Tíminn - 03.06.1973, Qupperneq 7
á sem flestum sviöum, er fær
séu um að tryggja samræmda
og alhliða úrlausn á stærri
verkefnum en þeim, sem ein-
stakar verkfræðistofur geta
annað að jafnaði.
2) Að leita eftir meiriháttar verk-
efnum innanlands og taka við
eða veita aðstoð við úrlausn
verkefna, sem einstakir aðilar
að félaginu koma með frá við-
skipavinum sinum.
3) Að leysa verkefni viðskipta-
vina, er til félagsins leita, sjálft
eða með þvi, að beina þeim til
aðila að félaginu.
4) Að leita verkefna á erlendum
vettvangi, sjálfstætt eða i sam-
vinnu við aðra aðila, innlenda
eða erlenda.
Félagið starfar eingöngu sem
ráðgjafaraðili og annast sem slikt
hvorki verktöku, verzlun né önn-
ur slik viðskipti.
Eins og áður sagði voru aðild-
arfyrirtækin 13 talsins, þar af 6
eins manns fyrirtæki, sem sé
verkfræðingar með eigin stofur,
sem höfðu engan fastan starfs-
mann, annan en eigandann, en 7
voru með starfslið, mismunandi
margt þó. Stærst þeirra er verk-
fræðistofan Hönnun hf., en þar
vinna milli 40 og 50 manns að
staðaldri. 1 þessari heild. Virki hf.
vinna alls um 100 manns.
Daglegur rekstur
Félagið hefur sérstaka stjórn,
en hana skipa Guðmundur Gunn-
arsson, formaður, en meðstjórn-
endur eru Jóhann Indriðason,
Baldur Lindal, Björn Kristinsson
og Benedikt Gunnarsson, sem
einnig hefur gegnt starfi fram-
kvæmdastjóra.
Virkir hf. hefur fast starfslið,
sem annast daglegan rekstur,
vélritun o.fl., en til verkfræði-
legra og sérfræðilegra verkefna
kemur starfsliðið frá aðildar-
stofnunum, sem leggja til starfs-
kraftinn. Ennfremurerleitað út á
hinn almenna vinnumarkað, þeg-
ar þess gerist þörf. Þetta er samt
ekki „vinnumiðlun”, heldur
skipulagsform, sem hefur það að
markmiði að sameina sérfræði-
þekkingu og þá fyrst og fremst i
verkfræði, sem i mörgum tilfell-
um væri öðrum aðilum ofviða.
Fjöldi sérfræðinga
í verkfræði
Innan fyrirtækisins starfa sér-
fræðingar á hinum fjölmörgu
sviðum verkfræðinnar. Þetta eru
að minu mati mjög færir menn,
og þar á meðal eru tveir eða þrir
prófessorar i verkfræði. Þarna
eru byggingaverkfræðingar, sér-
fræðingur i jarðskjálftum og
mannvirkjum á jarðskjálfta-
svæðum, vélaverkfræðingar,
skipaverkfræðingar, rafmagns-
verkfræðingar og rafeindaverk-
fræðingar, efnaverkfræðingar og
sérfræðingar i frystihúsum, fisk-
iðnaði, jarðvarma og jarðhita-
fræði og ennfremur hafa skapazt
tengsl við jarðfræðinga og fleiri
visindamenn , sem leitað er til
eftir þörfum. Af stærstu viðfangs-
efnum Virkis hf. vinna oft um 30
manns að staðaldri, og enn fleiri á
álagstoppunum, en það er mjög
erfitt að gefa heildartölu þeirra,
er vinna að ákveðnu stórverki,
þvi þar koma oft mjög margir við
sögu, þótt aðalstarfið kunni að
hvila á fáeinum mönnum.
Þrir af stjórnarmönnum Virkis hf., taliö frá vinstri. Benedikt Gunnarsson, tæknifr., sem cr framkvæmdastjóri, Jóhannes Indriðason, verk
fræðingur og Guðmundur Gunnarsson verkfr.,en hann er stjórnarformaður.
Virkir hf. flytur út
tækniþjónustu til
Suður-Ameríku og Alsír
I framhaldi af þeim samþykkt-
um, sem i upphafi voru taldar
vera tilgangur félagsins, má
segja að allt hafi verið gert, sem i
upphafi var áætlað. Kannski hafa
erlendu verkefnin ekki verið eins
mikil og ætla hefði mátt, en það
tekur talsverðan tima fyrir svona
stofnun að afla sér erlendra við-
skipta. Þó höfum við sinnt verk-
efnum erlendis. Við sendum jarð-
fræðing til Guatemala til rann-
sókna vegna fyrirhugaðra virkj-
unarframkvæmda.
Haukur Tómasson, jarðfræð-
ingur tókst þá ferð á hendur fyrir
Virki hf. og vann þar að rann-
sóknum um nokkurt skeið með
hópi visindamanna, en það var
liður i stóru verkfræðilegu verk-
efni. Hópur þessi skilaði skýrslu
til svissneskra aðila, sem höfðu
undirbúning framkvæmdanna
með höndum. Ennfremur sendum
viö verkfræðing til Perú, sem var
þátttakandi i vinnuhópi, er kann-
aði endurreisn mannvirkja þar
eftir jarðskjálftana miklu. Þetta
ferðalag var á vegum Sameinuðu
þjóðanna og varð ‘ það Þór
Benediktsson, byggingaverk-
fræðingur, sem tók þetta að sér.
Stærsta erlenda verkefnið sem
Virkir hefur unnið, er þó hönnun á
háspennulinu sem lögö var i Alsir
á vegum Eectro-Watt i Zurich.
Þarna var um að ræða rafvæð-
ingu fyrir stórt svæði og okkur
var faliö að hanna vissan hluta af
raflinum. Þetta var ivið styttri
lina en Búrfellslinan og það lá
mikiö á, og var unnið að þessu
með miklum krafti og verkinu
skilað á nokkrum vikum, undir
verkefnisstjórn Þórs Bendiikts-
sonar, verkfræðings.
Alþjóðleg verkfræði
á Islandi
Þessi þáttur i starfi Virkis hf. er
ef til vill ekki stór að vöxtum, en
hann er samt mikils virði fyrir
okkur og getur orðið þýðingar-
meiri i framtiðinni.
Tæknimenntun er alþjóðleg og
geta tæknimenn þvi auðveldlega
aðlagað sig verkefnum, hvar sem
er i heiminum. Sala á tæknikunn-
áttu milli landa fer mjög i vöxt,
Katarína Þorsteinsdóttir og Lilja Asgcirsdóttir, tækni-teiknarar við
vinnu sina, cn tækni-teiknum er sérnám.