Tíminn - 03.06.1973, Qupperneq 18

Tíminn - 03.06.1973, Qupperneq 18
18 TÍMINN Sunnudagur 3. júnl 1973. Menn og málofni Hjáróma raddir í landhelgismáiinu Átökin við Grímsey Þótt athygli manna hafi aö und- anförnu beinzt mjög að fundi þeirra Nixons og Pompidous, hef- ur viðureignin milli Ægis og Evertons fyrra laugardag, vakið slzt minni eftirtekt bæði innan- lands og utan. Fundir æðstu manna eru tiðir og oft viöburða- litlir, en það gerist ekki á hverj- um degi, að norræn þjóð þurfi aö grlpa til vopna til að verja sig og rétt sinn, þegar undan er skilin árás Rússa á Finna 1939 og árás Þjóðverja á Norðmenn og Dani 1940. Aðurnefnds atburðar við Grimsey hefur verið getið mjög Itarlega I erlendum fjölmiðlum og er vafalaust, að hann hefur orðið til að vekja I fyrsta sinn athygli margra á deilu tslendinga og Breta og málavöxtum i sambandi við hana. Sllk kynning verður okkur alltaf til hags. Jafnframt er vlst, að allt umtal um slíka at- burði hjálpa til að flýta fyrir þeirri réttarþróun, sem er að veröa I heiminum I þessum efn- um. Engum, sem fhugar þessa málavexti, getur dulizt, aö Bretar eru hér að berjast fyrir því, að viðhalda nýlendustefnu, sem er að syngja sitt siðasta vers. Atburðurinn viö Grímsey var óhjákvæmileg afleiöing þess, að brezkir togarar virða ekki fisk- veiöilögsögu Islands. Þaö er við- urkenndur réttur allra strand- rlkja, að taka togara, sem eru aö ólöglegum veiöum, og að skjóta aö þeim föstum skotum, ef þeir hlýða ekki viðvörun. Ægir aö- haföist ekki annað I þessum efn- um en þaö, sem er fullkomlega I samræmi við alþjóöalög. „Við hefðum missf allt úr höndunum" Ef Ægir hefði sýnt undanlát- semi við Everton og ekki skotiö að honum föstum skotum, myndi hlutur okkar vera nú annar og verri I landhelgisdeilunni. Þetta skýrir Guömundur Kærnested, skipherra á Ægi, mjög vel i við- tali, sem Visir birti við hann 30. mal siðast. Þaö hljóöar á þessa leið: „Ég er sannfæröur um þaö, að ef viö hefðum ekkert gert, hefðum við misst allt út úr hönd- unum og Bretar hefðu fiskað hvar sem þeim sýndist eftir það, sagði Guðmundur Kjærnested, skip- herra I morgun, þegar Visir spuröi hann um það.hvort annars hefði verið úrkosta en grlpa til róttækra aðgerða gegn Everton. Það er reynsla okkar, að þegar lltiö er að gera, dreifa brezku tog- ararnir sér, en um leiö og við sýn- um tennurnar, þyrpast þeir sam- an á litlum svæðum og aflinn fell- ur niður I bókstaflega talað ekki neitt innan tlöar. Miðin hér við ts- land eru ekki svo sterk núna, aö þau þoli mörg skip á litlu svæði. Hvernig fannst þér viðbrögðin eftir að þið skutuö á Everton? Ja, á miðunum hafði þetta það aö segja, að brezku herskipin sem við mættum degi seinna héldu sig alltaf 1-2 milur frá okkur. Aöur höfðu þau alltaf verið ofan I okk- ur. Sama er að segja um þyrlurn- ar. Ég segi ekki, aö herskipin hafi verið hrædd við okkur. Slikt væri fráleitt. Þó má það ekki gleymast að þessi herskip eru ekki mikið vopnuð. Þau hafa t.d. aðeins eina byssu, enda eru þetta kafbátaher- skip. Viöbrögðin hér i landi hafa aö- eins verið góð. Allir virðast vera mjög ánægöir með að ekki skyldi hljótast manntjón af, en enginn tslendingur vill fórna manni, hvorki Islenzkum né brezkum til að taka togara. Ráðamenn þjóð- arinnar og fjölmiðlar hafa veitt Gæzlunni mikilvægan stuöning, sem ég er þakklátur fyrir. Ætlarðu nú að taka togara? Viö erum alltaf reiðubúnir til aö taka togara. Ég geri þó varla ráð Arvakur siglir til hafnar, laskaður