Tíminn - 03.06.1973, Qupperneq 15
Sunnudagur 3. júni 1973
TÍMINN
15
máli um hversu alvarlegt ástand-
ið er. A siðasta ári var verðmæti
útflutnings landsmanna um 40
milljón dollara, en á sama tima
fluttu, þeir inn vörur fyrir 750
milljonir dollara. Mismunurinn
var greiddur af bandarisku fé. E
n segjum sem svo að kanarnir
verði þreyttir og Nixon fái ekki
þingið til að samþykkja fram-
haldandi fjárveitingar til Viet-
nam? Hér fellur skuggi Water-
gatemálsins eins og annars stað-
ar, og ráðamenn i Saigon hugsa
til þess með hryllingi ef sú verður
raunin.
Þrátt fyrir allt þetta má þó
þakka Bandarikjamönnum ýmis-
legt, sem breytzt hefur til batn-
aðar i Vietnam. Hver hefði trúað
þvi að öll sú óreiða og allt það
skipulagsleysi, sem var svo ein-
kennandi fyrir opinbera stjórn-
sýslu ,,i landinu, myndi hverfa
á tiltölulega skömmum tima,
eftir innreið Bandarikjamann-
anna? A ð visu eru stjórnarskrif-
stofurnar i Saigon ekki jafn vel
skipulagðar og þar sem ástandið
er bezt i heiminum, en samt sem
áður hefur þó allt stjórnkerfið i
landinu batnað stórkostlega.
Stjórnin hefur nú tryggari
sambönd við landsbyggðina en
nokkru sinni áður. Ráðgjafar
bandariska hersins hafa i krafti
fjármuna sinna kennt lands-
mönnum hvernig mynda eigi
virkt stjórnkerfi. Með bandar-
iskum vopnum hefur stjórnar-
hernum tekizt að koma upp eftir-
litskerfi, er gerir það að verkum
að skæruliðar eru nú ekki lengur
óhultir á jafn mörgum svæðum og
áður. Þegar ég var hér siðast fyr-
ir niu árum, var ekki hægt að
ferðast óhultur neins staðar sunn-
an Saigon, þvi alls staðar gat
maður átt von á árás skærulið-
anna. Nú er meginhluti svæðisins
sunnan Saigon algjörlega á valdi
stjórnarhersins, og þar geta
blaðamenn ferðast um óhultir.
Thieu forseti er sjálfsagt ekki
elskaður af löndum sinum, en
óhætt er þó að fullyrða að þeir
bera mikla virðingu fyrir honum.
Þegar yfirvöldin gátu fengið
50.000 manns til að koma út á göt-
ur borgarinnar Can Tho i óshólm-
um Mekong árinnar nýlega, til að
fagna komu forsetans, sýndu þau
að áhrifamáttur þeirra hefur
aukizt stórlega miðað við áhrifa-
vald stjórna, sem rikt hafa i S.
Vietnam á undan núverandi
stjórn. Skipulögð gleðilæti i þess-
um dúr hefðu verið óhugsandi
fyrir nokkrum árum. Á þeim tima
voru áhrif skæruliða á héraðs-
stjórnirnar svo gifurl., að enginn
forseti hefði hætt lifi sinu með þvi
að heimsækja þorp, sem heim-
sóknin væri að miklu leyti skipu-
lögð af héraðsstjórninni. Nú virð-
ast margar héraðsstjórnirnar
vera ákaflega hollar Saigon-
stjórninni, en hvort sem þessi
hollusta er afsprengi einhverrar
lýðræðisástar, eða hvort héraðs-
búar eru bara að reyna að verja
vélhjólin sin, er ekki gott að
segja.
Stjórnarherinn hefur verið
endurskipuiagður frá grunni.
Sóðalegu og syfjulegu hermenn-
irnir, sem ég man svo gjörla virð-
ast nú horfnir. Áður virtust þeir
illa vopnum búnir, og yfirmenn
þeirra virtust algjörlega áhuga-
lausir gagnvart öllu nema e.t.v.
eigin bankainnistæðum i Sviss.
