Tíminn - 05.05.1973, Blaðsíða 18

Tíminn - 05.05.1973, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Laugardagur 5. mai 1973. p II í fí n ií 1 mifi\ i |j: \ * fjv „Ajll] 1 w * ' "X I fU 1 -r~ j * ^ Mercedes Benz langfer&abilar og vörubilar á útisvæöinu. Fremst á myndinni er Iang- Benzinn er alltaf viröulegur, og sjáifsagt eru þaö margir, sem vildu eignast þennan. feröabillinn, sem Kjartan Ingimarsson fær, en hann tekur um 50 farþega. Þriðji hver langferðabíll er AAercedes Benz MERCEDES BENZ þykir alltaf virðulegur bill, enda er billinn dýr, og ber ávallt sérstakan svip, sem mótast aðallega af „grill- inu”. Að sjálfsögðu er það Mer- cedes Benz, sem er dýrasti billinn á bilasýningunni. Billinn er þar hafður afgirtur á lágum stalli, — enda varla til þess ætlazt, að allur almenningur geti leyft sér meira en að horfa á slikt farartæki. Bill sá, sem á sýningunni er, er af gerðinni 280 SE, og kostar yfir 1700 þúsundir. En Ræsir, fyrir- tækið, sem flytur Benzinn inn, hefur meira upp á að bjéða, og það eru vörubilarnir og lang- ferðabilarnir. Aö sögn Geirs Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra sýnir fyrir- tækið tvo langferðabila, einn sendiferðabil og sex vörubila af öllum geröum. Hann sagði, að i sölu vörubila væri mest seldur hérlendis og á siðasta ári voru seldir 66 bilar, flestir af geröinni LK 1513, en það er bill, sem er geröur fyrir 16 tonna heildar- þunga. Mercedes Benz er einnig mest seldur á þessu ári, en fyrstu þrjá mánuöina voru skráðir 19 bilar. Þá sagði Geir, að sala á lang- feröabilum gengi mjög vel, og nú væri þriðji hver langferðabill i landinu af Mercedes Benz gerð. t fyrra voru seldir 12 langferðabil- ar, þar af voru fjórir um 50 manna. Einn slikur er á bilasýn- ingunni, er það bill sem Kjartan Ingimarsson fær. Billinn er með 12 sætaröðum og eru öll sætin svefnsæti. — Einnig hafa sendi- ferðabilarnir frá Benz öðlazt miklar vinsældir hér sem annars- staðar og hafa þeir mikið verið keyptir af sendibilstjórum. Ræsir, sem flytur inn bilana, er 30 ára á þessu ári, en ekki var byrjað að flytja inn Mercedes Benz fyrr en árið 1955, en þá var enginn slikur bill i landinu. Seld- ust bá strax margir fólksbilar og eru flestir þeirra I gangi enn þá. Sagði Geir, að salan á fólksbilun- um hefði aldrei verið mikil, enda væri billinn það dýr, að vart væri við þvi að búast, að almenningur ætti slikan bil. Hins vegar seldust þetta 20-30 disilbilar til leigubil- stjóra á ári, en á þvi sviði eru Mercedes Benz verksmiðjurnar brautryðjendur. Einnig hefur verið mikið flutt inn af notuðum fólksbilum og á siðasta ári var fluttur inn 71 bill. ödýrasti Mercedes Benz fólksbillinn kost- ar nú rúma eina milljón kr. og disil-bill til leigubilstjóra kostar 970 þúsund. Annars er Mercedes Benz i 11.-12. sæti, ef miðað er við heildarfjölda bifreiða á Islandi, og miðað við jafn dýran bil, er ekki hægt að segja annað en að hann sé vinsæll. Að lokum sagði Geir, að hækkunin á markinu heföi komið þeim i Ræsi illa, — en menn þekktu Benz bilana og það væri ekki verðið, sem réði öllu. A sið- astliðnu ári voru gengis- breytingarnar svo örar, að oft þurfti að búa til verðlista á hverj- um degi og segir það sina sögu. Ford sýnir 10 A BILASÝNINGUNNI sýna tvö fyrirtæki sameiginlega, það eru Kr. Kristjánsson og Sveinn Egils- son h.f., en sem kunnugt er þá flytja þessi fyrirtæki inn Ford-bila, — og kannski er það vegna þess sem innflutningsfyrir- tækin eru tvö, þvi að Ford er al- gengasti bill, sem sést á islenzk- um vegum. Frá Ford eru sýndir tiu bilar, enskir og ameriskir, þýzki Ford- inn er ekki með að þessu sinni, bæði vegna þess, að litið hefur selzt af honum að undanförnu og óhagstætt er að flytja hann inn um þessar mundir. A bilasýning- unni getur að sjá frá Bandarikj- unum tvo Bronco-jeppa, klæddan og óklæddan, annar sex strokka, hinn átta, hinn fræga og sportlega Ford Mustang, sem er óskabill margra, Mercury Comet, Compact og GT. Frá Englandi eru tveir þekktir Escort og Cortina. Þorbergur Kristjánson hjá Kr. Kristjánsson sagði, að hjá þeim væri Ford Escort mest seldi bill- inn þessa stundina, en Cortinan slagaði upp I hann, og yfirleitt önnuðu þeir ekki eftirspurninni á þessum bilum. Á siðastliðnu ári seldi umboðið um 300 bila, þar af komu 130 frá Bandarikjunum en hinir frá Englandi. Jóhannes Guðmundsson sölu- stjóri hjá Sveini Egilssyni sagði, að þeir hefðu selt