Tíminn - 03.06.1973, Qupperneq 39
Sunnudagur 3. júni 1973.
TÍMINN
39
o Víetnam
gegn innlendri óstj., hafi vegna
afskipta Bandarikjamanna
breytzt i meirih. hernaöarátök
milli tveggja rikja. Sem stendur
liggur striöið aö miklu leyti niöri,
en ljóst er að ekki . :má mikiö
út af bera svo aö allt fari ekki
aftur i bál og brand. 1 lok þessa
árs, gætu málin hafa skipazt svo
aö Noröanmenn heföu styrkt vig-
stööu sina verulega og Nixon
hefði misst áhugann, aö styrkja
stjórnina i sama mæli og fyrr.
Ef málin skipast þannig er veru-
legur vafi á þvi hvort stjórn Suður
Vietnam getur haldiö velli, ef til
nýrra hernaðarátaka kemur.
Hafa afskipti Bandarikja-
manna af striðinu valdið svo
miklum spjöllum,aö á engan hátt
teljist mögulegt að þau hafi verið
þess viröi? Ég leita enn að svari
viö þessari spurningu og ég býst
við þvi að hið sama gildi um flesta
ibúa S.Vietnam. Mótsagnirnar i
styrjöldinni eru svo miklar að
þetta mat verður ákaflega erfitt.
í hvert skipti sem maður öðlast
eitthvaö verður að greiða fyrir
það ákveðið gjald, mismunandi
hátt að visu.
Eitt verður þó að hafa á hreinu i
lokin. Bandarikjamenn fóru frá
Vietnam vegna þess að þeir höföu
gert þar allt sem i þeirra valdi
stóð. Brottför þeirra skilur eftir
sig mikið skarð i landinu, en eng-
an hefi ég þó hitt, sem er óánægð-
ur með brottför þeirra, nema þá
e.t.v. götuskaékjurnar, sem vissu-
lega misstu feitan bita. Mér sýn-
ist jafnvel almenns léttis gæta
vegna brottfarar þeirra. Nú geta
Vietnamar gert út um sin mál
sjálfir, geta barizt með eigin að-
ferðum, án þess aö einhver fram-
ándi andlit segi þeim si og æ hvað
þeir skuli taka sér fyrir hendur.
Einn Vietnami sagði við mig um
daginn i Danang, en þar hitti ég
hann i dæmigerðri ameriskri
stofnun þ.e. Rotary klúbbi staðar-
ins: Bandarikjamenn hafa reynt
að hjálpa okkur i 10 ár, og viö
erum þeim þakklátir fyrir þann
ásetning, en staðreyndin er sú,að
þessi hjálp hefur fært okkur öllum
ógæfu, og ég held aö nú sé timi til
kominn að henni linni, þess vegna
er rétti timinn til aö kveðjast.
Ég efaðist um réttmæti þessar-
ar athugasemdar þegar ég heyrði
hana en nú er ég þeirrar skoðun
ar að maðurinn hafi haft rétt fyrir
s. er, og mér býður i grun að sag-
an muni staðfesta réttmæti
athugasemdarinnar.
© Barnatíminn
vasann og hélt heim
berfættur, en
Vilhjálmur flýtti sér upp
til að byrja vinnu sina.
Heila viku gengu báðir
vinirnir á sömu skónum.
Tom sótti sina skó til
bakarans á hverjum
morgni og léði Vilhjálmi
þá á hverju kvöldi. Eftir
vikuna fékk Vilhjálmur
nægilegt fé til að kaupa
sér sjálfum skó, og lauk
þá þessum félagsskap
með skóna, en vináttan,
sem var hafin á svo
einkennilegan hátt, hélzt
áfram — og seinna voru
báðir vinirnir komnir i
mjög góðar stöður á
skrifstofu blaðsins.
'jT---------------
Sundlaug
Opin frá kl. 08-11
og 16-22.
Laugardaga o g
sunnudaga
frá kl. 08-19.
v__
... iliff ' ' '■
'■* . 7 . ... „Jk.Avt. '
© Flogaveiki
sjúkdómar eru þó fleiri, sem
haldið er i skefjum, þannig að
þeir valdi ekki stöðugu og vax-
andi tjóni á likamanum og svo er
mjög hægt að draga úr óþægind-
um, að menn geta lifað eðlilegu
lfi. En það gildir um flesta sjúk-
dóma, að ávallt eru einhverjir svo
illa haldnir af þeim, að öll meö-
ferð reynist ófullnægjandi. Þaö
hljóta alltaf einhverjir að vera
svo þungt haldnir af flogaveiki
sambærilegt við aöra sjúkdóma,
að þeir þurfi nánast stöðuga um-
önnun. Nokkuö er um það talaö,
að slikt fólk þyrfti á sérstöku
heimili að halda. Min skoðun er
sú, að þessir flogaveikissjúkling-
ar ættu ekki að vera á neinu sér-
stöku heimili en þeir þyrftu aö
hafa aðstöðu til þess að vera t.d.
