Tíminn - 03.05.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.05.1973, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 3. mal 1973 TÍMINN 5 Siðasti þorskurinn grafinn I Stokkhólmi. Fimmtudaginn 26. april var farin ganga í Stokkhólmi til stuðnings tslendingum i land- helgismálinu og útifundur var haldinn á Sergelstorgi. Ræðu- menn þar voru rithöfundurinn og þingmaðurinn Per Olof Sundman. C.H. llerm annsson, formaður Kommúnistaflokksins og Rune Langestrand, ritari Norrænu félaganna I Sviþjóð. Um 150 manns tóku þátt i göngunni, en siæmt veður var i Stokkhólmi þegar hún var farin og er talið aö það hafi dregið nokkuð úr fjöl- menni. Fyrir göngunni var borið likan af steindauðum þorski og spjald sem á var letrað „sfðasti þorskurinn jarðaður”. Auk þess voru borin mörg kröfuspjöld sem á voru vígorð og áskoranir til Svia að styðja við bakið á tslendingum i landbelgisdeilunni. Sama dag og gangan var farin birtist grein um landhelgis- deiluna i Dagens Nyheter eftir blaðamanninn Mats Lundegárd, en hann er staddur hér á landi þessa dagana. t grein sinni bendir hann á.hve þessi deila sé i raun- inni alvarleg i augum Islendinga. Þeir séu að berjast fyrir tilveru sinni, sem byggist á fiskimið- unum umhverfis landið og verði ekki gripið i taumana og miðin friðuð fyrir ágangi útlendinga sem hirða um helming þess afla, sem veiðist við Island, verði gengið svo á fiskistofnana að efnahagslegri tilveru Islendinga stendur ógn af. Lundegárd rekur i grein sinni aðdraganda þess að fiskveiðilög- sagan var stækkuð og um fyrri útfærslur landhelginnar, og getur þess að tslendingar álita að Haagdómstóllinn hafi ekki lögsögu i málinu. Hann segir, að þótt utanaðkomandi aðilar eins og Sviar, láti sér fátt um þetta smástrið finnast sé það aivarlegt mál fyrir Islendinga og hafi þeir engu að tapa i þessu striði ef þorskurinn verður þurrkaður upp á tslandsmiðum. Per Olof Sundman lauk ræðu sinni á Sergelstrogi með þessum orðum: tsland stendur ennþá eitt i baráttunni fyrir tilveru sinni. Það væri undarlegt ef íslendingar væru ekki vonsviknir sem aðilar að norrænni samvinnu, þrátt fyrir veitta hjálp vegna eldgossins, sem lagði Vestmannaeyjar, stærstu verstöðvar landsins, i eyði. tsland er fátækt af náttúru- gæðum. Það verður að flytja inn nær allar vörur og nauðsynjar sem nauðsynlegar eru i nútima þjóðfélagi. Miðað við fólksfjölda verða landsmenn að treysta mjög mikið á utanrikisverzlun. Inn- flutningurinn verður að greiðast með útflutningi. An fisksins mun Island farast. Fiskveiðin hefur ávallt haft afgerandi þýðingu. Það kemur m.a. fram i gömu ættarsögunum. Auðæfi hafsins voru grundvöllur landnáms og búsetu á Islandi Næsta ár- 1974- verða ellefu hundruð ár siðan fyrsti land- námsmaöurinn sté á land á Suðurströnd tslands og tók sér siðan búsetu þar sem Reykjavik stendur nú. Það væru norski bændahöfðinginn Ingólfur Arnar- son. Afmælisins verður minnzt með mikilli hátið. Norrænu nágrannarnir munu taka þátt i hátiðahöldunum á ýmsan hátt. Rikisstjórnir norrænu landanna ættu nú þegar að gefa sina beztu afmælisgjöf, að lýsa yfir eindregnum stuðningi við kröfu tslendinga um 50 mina fiskveiði- lögsögu. Það hefur enginn rétt á gegndarlausri rányrkju á miðunum og ræna tslendinga þeirri undirstöðu sem þeir byggja þjóðfélag sitt á. VIÐ SMÍDUM HRINGANA SIIVII 54910 GJÖFIN ssm gleður BÍLALEIGA CAR RENTAL TP 21190 21188 Itankiiin it liaklijai'l BÚNAÐARBANKINN allir kaupa hringana hjá Skólavörðustíg 2 Sænsk krafa: Lýsum yfir opinberum stuðningi við íslendinga 5 o: Merki til stuðnings tslendingum i landhelgisdeilunni. jl SÍBS ENDURNVMUN Dregið verður mánudaginn 7. maí ■ Artunið að endurnýja Ný reglugerð um greiðslur orlofsfjér gildir fré 1. maí 1973. LaunagreiSandi é nú að greiða 81/a% af launum á næstu póststöS innan 3ja virkra daga frá því að hann borgar laun. Um leið hætta allar greiðslur á orlofs- fé með orlofsmerkjum. Greiðslunni skal fylgja skilagrein á sérstöku eyðublaði eða afrit launaseðils, sem Póstur og sími gefur út. Gætið þess sérstaklega að nafnnúmer séu rétt. Um leið og laun eru greidd, á launþegi að fá launaseðil sem sýnir upphæð launa og orlofsfjár. Launþegar fá reikningsyfirlit á 3ja mánaða fresti frá Pósti og síma. Það sýnir hve mikið orlofsfé hefur verið móttekið þeirra vegna. Geyma þarf launaseðlana til að geta séð hvort rétt upphæð hefur verið greidd inn á orlofsreikninginn. Við lok orlofsárs fær laun- þegi senda ávísun á orlofsfé sitt. Eyðublöð fást á póststöðvum og eru þar veittar nánari upplýsingar. PÓSTUR OG SÍMI Póstgíróstofan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.