega meö þessu, Logan. Þetta er tilgangslaust, hugsaði hún, döpur I huga. Hún varð aö brjótast I gegnum þetta alein. Þau vöfðu hvort annað að sér i rökkrinu og þögöu. Út i forsalnum heyrðu þau hælaskelli Cicely, hún var vist á leiðinni upp með Jönu, til þess að púöra sig. Munnur hennar gekk sífellt eins og kvörn. Mallory hafði eitt sinn sagt, að málrómur hennar skæri sig gegn um merg og bein. — Þaö skilur náttúrlega enginn lifandi maður, aö ég skuli nenna þvi að fara hingaö I friinu minu. Vegna þess að ég er ekki stór vexti, klæði mig nýtizkuiega og er kannski dálitið tungumjúk, halda allir, að ég sé eins og fiskur á þurru landi þegar ég kém hingað, en sannleikurinn er sá, að ég hata Lundúni og allan gaura- ganginn, sem þar er. Ekki þannig að skilja að ég hafi nokkuð á móti rólegu kvöldi á Dorchester eða Quaglinos, en ef það verður of mikið af þess háttar, fer mér að finnast ég — og lita út — einsog ég væri hundrað ára. Hins vegar finnst mér það synd, hvað Mabel hefur farið hræðilega aftur. Ég veit vel, aö ég með vaxtarlagi minu og húð hef viss grundvallar- skilyrði til þess að vera eftir- sóknarverð, en aumingja Mabel, hún getur eins gefizt upp. Ég held.... Það sem eftir var ræð- unnar dó út, þegar hún hvarf fyrir horniö á ganginum. Logan hló og strauk Katrinu um há'riö. Hefur þú nokkur „grundvallar- skilyrði til aö veröa hamingju- söm” min kæra? Það hlýtur að vera gott að hafa þann eiginieika i bakhöndinni, en Cicely er svo hátt hafin yfir aðrar dauðlegar manneskjur, að enginn hefur séð þá skarta á henni. Við skulum fara inn og spila bridge. Ertu búin að ná þér eftir þunglyndiskastið? — Allt i lagi með það, sagði hún brosandi. Þau hröðuðu sér inn i salinn. Sherida hafði höfuðverk, og af þvi að nógir spilamenn voru til staöar, gekk hún upp til að leggja sig. Hún hvíslaði skýringunni að Jönu, og bað hana að afsaka sig við Leu. Hún komst óséð fram i skálann, en varð allt i einu gagn- tekin af ómótstæðilegri löngun til þess að sleppa frá þvaðrinu og öllum fjölskyldumyndunum, sem störðu niður á hana dauðum augum. Smá göngutúr I garðinum mundi áreiðanlega gera henni gott, og með þvi braut hún ekki loforðið, sem hún gaf Mallory um að fara ekki ein út á Höfðann eftir að dimmt væri orðið. Hún opnaði dyrnar og læddist út. Það var hætt að rigna, og þótt enn væri stormur á, var loftið milt og ilmaöi þægilega af söltu þangi. Tungls*kiniö var dauft, svo dauft að varla sáát fram á Höfðann né upp i fjallahliðina uppi I dalnum. bt við sjóndeildar- hringinn var glampi á himninum likastur maurildi, og flugvél stakk sér bakvið skýjaþykknið Skyldi virkilega verða striö? Skyldi ill og almáttug ófreskja gripa þau öll og kasta þeim til og frá eins og viljalausum tusku- brúðum i brúðuleikhúsi? — Ert það þú, Sherida? Ég sé, að þú stendur við orð þin að fara ekki ein út á Höfðann. Mallory kom svo óvænt utan úr myrkrinu að hún fékk hjartslátt. — Það hef ég gert, og einnig má þakka það hugleysi minu. Þar er allt svo hrikalegt, en jafnframt aðlaðandi. — Finnst þér það? sagði hann eins og út i hött. — Segðu mér eitt- hvað af þér sjálfri, Sherida. Hvernig likar þér starfið? Það nlýtur að vera dauðans leiðinlegt fyrir þig. — Stundum og stundum ekki, en það hefur verið allt annað en leiðinlegt hér á Bastions. — Já, i raun og veru hlýtur það að vera áhugavert að koma i hóp ókunnuga fólks og fá tækifæri til að vega það og meta. Það mun vera sem einskonar lifandi — leiksýning. — Ég meinti ekki þetta, sagði hún rólega. Hann horfði á hana og draup höfði. — Ég veit það, Sherida. Fyrirgefðu mér. Þú kemur svo eðlilega inn i myndina, að við skoðum þig ekki sem ókunnuga manneskju, heldur eina af okkur. Hvernig likar þér við Katrinu? Hann er eitthvað skritinn I kvöld, hugsaði Sherida, hoppar úr einu efninu i annað. Hún gat bara ekki skilið hinn bitra undirtón, sem lá bakvið orðin. — Mér geðjast sérlega vel að henni, og það sama get ég sagt