Tíminn - 12.08.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 12.08.1973, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 12. ágúst 1973. Hvanneyri I vetrarbúningi. Frá þessu ágæta menntasetri eiga margir bændur landsins hugijúfar minningar, siftan þeir gengu þar um traöir, fullir af áhuga og vonum æskuáranna. MEÐ SJÖTUGUM UNGLINGUM Á FERÐAL UM BORGARFJÖRÐ DAGANA 2S. og 24. júni siðast lið- inn fóru nokkrir af fyrrvcrandi nemendum bændaskólans á Hvanncyri skemmtifcrð um Borgarfjörð. Nánar til tekið voru þetta þeir nemendur skólans, sem lokið höfðu þar námi árið 1923, fyrir nákvæmlega hálfri öld. Þeir voru svo vinsamlcgir að bjóða undirrituðum með sér, og má nú ckki lengur dragast að segja frá þessari skemmtilegu ferð, þótt með fáum orðum verði. Hann rigndi i Kjósinni Það var lagt af stað frá Um- ferðarmiöstööinni i Reykjavik, þegar klukkuna vantaði fimm minútur i átta, laugardagsmorg- uninn 23. júni. Veður var dumb- ungslegt, þoka i lofti og á fjöllum, en þurrt að kalla. Segir nú ekki af ferðum okkar fyrsta spölinn, utan þetta, sem alltaf verður, þegar maður leggur upp i feröalag frá Reykjavik: Skapið batnar og brúnin léttist, þegar komið er inn fyrir Elliða- árnar og ys og þys fjölmennisins er að baki. Það er alltaf gleöileg tilbreyting að koma út i náttúr- una, jafnvel þótt hennar sé aðeins notið út um bilglugga og sólin feli sig að skýjabaki. Þegar við komum upp i Kjós, tók brúnin á veöurguðunum að þyngjast heldur betur. Nú voru þokan og vatnsúðinn komin alveg til okkar, og var þá ýmist, að ekki sá út úr augunum fyrir súld, eða það rigndi eins og hellt væri úr fötu. Ekki létu þó ferðalangarnir slikt á sig fá, enda má segja að litil raun sé að sitja þurr og hlýr inni i upphituðum bil, — og vist hefði forfeður okkar varla dreymt um slik þægindi i alvöru, þegar þeir fóru ferða sinna á hestum, kaldir og blautir, ef eitthvað bar út af með veður, og voru iðulega heilan dag að komast þá vega- lengd, sem við förum gjarna á einum klukkutima. — En þetta var vist útúrdúr. — Þegar við nálguðumst Hvann- eyri, var veðrið oröið betra. Við komum þar þegar klukkan var tæplega hálf ellefu, fyrir hádegi. A Hvanneyri tók við okkur Þor- steinn bóndi á Skálpastöðum og slóst i för með hópnum, enda sjálfur eitt afmælisbarnið. Eftir það var hann fararstjóri og leysti þaö verk af hendi með mikilli prýði; hrókur alls fagnaðar. Enn fremurannaðist Björn J. Blöndal, rithöfundur leiðsögn um tima. Frá Hvanneyri var haldið að Munaðarnesi og snæddur þar há- degisverður, glænýr lax, vafa- laust úr einhverri af hinum miklu veiöiám Borgarfjarðar. I Munað- arnes var gaman að koma. Það spillti ekki, að við hittum þar á sjálfan formann B.S.R.B., Kristján Thorlacius, sem sýndi okkur eitt nýjasta húsið þar á staðnum. Þaö er áreiðanlega hvorki oflof né skjall, þótt sagt sé, að Bandalag starfsmanna rikis og 1 garöi gainla skólahússins á Hvanneyri. Hér sjást myndir af fjórum fyrrverandi skólastjórum staðarins. Þeir eru, talið frá húsinu: Halldór Vilhjálmsson, Hjörtur Snorrason, Sveinn Sveinsson og Runólfur Sveinsson. Nýja skólahúsið á Hvanneyri. f þeim hluta hússins, sem fullgerður er, gistu inargir ferðalanganna. bæja á heiður skilinn fyrir það, hversu myndarlega þarna hefur verið að unnið. Húsafell — Skálpastaðir Þegar stanzað hafði verið i Munaðarnesi eins og þurfa þótti, var lagt af stað, — og bófst nú mikið ferðalag. Það yrði of langt mál að fylgja þeirri slóð fet fyrir fet, en þó má stikla á nokkrum þeim stöðum, sem minnisstæð- astir urðu. Það var ekiö að Húsa- felli og stanzað um stund hjá kvi- unum frægu, og sumir handléku kviahelluna, sem tengd er minn- ingu Snorra prests á Húsafelli. Og fleiri minni eru við þann bæ bund- in. Sörli er heygður Húsafells i túni, hneggjar þar við stall með öllum týgjum, segir Grimur Thomsen i sfnu ódauðlega kvæði Skúlaskeiði. Ekki heyrðist Sörli þó hneggja þar i túninu að þessu sinni, og reyndi ég þó allt hvað ég gat aö leggja við hlustir, þegar við ókum þar hjá garði. Frá Húsafelli var farið að Kalmanstungu, en þar var ekki stanzað, heldur ekið sem leið liggur niður Hvitársiðu. Þeg- ar farið var hjá garði á Kirkjubóli lét Þorsteinn fararstjóri þess get- ið, að Guðmundur skáld Böðvars- son, sem þar hefur búið alla ævi, væriekkiaöeins ljóðasmiður eins og þeir gerast beztir, heldur og ágætur smiður bæði á tré og járn. Sagði Þorsteinn eitthvað á þá leið, aö Guðmundur hefði jafnan leyst sinn vanda sjálfur hvað smiðum viövék, og lítt þurft til annarra að sækja I sinum langa búskap. Þetta stóðst ekki blaða- snápurinn, en bograði fram aö fararstjórasætinu og bað um að fá hljóðnemann lánaðan stundar- korn. Siðan var reynt að fara með og tala um kvæði Guðmundar Böðvarssonar, Kvöld i smiðju. Sagði ég sem satt var, að mér hefði frá upphafi fundizt svo mikil einlægni i þessu ljóði, að ég hefði, strax við fyrsta lestur þess, verið sannfærður um að höfundurinn hlyti að vera smiður, og hann meira að segja góður, þótt ég hefði á þeim árum litið um skáld- ið vitað — utan það sem kvæðin gáfu til kynna. Næst var stanzað á Skálpastöð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.