Tíminn - 05.05.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.05.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 5. mal 1973. SAAB 99 á bllasýningunni. Þetta er blll sem slfellt vinnur meira á. 1600 SAAB í LANDINU Sagt er að franskir bílar séu sérstakir. Kynnið yður hina 4 sérstöku eiginleika Renault bílanna og þór sannfærist. í fyrsta lagi ÞÆGINDI: Sórstaklega vel hönnuð sæti, framhjóladrif og þar af leiðandi betri aksturseiginleikar, sjálf- stæð fjöðrun á hverju hjóli. Þá eru þeir viðbragðsfljótir og vólar Renault bílanna eru mjög aflmikiar og endingargóðar, eins og reynslan hefur sannað við íslenzkar aðstæður. Frá HAGNÝTU SJÓNARMIÐI: Stór geymslurými, fellanleg sæti og fimm hurðir. KRISTINN GUÐNASON HF., KLAPPARSTÍG SÍMI 22675 Og að lokum veigamesta ástæðan: SPARNAÐUR: Renault býður yður upp á marga kosti fyrir sanngjarnt verð, þar á meðal sérstaklega litla benzln- eyðslu. Sem sagt, þetta eru hinar 4 ástæður, sem þér ættuð að hafa I nuga, er þér hyggist festa kaup á nýjum bil. 25-27, REMAULT FYRSTU SAAB bilarnir komu til landsins á árinu 1961. Þeir vöktu strax athygli, kannski ekki fyrir fegurð, heldur fyrir nýstárlegt út- lit og vandaöa smlöi. Þá eru þeir einnig gott gæöamerki. Sveinn Björnsson hefur alla tiö flutt inn SAAB bilana og hefur þessi bill alltaf unniö á hérlendis. Sölustjóri hjá SAAB-umboðinu er Jóhann Kristjánsson og hefur hann haft þann starfa i 10 ár. Er við ræddum viö hann á bilasýn- ingunni sagði hann, að lengi vel hefði SAAB verið I 12.—13% sæti hvað bilasölu snerti i landinu, en nú undanfarin ár hefði billinn veriö i 5.—8»sæti, og um þessar mundir væri búið að selja 1600 bila. Allan þann tima, sem SAAB bil- arnir hafa verið seldir á Islandi hefur salan aö mestu byggzt á SAAB 96, þangaö til fyrir tveim árum. Þessi bill er búinn að vera lengi i framleiðslu, en hann hefur verið endurbættur á ári hverju. Lengi vel fékkst billinn aðeins með tvigengisvél, en fyrir nokkr- um árum gafst fólki einnig kostur á að fá fjórgengis-vél i bilinn og nú er hann eingöngu framleiddur meö v4-vél. Arið 1970 sendi svo SAAB frá sér SAAB 99. Þessum bil hefur alls staðar verið vel tekið og fyrir nokkrum mánuðum völdu biladómarar á Norðurlöndunum SAAB sem bezta fjölskyldubilinn, sem framleiddur er i Evrópu, en nú má velja um 12 gerðir af 99. Jóhann sagði, að SAAB gæti aldrei komið með ódýran bil á markaðinn, til þess væri of mikið hugsaö um öryggi bilstjóra og farþega. Enda selst SAAB á gæð- unum. Fólk tréystir á,að hér séu gæðin fyrir hendi, sagði hann. Það eru einkum tveir öryggis- hlutir, sem mikla athygli hafa vakið á SAAB að undanförnu, en það eru höggvarinn, sem er ein- stakur i sinni röð og ver bæði far- þegana og bilinn á árekstri. Þá hafa þurrkurnar, sem eru á aðal- ljósunum vakið mikla athygli, enda er þetta fyrsti billinn, sem þetta er „standard-hlutur” á. Jóhann sagði að sífellt fleiri bil- ar væru nú seldir út á land og á Akureyri hefði verið komið upp umboði og góöu verkstæði og þar seldust um það bil 10% af þeim SAAB bilum, sem fluttir væru til landsins. — Hann sagði, að vegna hins ókyrra ástands, sem oft væri á bifreiðamarkaðinum hérlendis, þá kæmi það oft fyrir aö gera yrði margar ársáætlanir, en þær þarf að gera fyrir verksmiðjuna. Þessar áætlanir á að senda verk- smiðjunum með löngum fyrir- vara og gera nokkrun veginn grein fyrir pöntunum, vegna mik- illa anna i verksmiðjunni. Þessar áætlanir bregðast yfirleitt alltaf og i fyrra þurfti að gera sjö áætl- anir. Verð á SAAB 96 er nú um 520 þúsund og á SAAB 99 um 650 þús- und, og er þetta verð miöað við nýafstaðna gengishækkun. —ÞÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.