Tíminn - 03.06.1973, Qupperneq 33

Tíminn - 03.06.1973, Qupperneq 33
Sunnudagur 3. júnl 1973. TÍMINN 33 Sverrir Bergmann læknir: FLOGAVEIKI Það er svolitið með hálfum huga, að ég sezt niður til þess aö skrifa fyrir almenning um floga- veiki. Ekki er þetta vegna þess, að efnið sé svo óaðgengilegt né heldur, að þar sé ekki af nógu að taka, heldur hinu, að þetta mál er einstaklega viðkvæmt. Orlitil ónákvæmni gæti þannig orðið til þess að valda enn meiri misskiln- ingi um þennan sjúkdóm. Misskilningi þessum hef ég kynnzt hvað eftir annað hjá sjúklingum með flogaveiki, og ekki aðeins hjá þeim, heldur einnig hjá aðstandendum þeirra, vinum og kunningjum, meðal at- vinnurekenda þeirra og raunar hjá opinberum aðilum. Má þvi segja, að þetta spegli nokki'.ð, hversu útbreiddur margskonar misskilningur er i sambandi við flogaveiki. Veikin er jafngömul manninum. Enn þann dag i dag eru kannski ekki á henni nægi- legar skýringar, en enginn heldur þó lengur, að hún sé tilkomin vegna þess, að illir andar hafi tekið sér bólfestu i sálum manna. Hins vegar virðist enn nokkuð gæta þess skilnings hjá almenn- ingi, að meiriháttar heilaskaði liggi að baki þessum sjúkdómi og þvi séu þeir, sem honum eru haldnir yfirleitt ekki með öllum mjalla og undurfurðulegt fólk, sem bezt sé að umgangast ekki alltof mikið. Enn ber á þvi, að fólk skammist sin fyrir að vera haldið þessum sjúkdómi og ávallt sé reynt sem allra minnst um það að tala. Ekki er langt siðan, að fólk með flogaveiki var helzt falið, ef gesti bar að garði, enda var þá talið að tilkoma eins flogaveiks i ættinni jafngilti þvi, að i henni væri alvarlega trufluð heilastarf- semi og leynd geðveiki. Enda þótt flest af þessu framantalda séu auövitað að hverfa, eimir þó svolitið eftir af þessu, óbeint a.m.k. og vegna þessa hefur flogaveikt fólk hvað eftir annað einásgrast frá um- hverfi sinu, vinum og kunningj- um, átt erfitt með að fá atvinnu og til skamms tima hefur þvi ver- ið meinað að ganga i hjónaband, þótt ekki hafi lögin megnað að koma i veg fyrir, að flogaveikt fólk yki kyn sitt. Flogaveiki er viðamikið efni og þvi verða ekki gerð nein viðhlit- andi skil. Ég mun eingöngu halda mig við þau atriði, er gætu orðið öllum almenningi til nokkurrar glöggvunar og koma inn á og svara spurningum, sem mér hafa fundizt áleitnar hjá sjúklingum með flogaveiki sem og hjá að- standendum þeirra. Tíðni og dreifing Fyrst er kannski rétt aö gera sér grein fyrir þvi, hversu al- gengur þessi sjúkdómur er. Sam- kvæmt niðurstöðum frá Evrópu- löndum og einnig frá Ameriku má reikna með, að 5 af hverjum 1000 manns séu haldnir flogaveiki, en þetta myndi svara til þess, að hér á landi væru u.