eftir ásiglingar brezkra skipa. fyrir þvi, að þið hjá pressunni hafið rúm fyrir fréttir um slikt næstu dagana fyrir Nixon og Pompidou.” ,Sjóræningjaskip' Svipuð skoðun kom fram I for- ustugrein Alþýðublaðsins 29. þ.m., en þar sagði m.a. á þessa leiö: „Bretar vita það af gamalli reynslu að það er tilgangslitiö aö reyna aö halda skipum við veiðar undir herskipavernd. Það er til- gangslitiö að safna togurum sam an I hnapp á örsmáum bletti á miðunum, sem herskip og flug- vélar hringsóla svo um til að halda varpskipunum frá. Frá hernaöarlegu sjónarmiöi ber sllk aögerð vissulega árangur — varðskipin komast ekki að veiði- skipunum. En frá sjónarmiði fiskimannanna og neytendanna er slik aðgerö dauðadæmd — tog- ararnir veiða litið sem ekki neitt og fiskurinn, sem þeim tekst að krafla saman, veröur dýrasti matur i heimi vegna hins mikla tilkostnaðar við að afla hans og þess litla árangurs, sem fyrir- höfnin skilar. Þetta vita Bretar og þetta vitum við. Þess vegna eru þeir nú að reyna að brjóta sér leið út úr þeirri herkvi, sem þeir hafa sjálfir komið sér i. Þeir eru að gera tilraun með að senda út stök „sjóræningjaskip” til þess að herja á miðin langan veg frá flot- anum sjálfum en meö herskipa- ógnunina sem bakstuðning. Það er mikilvægt fyrir Breta að láta sér takast þetta þvi þá hafa þeir brotizt út úr herkvi sinna eigin herskipa. Jafnmikilvægt er fyrir okkur að varna þvi að þetta tak- ist, þvi þá höfum við sigurlikurn- ar áfram okkar megin. . Atburður sá, sem varð úti af Norðurlandi nú um helgina, var liður i þessari baráttu. Þar var stakt sjóræningjaskip úr brezka ránsfiotanum að reyna að brjóta sér leið til þess að ræna islenzku fiskimiðin og islenzkt varðskip greip til mjög ákveðinna aðgerða til þess að hindra það. Ef Bretar eru eitthvað óhressir vegna þeirra atburða þá geta þeir sjálf- um sér um kennt. Það var að þeirra frumkvæði, sem nokkur þáttaskil urðu i landhelgismál- mu.” Gylfi og Geir Þegar athugaðar eru framan- greindar staðreyndir, verður ekki hægt annað en lýsa algerri furðu yfir þeim ummælum, sem foustumenn stjórnarandstöðunn- ar, Gylfi Þ. Gislason og Geir Hall- grímsson, létu hafa eftir sér i rik- isútvarpinu fyrra sunnudag um atburðinn við Grimsey. Gylfi Þ. Glslason lét hafa eftir sér annaö eins og það, að þessi atburður hefði „spillt okkar málstað,” og myndi auövelda Bretum að verja ofbeldi sitt. Geir Hallgrimsson sagði: „Ég tel miður, að til svo alvarlegra ráða hefur verið grip- ið.” Hann sagði ennfremur: „Það er mitt álit, að ekki beri að gripa til svo örlagarikra ráða.” Það mun ekki ofsagt, að Gylfi og Geir hafa ekki talað hér i nafni óbreyttra flokksbræðra sinna. Svo mikil var t.d. óánægjan með ummæli Gylfa I Alþýöuflokknum, aö Alþýðublaðið var látið túlka allt aðra og réttari skoðun en flokksformaðurinn. Geir Hall- grfmsson hefur hins vegar reynt að halda máli sinu til streitu. t grein, sem hann birti I einkamál- gagni sinu, Morgunblaðinu, 31. mal siöastl. segir hann m.a.: „Eins og kunnugt er, þá skjóta varöskipsmenn ekki mörgum föstum skotum á skipsskrokk landhelgisbrjóts, nema meö leyfi frá stjórnvöldum. Þótt ég geri mér grein fyrir, að um þaö eru skiptar skoðanir bæði I minum flokki og öörum, þá var ég og er persónulega andvigur þvl, aö þetta leyfi var gefið, eins og þarna stóð á.” Geir Hallgrlmsson játar hér m.