þar sem aðstaða er fyrir ýmsa
aðra sjúklinga, sem sinna sjúk-
dóma vegna þurfa einnig tals-
verða umönnun.
Loks vildi ég leiðrétta einn mis-
skilning. Þvi er oft haldið fram að
flogaveikt fólk sé afbrigðilegt
andlega og einnig jafnvel likam-
lega. Það er rétt eins og marg er
fram komið, að stundum eru sér-
stakir sjúkdómar utan heila eða i
heila, sem hafa flogaköst sem eitt
af sinum einkennum. Hjá slikum
sjúklingum getur auövitað margt
afbrigðilegt komið fram. En hjá
hinum stóra hópi flogaveikra,
þessum hópi, sem enginn sjúk-
dómur verðu greindur hjá, er
ekkert óeðlilegt viö andlegt eða
likamlegt ástand. Það er rétt ein
tegund af flogaveiki, sem ræðst
ögn að andlegum stöðvum i heila,
ef svo má segja, getur valdiö
ómeðhöndluð a.m.k. breytingum
á skaphöfn. Annað er það ekki og
,sé flogaveiki meðhöndluð og vel
gangi, þá er engin ástæða til þess
að fram komi hjá þessu fólki siðar
nokkrar andlegar eða likamlegar
breytingar. Það er rétt að
undirstrika, að flogaveikt fólk er
bara ósköp venjulegt fólk eins og
við hin. Það á að geta lifað næsta
venjulegu lifi. Það verður að setja
þvi vissar takmarkanir en þær
eru ekki meiri en svo að hægt á að
vera að lifa lifinu nokkuð eðlilega
þrátt fyrir. Það er hreint fráleitt,
að þetta fólk þurfi aö útilokast frá
atvinnu- og félagslifi. Það er
sorgleg staðreynd, að margir
hinna flogaveiku eru ver haldnir
af sjúkdómi sinum en þyrfti aö
vera vegna þess, hve litlum skiln-
ingi þeir mæta. Þeir mega þola
vissa einangrun og margháttaöa
mótstöðu og þetta skapar eins
og myndi hjá flestum öðrum sál-
ræn vandamál, sem svo eykur á
sjúkdóm þeirra. Þann vitahring
þarf að rjúfa.
0 Ástalíf Eskimóa
hvort Eskimóarnir séu okkur ekki
gott fordæmi.
Að sjálfsögðu voru einnig
myrkari hliöar i lifi Eskimóa, svo
sem morð og blóðhefnd. öllum
samdi ekki ávallt og þrátt fyrir
frjáls samskipti kynjanna börð-
ust menn um konur. ótryggð utan
hins leyfilega ramma var ekki
ótið og gat haft alvarlegar afleið- 1
ingar. En Eskimóarnir voru svo
skynsamir að þeim fannst j
heimskulegt að drepa þá, sem !
forfærðu konur. Þess i stað var oft
komizt hjá ofbeldi með þvi að
hafa söngeinvigi, þar sem bar-
dagamennirnir áttust við i orð-
um. Þessi einvigi voru ekkert
grin. Sá sterkari braut oft and-
stæðinginn algerlega niður and-
lega.
Aðalerfiðleikarnir við aö skrifa
ritgerð um ástarlif Eskimóa felst
i þvi, að lif þeirra hefur gjör-
breytzt á siðustu 50 árum. Þeir
siðir og þær venjur, sem ritgerðir
fjallar um, tilheyra nær alveg liö-
inni tið. Nútimamenning með lög-
um sinum og trúarbrögðum hefur
brotið niður fyrra lif heimskauts-
búanna.
Sá, sem ætlar að kanna menn-
ingu Eskimóa, verður þvi i mikl-
um mæli að treysta á bækur með
þeim villum, sem i þeim kunna að
vera, bókmenntir frá heims-
skautssvæðunum ritaðar af trú-
boðum, veiðimönnum, landkönn-
uðum, ævintýramönnum og þjóð-
fræðingum. Þessar bókmenntir
er aðeins að finna i Kanada,
Kaupmannahöfn og á Carolina
Rediviva i Uppsölum.
Kjellström hefur einungis farið
i tvær stuttar heimsóknir til
svæða Eskimóa, og mest hafði
hann upp úr ferð sinni til
Austur-Grænlands, en þar kunna
ibúarnir enn að segja frá gömlum
lifnaðarháttum. Rennvotur eftir
ævintýri á isnum hefur hann
sjálfur notið þeirrar gestrisni, að
fá að hátta hjá kátri stúlku til að
hlýja sér.