Nú virðist nokkuð gott skipulag
vera á hernum og sá óheiðar-
leikablær, sem áður var yfir öli-
um yfirmönnum er nú horfinn. Ég
vil ekki halda þvi fram að það
séu eingöngu englar, er fylla
raðir yfirmanna Saigonhersins,
en þetta eru þó alltént menn, sem
taka starf sitt alvarlega og axla
þá ábyrgð, sem þeim ber.'Yfir-
mennirnir koma i reglulegar
kynnisferðir til undirmanna
sinna, nokkuð, sem mjög hefur
skort a til þess a og hernaðar-
sérfræðingar hafa tjáð mér, að nú
sé farið að bera á skipulögðum
hernaðaráætlunum hjá Saigon-
hernum. É g sá með eigin augum
kort, þar sem teiknuð var inn á
staða óvinaherjanna, eða að
minnsta kosti áætluð staða
þeirra.
Bandariski herinn skildi eftir
hernaðartæki, sem metin eru á
meira en einn milljarð banda-
riskra dollara, þegar hersveitirn-
ar héldu heim eftir vopnahléið.
Þetta þýðir aö stjórnarherinn
ræður yfir einhverjum bezta
vopnabúnaði sem nokkur her i
þróunarlöndunum.hefur.
Það má i rauninni fullyrða, að
ef það væru eingöngu vopn, er
réðu framtið Vietnam, væri
stjórn Thieus örugg i sæti sinu.
Samt sem áður er hann það ekki.
Styrkur skæruliða hefur að visu
minnkað, en fjarri er að þeir hafi
gefist upp. Sigurvilji þeirra er
óbrotinn og ennþá er skattinn-
heimta þeirra virk og þeir ráða
a.m.k. þremur héruðum til jafns
við stjórnina á daginn, og mun
stærra svæði að nóttu til.
A meðan yfirráðasvæði skæru-
liða hafa minnkað, vegna betri
skipulagningar stjórnarhersins,
hefur hlutverk fastahers N.VIet-
nam farið vaxandi i landinu.
Talið er, að þrjár herdeildir
skæruliða hafist nú við á ós-
hólmasvæðunum, en tólf her-
deildir hers N.Vietnam. Fasta-
herinn hefur aðallega það hlut-
verk aö halda opnum aðflutnings-
leiðum til Cambodiu.
Þrjár herdeildir stjórnarhers-
ins halda nú svæðinu umhverfis
Hue, og virðast yfirráð þeirra
fljótt álitið nokkuð örugg. En
þegar nánar er að gáð kemur i
ljós að her Norður Vietnama hef-
ur tekið sér bólfestu þar ei all
fjarri, og er fjöldi þeirra áætlaður
heimingi meiri en stjórnar-
hermannanna. Ennfremur hafa
norðanmennirnir nú nægar vistir
og hergögn þvi auðvelt er um alla
aðdrætti siðan vopnahléð tók gildi
og loftárásumbandariskahersins
lauk. Ef upp úr syði er afar hæpið
að stjórnarhernum tækist að
verjast, sérstaklega ef tekið er
tillit til þess, að nú verður hann að
verjast án hins mikilvæga stuð-
nings bandariska flughersins.
Það má þvi segja, að það sem
einu sinni var minni háttar en
árangursrik uppreisnartilraun,
Framhald á bls. 39.
Nú geta íslendingar veitt sér dvöl á sjálfri
Flonda
Auk þess að vera unaðslegur sólskinsstaður með suðræn-
um gróðri, tærum sjó og heilnæmu loftslagi, er margt að
sjá á Floridaskaga:
Þar er hinn glæsti skemmtigarður
Disney World, sem tekur fram öllum
öðrum skemmtigörðum sem hafaver-
ið byggðir, þar á meðal hinum fræga
danska Tivoli.
Cape Kennedy, þaðan sem tunglför-
um og geimstöðvum er skotið á loft
og stjórnað.
Miami Seaquarium, lagardýrasafnið
heimsfræga með hinum stóru mann-
ætuhvölum og hákörlum, og einnig
hinum afburðaskemmtilegu höfrung-
um, sem leika listir sínar frammi fyrir
áhorfendum, sjálfum sér til ánægju.
Miami Beach. Engin strönd í víðri ver-
öld hefur náð slíkri frægð sem Miami
Beach, hin allt að því endalausa bað-
strönd sem hefurorðið fyrirmynd um
skipulag flestra þeirra sólbaðstranda,
sem náð hafa mestu vinsældum.
Leitið upplýsinga um sólskinsferðirnar til
„sólarfylkisins" Florida.
Ferðaþjónusta Loftleiða og umboðsmenn um land allt
selja farseðla I Floridaferðina.
LOFTLEIOIfí