Tíminn - 03.05.1973, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.05.1973, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Fimmtudagur 3. mai 1973 Ánægjuleg kvöldstund SB—Reykjavik. — Dansskóli Heiöars Astvaldssonar og Karon, samtök sýningarfólks, efndu á sunnudagskvöldiö til dans- og tízkusýningar á Hótel Sögu. Salurinn var þétt setinn fólki á öllum aldri og var greinilegt að allir nutu kvöldsins vel. Fyrst lék hljómsveit Ragnars Bjarnasonar fyrir dansi i klukku- tima eða svo, en siðan hófust at- riði dansskólans. Fyrst dönsuðu Heiðar og Guðrún Pálsdóttir Rúmbu, þá sýndu 8 drengir Zorbadansinn, næst var táninga- dans eftir tyrkneskri tónlist til til- breytingar, að sögn Heiðars. Þar næst sýndu 5 stúlkur dans með austurlenzkum blæ, einnig eftir tyrknesku lagi, þá sýndu fjögur pör spor úr Rúmbu. Heiðar og Edda Pálsdóttir sýndu þvi næst Pasodouble og loks sýndu átta pör Cha-cha-cha. Þá tók Ragnar Bjarnason við á ný fram að tizkusýningunni, sem hófst um kl. 23.30. Sýnd voru kvenföt frá verzlununum Fanný, Kirkjuhvoli, Basar, Hafnarstræti 15, Verðlistanum, karlmannaföt frá Faco. Einnig voru sýnd gler- augu frá Gleraugnamiðstöðinni, Laugavegi 5 og skartgripir, bæði kvenna og karla frá Jens Guð- jónssyni, gullsmið, Laugavegi 60. Þarna kenndi ýmissa grasa, fatnaðurinn var bæöi samkvæm isfatnaður og sport- fatnaður, af öllum gerðum og siddum og fyrir fólk á ýmsum aldri. Létt var yfir sýningunni og hún var laus við þann þunga hátiðleika, sem gjarnan vill einkenna slikt. Sýningarfólkiö dansaði um eftir léttri lónlist og brá stundum á leik við fögnuð áhorfenda. Tizku- sýningunni lauk á seinni timanum i eitt og var ekki að sjá, að fólk væri orðið óþolinmótt eftir meiri dansi. Þannig litur velklætt par út. Kjóllinn er úr hvftu prjónasilki og hattur- inn dökkblár. islenzkur dans, með austurlenzkum blæ. (Timamyndir Gunnar). Svipmynd af tizkusýningunni, sem var létt og laus við allan þungan hátfðleika. Atta ungir menn sýna Zorbadansinn. Timinner peningar Auglýsið í TÍMANUAA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.