ö.o., að hann hefði viljaö gefast upp eftir að Everton neitaði að hlýða viövörunum, enda þótt það hefði Ieitt til þess, að dómi Guð- mundar Kærnested og annarra kunnugra manna, að „við hefðum misst allt út úr höndunum.” Það er hins vegar áreiðanlega rétt hjá Geir Hallgrimssyni, að um þetta munu ekki aðeins „skiptar skoðanir I mlnum flokki.’i Þjóöin stendur svo að segja einhuga með landhelgis- gæzlunni. Heita má, aö þeir Gylfi og Geir séu hér einir á báti. Tilboð norsku stjórnarinnar Enga eðlilega skýringu er hægt að finna I hinum hjáróma röddum þeirra Gylfa Þ. Gislasonar og Geirs Hallgrimssonar aðra en þá, að þeir séu svo blindir i stjórnar- andstöðunni, að þeir sjáist ekki fyrir, og reyni þvi að nota öll tækifæri, möguleg sem ómöguleg til að koma höggi á rikisstjórnina. Það styrkir þessa skoðun, að Geir Hallgrimsson hefur reynt að gera þaö að ádeiluefni á rikis- stjórnina, að hún hafnaði tilboði norsku stjórnarinnar um milli- göngu. Einkamálgagn hans hefur svo siðar áréttað þetta. Þessi af- staða Geirs og Morgunblaösins er I algerri andstöðu við ályktun, sem þingflokkur og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hafa sent frá sér, en þar segir, að „samninga- viðræður við Breta eru útilokaðar meðan herskip eru i islenzkri fiskveiðilögsgöu.” Samkvæmt þessu er vitanlega útilokaö að fallast á milligöngu Norðmanna, þar sem annað hefði verið brot á þeirri yfirlýstu stefnu allra flokka að ræða ekki við Breta meðan þeir beita hervaldi innan fisk- veiöilögsögunnar. Samt deila Geir og Mbl. á rikis- Hlægileg kæra Breta Fátt hefur gerzt broslegra i landhelgisdeilunni en að Bretar hafa kvartað til öryggisráðs Sameinuöu -þjóðanna yfir ofbeldi Islendinga og áskilja sér rétt til að æskja um þaö umræöna I ráð- inu siöar! Áreiðanlega vilja Bret- ar fátt síöur. Fyrir íslendinga á þetta að vera hvatning um aö láta það ekki dragast, aö óska eftir þvl, að ráðið fjalli um máliö. Að vlsu er það ljóst, að Bretar munu beita þar neitunarvaldi til aö koma I veg fyrir, að nokkuö það verði samþykkt, sem gengur á móti þeim, en umræður um málið á þessum vettvangi munu vekja mikla athygli og ætti að vera til framgangs þeirri stefnu, sem ís- land mun berjast fyrir á hafrett- arráðstefnunni. Það sýnir glöggt, hve aöstaöan er nú hagstæðari íslendingum á sviði alþjóðamála en 1958, að þá mun ekkert riki, sem átti sæti i öryggisráðinu, hafa verið fylgj- andi sömu stefnu og tsland varð- andi viðáttu fiskveiöilögsögunn- ar. Nú munu sennilega 10 af þeim 15 rikjum, sem eiga fulltrúa i öryggisráðinu, fylgja sömu stefnu og tsland i þessum efnum á væntanlegri hafréttarráðstefnu. Það er engin hætta á, að þessi riki vilji fela Alþjóöadómnum að ákveöa hver eigi að vera fisk- veiöilögsaga Islands, eða annarra rikja, en þeirri röksemd er stund- um hreyft sem mótbáru gegn þvi, aö viö tökum málið upp á vett- vangi öryggisráðsins. Þaö er stefna þessara rikja, að þetta mál verði útkljáð af hafréttarráð- stefnunni, en ekki alþjóðadómn- um. Og það er vitanlega alveg úti i hött aö reikna með þvi, að full- trúar þróunarlandanna, sem eiga sæti I öryggisráðinu, fari að dæma ólöglegt, að ísland fari ná- kvæmlega eins að og rúm 30 riki I Suður-Ameriku, Afriku og Aslu hafa þegar gert. Ummæli Gylfa og Gunnars Þá er þvl haldiö fram, aö land- helgissamningurinn frá 1961 geti orðið okkur fjötur um fót, þvi aö Alþjóðadómurinn telji hann enn i gildi. Vissulega er þessi samning- urrmesta torfæran I landhelgis- malinu. Þess vegna þurfum við að ræöa það miklu meira á al- þjóðlegum vettvangi hvernig hann er til orðinn. Þaö er alveg rétt hjá Finnboga