Tíminn - 16.05.1973, Síða 7
Miðvikudagur 16. maí 1973
TÍMINN
7
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,
Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans).
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan iands,
i lausasölu 18 kr. eintakið.
Blaðaprent h.f
- ■ -
200 ára gömul
afturganga
Broslegt er að lesa skrif Morgunblaðsins og
Visis um stjórnmálaályktun nýlokins lands-
fundar Sjálfstæðisflokksins. Bæði blöðin skrifa
eins og hér sé eitthvað nýtt og merkilegt á ferð-
inni. Sannleikurinn er sá, að mikill hluti
ályktunarinnar er hrein grautargerð, sem er
framreidd til að gera flokknum fært að vera á
vixl hægri flokkur og vinstri flokkur, ihalds-
flokkur og frjálslyndur flokkur, auðvaldsflokk-
ur og sósialiskur flokkur, en Jónas Kristjáns-
son ritstjóri Visis hefur nýlega lýst þvi rétti-
lega, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi á undan-
förnum árum hagað vinnubrögðum sinum á
þann veg, að hann sé þetta allt i senn. Að svo
miklu leyti, sem landsfundarályktunin er ekki
grautargerð, og reynt er að móta einhverja
sérstæða stefnu, þá er þar ekki um annað að
ræða en afturgöngu liðins tima. Jóhann Haf-
stein játaði lika i lokaræðunni á fundinum, að
hin svokallaða sjálfstæðisstefna, sem Mbl. og
Visir eru nú að flagga með, væri runnin frá
Jóni Þorlákssyni og rekti rætur sinar til Ihalds-
flokksins, sem hér starfaði á árunum 1924-’28.
Sá maður, sem nýlega er orðinn helzti hug-
myndafræðingur Sjálfstæðisflokksins, Jónas
Haralz, hefur hins vegar sýnt fram á, að þessi
stefna er miklu eldri. í ræðu, sem hann flutti
15. janúar 1946, lýsti hann henni alveg réttilega
á þessa leið:
„Hér á fslandi er það Sjálfstæðisflokkurinn, sem er
málsvari auðvaldsskipulagsins, einkarekstursins og hins
svokallaða frjálsa framtaks einstaklingsins. Þegar Sjálf-
stæðismenn eru að tala um, að stefna sú, sem þeir kalla
Sjálfstæðisstefnu, sé eitthvað sérstaklega íslenzkt fyrir-
brigði, þá er það hin mesta fásinna. Að þvi leyti, sem hér
er um einhverja stefnu aðræða, þá er hún alþjóðlegt fyrir-
brigði. Hún er ekkert annað en hin hér um bil tveggja alda
gamla stefna hins óhefta einstaklingsframtaks og af-
skiptaleysis þess opinbera af atvinnumálum. Enda þótt
þessi stefna hafi á sinum tima haft talsvert til sins ágætis,
þá er hún við þá þjóðfélagshætti, sem nú eru rikjandi, orð-
in gjörsamlega úreltog gjaldþrota og megnar ekki á neinn
hátt að leysa þau aðkallandi þjóðfélagsvandamál, sem
fyrir hendi eru”.
Það er hægt að fyrirgefa Jóni Þorlákssyni,
þótt hann flaggaði með þessari stefnu 1929, eins
og Jóhann Hafstein vitnaði til i lokaræðunni.
Hún hafði þá ekki beðið sitt mesta skipsbrot
þ.e. valdið heimskreppunni miklu. Siðan hefur
undantekningalitið verið viðurkennt, að hún
sé orðin úrelt og eigi ekki við, nema þá að tak-
mörkuðu leyti, i nútimaþjóðfélagi, þar sem
nauðsynlegt er að þegnarnir hafi með sér
margvislegt samstarf i stað samkeppni og að
þjóðfélagið hafi forustu á mörgum sviðum.
Mbl. segir, að landsfundarályktunin hafi verið
undirbúin af mörgum mönnum i marga mán-
uði. Allur árangurinn varð sá, að þeir fundu 200
ára gamla afturgöngu og gerðu hana að fána
S jálf stæðisflokksins.
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Breytir Pompidou
utanríkisstefnunni?
Pompidouismi leysir Gaullista af hólmi
Mesmer flytur ræðu.