um ykkur öll. Hvernig likar þér við hana? — Vel. Hann starði þreytulega út yfir sjóinn. — Mér þykir álika vænt um hana og Jönu og Kristinu. Sherida, hefur Lea sagt þér að Katrin er óskilabarn? — Nei, en ég hef það frá frú Brastock, svaraði hún. Mallory bandaði frá sér með hendinni. — Sú gamla kjaftatifa! Ég ber hina mestu virðingu fyrir dómgreind Leu, en vináttu hennar og Mabel hef ég aldrei skilið. Aö visu var hún sérlega hjálpsöm eftir slysið, en samt sem áður....Fannst þér Mabel drótta aö Katrinu, þegar hún fór að tala um Bassett-morðið I kvöld? Sherida vildi ekki minna hann á, að það hefði verið Lea, sem hóf máls á Bassettmorðinu, og hún var raunar þeirrar skoöunar að þess væri ekki þörf. HVELL Geiri og Ken oma, viti sinu fjær af eitur lyfjum, ráðast að hvor öðrum aö ástæðulausu. 6 -2é Ihliodvarp FIMMTUDAGUR 3. maí Íiili-ií 7.00 Morgunútvarp Veður- íi.iiÍiÍI; fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. íiiÍíiÍi Fréttir kl. 7.30, 8.15 og ?! forustugreinar dagbl. Sig 9.00 og 10.00. Morgunbænkl. i;$iS 7.45. Morgunleikfimi kl. íiiiÍiÍi 7.50. Morgunstund barn- |!:!:!ji:i anna kl. 8.45: Guðni Kol- :!|!ii:;:i beinsson endar lestur sög- :.:?!$!: unnar ,,Valli og Viggi i úti- legu” eftir Ingólf Jónsson iíi$í frá Prestbakka. Tilkynning- ;!;!;!;!; ar kl. 9.30. Létt lög á milli ;!;!;!;!: liða. Morgunpopp kl. 10.25: ;;$$: Hljómsveitin Jethro Tull !;!;!;!;!; syngur og leikur og Paul ;$;!;;; Simon syngur eigin lög. ;!;!;!;!;! Fréttirkl. 11.00 Hljómplötu- !;!;!;!;!; safniðiendurt. þáttur G.G.) ;!$& 12.00 Dagskráin. Tónleikar. ;!;!;!;!;! Tilkynningar. :;!;!;$; 12.25 Fréttir og veðurfregnir. i;!;!;!;!; Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni Margrét ;;!;!;!;! Guðmundsdóttir kynnir ;;!;!;$ óskalög sjómanna. 14.30 Siðdegissagan: „Sól dauðans” eftir Pandelis Prevelakis Þýðandinn, Sigurður A. Magnússon, byrjar lestur sögunnar. 15.00 Miðdegistónleikar: Gömul tóniist Barokkhljóm- sveitin i Vin leikur Sónötu nr. 1 i D-dúr fyrir Strengja- sveit eftir Georg Muffat: Guschlbauer- stj. Jean Leduc leikur Svitu fyrir or- gel eftir Frohberger. Karl Stumpf og strengjasveitin i Prag leika Konsert fyrir viólu d’amore og strengja- sveit eftir Karl Stamic: Jindrich Rohan stj. Hans Bottler og Concentus Musicus i Vin flytja Konsert i Es-dúr fyrir básúnu og hljómsveit eftir Georg Christoph Wagenseil: Nicolaus Harnoncourt stj. St. Martin in the Fields hljómsveitin leikur Sinfóniu nr. 10 i D-dúr eftir Giovanni Battista Bononcini: Neville Marriner stj. 16.00 Fréttir, 16.15 Veðurfregnir. Til- kynningar. 16.25 Popphornið 17.10 Barnatimi: Agústa Björnsdóttir stjórnar a. Sögur og kvæði úr Sam- lestrarbók Steingrims Ara- sonar, flutt af börnum. b. Börnin skrifa Skeggi As- bjarnarson tekur til flutn- ings nokkur bréf úr ólesna staflanum frá liðnum vetri. 18.00 Eyjapistill. Bænarorð. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson cand. mag. flytur þáttinn. 19.25 „Grjót — meira grjót” Úr skrifum Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals. Rit- höfundarnir Einar Bragi og Thor Vilhjálmsson völdu efnið Lesarar: Sigurgeir Hilmar, Sigrún Benedikts- dóttir og Vilberg Lárusson. Tónakórinn flytur lagiö „Kjarval” eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Þorsteins Gislasonar. (Hljóðritað á menningarvöku Héraðsbúa 7. f.m.) 20.05 Gestir i útvarpssalLista- fólk frá Skozku óperunni flytur skozka tónlist frá 18. öld. 20.35 Leikrit: „A nýjan leik” eftir Par Lagerkvist Þýð- andi: Sigurjón Guðjónsson. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Persónur og leikendur: m.a. Daniel: Gunnar Eyjólfsson. Anna: Helga Bachmann. Karlsson: Valdimar Helgason. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir t sjón- hending Sveinn Sæmunds- son sér um viðtalsþátt. 22.45 Manstueftir þessu?Tón- listarþáttur i umsjá Guð- mundar Jónssonar píanó- leikara. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.