Tíminn - 03.06.1973, Qupperneq 25
Sunnudagur 3. júni 1973.
TÍMINN
25
I
■
MÁNUDAGUR
4. júní
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15'
(og forustugr.
landsm.bl.), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.45: Séra
Valgeir Astráðsson flytur
(a.v.d.v.) Morgunleikfimi
kl. 7.50: Valdimar örnólfs-
son og Magnús Pétursson
pianóleikari (alla virka
daga vikunnar). Morgun-
stund barnanna kl. 8.45:
Helga Hjörvar heldur-
áfram sögunni „Það er fill
undir rúminu minu” eftir
Jörn Birkeholm (3). Til-
kynningar kl. 9.30. Létt lög
á milli liða. Morgunpopp
kl. 10.25: The Shadows
syngja og leika og Mireille
Mathieu syngur. Fréttir
kl. 11.00. Morguntón-
leikar: Sinfóniuhljómsveit
útvarpsins i Berlin leikur
Sinfóniu nr. 4 op. 90 eftir
Mendelssohn, Henryk
Czyz stj./Rolf-Dieter
Ahrens,, leikur „Svip-
myndir” etyður fyrir pianó
op. 95 eftir Moschel-
es./Wolfgang Schneider-
han og Walter Klien leika
Sónatiu fyrir fiðlu og pianó
i a-moll op. 137 nr. 2 eftir
Schubert.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttirog veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna:
14.30 Slðdegissagan: „Páf-
inn situr enn í Róm” eftir
Jón óskar Höfundur les
(6).
15.00 Miðdegistónleikar:
Hansheinz Schneeberger,
Walter Kagi, Rolf Looser
og Franz Josef Hirt leika
Pianókvartett op. 117
„Skógarljóð” eftir Hans
Huber. Stalder-kvintettinn
leikur Konsert fyrir
blásarakvintett eftir Ro-
bert Blum. Rudolf am
Bach leikur á pianó tónlist
eftir Gustav Weber.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir. Til-
kynningar.
16.25 Popphornið
17.10 Tónleikar
18.00 Eyjapistill. Bænarorð.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Daglegt mál Helgi J.
Halldórsson cand. mag.
flytur þáttinn.
19.25 Strjálbýli-þéttbýlLÞátt-
ur i umsjá Vilhelms G.
Kristinssonar frétta-
manns.
19.40 Um daginn og veginn
Pétur Sumarliðason kenn-
ari flytur erindi eftir Skúla
Guðjónsson á Ljótunnar-
stöðum.
20.00 islenzk tónlist
20.35 SingaporeÆlin Pálma-
dóttir flytur erindi.
20.55 Fiðlukonsert nr. 5 i A-
dúr (K219) eftir Mozart
Pinchas Zukerman og
Enska kammersveitin
leika, Daniel Barenboim
stjórnar.
21.30 Ctvarpssagan: „Mús-
in, sem læðist” eftir Guð-
berg Bergsson.Nina Björk
Árnadóttir les (13).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir Búnaðar-
þáttur: Framkvæmd
Flóaáveitunnar Asgeir L.
Jónsson vatnsvirkja-
fræðingur flytur annað er-
indi sitt úr fimmtiu ára
starfi.
22.30 Hljómplötusafnið i um-
sjá Gunnars Guðmunds-
sonar.
23.25 Fréttir I stuttu máli.
Dagskrárlok.
SUNNUDAGUR
3. júní
17.00 Endurtekið efni Ingmar
Bergman-Sænsk kvikmynd
um leikstjórann, rit-
höfundinn og kvikmynda-
gerðarmanninn fræga. Rætt
er við Bergman sjálfan og
samstarfsfólk hans og fylgzt
með gerð „Bergmankvik-
myndar”. Þýðandi Hallveig
Thorlacius. Aður á dagskrá
22. april s.l.
17.45 Hafliði Hallgrimsson og
Halldór Haraldsson leika
Sónatinu fyrir selló og pianó
eftir Zoltán Kodály og
kynna jafnframt höfundinn
með stuttum formála. Aður
á dagskrá 1. april siðast-
liðinn.
