Tíminn - 05.05.1973, Blaðsíða 19

Tíminn - 05.05.1973, Blaðsíða 19
Laugardagur 5. mal 1973. TÍMINN 19 Úrsýningardeild Heklu h.f. Fremst á myndinni er 10.000. Volkswagenbifreiðin, sem flutt er til landsins. Tíu þúsund Volkswagen til landsins „Alltaf fjölgarVolkswagen”, hefur verið kjörorð innflytjendans á ts- iandi,Heklu h.f. Þetta eru orö að sönnu, þvi að á bilasýningunni við Kleppsveg getur að lita tiu þús- undasta Volkswagen-bílinn, sem smiðaður er fyrir tsland, og að sjálfsögðu er þetta „bjallan” eða Volkswagen 1300. Það var árið 1949, sem fyrsti Volkswagen billinn kom til ts- lands og þá á vegum Heklu h.f. en aðaleigandi fyrirtækisins var Sig- fús Bjarnason. A þessum 24 ár- um, sem siðan eru liðin, hefur enginn bill verið fluttur i jafn rik- um mæli til tslands og einmitt litli Volkswagninn. Sæberg Þórðarson, sölustjóri hjá Heklu, sagði, að um þessar mundir léti nærri, að einn af hverjum sjö bilum hérlendis væri af Volkswagen gerð. Þessir bilar hefðu fyrir löngu sannað ágæti sitt. Þeir hefðu reynzt mjög vel við islenzkar aðstæður, þeir væru i mjög háu endursöluverði og sið- ast en ekki sizt þá væru þeir m jög þægilegir i viðhaldi sakir einfald- leika sins, en væru þó um leið vandaðir. Þá sagði hann, að sala á Volkswagen-sendiferðabilunum hefði gengið að óskum hér á landi og væri það nú lang-mest seldi sendiferðabillinn hér. Volkswagen er einnig með tvær aðrar tegundir, sem sjást þó nokkuð á götum hérlendis. Það eru VW K-70 og Volkswagen 1600 (margar gerðir). Sæberg sagði, að K-70 hefði ekki enn selzt mikið hér, en þó væru komnir nokkrir bilar af þeirri tegund — billinn væri að visu nokkuð dýr, og hann væri mikið breyttur frá öðrum VW bilum, þar sem hann væri með framhjóladrifi og vatns- kældri vél. 1600 gerðin hefði aftur á móti selzt ágætlega, sérstak- lega „fastback” gerðin. Um þessar mundir vinna fimm sölumenn hjá Heklu, bæði við sölu á notuðum og nýjum bilum. Hekla tók upp á þvi fyrir nokkrum ár- um, að taka bila er fyrirtækið haföi selt upp i nýja á föstu verði. Þetta fyrirkomulag hefur reynzt mjög vel fyrir báða aðila. Hjá Heklu vinna nú yfir 100 manns. Hekla sýnir 13 tegundir af Volkswagen á sýningunni, allt frá Volkswagen 1200 upp i Microbus. — Ódýrasti Volkswagen 1300 kostar nú 375 þús., 1303 kostar 400 þúsund kr. og K-70 L 700 þúsund króna. —ÞO (atátaíalátsIsStaSIslstalsIaSSÍataStátatstsIátalatátatalatslalatataSlálaíálaíalalatalatalalslalsIala 13 13 13 r Q.. ; 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 13 Infemafional r SJON ER SOGU RIKARI $ Samband íslenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármúla 3 Reykjavik simi 38900 Scout Viö sýnum þessa vinsælu fjölskyldu- og torfærubifreiö i Klettagörðum nú um helgina. Scout 11 er meö 140 hestafia 6 strokka vé, vökvastýri, aflhemlum og 4ra gira kassa. Einnig er fáanleg V-8 vél og sjálfskipting. Komiö i umboðið og reynsluakið Scout II. EflETEU3lElEnElla|l3|b|b|EnETb|blEflElElElE|E1b|b|E|ElElElEUaUa|ElElElE]Elb|blEnElblblb|b|Elb|b|ElElb|E|EU3Tb|l3l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.