Tíminn - 03.05.1973, Side 10

Tíminn - 03.05.1973, Side 10
10 TÍMINN Fimmtudagur 3. maí 1973 Frd barnæsku var tónlist hennar líf og yndi, og d vegum tónlistarinnar hefur hún unnið ævi- starf sitt saman. Svona er þetta, þegar é g lit inn til hennar þá er þar svo mikill hávaði, að það er ekki nokkur einasta leið að tala við hana. Og þetta er alveg eins hér hjá yður.” Það lá við, að ég hrykki við. Mér fannst eins og forlögin væru þarna að tala til min: „Spyrða ykkur fröken Reykholt saman....” Ja, það var og. Auð- vitað vissi ég það ofurvel, að mig skorti skólamenntun, en hitt vissi ég lika með sjálfri mér, að ég var fær um að hjálpa Guðrúnu Reykholt til þess að byggja upp hljómplötusafn útvarpsins, svo mikla reynslu hafði ég öðlazt á þeim vettvangi. — Þú hefur svo strax farið að huga að þessu? — Já, heldur betur. Ég gekk samdægurs á fund útvarpsstjóra og ræddi þessa hluti við hann. Ég gerðist svo djörf að spyrja, hvort hann hefði leitt að þvi hugann, að það þyrfti fólk, og það meira að segja ekkert fátt, til þess að byggja upp hljómplötusafn slikr- ar stofnunar. Til þess svo að gera langa sögu stutta, má geta þess strax, að um það bil tólf árum seinna, átti islenzka útvarpið stærra hljóm- plötusafn en nokkur útvarpsstöð á Norðurlöndum. Þetta stafaði lika sumpart af þvi, að aðrar og stærri þjóðir en við eru með einsöngv- ara, kóra og hljómsveitir á hverj- um fingri. Þurfa varla að rétta út litlafingur til þess að fá nóg af sliku — þessari lifandi tónlist, sem ,ég var að minnast á áðan. Þeir þyrftu þvi ekki að leggja annað eins kapp á hljómplötu- safnið og við. Dagarnir urðu stuttir og starfið leikur — Hvaða ár var þetta, sem þú komst til útvarpsins? — Það var 1935. Ég sagði upp hjá Katrinu Viðar haustið 1934, En ég vissi hvað við tók, nefnilega jólaannirnar, ég bauðst til þess að vinna i verzluninni fram yfir erfiðasta timann. Þetta gerði ég og var i útvarpinu 1/2 daginn, og hafði reyndar verið þar viðloða hluta úr degi að meira eða minna leyti árið/ sem þarna var að kveðja — auðvitað með leyfi Katrinar. — Og þú hefur fljótt kunnað vel við þig i hinu nýja starfi? — Já, það var nú ekki neitt hálfverk á þvi. Hugsaðu þér unga stúlku, sem frá barnsaldri hefur lifað og hrærzt i tónlist og fær svo að eyða öllum dögum við að hlusta á og hugsa um hljómplötur. Dagarnir urðu ótrúlega stuttir, enda mátti segja, aöhvert starf sem ég vann, væri leikur einn. Svo skemmtilegt fannst mér þetta. — Hvar var útvarpið til húsa, þegar þú komst þar fyrst inn fyrir dyr sem starfsmaður? — Það var i Landssimahúsinu, þar sem það hafði tekið á leigu fjórðu hæð hússins og hluta af þeirri fimmtu. Það voru mikil viðbrigði frá þrengslunum i Edinborg, sem nánast var eins og rúmgóð ibúð, fjögur herbergi, enda var það ekki að tjalda til einnar nætur. — Hvenær fluttist útvarpið i Landssimahúsið? — Það var strax árið 1931, þannig að það varð aldrei nema eitt ár, sem það var til húsa i Edinborg. Hjá mér situr kona, sem heitir Sigrún Gísladóttir. Hún er elzt í störfum af nú- verandi starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Þau byrjuðu að vinna þar sama haustið, hún og Þorsteinn Ö. Stephensen, og mun hann að vísu vera svo sem einum mánuði eldri í hett- unni, en hvað sem því líður, þá mun óhætt að segja, að ekki eigi aðrir lengri starfs- dag að baki hjá útvarpinu en Sigrún Gísladóttir. Við, sem að staðaldri hlustum á útvarp, tökum við verkum starfs- fólksins þar eins og hverjum öðrum sjálfsögðum hlut, en við leiðum hugann vist ekki ýkjaoft að manneskjunum, sem standa á bakvið dagskrána, sem við erum að njóta. Munum það jafnvel ekki nema stundum, að dagskráin er mannaverk — og það meira að segja erfiðisverk, oft og einatt. Vann fyrst í hljóðfæraverzlun Ég ætla að haga mér eins og ég hafi ekki hugmynd um neitt, sem Sigrún Gisladóttir hefur gert um dagana, og spyr þvi — nákvæm- lega eins og sá sem alls ekkert veit: — Hver voru þau störf, sem þú byjaðir á að vinna i þágu útvarps- ins, Sigrún? — Aður en ég svara þvi beint, er bezt að taka það fram, að árið 1928 réðist ég í Hljóðfæraverzlun Katrinar