R. Valdimars- syni, að þetta hefur hvergi nærri verið nógu vel gert. Sterkustu rökin I þeim efnum er að benda á þær kringumstæður, sem hér voru, þegar hann var gerður. Finnbogi bendir á það i greinar- gerð sinni, að Gylfi Þ. Gislason hafi réttilega skýrt frá þvi á þingi I vetur, að það hafi verið „marg- tekið fram af islenzkum ráð- herrum að samningarnir voru gerðir til að koma I veg fyrir vopnaða ihlutun”. Gunnar Thor- oddsen sagði i umræðunum á Al- þingi um brezka samninginn 1961, að „gífurleg hætta verði á árekstrum á tslandsmiðum,” ef sámningurinn veröur ekki gerður. Vitnisburður Guðmundar í. Til viðbótar tilvitnunum Finn- boga R. i þá Gylfa og Gunnar, þykir rétt að leiða Guðmund t. Guðmundsson, þáv. utanrikisráð- herra, til vitnis. Hann sagði m.a. eftirfarandi, þegar brezki samn- ingurinn var til umræðu i þinginu (Sjá Alþt. D-deild 1960, bls. 29 — leturbreytingar eru blaösins): „Allar aðgerðir tslendinga á fiskveiðilögsögumálinu hafa byggzt og hljóta að byggjast á réttargrundvelli. Þeir eiga þvi ekki að vera þvi frahverfir, að al- þjóöadómstóllinn fjalli um gerðir þeirra. Þvert á móti, Það er eftir- sóknarvert fyrir islendinga, að sú þjóð, sem veriðhefur þeim örðug- ust I landhelgismálinu, skuldbindi sig til að grípa ekki til ofbeldis framvegisen þess I stað hlýða úr- skurði alþjóðadómstóls, ef ágreiningur verður, þegar tslend- ingar hefjast handa um útfærslu út fyrir 12 milurnar, sem nú er veriö aö viöurkenna frá hinum nýju grunnlinum...tslendingar eiga nú um tvennt að velja i land- helgismálinu: annars vegar að hafna þessu samkomulagi og taka afleiðingunum af þvi, hins vegar aö fallast á það, hljóta óaft- urkallanlega viðurkenningu 12 milna markanna, geta fært grunnlinurnar út, svo að fisk- veiðilögsagan stækki um rúma 5000 ferkm, fá skuldingingu Breta um, að ofbeldi verði ekki haft við framtiðarútfærzlu, en al- þjóöadómstóllinn skeri úr ágrein- ingi, gegn þvi að veita Bretum umþóttunatíma á takmörkuöum svæðum og um takmarkaðan tima, sem jafngildi þvi, að þeir stunduðu veiðar I 9,6 mánuði á öllum ytri 6 milunum.” Bersýnilegt er af þessum um- mælum Guðmundar 1. Guö- mundssonar, að landhelgissamn- ingurinn 1961 var gerður af ótta við brezkt ofbeldi og að hann er þvi eins augljóslega nauðungar- samningur og veröa má. Úrskurður Alþjóða- dómstólslns Fyrir tslendinga væri ekki ónýtt aö koma þessum upplýsing- um á framfæri hjá öryggisráð- inu. Þær myndu alveg nægja til þess, að fulltrúar þróunarrikj- anna myndu ekki telja samning- inn lengur bindandi. Slik er af- staða þeirra til nauðungar- samninga. Af öðrum ástæðum er llka gott að fá umræður um þetta mál á al- þjóðlegum vettvangi. Bráöa- birgðaúrskurður Alþjóðadóm- stólsins er með þeim hætti, að ts- lendingar þurfa að auglýsa hann til viðvörunar um, að strandriki mega ekki eiga hlut sinn undir úr- skurði geröardóma. Kjarni úr- skurðarins er sá, að á timum, þegar afli fer minnkandi, skuli aðkomuríkið fá að halda óbreyttu aflamagni, miðað við meðaltal siðustu fimm ára, en þaö þýöir að samdráttur aflans vegna minnk- andi aflabragða skuli allur bitna á strandrlkinu. Jafnvel Bretum sjálfum ofbýður svo þessi rangi og hlutdrægi úrskurður, að þeir eru tilbúnir að semja um 30-35 þús. smál. minna en úrskurður alþjóðadómsins hljóðar upp á! Vissulega þurfa þróunarlöndin að fá sem gleggstar upplýsingar um, hve heppilegt sé að treysta úr- skurðum gerðardóma um þessi mál. þ.þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.