Tíminn - 03.06.1973, Blaðsíða 30

Tíminn - 03.06.1973, Blaðsíða 30
i$ I/!l/TtMlT CWU li»«t .£ íu^shiiirinjíi Hundurinn á sitt eigift mál. stillanlegir HÖGGDEYFAR eru nu f yrirligg j andi . í eftirtalda bíla Hundurinn á sitt eigið mál, FRAMAN Buick 64/67 Bronco 66 Chevrolet Chevelle 64/67 Chevrolet Chevy 11 62/67 Chrysler New Yorker 65/70 Chrysler Imperial 65/70 Datsun 66/71 Dodge Custom 65/70 Fiat 600-1200-1500. 66/69 Fiat 125 67/70 Fiat 1300-1500 63/67 Ford Taunus 12 M. 62/66 Ford Taunus 17 M. 63/70 Ford Cortina 71 Ford Cortina 62/66 Ford Zephyr 62/65 Hillman Imp 63/70 Hillman Husky 64/66 Hillman Minx 63/66 Jeep Army Landrover 109 Serier 1 Landrover Mercury Comet 66/70 Mercedes Benz Moskvitch Oldsmobile 64/67 Plymouth Fur y 65/69 Pontiac 64/67 Rambler Classic 66/69 Simca 900-1000 62/66 Skoda Octavia Skoda 1000 MB 64/69 Singer Vogue 63/66 Singer Gazelle 63/66 Sunbeam Toyota Crown 64/65 Toyota Landcruiser FJ 55 68369 Volga Volvo P 1800 61/69 AFTAN Bronco 66 Chevrolet Chevy 11 62/67 Chevrolet Impala 71 Datsun 66/71 Ford Fairlane 62/70 Ford Falcon 62/70 Ford Mercury Comet 62/70 Ford Cortina 62/71 Ford Taunus 12 M 62/66 International Scout Landrover N S U 66/70 Opel Kapitan 64/68 Rambler Classic 67/69 Renault R 8 Renault 64/66 Saab 68/70 Toyota Corona 65/71 Toyota Crown 40 L 64/69 Volvo P444 P544 47/65 Volvo Duett 210 47/65 Volvo 121—122—131 67/69 Willys Jeep Army Útvegum KONI Högg- deyfa í flesta bíla með stuttum fyrir- vara. Volvo P 444 P 544 Duett 210 47/65 Willys KONl-höggdeyfana er hægt aö gera við, ef þeir bila — þeir endast jafnvel eins lengi og billinn Viðgerðarþjónusta fyrir hendi hjá okkur ARMULA 7 - SIMI 84450 SKILURÐU, hvað hundur- inn þinn segir? Hvernig koma hvatirog eðlisávísun hundsins í Ijós? Hve gáf- aður er hundurinn? Þaö er mjög mikilvægt aö skilja hundinn sinn. Hundurinn gengur út frá, aö sá, sem annast hann, geri það. Ef á skortir, að hundur- inn geti gert sig skiljanlegan, get- ur þaö skapað honum mikil vand- ræði og meöal annars leitt til árásar. Margt fólk skilur ekki mál hundanna eða bendingar, en þaö er nokkuð, sem getur valdiö óþarfa og kveljandi misskilningi. Þegar hvolpur verður hræddur viö mann er þaö oft af þessum sökum. Litill, indæll hvolpur vek- ur löngun til að honum sé sýnd bliöa, en hann er ekki frakkur viö ókunnuga. Hann vill fyrst öðlast skilning á persónunni, áöur en hann tekur viö vinahótum frá henni. Skorti persónuna þekkingu á þessu, veröur hún ef til vill of nærgöngul og hvolpurinn veröur hræddur. Manneskjan hefur ekki skilið hræðslu- og undirgefni- merki hvolpsins. Hundasálfræöingurinn, Anders Hallegren, leggur áherzlu á, aö það sé maðurinn, sem verði að setja sig inn i heim hundsins, en ekki hið gagnstæða. Hundurinn litur sem sé á þá, sem sjá um hann sem aðra hunda og talar við þá á sínu máli. Það mál verður eigandinn að læra, ef hann á að umgangast hund sinn á réttan hátt. Hundurinn hefur búið hjá manninum i þúsundir ára. Stjórn- ast hann þá hér eftir sem hingað til af