1 ERLENDUM blöðum er nú
meira og meira um það rætt,
að Gaullisminn sé liðinn undir
lok i Frakklandi, en Pompi-
douisminn kominn til sögunn-
ar. Einkum hefur þetta komið
á dagskrá eftir að Pompidou
endurskipulagði stjórn sina að
loknum þingkosningunum,
sem fóru fram i fyrrihluta
maimánaðar. Margir þeirra,
sem viku úr stjórninni, voru
meðal dyggustu stuðnings-
manna de Gaulles, eins og t.d.
Debre, sem var varnarmála-
ráðherra i fráfarandi stjórn.
Hinir nýju menn, sem komu i
stjórnina, hafa hins vegar ver-
ið.þekktir fyrir að vera miklir
stuðningsmenn Pompidous.
Flestir eru taldir liklegir til að
reyna ekki að fara eigin leiðir,
heldur að fylgja fyrirmælum
forsetans. Þetta gildir ekki
sizt um forsætisráðherrann,
Pierre Messmer, sem Pompi-
dou fól stjórnarforustuna á
siðastl. ári vegna þess, að
hann hafði verið einn nánasti
samstarfsmaður de Gaulles
og fyrir kosningarnar þótti
gott að geta haft nafn de
Gaulles þannig á oddinum. En
Messmer hefur sýnt, að hann
starfar sem trúr embættis-
maður og er nú jafntryggur
Pompidou og hann var de
Gaulle áður. Pompidou hefur
valið stjórn sina á svipaðan
hátt og Nixon valdi sér sam-
starfsmenn i Hvita húsið. Þeir
eru nær allir eða allir trúlegir
til að hlýða forsetanum og
sýna honum hollustu i gegn
um þykkt og þunnt. De Gaulle
gerði meira að þvi, að velja i
ráðherrastöður menn, sem
höfðu bein i nefinu, og höfðu
oft svigrúm til að fara sinar
eigin leiðir.
Af þessum ástæðum er hin
nýja stjórn Pompidous mjög
litlaus stjórn. Af ráðherrunum
er ekki nema einn maður
verulega þekktur og lætur
eitthvað að ráði á sér bera, en
það er Giscard d’Estaing fjár-
málaráðherra. Margt þykir nú
benda til, að Pompidou hafi
helzt augastað á honum sem
eftirmanni sinum. A.m.k. læt-
ur hann hilla undir það við
ýmis tækifæri, og sumir telja,
að þetta geri Pompidou þó af
klókindum einum, þvi að hann
telji þetta vænlega aðferð til
að hafa fjármálaráðherrann
sér hliðhollan.
HVERS KONAR stefna er
svo þessi Pompidouismi, sem
talað er um, að sé að leyáá
Gaullismann af hólmi? Af
stef nuyfirlýsingu rikis-
stjórnarinnar að dæma beinist
hann að hægfara umbótum á
ýmsum sviðum félagsmála.
T.d. er lofað lækkun á eftir-
launaaldrinum úr 65 i 60 ár,
hækkun á lágmarkslaunum,
hækkun ellilauna og sjúkra-
trygginga o.s.frv. Þá er lofað
að stuðla að þátttöku verka-
manna i stjórn atvinnufyrir-
tækja, en það var eitt af
stefnumálum de Gaulles.
Þegar þessum og fleiri slikum
loforðum urh umbætur i
trygginga- og félagsmálum
sleppir, er stefnan yfirleitt
ihaldssöm. T.d. er lögð
áherzla á sterktrikisvald, sem
sé fært um að halda uppi ró og
reglu. Sumir hinna nýju
ráðherra eru þekktir fyrir
það, að þeir vilja halda
óspektum i skefjum, en þær
fara nú aftur i vöxt i Frakk-
landi. Einkum eru það
stúdentar, sem láta þar bera á
ser i mjög vaxandi mæli. Sum-
ir spádómar ganga i þá átt, að
árið 1968 kunni að endurtaka
sig, en þá voru rósturnar svo
miklar, að segja mátti, að
stjórnleysi rikti um skeið. Þær
leiddu til mikils kosningasig-
urs Gaullista og dró mjög
úr þeim á eftir. Nú eru þær
hafnar aftur einkum við
háskólana. Þessi óróabylgja
stúdenta er þó engan veginn
einkennandi fyrir Frakkland
eitt, heldur nær til Evrópu
allrar, þegar kommúnistarik-
in eru undanskilin. Þar hafa
stúdentar ekki frjálsræði til
þess að láta mikið á sér bera.