18.00 Töfraboitinn . Þýöandi
Ellert Sigurbjörnsson.
Þulur Guðrún Alfreðsdóttir.
18.10 Maggi nærsýnéÞýðandi
Jóhanna Jóhannsdóttir.
18.20 Einu sinni var. Gömul
ævintýri i leikbúningi. Þulur
Borgar Garðarsson.
18.45 Hlé
20.00 Fréttir
20.20 Veöur og auglýsingar-
20.25 „Við reisum nýja
Reykjavik”. Söngleikur
fyrir börn eftir Paul Hinde-
mith. Þýðandi Þorsteinn
Valdimarsson. Börn úr
Barnamúsikskólanum i
Reykjavik og fleiri flytja.
Söngstjóri Sigriður Pálma-
dóttir. Leikstjóri Brynja
Benediktsdóttir. Stjórnandi
upptöku Tage Ammendrup.
20.45 Þættir úr hjónabandi
Framhaldsleikrit eftir Ing-
mar Bergman. 5. þáttur.
Sem lokuö bók.
Þýðandi Dóra Hafsteins-
dóttir. Efni 4. þáttar.
Rúmt ár er liðið frá skilnaöi
Jóhanns og Mariönnu þegar
hann hringir óvænt og vill
hitta hana. Hún býður hon-
um i mat. Þau ræðast lengi
við og sofa saman um nótt-
ina en tilraunir þeirra til að
endurtekja gamlar tilfinn-
ingar verða árangurslitlar.
Jóhann heldur aftur til
Paulu sem hann er raunar
orðinn þreyttur á og Mari-
anna er aftur ein. (Nord-
vision — Sænska sjónvarp-
ið).
21.35. Gangiö til liðs Fræðslu-
mynd um kennslu og iðju-
þjálfun fatlaðs fólks i Bret-
landi. Þýðandi Vilborg
Sigurðardóttir.
22.25 AÐ KVÖLDI DAGS Sr.
Jón Auðuns flytur hugvekju.
22.35 Dagskrárlok
MÁNUDAGUR
4. júní
20.00 Fréttir.
20.25 Veður. og auglýsingar
20.30 Galdur.Siðari hluti sjón-
varpsupptöku frá keppni
þriggja sjónhverfinga-
manna i Osló. (Nordvision
— Norska sjónvarpið)
21.00 Miranda Ævintýri i leik-
formi, byggt á sögu eftir
Helge Hagerup. Leikstjori
Per Bronken. Aðalhlutverk
Hilde Njölstad, Marit
östbye, Björn Floberg og
Harald Brenna. Þýðandi
Þrándur Thoroddsen.
Aðalpersóna leiksins er ung
stúlka, sem hlotið hefur
óvenjulegt uppeldi og ber
þess glögg merki. Foreldrar
hennar hafa aldrei leyft
henni að horfast i augu við
það, sem miður fer i lifinu,
og þess vegna eru hugtök
eins og hungur, dauöi og
þjáning henni framandi og
óraunveruleg. (Nordvision
— Norska sjónvarpið).
22.00 Orrustan um Dien Bien
Phu Brezk yfirlitsmynd um
endalok franskra yfirráða i
Indókina. Rakin er stjórn-
málaþróun i löndum Indó-
kina frá striðslokum og
endað á orrustunni um Dien
Bien Phu, sem öðrum
atburðum fremur batt enda
á valdaferil Frakka.
Þýöandi og þulur Oskar
Ingimarsson.
22.45 Dagskrárlok
Dans við bumbuslátt i vetrarhúsi I Nukarbik. Konurnar tvær til vinstri búast til veizlu næturinnar þar
sem ljósin er slökkt. En sú til hægri hefur fengið að vita að henni falli ekki elskhugi i skaut þetta kvöldið.
Úr bók Rolfs Kjellström „Eskimóahjónabönd”.
