Tíminn - 12.08.1973, Blaðsíða 4
4
TÍMINN
Sunnudagur 12. ágúst 1973.
Tölvan tapaði
Boris Spassky átti auðveldara
með að ráða við skáktölvuna i
Stuttgart fyrir skömmu, en átti
með Bobby Fischer i Reykjavik
i fyrra. Hann mátaði tölvuna,
þrátt fyrir það að hún er talin sú
bezta i Evrópu, i átján leikjum.
Þegar Spassky var búinn að
máta tölvuna fókk hún nýjan
andstæðing, tólf ára gamlan
strúkling.ljað suðaöi i tölvunni
og Ijós hennar blikkuðu i
nærfellt tvær stundir, en samt
sem áður varð hún að láta
lægra haldi, el'tir að hafa lent út
i vonlausu tafli.
Þessi atburöur átti sér stað I
Háskólanum i Stuttgart og
hafði skákáhugamönnum,
tölvusérfræðingum og stærð-
Iræðingum verið boðið til þess
að fylgjast með átökunum.
Niðurstaðan var greinilega sú,
að engin tölva hefur enn getu til
að standa mannlegum heila á
sporði, þegár um skák er að
ræða.
Tveir þýzkir visindamenn
höfðu eitt fjórum árum i að
mata tölvuna fyrir þessa
keppni. 1 hvert skipti sem
tölvan ákveður leik, veltir hún
fyrir sér allt að 5000 möguleg-
um leikjum. Ef menn gera sér
grein fyrir þvi, að jafnvel
t'ærustu menn eru ekki taldir
leiða hugann að nema mest 120
leikjum áður en þeir ákveða sig,
er ljóst að tölvan hefur á
þennan hátt yfirb. Hitt er, aö
tölvan er mötuð af mannl.
heilum, þannig að hætt er við
þvi, að erfitt verði að mata
tölvu á þann hátt að hún geti
norfært sér alla möguleika
skákarinnar og þannig orðið
manninum yfirsterkari.
Mikael Botvinnik, heims-
meistarinn, fyrrverandi er
mikill áhugamaður um að gera
tölvur að skákmeisturum. Hef-
ur hann gert tilraunir til sliks i
Sovétrikjunum, en árangurinn
hefur verið miður góður.
Stuttgart tölvan er t.d. talin
standa mun framar i
skáklistinni, en tölva
Botvinniks, en þrátt fyrir það
telja höfundar hennar að enn
muni liða minnst fimmtán eða
tuttugu ár þar til tölvur verði
orðnar svo fullkomnar að þær
geti teflt skák af sömu getu og
færustu skákmenn.
Engin pínupils
Kvenferðalangar sem fara til
Rómar um þessar mundir ættu
að gæta sin að klæðast ekki of
stuttum pilsum. Sérstaklega ef
þær taka sér ferð með strætis-
vagni. Ef erlendar ferðakonur
þykja sýna of mikinn hluta af
kroppi sinum er nefnilega heim-
ild til þess að sekta þær um allt
að 500 krónur fyrir að vera ósið-
samlega klæddar, og strætis-
vagnastjórarnir hafa heimild til
að innheimta þessar sektir.
Rómverskur vagnstjóri
sagði: ,,Þessar stúlkur eru bara
að leita eftir vandræöum. Þær
klæða sig á hræðilega ósiðlegan
hátt og mér finnst refsingin
vera sizt of þung.
ustu tegundir þeirra. A þessum
timum hraða og vélmenningar
eru einu mennirnir sem hafa
svona mikinn tima aflögu vita-
verðir, enda hefur sú stétt
manna verið hvað iðnust við
flöskuskipasmiðarnar um dag-
ana. Nú eru allar likur á þvi, að
vitavarðarstarfið fari að heyra
fortiðinni til og var t.d. siðasta
vitavarðarembættið i V.-býzka-
landi lagt af fyrir skömmu og
tók rafreiknir við starfi hans.
Má þvi reikna með hnignun i
gerð flöskuskipa á komandi
timum.
★
Of seint að
iðrast.......
Óvenjulegur hjónabands-
harmleikur átti sér stað i
Birmingham. Frú Loats hafði
orðið að læsa sig inni á baðher-
berginu til að forðast afbrigði-
lega kynhegðun manns sins.
Við morgunverðarborðið
ákvað frúin að nóg væri komið
af svo góðu og hellti illgresi-
seyði i mat eiginmannsins.
Hann dó! — en nú segir hún
fyrir rétti að hún hafi ekki ætlað
að drepa hann.
*
Það er
hefndin
sem gildir
Þegar maður er drepinn i hér-
aðinu Kosovo i Suður Júgó-
slaviu, er algengt að ibúarnir i
héraðinu taki lögin i sinar hend-
ur og framkvæmi blóðhefnd.
Morð á einum manni getur
þannig leitt til dráps fjölda ann-
arra og hafa ibúarnir mest
komizt upp i 50 borð, þvi ættingi
myrts manns, telst skyldur til
að hefna fyrir hinn dána. Þetta
var ástæða þess, að 6000 ibúar
héraðsins þorðu ekki út fyrir
hússins dyr eftir morðið á hin-
um ellefu ára gamla Bruno
Calic. Bruno var stunginn sex
hnifstungum á leið heim úr
skóla af leigumorðingja. Móðir
drengs, sem hafði látið lifið i
umferðarslysi, sem faðir Bruno
var valdur að, hafði leigt morð-
ingjann til verknaðarins. Blóð-
hefnd hefur tiðkazt i héraðinu
allt frá fimmtándu öld og sagt
er að fjölskyldurnar taki sér oft
langan frest til þess að velja sér
fórnardýr og til þess að gera
áætlun um hvernig morðið megi
bezt ganga. Akveðnar siðaregl-
ur hafa myndazt i þessu annars
blóðuga umhverfi. Þannig er
t.d. enginn drepinn i návist konu
eða i helgidómum. Einnig þykir
fráleitt að gera börn, sem eru of
ung til að geta valdið vopnum að
fórnardýrum.
\▼, \v, x. V- >. 1. «. V.v, V. V. TffcV, %V»V.V,