sinum náttúrulegu hvötum og eðlisávisun? Svarið er já. — Hegðun hundsins stjórnast af sömu reglum og fyrir þúsund- um ára, segir Anders Hallegren. — Hundurinn lifir i fortið sinni. Hann litur á heimilið sem sitt yf- irráðasvæði og fjölskylduna sem sinn hóp. Að maðurinn og kjör hans hafi breytzt og færzt til ný- tizku horfs, hefur hundurinn eng- in tök á að botna i. Það hefur ekki breytt vana hans. Engin arfgeng tengsl við mann- inn er heldur að finna hjá hundin- um. Ef hvolpur kemst ekki i snertingu við manninn fyrir fjög- Þegar hundurinn gætir beins: Hann getur orftift mjög grimmur, ef einhver reynir aft taka frá hon- um beinið. Jafnvel eigandinn get- ur átt á hættu aft vera bitinn undir sllkum kringumstæðum. urra ára aldur, hegðar hann sér sem hvert annað villidýr. Hundurinn er hópdýr. Þegar hann er skilinn eftir einn, getur hann orðið gripinn einmanakennd og tekur þá til að spangóla. Hundurinn vill halda hópinn, i þessu tilfelli með matmóöur sinni og húsbónda. Úlfar og villihundar kalla á aöra úr hópnum með þvi að spangóla. Það getur heimilis- hundurinn lika átt til að gera. Hann vill ekki heldur vera skilinn eftir, svikinn af sinum hópi. Hvers konar einangrun frá hús- bóndanum hefur nagandi, sálræn áhrif á hundinn. Þegar til dæmis sett er band á hann, er hin upp- runalega hóphvöt rofin. Annað, sem kemur spangóli af stað, er spangól annarra hunda. Hundurinn svarar ósjálfrátt með spangóli, sem getur þýtt „hér er ég” Umráðasvæði hundsins er það svæði, sem húsbóndi hans hefur yfir að ráða. Þegar einhver ryðst inn á þetta svæði, geltir hundur- inn. Hvers vegna? — Geltið þjónar tvennum til- gangi, að sögn Anders Hallgren. 1. Að hræða þann, sem ryðst inn. 2. Að aðvara félagana og kalla á hjálp þeirra. Ekki er rétt að reyna að venja hundinn af að gelta, þegar ein- hver kemur, þvi að það væri að misþyrma hundseðlinu og það myndi krefjast óhóflegra refs- inga. Aftur á móti er sjálfsagt að halda geltinu í skefjum. Eðlis- hvatir eru nokkuð, sem erfist og koma alltaf út á sama hátt. Hvert dýr hefur sinar eðlislægu athafn- ir. Sem dæmi má nefna, þegar hundurinn grefur niður kjötbeinið sitt. Ekki er vitað, hvort það er matarsparnaður hjá honum eða til þess gert, að beinið verði æti- legra. Kannski kemur hvort tveggja til. — Flestir hundar velta sér i ólyktarsorphaugum. Hvi skyldu þeir gera það? — Það kom eitt sinn að góðu haldi. Hundurinn skýldi sinni eig- in lykt með þessu, þegar hann læddist að bráð. — Hvers vegna hringar hund- urinn sig, þegar nann leggst? — Alitiö er, að tilgangurinn með þessari hegðan sé sá að bæla grasið, svo að vel fari um hund- inn. En það, að hringa sig getur lika verið bezta aðferðin til að komast i góðar legustellingar. Þýðingarmikið er að þekkja riddarahvötina hjá dýrum. Úlfinn má taka sem dæmi. Hann hefur orð fyrir að vera grimmur og Sigurvegari og hinn sigraði: Þessi auftmjúka steiling hjá hin- um sigrafta höfftar til drengskapar sigurvegarans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.