Hvernig honum tekst að lýsa
þessari horfnu veröld sést i rit-
gerðinni. Þó er hún ekki fjarri en
svo, að i bókinni er ljósmynd af
Eskimóa með annarri heitt-
elskaðri konu sinni. Fyrri konu
sina át hann. Við látum lesendum
ritgerðarinnar eftir að hugsa um
hvers vegna?
j) Aðalfundur
19,09,6 pr. ltr., sem er um 15
aurum umfram staðargrundvöll.
Samlagsráð:
A aðalfundi Samlagsins var I
fyrsta skipti kosið sérstakt
Samlagsráð, en það skipa nú:
Sigurður Sigurðsson, Brúnastöð-
um, Jón Guðmundsson, öslandi
og Ólafur Þórarinsson, Flugu-
mýrarhvammi, en auk þeirra á
samlagsstjóri, Sólberg Þorsteins-
son, og kaupfélagsstjóri Helgi
Rafn Traustason sæti i ráðinu. Ný
reglugerð var samþykkt á fundin-
um fyrir Mjólkursamlagið.
Aðalfundur
Kaupfélags
Skagfirðinga,
var haldinn 10. og 11. mal s.l., á
Sauðárkróki.
A s.l. ári urðu kaupfélags-
stjóraskipti hjá félaginu, er þá lét
Sveinn Guðmundsson, af þvi
starfi eftir 26 ára starf, en við tók
Helgi Rafn Traustason, en hann
hafði áöur i 9 ár starfað sem full-
trúi kaupfélagsstjóra.
Helgi Rafn Traustason, kaup-
félagsstjóri flutti yfirlitsræðu um
hag og horfur félagsins, og skýrði
reikninga þess fyrir s.l. ár.
1 ræðu Helga kom m .a. fram, að
félagsmenn i árslok voru 1.356. Á
framfæri félagsmanna að þeim
sjálfum meötöldum eru 3.119
manns. íbúar i Skagafirði voru 1.
des. s.l. 4.040.
Heildarvelta kaupfélagsins og
fyrirtækja þess var 709,5 millj. og
hafð hækkaö um 105 milljónir frá
1971 eða 17,5%.
Sala á vörum og þjónustu nam
344 milljónum króna, og hafði
vaxið um 21,5% frá árinu á und-
an. Sala á innlendum afurðum
með niöurgreiðslum varð samtals
kr. 308,6 milljónir. Heildarvelta
Fiskiðjunnar varð 56,5 millj.
Launagreiðslur:
Um s.l. áramót voru fastráðnir
starfsmenn 145 og hafði fjölgað
um 24 á árinu. Alls tóku 730
manns laun hjá félaginu á s.l. ári.
Launagreiðslur kaupfélagsins og
fyrirtækja þess námu kr, 89,6
millj., en þegar launaskattar eru
teknir meö, eru heildar greiðslur
kaupfélagsins vegna launa rúm-
lega 100 milljónir króna. Launa-
greiöslur hafa á siðasta ári hækk-
að um rösklega 46%.
Fjárfestingar:
Mjög miklar fjárfestingar urðu
hjá kaupfélaginu á s.l. ári, en
verða þó margfalt meiri á þessu
ári. Bygging á sláturhúsi stendur
yfir. Byggt var sprautuverkstæði
við bifreiðaverkstæðiö, keyptur
var vörulyftari og mokstursvél,
'.ein sendibifreið bættist við, nýr
gufuketill var keyptur fyrir
Mjólkursamlagið, fyrir utan
aukningu á tækjakosti fyrir Bif-
reiða- og vélaverkstæðið, áhöld
og innréttingar. Alls var varið til
fjárfestinga á árinu 23,9 millj.
Fasteignir:
Fasteignir og lóöir K.S. voru
bókfærðar i árslok á 103,8 millj.
en bifreiðar vélar og áhöld á um
18 millj. Eigið fé kaupfélagsins er
um áramótin 135,6 millj. eða um
27% af niðurstöðum eignar-
reiknings.
Sauðfjárslátrun:
A s.l. hausti slátraði K.S. á
þremur stöðum, eins og haustið á
undan, þ.e.a.s. á Sauöárkróki,
Hofsósi og Haganesvik. Alls var
slátrað 45.546 kindum, sem er
2.151 kind fleira en haustið á und-
an. Meðalþungi dilka varð á
öllum húsunum 15.239 kg og haföi
hækkað um 454 gr. frá árinu á
undan. Heildarkjötinnlegg varö
710 tonn. Að auki var slátrað tæp-
lega 500 nautgripum og um 170
folöldum og hrossum. Endanlegt
verð til innleggjenda varð tölu-
vert hærra, en verðlagsgrund-
völlur gerði ráð fyrir. A árinu
greiddi kaupfélagið til bænda
fyrir aörar afurðir en mjólk kr.