þ.b. 1000 manns með flogaveiki. Þetta kemur heim og saman við niðurstöður rannsókna.sem gerðarhafa veriö á flogaveiki hér á landi. Sjúkdóm- urinn hefur alltaf verið talinn heldur algengari hjá konum en körlum en munurinn er mjög lit- ill. 1 75% tilfella byrjar sjúkdóm- urinn innan tvitugs og aðeins 10% sjúklinga fá fyrst sjúkdóminn eft- ir þritugsaldur. Mjög er algengt, að sjúkdómurinn byrji á fyrstu þremur árum ævinnar einnig um 7-8 ára aldurinn og svo á aldrin- um 14-16 ára. Vert er að geta þess hér, að i þessum tölum er ein- göngu átt við flogaveiki, sem upp- kemur án þess, að nokkrir sér- stakir sjúkdómar verði annars greindir hjá einstaklingnum hvorki i heila eða annars staðar. Flogaveiki, sem er afleiðing sér- stakra sjúkdóma, getur auðvitað byrjað á hvaða aldri sem er og mun ég vikja að þessu mikilvæga atriði siðar. Orsakir Næst komum við þá að einni af stóru spurningunni. Hvers konar sjúkdómur er flogaveiki og hvað er það, sem henni veldur? Þvi miður eru svörin við þessari spurningu ekki alltof greið, þótt mjög hafi þekkingunni áfram miðað. Við skulum þvi aðeins staldra við og byrja á þvi að gera okkur grein fyrir nokkrum þekkt- um staðreyndum. Heilinn er alltaf að starfa, hinar einstöku heilafrumur eru stöðugt að senda boð sin i milli og milli hinna ein- stöku heilastöðva. Þannig starfar heilinn sem ein heild og flest er geymt i mörgum myndum og i fleiri en einu samhengi. Vegna þessa starfs höfum við afl og hreyfigetu, við finnum til, heyr- um, sjáum, hugsum, tölum og munum o.s.frv. Auðvitað er þessi starfsemi misjafnlega öflug i okkur, ekki aðeins i heild heldur breytist hún frá einum tima til annars. Við erum stundum skörp og móttækileg eins og það er kall- að, en stundum dauf og sljó, en allt fellur þetta þó innan eðlilegra marka og er nokkuð háð, hversu öflugur sá hvati er að þessari starfsemi allri, sem kemur upp úr djúpinu frá heilastofninum til svæðanna i heilanum sjálfum. Þessu eðlilega heilastarfi er hald- ið i jafnvægi með flókinni sam- vinnu margra efna, sem heilinn notar svo að boð hans megi ber- ast. 1 flogaveiki virðist það ger- ast, að einstakar heilafrumur brjótast undan stjórnkerfinu og taka til við að senda frá sér boð af miklum krafti. Annað hvort er það aflgjafinn frá heilastofninum, sem ruglast i riminu eða þá að frumur i einstökum heilastöðvum hætta að láta af stjórn. Þessi skörpu boð koma þvi af stað t.d. kippum I útlimum eða likaman- um öllum, er reyndur sú floga- veiki, sem við bezt þekkjum. En vert er að geta þess, að truflunin gæti einnig verið I skynsvæðum heilans og gæti okkur þá fundist óeðlileg tilfinning fara um hluta likamans eða viö færum að sjá ofsjónir og heyra ofheyrnir o.s.frv. Verði truflunin þar, sem stjórnað er tali eða minnið geymt eða i stöðvum skapgerðar og persónuleika koma fram undar- leg viðbrögð svarandi til röskun- ar á þessu. Er það flókin mynd og margbreytileg og veldur oft margháttuðum misskilningi. Þvi aðeins, að þessi stjórnlausu boð frá hinum einstöku heilastöðvum verði nægilega sterk og útbreidd til þess að hafa áhrif á meðvit- undarstöðina i heilastofninum, missum við meðvitund en annars ekki. Þvi gæti flogaveiki lýst sér aðeins sem einhver undarlegheit, sem erfitt gæti verið að skýra og ráða fram úr, hvort er flogaveiki yfirleitt. Sjúklingar geta fengið kippi, undarlega tilfinningu, finna ekki orðin, sem þeir vilja segja, en halda fullri meðvitund og kenna sér ekki meins, þegar þetta er um garð gengið. Hvað það hins vegar er, sem kemur þessum óeðlilegu boðum af stað og