Sannleikurinn um
ástalíf Eskímóa
ESKIMÓI baröi konu sína, og
þegar hann var spurður um
ástæðuna, sagði hann að hún
færðist undan að hafa samfarir
við aðra menn en hann sjálfan.
En þetta er hennar eini galli,
bætti hann við.
Þetta kann að hljóma undar-
lega, en er tengt nokkru, sem var
venjulegt og mikilsvert i lifi Eski-
móa, nefnilega örlæti hvað maka-
skipti snerti. Þeir deildu gleði
hver með öðrum og þessi vani var
þeirra máti að staðfesta vináttu
sin i milli og samheldni milli fjöl-
skyldna.
Þeir, sem höfðu makaskipti á
þennan hátt, bundust e.k. ættar-
böndum, en að eignast ættingja
merkti samvinnu, hjálp og vernd.
Að láta af hendi sina eigin konu
var ljósasti vottur velvildar.
Þess vegna sló ofangreindur
maður til konu sinnar þegar hún
vildi ekki samrekkja bezta vini
hans.
Sagt er frá tveim öðrum mönn-
um, Oquortoq og Tinaqoq, sem
kvöld eitt ákváðu að hafa skipti á
konum. En þær færðust undan.
Þá birtist þeim andi, sem kallað-
ist „Stóra býflugan”. önnur kon-
an féll i yfirlið fyrir utan tjaldið,
sem hún ætlaöi inn i, en hin hljóp
leiðar sinnar.
Með harmkvælum tókst Ort-
oqoq og Tinaqoq að lifga konurn-
ar við, sem eftirleiðis lágu fús-
lega með öðrum mönnum, þegar
menn þeirra fóru fram á það. Þar
með er þó ekki sagt að konunum
hafi verið meinað að hafa eigin
vilja i þessu tilliti. Þær fengu
einnig að hafa frumkvæðið.
— Fá fyrirbrigði hafa valdið
eins mörgum vangaveltum, svo
maður tali ekki um gamansögur.
En hvar er sannleikurinn að baki
öllu þessu?
Jú, hann er, eða á að minnsta
kosti að finnast I doktorsritgerð
að nafni „Eskimóa-hjónabönd”,
sem varin var i Uppsölum i Svi-
þjóð 12. mai s.l. Höfundur er Rolf
Kjellström, sem starfar hjá Nor-
ræna safninu i Uppsölum, en á
vegum þess er ritgerðin gefin út.
Hann er ekki sammála þeim,
sem eru þeirrar skoðunar, að lif
Eskimóa hafi verið sérlega frum-
stætt. 1 raun og veru hafi þeir ver-
ið búnir að koma á sambýlishátt-
um, sem voru tiltölulega affara-
sælir og minna mjög á sambýlis-
hætti, sem við erum nú að gera
tilraunir með: stórfjölskyldur,
skammæ kynferðisleg sambönd
o.s.frv.
Innan hinna rótgrónu sambýlis-
hátta, sem venjulega kallast
hjónabönd, reyndi fólk fyrir sér,
hvort það ætti saman og réði við
þau viðfangsefni, sem glima
þurfti við á heimili, þar sem
maðurinn stundaði veiðar og kon-
an sá um húshald og vann úr veiði
og afla. Ef samvinnan eða „til-
raunahjónabandið” gekk vel urðu
böndin traustari.
En öll menning Eskimóa ein-
kenndist af sveigjanleika og að-
lögunarhæfni, sem var nauðsyn-
leg til að þeir gætu lifað af.
Þeir voru ekki þeirrar skoðunar
að eiginmaður og eiginkona ættu
að vera hvort öðru trú að eilifu.
Fjölkvæni var venjulegt og
gekk venjulega vel, ef maðurinn
var einn en konurnar fleiri.
Eiginkonurnar höfðu með sér
ágæta samvinnu. Verr gekk ef
margir menn og ein kona voru i
hjónabandi. Þá áttu mennirnir
erfiðara með að koma sér saman.
Þegar fjölskyldur höfðu verið
stofnaðar og makaskipti urðu
ráðin vegna vináttu eða annarra
hagkvæmisástæðna, var ekki litið
á þau sem ótryggð.