116,7 millj.
Rekstrarafkoman 11972.
Þrátt fyrir gifurlega aukinn til-
kostnað, má þegar á heildina er
litið, telja að rekstrarafkoman sé
mjög góð.
Heildarafskriftir af húseignum,
vélum,áhöldum og bifreiöum eru
rúmar 13 millj. Reikningsuppgjör
ársins sýndi hagnað að upphæð
kr. 9,1 millj., og ráðstafaði aðal-
fundur félagsins þeirri upphæð
þannig, að I varasjóð var lagt 2,6
millj., 6,2 millj. eru endurgreidd-
ar til félagsmanna i hlutfalli við
viðskipti þeirra við félagið, en
það er 6% af allri ágóðaskyldri
vöruúttekt, eða eins mikil endur-
greiðsla eins og lög leyfa. 1
menningasjóð K.S. var lagt 250
þús. og eftirstöðvar yfirfærðar til
næsta árs.
Stjórn félagsins:
Úr stjórn félagsins áttu að
ganga, Jóhann Salberg Guð-
mundsson, Sauðárkróki og
Marinó Sigurðsson, Alfgeirsvöll-
um, en voru báðir endurkjörnir.
Fyrir I stjórninni voru Tobias
Sigurjónsson, Geldingaholti, Gisli
Magnússon, Eyhildarholti, Jón
Eiriksson, Djúpadal, Þorsteinn
Hjálmarsson, Hofsósi og Stefán
Gestsson, Arnarstöðum.
Varamenn i stjórn voru kjörnir
Gunnar Oddsson, Flatatungu og
Magnús H. Gislason, Frosta-
stöðum. Endurskoðendur félags-
ins voru kjörnir, Vésteinn
Vésteinsson, Hofstaöaseli og Sig-
mundur Guðmundsson, Sauðár-
króki.
Stuðningur
óskum aö láta i ljós stuðning vorn
við réttláta baráttu Islands um
verndun fiskimiða sinna. Nýlegar
hagskýrslur bera þess ljósan vott,
að brezk togarafyrirtæki hafa
stundað ofveiði i mjög rikum
mæli. Þetta er hvorki til hagsbóta
fyrir islenzku þjóðina né brezka
fiskimenn, þegar til lengdar
lætur, heldur eykur aðeins gróða
einokunarfyrirtækja á borö við
Ross samsteypuna. Vér hörmum
afstöðu rikisstjórnar vorrar I
þessari deilu. Þegar haft er i huga
að Bretland hefur lögsögu yfir
oliu I Norðursjó allt að 150 mllum
út af ströndinni, teljum vér kröfu
Islands um 50 milna fiskveiði-
mörk fullkomlega réttlætan-
lega.”
AAinningar-
athöfn um
fyrstu
varðskips-
mennina
í dag kl. 9.30 fyrir hádegi fer
fram smáathöfn við styttu
Hannesar Hafstein við Stjórnar-
ráðshúsið til minningar um
mennina, sem fórust af litla land-
helgisbátnum, fyrir 75 árum á
Dýrafiröi, fyrir tilverknað
brezkra landhelgisbrjóta á Roya-
list. Lagður verður blómsveigur
við styttuna, en athöfnin er jafn-
framt i tilefni sjómannadagsins.
SJ
Fræðsluskrifstofa
Reykjavikur.
Sumarnámskeið
10-12 ára barna
Hið fyrra sumarnámskeið fyrir 10-12
ára börn hefst mánudaginn 4. júni og
lýkur 29. júni.
Námskeiðsefni: föndur, iþróttir og leikir og kynnis-
ferðir um borgina, heimsótt söfn, fyrirtæki og stofn-
anir.
Daglegur námskeiðstimi er 3 klst. frá kl. 9-12 eða
13-16.
Kennsiustaðir: Austurbæjarskóli, Breiðholtsskóli og
Breiðageröisskóli.
Námskeiðsgjald er kr. 900.00
Innritun á kennslustöðunum kl. 9-10 og 13-14 mánu-
daginn 4. júni,
KlHl BORDs
S IHADECINU M
LOFTLBÐIR
BLÓMASALUR
KVÖLDVERÐUR FRA KL. 7.
BORÐAPANTANIR ( S(MUM
22321 22322.
BORÐUM HALDIÐ TIL KL. 9.,
VÍKINGASALUR