Tíminn - 12.08.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.08.1973, Blaðsíða 7
Sunnudagur 12. ágúst 1973. TÍMINN 7 Hólabraut og þar stofnaði ég sæl- gætisgerð. Það var auðvitað mikið basl að fá nauðsynleg leyfi til vélakaupa, en með velvilja fjárhagsráðs, þá tókst það nú samt. Vélakosturinn var frumstæður og ég geymi nú allar þessar fornfálegu sælgætis- vélar svona til gamans, eða sem minjagripi. Það má segja, að það hafi verið gæfa Lindu frá upp- hafi, að Björgvin Schram, stór- kaupmaður, sem var meðeigandi hér i fyrstu, komst i sambönd er- lendis og Linda fékk kunnan sér- fræðing i súkkulaðigerð frá Bret- landi. Hann lagði til allar súkku- laðiuppskriftirnar og hefur þeim ekki verið breytt siðan. og þaö er ekkert launungarmál að súkku- laðið er það, sem hefur gert Lindu að þvi sem hún er. lihT / .allll ii II i 11 ; Eyþór Tomasson, forstjóri Lindu. Einn umsvifamesti athafnamaður i Akureyri um árabil. að hafa svikið einn einasta af þeim viðskiptavinum sem verzla við Lindu. Það hefur verið prinsip hjá mér að afla mér trausts hjá mönnum með þvi að vera áreiöanlegur i viðskiptum. Ég held að skattstjórinn i Norður- landskjördæmi sé eini maðurinn á á landinu, sem vantreystir mér. Hann heldur að ég sé sistelandi og lætur hundelta mig ár eftir ár. Haustið 1961 flutti Linda svo i 11.000 rúmmetra verksmiðjuhús, sem reist var á Oddeyri. Þetta er mikið hús og fullkomið, en samt sakna ég þess gamla. Hér eru óskaplegir, fastir kostnaðarliðir. Bara að hita þetta gimald kostar hundruð þúsunda á mánuöi hverj- um og allt er eftir þvi. Fyrirtækið er auðvitað fullkomnara og betur rekið, en manneskjan verður ekki eins sæl og með gamla laginu. Það má segja að Lindu-húsið sé dálitið merkileg bygging. Iðnað- armálastofnunin gerði ásamt þýzkum sérfræðingum skipulags- teikningu og svo var húsið hannað og reist eftir verksmiðjuskipulag- inu. Ég held að þetta hafi verið einsdæmi þá og þetta hefur tekizt vel, þvi ekki hefur þurft að gera neina grundvallar-fyrirkomu- lagsbreytingar siðan við fluttum. A jarðhæð er kyndiklefi og af- greiðsla ásamt vinnslusal og eld- húsi, þar sem sælgætið er bland- að. Við erum eina verksmiðjan sem notum óbrenndar kakobaun- ir, sem við brennum sjálfir. Siðan DO Konfekt meistarinn frá Hollandi, sem skrifaði fagbækur um sæigætis- gerð. Þegar tekizt hafði að koma Súkkulaðiverksmiðjunni á lagg- irnar, búið var að afla fag- þekkingar og véla, fóru hjólin að snúast af sjálfu sér. Við fengum þýzkan konfektsérfræðing frá Þýzkalandi til að byggja upp kon- fektgerðina. Hann hét Theo Schill og var hjá okkur i átta ár. Arið 1954 fengum við svo hollenzkan sérfræðing, Weino að nafni frá Rotterdam. Hann var geysilega flinkur sælgætisgerðarmaður og jafnvígur á öllum sviðum. Hann var hér tvisvar og hafði mikil áhrif á framleiðslu okkar og rekstur. Þessi maður er frægur sérfræðingur og er held ég eini maðurinn, sem skrifað hefur sér- fræöirit um sælgætisgerðir. Sérfræðingar og vélar. Sérfræðingarnir, sem hingað komu, urðu vitanlega að gera sér þær vélar og aðstöðu að góðu sem fyrir voru hjá Lindu, en þeir lögðu á ráðin um kaup á nýjum vélum og er nú svo komið, að manns- höndin kemur ekki nálægt sæl- gætisframleiöslunni. Ég kalla það ekki þótt fólk sé eitt og annaö að gera við pökkun og öskjur en aðalvinnan fer fram i vélum og við eyðum milljónum króna i vélar á hverju ári, til að anna eftirspurn og gæðakröfum og svona hefur það alltaf verið og við höfum ekki undan. Stórhýsið á Oddeyri. Hannað af Iðnaðar- málastofnuninni og þýzkum sérfræðingum. Þegar Linda hóf störf var hún i 200 fermetra húsnæði. Starfsliðið var fjórar stúlkur og einn skrif- stofumaöur. Þarna varð Linda til og oft voru mikil þrengsli. En þarna var gaman að vinna og gaman að stjðrna og þá græddi maður peninga og lifið brosti. Það var enginn svikinn af viðskiptum við okkur og ég minnist þess ekki • S Éiig ■ ■ Þessi vél vinnur f jölþætt starf. Aöur þurfti fimm vélar til þessara starfa. Svona vél kostar um 9 milijónir króna, cf hana ætti að kaupa i dag Cr matsal Lindu. Hluti af starfsliöi i kaffitfma

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.