Tíminn - 12.08.1973, Blaðsíða 30
30
TÍMINN
Sunnudagur 12. ágúst 1973.
HNÍFSDALUR er litið
þorp i þröngu dalverpi.
Þar er stórviðrasamt i
meira lagi, og allt fram
á fjórða tug aídarinnar,
er bryggjustúfur var
gerður i Skeljavik, inn-
an vert við þorpið, voru
þar varir einar, þar
sem lent var á
svipaðan hátt og gert
hafði verið frá upphafi
byggðar og sjósóknar
við ísafjarðardjúp.
Eigi að siður hefur
þetta fámenna byggð-
arlag fært þjóðinni
margt hinna fræknustu
sjómanna,
Meðan róið var ára-
bátum voru fleyturnar
settar upp að gömlum
sið, en fljótlega eftir
aldamótin fengu Hnifs-
dælir vélar i bátana, og
eftir það voru þeir látn-
ir liggja á vikinni,
meðan vært var, en
þegar i harðbakkann
sló, varð að brjótast á
þeim inn á ísafjörð.
Ileimabæjarbræður
voru meðal hinna nafn-
kunnu sjósóknara, og
einn þeirra, Páll Páls-
son, varð niræður i
sumar. Ilann á enn bát,
og svo hittist á, að lokið
var að gera við vélina i
honum að morgni af-
mælisdagsins. Hann
gat ekki skotið þvi á
Irest að prófa, hvernig
vélin væri eftir við-
gerðina, og brá sér
þess vegna fram á
Djúp um morguninn,
þegar hann var að
heija tiunda áratuginn,
og hafði með sér
nokkra unga niðja sina.
Við birtum hér mynd
af þessari gömlu
kempu, sem er svo
dæmigerður fulltrúi
sægarpanna úr Ilnifs-
dai, ásamt báti hans og
húsi, og flygja með
nokkrar visur, sem
fornkunningi hans hef-
ur ort.
Greiðsla upp í qamla skuld
Heim i Hnifsdal hug ég renni,
hetju marga þar ég kenni.
Vaskra drengja lit ég lið,
þvi að Páls á ungdómsárum
oft var siglt á kröppum bárum,
enn er sótt á yztu mið.
Aldamóta ungir piltar
ekki hræddust bárur trylltar,
— ýttu úr vör á úfinn sæ.
Bátnum, þó að borðlár væri,
beitt var við hvert tækifæri
jafnt i stormi og bliðum blæ.
Menn til verka glaðir gengu,
góða hluti stundum fengu,
þegar afla skips var skipt.
Uku þorpsins efnahaginn
aldrei mældu vinnudaginn.
Grettistaki gátu lyft.
Oft var kátt i „Bræðrabúðum”,
beitt og látið vaða á súðum,
gert af mörgu gamanmál.
Ort og kveðið, sagðar sögur,
sérstaklega gerðar bögur,
andinn kom þá yfir Pál.
Ungum kennir áralagið,
ef að hvessir herðir stagið,
svo að keipum sjóði á.
Afkomendur allir hafa
einmitt byrjað sjó með afa,
lært til verka honum hjá.
Heill og þökk þér heiðursmaður,
hress i bragði jafnan glaður,
aldur þótt sé orðinn hár.
Borið eflaust Elli getur
öðrum mönnum miklu betur
á herðum þinum hundrað ár.
Rennt var færum, lagðar lóðir,
leitað vitt um fiskislóðir:
Kögur, björg og Kviarmið.
Færð að landi björg i búið,
bátum hlöðnum heim að snúið.
Sjálfsagt talið sjóvolkið.
Árin liðu, útgerð breyttist,
aldrei Páll i starfi þreyttist
sækir fast á sjóinn enn.
Hann á Djúpið heldur breiða,
hrognkelsi og þorsk að veiða,
lifað timamótin tvenn.
Guðjón Bj. Guðlaugsson
Efstasundi30
'rsvam