SUMIR blaðamenn gizka á,
að Pompidou fylgi heldur
umbótasinnaðri stefnu i
félagsmálum sökum þess, að
hann vilji nálgast miðfylking-
una eða umbótafylkinguna,
eins og hún kallaði sig, en hún
getur ráðið úrslitum i næstu
forsetakosningum, sem eiga
að fara fram 1976. Ekki hefur
þetta þó enn borið árangur,
eips og sést á þvi, að þegar
nýlega voru greidd atkvæði i
þinginu um traust á stjórnina,
greiddu 28 af 34 þingmönnum
miðfylkingarinnar atkvæði
gegn stjórninni. Traustsyfir-
lýsingin var samþykkt með
254 atkvæðum gegn 206.
ÝMSIR velta þvi fyrir sér,
hvort Pompidouisminn verði
eitthvað frábrugðinn
Gaullismanum á sviði
utanrikismála. Hingað til hef-
ur Pompidou fylgt stefnu de
Gaulles i stórum dráttum á
þvi sviði. Hins vegar þykjast
nú ýmsir sjá þess merki, að
breyting kunni að vera i vænd-
um i þessum efnum. Af þeim
ástæðum m.a. beinist nú sér-
stök athygli að væntanlegum
fundi þeirra Pompidous og
Nixons i Reykjavik.
Val Pompidous á hinum
nýja utanrikisráðherra þykir
yfirleitt benda til, að Pompi-
dou ætli sér að ráða utanrfkis-
stefnunni sem mest sjálfur.
Fyrir valinu varð Michel
Jobert, sem hefur stjórnað
skrifstofu forsetans og gegnt
ekki óliku hlutverki og Halde-
man hjá Nixon. Pompidou
hefur þó ekki likt honum við
Haldeman, heldur sagt að
hann sé „sinn Kissinger”.
Michel Jobert er 51 árs að
aldri, fæddur á Korsiku og ólst
upp i Marokkó, þar sem faðir
hans var embættismaður.
Hann bjó sig undir að feta i
fótspor föður sins og lauk öll-
um þeim embættisprófum,
sem til þess þurfti. Arið 1954
vakti hann sérstaka athygli er
Mendes-Frances, sem þá var
forsætisráðherra, gerði hann
að einkaritara sinum. Siðan
beindist ekki athygli að honum
aftur fyrr en Pompidou gerði
hann að skrifstofustjóra sin-
um. Það starf hefur Jobert
unnið svo i kyrrþey, að ekki
hefur verið tekið neitt sérstak-
lega eftir honum og þvi kom
öllum á óvart, er Pompidou
gerði hann að utanrikisráð-
herra,en vafalaust hefur hann
reynzt Pompidou vel og unnið
traust hans fyrst hann fól hon-
um þetta vandasama embætti.
Um skoðanir Joberts á
utanrikismálum er litið vitað
annað en það, að hann er
fylgjandi náinni samvinnu
Evrópurikja og að hann er
vinveittur Bandarikjunum,
sem er ekki neitt undarlegt,
þvi að hann er kvæntur
ameriskri konu.
EINS OG áður segir, eiga
næstu forsetakosningar að
fara fram 1976. í fyrri umferð
þingkosninga i marzmánuði
fengu Gaullistar, eða Pompi-
douistar 8.6 millj. atkvæða, en
andstæðingar þeirra saman-
lagt 13.9 millj. atkvæða. 1
seinni umferðinni fengu
Gaullistar hins vegar viða
betri útkomu i ýmsum
kjördæmum, þvi að
miðfylkingin kaus þá með
þeim og jafnaðarmenn reynd-
ust ótryggir stuðningsmenn,
þar sem kommúnisti var i
kjöri fyrir vinstri fylkinguna.
Eigi að siður eru þessi úrslit
merki þess, að Pompidou
verður að tryggja sér miðfylg-
ið, ef hann á að halda velli, og
loforð hans i trygginga- og
félagsmálum benda til, að það
geri hann sér ljóst.
— Þ.Þ.