hvers vegna aðeins stundum, vitum við, þvi miður, ekki alltof mikið um. Við vitum aðeins, að við getum framkallað þessi óeðlilegu boð hjá hverjum einstaklingi, ef við beitum sérstökum ertandi aðferð- um. Við getum framkallað þessi boðmeðsérstökum lyfjum. Vissir sjúkdómar, sem ekkert eiga skylt við sjúklegt ástand i heilan- um sjálfum geta valdið flogi eða krampa, en við getum einnig haldið þessum óeðlilegu boðum i skefjum með sérstökum lyfjum og það eru eðlilega þau, sem not- uðerutil meðferðarvið flogaveiki. Eins og ég hef rétt áður sagt vitum við ekki alltof vel, hvers vegna þessi óeðlilegu boð verða til, en þar með er þó ekki sagður allur sannleikurinn. Er þá fyrst að vikja að þvi, að til eru sérstak- ir sjúkdómar sem geta truflað svo heilastarfsemi að af hljótist flog. Sumir þessara sjúkdóma eru i heilanum sjálfum. Getur verið um afleiðingu af einhverjum bólgusjúkdómi að ræða, stundum gæti slys hafa valdið, eða heilaáverki við fæðingu. Þvi verður svo ekki neitað, að miklu alvarlegri sjúkdómum i heila get- ur fylgt flogaveiki. 1 þeim tilfell- um er þó oft flogaveikin eitt af þvi, sem hvað minnstu máli skiptir af öllum þeim einkennum, sem sjúklingurinn hefur. Þá er þess að geta, að flogaveiki getur komiö fram vegna sjúkdóma, sem alls ekki eiga upptök sin i heilanum, heldur eru tilkomnir vegna sjúklegs ástands i öðrum liffærum eða liffærakerfi sjúklegs ástands, sem svo breytir ýmsu i likamanum, að heilinn verður næmari fyrir truflunum en ella og flogaveikisþröskuldurinn sem svo er nefndur verður miklu lægri. Einna bezt þekkt I þessu sam- bandi er hár hiti, sem getur leitt til þess að hver maður fái flog. Sama mætti segja um margskon- ar truflanir á innkirtlastarfsemi sem og á starfi nýrna og lifur að ógleymdri röskun á hjartastarf- semi. Flog geta einnig orsakast vegna óeðlilegra breytinga á vökva og saltmagni likamans. Eitt af þvi, sem læknirinn þarf að gera sér grein fyrir, þegar til hans kemur sjúklingur grundaður um flogaveiki, er hvort nokkur sé sjúkdómur til staðar i heila eða utan hans, sem hugsanlega geti valdið flogaveikinni. Verður þá að snúa sér að þvi að reyna að lækna slikan sjúkdóm og hverfur þá flogaveikin oft með um leið. I þessum tilvikum er flogaveikin auðvitað einkenni sjúkdóms en ekki sjúkdómur sjálf og raunar má segja, að hún sé það aldrei. Þegar hins vegar finnast engar sérstakar orsakir fyrir flogaveiki hvort heldur er i heila eða annars staðar i likamanum, þá stendur eftir sá hópur fólks, sem hefur flogaveiki af nánast óskýröum orsökum. Raunar er þessu svo fariðmeð stærsta hópinn af floga- veikum. Hér er einfaldlega um að ræða sjúklinga, sem fá sin köst en hjá þeim verða engir sjúkdómar greindir, hvorki andlegir eða lik- amlegir, og ástæðan fyrir þvi, að heilafrumur brjótast hjá þeim stundum undan stjórnkerfinu, er enn nokkur ráðgáta. Arfgengi Þá vaknar'í beinu framhaldi af þessu önnur stór og mikilvæg spurning. Er flogaveikin ættgengt fyrirbrigði? Ég tel fyrst af öllu ástæðu til þess að vekja athygli á þvi, að I þeim tilvikum, þar sem flogaveiki er tilkomin vegna sér- stakra sjúkdóma hvort