Tíminn - 05.05.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.05.1973, Blaðsíða 11
Laugardagur 5. mal 1973. TÍMINN 11 Úrsýningarbás Veltis. A myndinni eru tveir vinsælustu Volvo bllarnir Volvo 144 og 142. alltaf áherzlu á öryggið leggur FAIR eða engir hafa áunnið sér hér á landi jafn mikið traust fólks og Volvo. Volvo á sér nokkuð langa sögu hér á landi, þvl að fyr- ir Alþingishátiðina 1930 voru fluttir inn tveir Volvo-bilar, annar fimm manna en hinn sjö manna. 1 fyrstu var Halldór Eirlksson meö umboðið, en við fráfall hans árið 1948 tók Gunnar Asgeirsson við þvi og var með þaö þangaö til fyr- ir þrem árum er Véltir, dótturfyr- irtæki, Gunnars Asgeirsson h.f. tók viö þvi. — Volvo þykir og er frekar dýr blll, en hefur samt allt- af verið einna mest seldi blllinn hér á landi, salan er alltaf mjög jöfn. Arið 1971 seldust yfir 500 fólksbilar og á siðasta ári hátt á fimmta hundraö, seglr Arni Filippusson, sölustjóri Veltis h.f. Við höfum, þrátt fyrir hinar mörgu verðsveiflur hérlendis, ávallt haldið okkar markaðshlut- falli segir hann. Volvoinn hefur aldrei þótt neitt sérstaklega fallegur bill, en hvar sem þessi bill hefur komið á markað i heiminum hefur hann fengiö mjög góða dóma. — Og Arni segir: Volvo er fyrst og fremst öruggur bill. Verksmiðj- urnar hafa ávallt lagt mikla áherzlu á öryggið og veriö i farar- broddi á þvi sviði. Til dæmis komu þær fyrstar með tvöfalt bremsukerfi, öryggisstýri og var fyrsti billinn á heimsmarkaðnum, sem var búinn þriggja punkta öryggisbelti, en þaö eru talin beztu öryggisbelti, sem kostur er á. Þá eru útlitsbreytingar á Volvo yfirleitt mjög litlar, hafa orðið hvað mestar á 1973 árgerðinni, sem liggja meðal annars i nýju og gjörbreyttu mælaborði. Einnig hafa verið settir öryggisbitar inn- an i huröir, sem styrkir bilinn mikið i hliðarárekstri. — Þá má ekki gleyma að Volvo er alltaf i háu endursöluverði, og er þvi góð fjárfesting miðaö við marga aðra bila. Að undanförnu hefur verið flutt inn mikið af Volvo vörubilum og eru þeir nú um 500 i landinu. Arni sagði, að á þvi sviði hefðu þeir unnið jafnt og þétt á, sérstaklega þegar um væri að ræða stóra vörubila, það er yfir sextán tonn. Þar eru tvær gerðir vinsælastar F 86, FB 88 og F 88. Fyrsta ársf jórð- ung þessa árs voru fluttar inn 13 vörubifreiðar, sem voru yfir 16 tonn og þar af voru 10 af Volvo gerð. Um varahlulaþjónustuna feng- um við að vita að hún hefði farið batnandi, sérstaklega eftir að farið var að skrá söluna inn á tölvu. Verksmiöjurnar fá siðan strimla úr tölvunni og senda siðan varahlutabirgðir i tollvöru- geymsluna. Aftur á móti hefur ekki verið hægt aö gera eins mik- ið i sambandi við verkstæðisþjón- ustuna og óskaö heföi verið. Hef- ur þvi verið tekið til bragðs aö semja við nokkur verkstæöi um viögerðir á Volvo bilum. — Sömu sögu er að segja frá landsbyggð- inni, salan þangað hefur aukizt mikið, og nú er hugmyndin að semja við nokkur verkstæði þar um viðhald á Volvo. Ódýrasta Volvo-fólksbifreiðin kostar nú um 600 þúsund krónur, en sú dýrasta tæpa milljón. STAÐHÆTTI ISLENZKA BILLINN FYRIR PEUGEOT SPARNEYTINN OG STERKUR PEUGEOT SEM GENGUR LENGUR PEUGEOT BILLINN UMBOÐ A AKUREYRI VÍKINGUR S.F. FURUVÖLLUM 11 SÍMI 21670. HAFRAFELL H.F. GRETTISGÖTU 21 SÍMI 23511.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.