Tíminn - 05.05.1973, Blaðsíða 17

Tíminn - 05.05.1973, Blaðsíða 17
Laugardagur 5. maí 1973. TÍMINN 17 Saab99 ÁRGERÐ 1973 Rýmri en aðrir bílar? Setjist inn í SAAB 99, takið með yður 4 farþega og sannfærist um það sjólfir að SAAB er rýmri, það fer befur um fólkið. Allur frógangur er af fógaðri smekkvísi og vandaður. Sérbólstruð sæti með völdu óklæði, öryggisbeltum og hnokkapúðum, og rafmagnshituðu bílstjórasæti. Mælaborðið er hannað með fyllsta akstursöryggi i huga, allir mælar í sjónmöli ökumanns og fóðrað efni sem varnar endurskyni. „ÖRYC-GI FRAMAR ÖLLU" SAAB 99 er öruggur bíll. Stólbitastyrkt yfirbygging verndar ökumann og farþegc. Fjaðrandi höggvari varnar skemmdum — SAAB þolir ókeyrslu ö 8 km. hraða dn þess að verða fyrir tjóni. Ljósaþurrkur tryggja fullt Ijósmagn ökuljósa við erfiðustu skyggnis- aðstæður. SAAB 99 liggur einstaklega vel ó vegi, er gangviss og viðbragðsfljótur. SAAB er traustur bíll, léttur í viðhaldi og í hóu endursöluverði. BDÖRNSSON ÍL^O. SKEIFAN 11 SÍMI 81530 Úr sýningarbás Kenault. Sportbillinn Renault 15 er fyrir miöju. Renault bætir þjónustuna FRANSKIR bilar vekja yfirleitt athygli fyrir sérstætt útlit, og svo er einnig um Renault bilana, en þeir koma frá stærstu bílaverk- smiðju Frakklands. Umboð fyrir Renault á tslandi hefur Kristinn Guðnason h.f. og hefur haft i nokkur ár. Áður en Kristinn tók við umboðinu var salan á Ilenault frekar dræm, en siðan hann tók við umboðinu hefur salan aukizt mjög. Ólafur Kristinsson, sölustjóri sagði, að þrir Renault væru sýnd- irá bilasýningunni. Það eru Ren- ault 16, Renault 5 og Renault 15, en tveir siðastnefndu eru alveg nýir af nálinni og báðir vakið mikla athygli. Annars sagði hann, að þeir legðu mesta áherzlu á sölu á gerðunum 4 og 12. Renault 4 væri búinn að vera á islenzka markaðnum i mörg ár og heföi reynzt vel. Hátt væri undir bilinn, fjöðrun góð og geymslurými mik- ið. Veröið á þeim bil er i kringum 355 þúsund krónur. Sagði Olafur, að nú væri lokiö við að byggja fullkomið verkstæöi að Suöurlandsbraut 20. Hug- myndin væri að veita þar fullkomna verkstæðisþjónustu, og þegar væri komin aðstaða þar. Frá þvi i april 1970, er Kristinn tók við umboðinu hefur salan aukizt mikið og verksmiðjurnar hafa bætt sina framleiðslu á þeim tima. Arið 1971 seldust 40 Ren- aultbilar, en á siðasta ári seldust 80 — Til að bæta þjónustuna hér á landi hefur Renault sent tækni- menn hingað, til að koma upp verkstæöinu og verkstæðisfor- maðurinn á verkstæðinu hefur veriðúti i Frakklandi til að kynna sér viðgerðir á Reunault bilum. Scoutinn á sýningunni Glæsilegur Scout JEPPARNIR hafa vakið mikla athygli á bilasýningunni og einn þeirra er International Scout, sem véladeild S.t.S. flytur inn og hcfur gert siðan 1966, en áöur hafði þessi jeppi veriö fluttur inn af öðru fyrirtæki. Salan á Scout gekk frekar rólega framan af, en i hitteðfyrra voru gerðar miklar breytingar á bílnum og vekur hann nú veröskuldaöa athygli, enda hefur hópur manna verið i kringum bilinn dag hvern. Hann ncfndist Scout II, og eru þeir nú upppantaðir fram eftir júní-mán- uöi. Þeir Gunnar Gunnarsson, Framhald á 5. siöu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.