um 500 bila á siðastliðnu ári og útlitið væri gott þessa stundina, og benti allt til þess, að álika margir bflar seld- ust á þessu ári. Hjá þeim er einn- ig Escortinn og Cortinan vinsæl- ust og eru þeir uppseldir i bili. Hann sagði, að Cortinan væri að ná sér á strik aftur. Þegar billinn hefði komið á markaðinn 1971, hefðu komið fram nokkrir smágallar, sem mönnum hefði likað illa, en nú væri búið að koma I veg fyrir þá, og likaði öllum mjög vel við bilana. Þorbergur sagði, að eftir gengislækkanirnar væri fólk farið að hugsa meira um amerisku bflana og ef verðið héldist svipað á þeim, þá mætti gera ráð fyrir að Séð yfir sýningarsvæði Ford. mikil eftirspurn yrðu eftir þeim i sumar. Bæði þessi fyrirtæki eru rótgró- in innflutningsfyrirtæki. Kr. Kristjánson á rætur sinar að rekja til Akureyrar, en árið 1950, var núverandi umboð keypt af P. Stefánsson. Sveinn Egilsson var stofnað árið 1919, og hefur það fyrirtæki flutt inn Ford bila siðan árið 1926. Ódýrasti billinn, sem Ford sýn- ir á sýningunni er Ford Escort, en hann er hægt að fá frá 367 þús. kr. Cortinu er hægt að fá frá 415 þús. kr. Comet frá 624 þús. kr. og Bronco kostar klæddur i kringum 700 þúsund kr., en af Bronco eru nú komnir 1000 bilar, frá þvi að farið var að flyja bilinn til lands- ins árið 1967. Hér geta bílakaupendur skoðað allar tegundir bíla — í stað þess að þvælast á milli umboða — segir Guðmundur Þórðarson, framkvæmdastjóri Bílasýningarinnar Guðmundur Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Bilasýningarinnar 1973 i einum sýningarskálanum. BÍLASÝNINGIN I húsnæði Heild- ar við Kleppsveg hefur nú staðið I eina viku, og hefur sýningin verið mjög fjölsótt, — það góð, að að- sókn hefur farið fram úr vonum þeirra bjartsýnustu. 1 fyrrakvöld höfðu nærri 26 þúsund manns sótt sýninguna, og má því búast við, að yfir 40 þúsund manns komi á sýninguna, ef miðað er viö fyrri aðsókn, en sýningunni lýkur á sunnudagskvöld. Þess má geta, að á siðastu bílasýningu, sem haldin var árið 1971 komu um 30 þúsund manns. Framkvæmdastjóri sýningar- innar heitir Guðmundur Þórðar- son en hann er nýútskrifaður við- skiptafræðingur. Hann sagði, er við ræddum við hann, að undir- búningur að sýningunni hefði haf- izt nokkru fyrir áramót, en sjálf- ur væri hann búinn að vera fastur starfsmaður i tvo og hálfan mán- uð. — Það er búið að vinna geysi- mikið að þessari sýningu. Er við byrjuðum hér var húsið ekki full- gert, bæði var eftir að ganga frá rafmagni og pipulögnum, og einnig átti eftir að loka þvi og ganga frá lóð. Siðustu vikuna var unnið hér af miklum krafti og siðustu þrjá dagana voru hér 300-400 manns i vinnu, meðal annars 14 smiðir og 12 rafvirkjar. Húsið var nokkurn veginn tilbúið 24. april, en sýningin hófst 27. april, þá átti eftir að koma fyrir sýningarbásum og mörgu öðru, og var það ekki fyrr en að kvöldi 25. april, sem fyrsti billinn komst inn i húsið. — Hvernig er kostnaður við sýninguna greiddur? — Sýningaraðilar, sem eru 21, borga leigu af húsnæðinu, og seld- ir miðar eiga að borga happ- srættisvinningana. Annars er þetta húsnæði það stærsta hér á landi, 4200 fermetrar að grunn- fleti. og uppi er 600 fermetra hús- næði, þar sem meðal annars er veitingasala. Þar getur fólk setið eftir að hafa skoðað sýninguna og horft út yfir sundin, en varla er fallegra útsýni að finna i Reykja- vik, en einmitt þarna. „Forráðamenn fyrirtækj- anna”, segir Guðmundur, „virð- ast flestir vera ánægðir með sýn- inguna, en þetta á ekki að vera sölusýning, aðeins kynning. Þessi sýning þjónar tvimælalaust til- gangi sinum. Hér geta væntan- legir bilkaupendur komið og skoðað alla bila, sem fluttir eru inn. Þar fyrir utan kemur það oft fyrir, að umboðin hafa ekki bil við höndina, þegar viðkomandi kem- ur og vill lita á bil. Hér geta menn lika fengið mjög greinargóðar upplýsingar á stuttum tima, i stað þess að þurfa kannski að þvælast á milli umboða i tvo daga. Þá fá gestir utan af landi 20% afslátt á flugfargjöldum, sem þeir fá ekki vanalega, þó svo að þeir ætli sér að kaupa bil. Að lokum sagði Guðmudnur, að bilaumboðin legðu misjafnlega mikið I sýningarsvæði sin, en til stæði, að verðlauna þau umboð, sem bezthefðugert i þeim efnum. Þá vildi hann taka fram, að um- gengni á sýningunni hefði verið með eindæmum góð, miðað við allan þann fjölda, sem hefur kom- ið á sýninguna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.