heldur er i heila eöa annars staðar þarf auðvitaö ekki að hafa neinar áhyggjur af erfðum. Það er augljóst mál, að þar sem flog hef- ur orsakast t.d. vegna truflunar á innkirtlastarfsemi vegna hita eða óreglu á hjartslætti þarf ekki að óttast, aö flogin i þessum tilvikum sem slik gangi I erfðir. Hið sama gildir auðvitað, ef flogaveikin er tilkomin vegna höfuöáverka, hvort heldur sá áverki varð við fæðingu eða siðar. Þetta er mikil- vægt að hafa i huga. Ekki er þaö siöur mikilvægt, að flogaveiki vegna margs þessa er timabundið ástand og hverfur með sjúkdómn- um að baki og áriðandi er að gera fólki glögga grein fyrir þvi, að hér þarf engar áhyggjur að hafa af erföum. En þá kemur hinn hóp- urinn og reyndar stóri hópurinn, þar sem flogaveiki er til staðar, en engír sérstakir sjúkdómar verða greindir. Er þessi floga- veiki ættgeng? Þessu skal ég nú reyna að svara af eins mikilli nákvæmni og mér er unnt. Við skulum þá byrja á þvi að gera okkur grein fyrir, að hver einasti einstaklingur getur fengið flog, það þarf aðeins misjafnlega mik- ið til að koma þeim af stað. Það sýnist liklegra, að þessi mót- staða, sem er svo misjafnlega sterk i okkur, sé eitthvað erfða- bundin. Yfirleitt má reikna með, að saga um flogaveiki I fjölskyldu fáist fram hjá 30% sjúklinga meö flogaveiki. Flestum sýnist réttara að tala um, að mótstöðumagnið sé eitthvað erfðabundið heldur en sjúkdómurinn sem slikur. Komið hefur i ljós, að ef aðeins annað foreldri er flogaveikt eru likurnar fyrir bvi, að afkomandi verði flogaveikur 1 á móti 36. Þetta gefur nokkuð til kynna, hver áhættan er. Hins vegar er það merkilegt atriði og anzi mikilvægt, að ef það foreldrið, sem ekki er flogaveikt, hefur óeðlilegt heilalinurit með sérstök- um hætti eru likurnar fyrir þvi, að afkomandi fái flogaveiki miklum mun meiri. Það gæti þannig verið mikilvægt, þótt litt sé það róman- tiskt að vita heilarit maka sins, sérlega þar sem flogaveiki finnd- ist i ætt. Hjón, sem bæði hafa óeðlilegt heilalinurit, en eru þó ekki flogaveik, eru líklegri til að eignast flogaveikan afkomanda en hjón, sem hafa heilalinurit inn- an eðlilegra marka. Þetta sýnir, að margir einstaklingar hafa eftir heilariti að dæma eiginleika, er benda til þess, að þeir séu mót- stööuminni gagnvart óeðlilegum heilaboðum en æskilegt væri. Þetta eitt sér þarf þó ekki að valda þeim neinum erfiðleikum, aldrei framkalla hjá þeim neina flogaveiki né heldur hjá af- komendum þeirra svo lengi sem þessir sömu eiginleikar koma ekki fram hjá maka. Hjá ein- staklingi, sem hefur hins vegar augljósa flogaveiki gefur auga leið, að það er enn mikilvægara til þess að afkomendur sleppi við flogaveikina, að maki þessa ein- staklings sé ekki aðeins laus við flogaveiki heldur hafi ekki veikleikamerkin i sinu heilalinu- riti. Um greiningu Nú leitar til læknis sjúklingur grunaður um flogaveiki. Yfirleitt kemur það fram I sögunni, að sjúklingurinn hafi orðið eitthvað undarlegur, farið eins og úr sam- bandi eða hreinlega misst með- vitund. Hið fyrsta sem læknirinn þarf að gera sér grein fyrir er, hvort þetta var flog eða ekki. Þaö eru