Ótrúr var maður fyrst, ef hann
valdi sér félaga utan þessa viður-
kennda fjölskylduramma.
Þær hagkvæmnisástæður, sem
studdu eiginkonuskipti, voru fyrst
og fremst tengdar veiðiskap og
hinum gifurlegu vegalengdum.
Þegar karlarnir fóru á veiðar
höfðu þeir konur með sér til að
halda snjóhúsunum (og þeim
sjálfum) heitum og aðstoða við að
verka veiðina.
Ef löng veiðiferð var framund-
an og eiginkonan átti von á barni,
eða var með smábörn, var ekki
þægilegt að hún kæmi með mann-
inum. Þá fékk hann aðra konu að
láni, oft unga og fjaðurmagnaða,
en skildi sina eigin eftir i umsjá
vinar, ásamt börnunum.
Auðvitað kom þá fyrir, að börn-
in áttu ekki sama föður. En menn
gerðu sér ekki grillur þess vegna.
Orð eins og „óskilgetin” börn
voru ekki til fyrr en kristni fór að
breiðast út (kristniboðar komu i
lönd Eskimóa á 18. öld og ekki
fyrr en um 1900 til Austur-Græn-
lands. Barn, sem fæddist i fjöl-
skyldu, var að sjálfsögðu eitt af
henni.
Með fjölkvæni og fjölveri og
umfram allt vegna sterkra fjöl-
skyldutengsla voru einstæðingar
mjög fáir.
Höfundur ritgerðarinnar full-
yrðir með visindalegum rökum,
að hið kynferðislega — girndin —
sé ekki veigameiri ástæða en aðr-
ar fyrir örlátri afstöðu Eskimóa
til velliðunar hvers annars. Fé-
lagslegar og trúarlegar ástæður
hafi veriö þungar á metunum.
Menn geta þó efazt, þegar þeir
lesa um hátiðahöld þau, sem
Eskimóar höfðu til að reka burt
kulda heimskautanóttanna. Þær
voru kallaðar „veizlur þegar
slökkt var á lömpunum”, og gátu
átt sér trúarlegar ástæður, elleg-
ar frumstæðari þrár eftir til-
breytingu.
I slikum veizlum söfnuðust
fjöldi manns saman i snjóhúsi.
Skyndilega voru öll ljós slökkt. Þá
sneri hver karlmaður sér að
næstu konu og hafði samfarir við
hana. Þeir og þær, sem af ein-
hverjum ástæðum voru ekki
reiðubúin að taka þátt i leiknum,
höfðu það hlutverk aö hrista
skinnfeldi, sem héngu i loftinu.
Hávaðinn, sem af þvi varð, yfir-
gnæfði hljóð, sem áttu sér annan
uppruna.
1 þessum veizlum var venju-
lega töframaður staðarins, en
hann naut mikillar viröingar
vegna tengsla sinna við yfirnátt-
úruleg öfl. Hann var oft i hrika-
legum búningi, og bar gjarnan
eftirlikingu af stórum, reistum
getnaðarlim. Kona sló á lim hans
með anautu sinni (en hvað anauta
var er ekki vitað).
Stundum valdi töframaðurinn
saman menn og konur, sem siðan
áttu aðnjótasti 24 tima venjulega
á heimili konunnar. Grimubúinn
Eskimói fylgdi eða rak hjúin að
tjaldi þvi, þar sem þau áttu að
hafa mök. Loks var aðeins ein
kona eftir, sem töframaðurinn
hafði valið sjálfum sér.
Rolf Kjellström segir, að sér
hafi ekki leiðzt siðan hann fór að
vinna að ritgerðinni 1960. Hann
fékk þetta verkefni við mann-
fræðideild McGill háskóla i
Montreal, og hefur unnið að þvi
með nokkrum hléum siðan. Þvi
sá, sem kynntist lifi Eskimóa og
hrifst með af gleði þess og sam-
ræmi, hann hefur stöðugt sam-
timann i huga og veltir fyrir sér,
Framhald á bls. 39.