Tíminn - 03.06.1973, Qupperneq 17
Sunnudagur 3. júnl 1973.
TÍMINN
17
Þjóðverjum, sem nú veita þeim
svo góða liðvéizlu i þorskastrið-
inu.
Hvernig var þetta nú alltsaman
þakkað? Jú þakkirnar létu ekki á
sér standa. Strax árið 1946 var
settur 10% tollur á ifiskinn frá Is
landi. Þetta var gert fyrir atbeina
brezkra útgerðarmanna og það
var smám saman farið að setja
meiri og minni hindranir á fisk-
sölu til Bretlands með það fyrir
augum að bola Islendingum út.
Það tók þá sumsé ekki nema rúmt
ár að gleyma drengilegri fram-
komu Islendinga. Hitt er óskiljan
legra, að þeir skuli hafa gleymt
striðinu, þegar Þjóðverjar eiga i
hlut.
Aðgerðir á
friðartimum
En það var ekki látið við það
sitja aö koma á 10% tolli. Arið
1946 gerðist það, að Islendingar
fengu ekki lengur rétta löndunar-
röð. Togaraeigendur ákváðu, að
ekki skyldi landa úr „útlendum”
skipum meðan brezk fiskiskip
biðu löndunar. Aður hafði verið
landað úr skipum eftir röð.
1. mai 1946 ákváðu brezkir
togaraeigendur i Grimsby að
landa ekki afla úr islenzkum
fiskiskipum fyrstu 48 klukku-
stundirnar eftir komu þeirra til
hafnar, ef nokkurt brezkt fiski-
skip beið löndunar. En eftir þessa
tvo sólarhringa gátu islenzku
skipin fengið löndun og á meðan
rýrnaði fiskurinn að gæðum á sól-
heitum degi og verðmæti hans að
sjálfsögöu til muna.
Arið I949ákváðu útgerðarmenn
i Fleetwood i samráði viö félag
hafnarverkamannaáösetja höml-
ur á löndun úr islenzkum skipum,
sem gerðu það að verkum, að þau
gátu ekki lengur losað afla sinn á
einum degi og varð þetta til að
stórskemma fiskinn og söluhorfur
urðu verri.
Arið I950ákváðu togaraeigend-
ur, að fiskur af islenzkum skipum
skyldi boðinn upp siðast á mark-
aði og varð það til þess, að sölu-
verð hans féll niður úr öllu valdi
en verið hefði, ef íslendingar
hefðu setið við sama borð og aðr-
ir. Jafnframt þessu var tak-
markaöur fjöldi verkamanna,
sem lönduðu úr islenzku skipun-
um og jók það á tafir, kostnað og
annað og fiskurinn féll i verði.
Það má þvi segja, að það hafi
verið kærkomið tækifæri, sem
gafst áriö 1952, þegar landhelgin
var færð út, til að útiloka ís-
lendinga með öllu frá löndun á
fiski i brezkum höfnum.
Löndunar-
bannið 1952
Reglugerðin um verndun fiski-
miðanna umhverfis Island frá
1952 var birt brezku rikisstjórn-
inni með venjulegum hætti.
Brezka stjórnin brást harkalega
við. Samt var ekki stætt á eins
konar hernaðarihlutun, þar sem
útfærslan var i samræmi við
niðurstöðuna i landhelgismáli
Norömanna. Brezku stórblöðin
Scotsman og Times birtu hliðholl-
ar greinar islenzkum málstað og
féllust á rök um ofveiði. Þrátt fyr-
ir þetta gátu togaraeigendur
komið á löndunarbanninu og stór-
yrði féllu i garð Islendinga i fjöl-
miðlum. Þeim var meira að segja
kennt um, þegar LORELLA og
RODERIGO fórust i ofsaveðri
norður af Horni i janúar 1955. Það
var yfirising, sem grandaði þess-
um skipum, en þess var getið á
prenti i Bretlandi, að skipin hefðu
ekki þorað að leita vars á Islandi
og að fiskveiðideilan og þar með
Islendingar ættu sök á slysinu,
sem auðvitað var rakalaust.
Óvinir
ekki vinir
Framhaldið þekkja allir á Is-
landi. Það er þvi óþarft að rekja
það nánar hér. Viðskiptabanni,
hernaðarihlutun og hreinum
skepnuskap er beitt, til að reyna
að knésetja íslendinga. Allar eru
þessar aðgerðir byggðar á fjand-
skap en ekki vináttu. Islendingar
hafa ekki notið neinnar vináttu I
Bretlandi. Allt hjal um það, að
þetta séu fornar vinaþjóðir er þvi
út i bláinn: marklaust hjal.
Tíminn er 40 siður
alla laugardaga og
sunnudaga. —
Askriftarsiminn er
1-23-23
—
n
ee
SOXKAK
KK.FOE.YKK
þjónusta - sala - hleðsla - viðgerðir
Alhliða rafgeymaviðgerðir og hleðsla
Notum eingöngu og seljum járninnihaldslaust
kemiskt hreinsaö rafgeymavatn
Næg bílastæði — Fljót og örugg þjónusta
RÆSIÐ
BÍLINN MEÐ
SÖNNAK' J
TæhnívEr
— *
AFREIÐSLA
Laugavegi 168
Simi 33-1-55
TAIKO T 805
stereo
segul
bands
tæki
í bílinn
fyrir
ferða-
lagið
r7
TW
ARMULA 7 - SIMI 84450
AÐ KAUPA
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS
JAFNGILDIR FJÁRFESTINGU
í FASTEIGN
EINFALDASTA OG HAGKVÆMASTA FJÁRFESTINGIN
SKATT- OG FRAMTALSFRJÁLS
TIL SÖLU I ÖLLUM BÖNKUM — ÚTIBÚUM
SPARISJÖÐUM OG HJÁ NOKKRUM VERÐBRÉFASÖLUM
¥
SÍA^
SEÐLABANKI ISLANDS
luossurlgHEQ