óteljandi orsakir fyrir þvi að verða eilítið undarlegur, gleyma sér augnablik eða alveg að missa meðvitund. Sem betur fer eru all- margar af orsökunum fyrir þess háttar ákaflega meinlausar. Læknirinn leitar eftir ýmsu öðru en meðvitundarbreytingu einni saman, til þess að reyna aö ákvarða, hvers eðlis truflunin hafi verið. Ekkert nema nákvæm saga getur hjálpað áleiðis og hún þarf að öllu jöfnu að koma frá ein- hverjum, er hefur séð þann sjúkdóm, er atvikið varð. Verði það niöurstaða læknisins að um flog hafi verið að ræða leitar hann margra atriða til viðbótar. Var sjúklingurinn t.d. veikur af ein hverri umgangspest með háum hita, en sliku geta fylgt krampar, einkum hjá börnunum og slikt þarf ekki að boða neitt sérstakt og segir ekkert til um, hvort viðkom- andi fái flogaveiki sföar á ævinni. Læknirinn vill vita, hvort hinn sjúki tekur einhver sérstök lyf, sem gætu stuðlað að flogum með- an þeirra er neytt og þá kannski sérstaklega, ef ótæpilega. Hann vill einnig gjarna vita, hvort flog- ið kom eftir mikla vinneyzlu, en það er ekki óalgeng orsök fyrir flogakasti. Stundum hafa yfirliöin komið eftir áérstaka ertingu t.d. frá ljósi s.s. eins og við að horfa á sjónvarp, jafnvel vegna sérstaks hávaða o.s.frv. Eins vill læknir- inn vita, hvort hinn sjúki hafi orðiö fyrir höfuðáverka. Floga- veiki eftir slikan áverka er ann- ars ekki algeng og sjaldnast nema áverkinn sé allmikill og meðvitundarleysi a.m.k. I sólar- hring og venjulegast koma ein- hver flog fram innan tveggja sólarhringa. Helzt er hætta á þessu, ef um opinn áverka er að ræða. Allt þetta vill læknirinn vita og reyndar fleira. Flogaveikisköstin eru ákaflega misjafnlega svæsin og t.d. hjá börnum eru til mjög smá köst, sem yfirleitt hverfa með aldrin- um. Litil köst eru einnig tið hjá fullorðnu fólki og eftir þvi, hvern- ig þau eru i eðli sinu g«tur iæknir- inn nokkuð ákvarðað i hvaða stað I heilanum þau eiga upptök sin. Nú vill læknirinn næst vita hvort nokkur sá sjúkdómur gæti verið til staðar, er stuðlaði að flogaköstum. Oftast er það mál tiltölulega augljóst, ella næsta auðvelt, að ganga alveg úr skugga um það með einföldum og hættulausum rannsóknum. Sé engu sliku til að dreifa vill hann vita, hvort nokkrir sjúkdómar gætu verið i heila, sem yllu floga- veikinni. Venjulegast er ekki svo erfitt að komast á sporið, en þurft getur talsvert miklar rannsóknir til þess að komast eftir þvi sanna alveg nákvæmlega. Hið mikil- væga i sambandi við að vita, hvort sjúkdómar I heila eða utan hans valda flogaveikinni er það, sem margsagt er áður, að marga þessara sjúkdóma er hægt að lækna og þá flogaköstin um leið. Auk þess þarf litlar áhyggjur aö hafa af erföum, ef flogin eru til- komin með þessum hætti. Næstum óhjákvæmileg rannsókn við flogaveiki er heila- Hnurit. Það getur verið eðlilegt hjá sjúklingum með flogaveiki, að miklu oftar sýnir það ákveðnar breytingar, er staðfesta sjúkdómsgreininguna og segja nokkru nánar til um, hvers eðlis flogaveikin er og hjálpa þannig oft til við aö ákvarða, hvaða lyf eigi að nota. Eins er heilalinuritið gagnlegt til þess að meta árangur