Tíminn - 03.06.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.06.1973, Blaðsíða 6
t.# t r f t r i'T' VIRKIR HF stórfyrlrtæki í róðgefandi verkfræði hanna Sigölduvirkjun. íslenzkir verkfræðingar hanna hóspennulínu í Alsír og hasla sér völl á alþjóðamarkaði. Verður verkfræði- og lækniþjónusta útflutningsvara á íslandi í vaxandi mæli? Verkfræðistörfum er skipt í tvo megin flokka verktakaframkvæmdir og ráðgefandi verkfræði. Verkfræðingar, sem starfa aö hinu fyrrnefnda eru heilinn bak við umfangs- mikil verktakafyrirtæki og framleiðslustöðvar, en hin- irvinna á faglegum grund- velli að hönnun og frum- gerð mannvirkja, áætlana um þau og rannsóknastörf- um. Þessu tvennu má ekki blanda saman. Hinir síðar- nefndu mega t.d. ekki eiga viðskiptalega hagsmuni í verktakafyrirtækjum. Þess vegna er verkfræðingum skipt í tvo flokka, rækilega aðskilda. Fá stórverk hér á landi Við hönnun stærri mannvirkja, svo sem stórvirkjana þarf hundr- uð ráðgefandi verkfræðinga til að annast undirbúning, sem gjarnan hefst með rannsóknum, jarð- fræðilegum og verkfræðilegum á byggingastað, siðan með skýrsl- um og frumdrögum, og loks með fullnaðarhönnun og verkfræði- legu eftirliti með framkvæmdum og úttekt mannvirkja og búnaðar, þegar framkvæmdum er lokið. Þessi verkfræðistörf eru svo yfir- gripsmikil, að engin innlend verkfræðistofa hefur haft bol- magn til að leysa slik stórverk- efni, og er það i sjálfu sér ekki undarlegt, þvi stórverk eru hér tiltölulega fá, þar eð þjóðin er fá- menn. Nú hefur hins vegar tekizt að skipuleggja slika verkfræði- heild á tslandi og hefur hún fengið ýmis: verkefni við sitt hæfi, eins og til dæmis Sigölduvirkjun, sem nú er unnið að fyrir Landsvirkjun hf, en það er i Tungná. Ivið minni en Búrfellsvirkjunin, en þó naum- ast sem verkfræðilegt viðfangs- efni, að þvi er menn telja. Þetta fyrirtæki er Virkir hf., sem er fyrsti raunverulegi tækniherinn, sem kemur fram á sjónarsviðið á íslandi. Að visu vinnur Virkir hf, að Sig- ölduvirkjun i samvinnu við er- lenda aðila, en þar að baki liggja ástæður, sem að verður komið siðar. Verkfræðingar stofna Virki hf. Timinn átti á dögunum viðtal við Benedikt Gunnarsson, tækni- fræðing, sem er framkvæmda- stjóri Virkis hf. og sagðist honum frá á þessa leið: Hlutafélagið Virkir var stofnað 15. júli 1969, og voru stofnaðilar eigendur 13 þekktra verkfræði- fyrirtækja, en þau voru þessi: Agnar Norland, verkfræðingur Jón B. Hafsteinsson, skipa- verkfr. Verkfræðistofa Baldurs Lindal Benedikt Gunnarsson, tækni- fræðingur Verkfr.stofa Guðmundar & Kristjáns Hönnun s/f Jóhann Indriðason, verk- fræðingur Július Sólnes, verkfræðistofa Hafagnat?ekni sef. Sig. V. Hallsson& Sig. R. Guð- mundsson, verkfræðingar Verkfræðistofa Stefáns Ólafs- sonar Vermir h/f Tilgangur félagsins var að ann- ast tæknilega ráðgjafar- og rann- sóknarþjónustu i þágu hvers kon- ar mannvirkjagerðar, atvinnu- framkvæmda og visinda, og að hafa milligöngu um útvegun slikrar þjónustu. t þvi sambandi er félaginu ætlað, meðal annars: 1) að mynda samtök, öflug að mannafla, þekkingu og reynslu Texti Jónas Guðmundsson Ljósmyndir: Tíminn Róbert og fl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.