Viðar. Hún fól mér að panta plötur til verzlunarinnar erlendis frá. Afleiðing þessa var sú, að ég varð mjög kunnug flestum hljómplötufyrirtækjum, — vissi deili á plötukvótanum i Evrópu, eins og við orðuðum það. Eins og allir vissu, sem til þekktu, þá var Katrin Viðar hámenntuð kona og mikil persóna, enda tel ég mig hafa lært þar einna mest um dagana. Þetta var lika sérlega æskilegt fyrir mig vegna þess, að ég hafði frá fyrstu bernsku verið mjög hneigð fyrir tónlist. Hún var mér nærri þvi eins ómissandi og sólarljósið. — Var það svo upp úr starfi þinu i hljóðfæraverzluninni, sem þú réðist til útvarpsins? — Þegar Rikisútvarpið tók til starfa, var það deginum ljósara, að óhjákvæmilegt yrði fyrir þá stofnun að byggja upp geysimikið hljómplötusafn. Hér voru ekki til neinir „lifandi kraftar”, sem hægt var að láta spila og syngja i útvarpið lon og don, þótt vissu- lega væru þá tónlistarmenn i landinu, og þeir góðir. Af mér er það að segja, að ég var eins og hver annar góður sölumaður fyrir þá verzlun, sem ég þjónaði: Ég vildi auðvitað selja sem mest, og var þvi si og æ að leggja leið mina niður i útvarp og bjóða plötur til sölu. Ég varð þvi heimagangur i útvarpinu strax fyrsta árið sem það starfaði i húsinu Edinborg. Og vitanlega kynntist ég lika þessum fáu manneskjum, sem störfuðu i út- varpinu á fyrstu misserum þess. Má þar fyrst frægan telja sjálfan útvarpsstjórann, þá Sigurð Þórð- arson, sem var skrifstofustjóri og svo siðast en ekki sizt fröken Guð- rúnu Reykholt, sem átti að byggja upp tónlistardeildina. Guðrún Reykholt var dóttir séra Guðmundar Helgasonar, prófasts i Reykholti i Borgarfirði og þar með systir Ásmundar heitins biskups, Helga bankastjóra og þeirra bræðra. Hún var ágætlega menntuð kona og mjög fær i sinni grein. Fyrstá starfsár útvarpsins leið i aldanna skaut eins og önnur ár. Það kom gamlárskvöld og Sigurður Þórðarson vildi reyna að láta syngja þjóðsönginn og áramótasálminn okkar sigilda, Nú árið er liðið... En hverjir áttu að reyna að syngja þetta i hljóð- nemann? Honum datt þá i hug að reyna að stofna litin útvarpskór — sem reyndar varð þó ekki meira en tvöfaldur kvartett — og hann bað mig að vera með. Jú, við tókum til óspilltra málanna að æfa, og á fyrsta gamlárskvöldi útvarpsins okkar sungum við þessi lög við raust. Var það i fyrsta skipti á ævinni, sem ég lét til min heyra i hljóðnema. — Lifði svo þessi kór ykkar eitt- hvað lengur? — Já, við æfðum dálitið niðri i gamla barnaskólanum, en þar gátum við ekki verið fyrr en seint á kvöldin. Það þótti við - eiga að flytja einstöku sinnum okkar gömlu og góðu aiþýðulög, og að syngja þau á islenzku, þvi að á þessum árum var ákaflega litið til af islenzkum hljómplötum. //Það ætti að spyrða ykkur saman " — Þar með ert þú komin inn fyrir dyrastafi útvarpsins og farin að syngja i fyrsta útvarps- kórnum. — Já, að visu, en biddu nú við. Heimskreppan margfræga var skollin yfir og þá þrengdist um hag margra. Það mun vist hafa hvarflað að eigendum sérverzl- ana, að þeir kynnu að þurfa að draga saman seglin eða jafnvel að hætta alveg starfsemi sinni. Þvi er ekki að neita, að ég hafði nokkrar áhyggjur vegna minnar ágætu húsmóður, en verzlun hennar hafði gengið frábærlega vel, þangað til þessi ósköp, krepp- an, dundi yfir. En aðstaða min var slik, að atvinnulaus gat ég ekki verið. Að visu vissi ég vel, að ég þurfti ekki að vera á neinu flæðiskeri stödd hvað þetta snerti. Ég hafði unnið i sérverzlunum i Reykjavik i tólf ár, og var þvi ekki i neinum vandræðum að fá vinnu i búð, ef mér byði svo við að horfa. En svo kom nokkuð óvænt fyrir. Einn dag sem oftar sat ég innan við búðarborðið i verzlun Katrinar Viðar og var að hlusta á hljómplötu. Þá gekk inn i búðina virðuleg og falleg frú. Þetta var frú Sigurlaug jónasdóttir, kona Jónasar Þorvergsson- ar, útvarpsstjóra. Ég stóð auðvitað strax upp,og sagði, svo sem skyldan bauð mér: „Hvað get ég gert fyrir yður?” Þá sagði hún: „Æ, blessaðar góða, lokið þér fyrir grammófóninn. Það ætti að spyrða yður fröken Reykholt Sigrún Gisladóttir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.