meðferðar og sjá hvernig Veikin breytist, ef hún svo gerir. Þegar læknirinn hefur farið yfir það, sem hér er að framan talið, hefur hann gert flest það, sem þarf, til þess að ganga úr skugga um, að engar sérstakar orsakir séu fyrir flokaveikinni og að um flogaveiki sé að ræða yfirleitt. Langoftast finnur hann ekki neitt I allri þessari leit sinni nema sjúkdómsgreiningin fæst staðfest á heilalinuritinu. Það situr eftir þessi stóri hópur, sem fær floga- köst, en er annars fullkomlega heilbrigður bæöi i heila sem ann- ars staðar. Flogaveiki og kramp- ar eru slæm orð og vekja ugg og skelfingu. Þau eru til komin vegna þess, sem fólk hefur séð, en vert er aö minnast þess, að hvergi nærri öll flogaveiki lýsir sér i nokkrum flogum eða krömpum, þótt merkilegt megi það heita. Og enn skulum við minnast þess, að flogin eru aöeins einkenni, ekki sjúkdómur sem slik. Þau tákna aöeins aö visst stjórnkerfi hefur gengið úr skorðum og venjulegast aðeins andartak. Meðferð Hvernig á nú að meðhöndla flogaveiki: Ef þið komið að sjúklingi I kasti, hafiö sem minnst við en fjarlægið þaö, er hann gæti meitt sig á. Litlu skiptir, þótt ein- hverju sé stungið upp i sjúkling- inn. Vilji köstin endurtaka sig verður hinsvegar að koma sjúkl- ingi strax til læknis. Þetta er sjaldgæft. Þá kemur hin langa meðferð. Ef sérstakir sjúkdómar liggja að baki eru þeir meö- höndlaðir og þá flogaköstin um þeið, en þegar engir sjúkdómar finnast verður að meðhöndla flog- in sem slik. Til þess eru notuð sér- stök lyf. Einstöku sinnum má beita skurðaðgerð, en það er raunar sjaldan. Lyf eru valin eftir þvi, hver tegund flogaveikinnar er og venjulega þarf að nota nokkur lyf saman. Sameiginlegt öllum þessum lyfjum er, að þau draga úr óeðlilegum tauga- boðum, koma á meiri stöðugleika I heilanum. Ókosturinn við flest þeirra er sá, að þau valda stund- um nokkrum sljóleika, gera kannske heilann i vissu tilliti einum of stööugan. Vandi læknis- ins er ávallt sá, að finna eins litinn lyfjaskammt og mögulegt er, en það vill hann gera til þess að draga úr aukaverkunum, en hann getur þó aldrei notað minna lyfjamagn en það, sem hefur hemil á flogaköstunum. Það verðuraðbrýna fyrir sjúlingnum, að þeir verða heldur að þola aukaverkanir en að hafa sin flogaköst- Lyfin skemma ekki heilann, en óskemmdur heili, sem verður að þola mörg stór og tið flogaköst getur skaðast vegna þeirra. Þetta er mjög mikilvægt að hafa i huga. Horfur En hver er þá árangurinn af þessari meðferð? Hann er hreint ekki slæmur. 6-7 af hverjum 10 flogaveikum geta reiknað með þvi að losna svo gott sem alveg við sin köst, ef þeir fylgja settum reglum um lyfjanotkun. Þá er og vert að hafa I huga, að flogaveiki breytist oft með aldrinum og miklu oftar en ekki til hins betra. Akveðnar tegundir flogaveiki geta alveg horfið og staðið aðeins stuttan tima af ævinni. En hvað þá með hina, sem ekki fá alveg fulla bót. Auðvitað er flogaveiki missvæsin. Það gildir ekki aðeins um hana heldur um alla sjúkdóma. í dag er hægt að lækna marga sjúkdóma, en þeir Framhald á bls. 39.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.