Tíminn - 05.05.1973, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.05.1973, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur 5. mai 1973. ^ömoo.hKR.HRISTJÁNSSDN H.F. SUDURLANDSBRAUT 2 SÍMI 3 53 00 Kange Rover vekur alltaf mikla athygli. * Hvorki hagkvæmt fyrir fyrirtæki né viðskiptavini að selja margar tegundir Ford Bronco 1973 FORD BRONCO er farartæki, sem hentar við allar aðstæður. Jafnt á breiðstrætum borgarinnar, sem torfærum óbyggðanna. FORD BRONCO er farartæki, sem sameinar kosti fólksbíls og jeppa. P. STEFANSSON h.f. er nýtt nafn á bifreiöaumboöi, en fyrirtækiö hefur lcngi verið til, sem dóttur- fyrirtæki Heklu h.f., þess þekkta fyrirtækis. P. Stefánsson hefur umboö fyrir British Leyland Motor Corporation en það fyrir tæki er samruni Jaguar, Triumph, Austin, Morris og Rover, en fram til þessa hefur Hekla haft umboð fyrir Rover á tslandi. Sigfús Sigfússon, fram- kvæmdastjóri P. Stefánsson sagði, að með samruna fyrir- tækjanna i British Leyland hefði verið ákveðið að breyta umboðs- mannafyrirkomulaginu um allan heim. Fór fyrirtækið fram á það við Heklu, að það tæki að sér um- boðið fyrir þessar bifreiðar. Það var siðan ákveðið, að endurvelja P. Stefánsson og verður umboðið til húsa að Hverfisgötu 104, þar sem Hekla var áður en fyrirtækið var flutt inn á Laugaveg. Ákveðið er að selja ekki fleiri tegundir en fjórar frá British Leyland hér á landi, þ.e. Range Rover, Land Rover, Austin Mini og Morris Marina. Astæðan fyrir þessu eru sú, sagði Sigfús, að þó svo að hægt sé að selja nokkra bila af hverri tegund, þá er það hvorki hagkvæmt fyrir viðskipta- vinina eða fyrirtækið. Og hér á ég við þjónustuna, þvi að þvi færri tegundir, sem við seljum og þvi fleiri bila af hverri tegund, þvi betri verður þjónustan, en hana ætlum við að hafa i góðu lagi. Við höfum verið að byggja upp P. Stefánsson allt siðastliðið ár, og verður fyrirtækinu skipt i þjónustudeild, söludeild, og vara- hlutadeild. Allt starfsliðið kemur frá Heklu og er það mjög mikil- vægt að hafa gott starfsfólk, en þaö höfum við til dæmis i sam- bandi við Land Rover, sagði hann. Austin-Mini billinn, sem P. Stefánsson er með umboð fyrir er ódýrasti billinn á markaðnum og kostar nú i kringum 288 þúsund kr. Morris Marina bilarnir hafa ekki verið á markaði hér á landi áður, en þeir hafa verið á erlend- um mörkuðum i tvö og hálft ár og hafa náð mjög góðri sölu i Evrópu. Land Rover og Range Rover þekkja allir, standa þeir vel að vigi, þvi að P. Stefánsson er þegar með fullkomið verkstæöi fyrir þessa bila. Salan á þeim er alltaf mjög jöfn og aldrei hefur fengizt nóg af Land Rovernum til landsins og sömu sögu er að segja af Range Rover. Range Rover, sem nú er kominn með vökva stýri, kostar nú um 880 þúsund krónur, og einnig er kominn rúðu- þurrka á afturrúðu, sem er nauð- syn fyrir jeppa og stationbila. Sigfús sagðist vera bjartsýnn á söluna, en til þess þyrfti efna- hagsástandið að vera gott. Hann sagðist vilja taka það fram, að hjá fyrirtækinu ynni að mestu leyti ungt fólk og allir þeir sem veita deildunum forstöðu eru i kringum þritugt. Þá mætti einnig benda á það, að fyrsta varahluta- sendingin i Morris Marina kom til landsins áður en fyrstu bilarnir komu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.