Tíminn - 12.08.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.08.1973, Blaðsíða 15
Nixon Bandarikjaforseti og aöstoðarmaöur hans, Butterfield, sem fyrstur skýrði frá þvi, að öli samtöi I skrifstofu forsetans i Hvita húsinu hefði veriö tekin upp á segulband. Svæðið á tcikning Litill Ráðgjafar .•Æ\,;unni til hægri^ fundarsaiur forsetans j, „ .1 . .w=.V. -• V-.-.. £p. l,S Austurendi Vesturendi ttt-EPHONt TAP 'ÉU4' fy) KHEHI *.Vw/ -ýVJ V' .'V r,/ Simahlerunartæki " Segulbandsmiðstöðin j I Starfs!' j j manna- _ j * , herbergi TLl______ 1_____L 4 forsetaritarar í 0l_ Fundarsalur r rikisstjórnarinnar L—r1 • Hljóðnemar faldir Hvita húsið (vesturendi) Þessi mynd sýnir hvar hljóðnemum var komið fvrir i Hvita húsinu. ar. Og auðvitað spyrja menn einnig, hvers vegna Nixon hafi látið taka upp á segulbönd öli samtöl, sem hann hefur átt við innlenda sem erlenda menn i Hvita húsinu. Einkum hafa veriö nefndar þrjár hugsanlegar skýringar á þeirri ákvörðun Nixons, aö af- henda ekki segulbandsspólurnar: 1. Segulbandsspólurnar eru þess efnis, að þær myndu eyði- leggja Nixon, þar sem þær sanna að Dean, fyrrverandi ráðunautur Nixons, hefur sagt sannleikann. Dean á sjálfur að hafa sagt við vini sina, þegar fréttist um segul- bandsspólurnar: „Einungis ein þeirra mun granda forsetanum” Ekki er heldur hægt að visa al- gjörlega á bug þeirri afsökun Nixons, að á segulbandsspólunum sé að finna vanhugsaðar yfir- lýsingar um menn, sem, ef þær væru teknar úr samhengi, gætu orðið til tjóns. Þetta ætti hins vegar ekki að hindra það, að spólurnar væru spilaðar fyrir luktum dyrum á fundi rannsóknarnefndarinnar, þar sem ekki væri hætta á að slikar yfirlýsingar, úr samhengi, birtust i fjölmiðlum. 2. Spólurnar sanna, að Nixon hefur rétt fyrir sér, og að Dean er þar með lygari. Forsetinn ætlar að geyma spólurnar þar til öllum vitnaleiðslum er lokið, og mun siðan skyndilega og óvænt leggja spólurnar fram og leggja þannig andstæðinga sina af velli. Þessi kenning er að sjálfsögðu borin fram af þeim, sem trúa á sakleysi forsetans. 3. Spólurnar eru ekki afhentar vegna þess, að sérfræðingum þarf að vinnast timi til að „lagfæra þær”. Með þessu er átt við, að sérfræðingar forsetans muni fjar- lægja orðog setningar, sem koma sér illa fyrir forsetann, þannig að spólurnar innihaldi ekkert, sem mæli gegn framburði forsetans, ef dómstólarnir neyða hann til að afhenda þær. Þetta er tæknilega séð framkvæmanlegt, þótt að visu sé mjög erfitt að falsa segul- bandsspólurnar það vel, að sér- fræöingar geti ekki sýnt fram á að slik fölsun hafi átt sér stað. Það hefur reyndar þegar verið haft orð á þvi innan rannsóknar- nefndarinnar, að nú, þegar upp- lýst sé um segulbandsspólurnar, séu þær gangslausar af ofan- greindum ástæðum Og það gerir vissulega aðstöðu Nixons enn erfiðari, að ef hann neyðist til þess að afhenda spólurnar og þær kynnu aö staðfesta orð hans, þá munu margir þess fullvissir, að um flalsaðar spólur sé að ræða. Hvernig hlerunin i Hvita húsinu fór fram Fréttin um, að Nixon forseti hefði látið taka öll samtöl sin i Hvita húsinu á segulband kom mjög á óvart. Þau vitni, sem komið hafa fyrir rannsóknar- nefndina og kynni hafa haft af þessu hlustunarkerfi, hafa lýst þvi i smáatriðum hvernig segul- bandsupptökurnar fóru fram. Leynilegum hljóðnemum var komið fyrir i skrifstofu forsetans i fundarherbergi rikisstjórnar- innar, i skrifstofum sérlegra ráð- gjafa hans, svo sem þeirra Halde- mans og Ehrlichmans, og i skrif- stofu við hlið forsetaskrif- stofunnar, þar sem fjórir forseta- ritarar höfðu aðsetur. Þá voru simtæki forsetans tengd við hlustunarkerfið. Aðsetur for- setans i Camp David var hlerað á sama hátt. Segulbandstækin fóru af stað þegar simtól var tekiö upp. Sömuleiðis um leið og einhver rödd talaði i einhverju þeirra her- bergja, sem hlerað var. Tækin stöðvuðust einnig af sjálfu sér 10 sekúndum eftir aö samtalinu lauk. Þar með var engin hætta á, aö spólurnar færu til spillis, en segulbándstækin gátu tekið stanzlaust i 48 klukkustundir. Talið er þó, að ávallt hafi verið skipt um spólu á 24 klukkustunda fresti. Það gerðu starfsmenn leynilögreglunnar, sem höfðu umsjón með hlerunarmiðstöðinni I kjallara Hvita hússins. Þegar forsetinn fór úr einu her- bergi i annað kviknaði ljós i hlerunarmiðstöðinni jafnframt þvi sem hljóðnemarnir i þvi her- bergi, sem hann fór inn i, voru settir i gang. Bæði i skrifstofu forsetans og eins i fundarherbergi rikis- stjórnarinnar voru sérstakir takkar, sem forsetinn gat notað til þess að taka hlerunarkerfið úr sambandi. Fullyrt hefur verið, að það hafi forsetinn hins vegar aldrei gert. Náðu hverju smáhljóði Sérfræðingar þeir, sem vitnað hafa um hlerunarkerfi Hvita hússins, segja, að hljóönemarnir hafi verið mjög næmir, og þvi getað getið upp hvert smáhljóð. Jafnvel það, sem sagt hafi verið i hálfum hljóðum, eigi þvi að vera á segulbandsspólunum. Hlerunarkerfið mun einnig vera tiltölulega ódýrt. Hver hljóð- nemi, sem ekki er stærri en fingurnögl, mun hafa kostað 11-13 þúsund krónur, en hvert segul- bandstæki um 400 þúsund krónur. Gamaldags kerfi? Sérfræðingar segja, að hlerunarkerfið i Hvita húsinu sé á margan hatt gamaldags miðað við þau tæki, sem framleidd eru nú á dögum til að komast að leyndarmálum annarra. Hið nýjasta hvað simahlerun áhrærir mun vera svonefndur „endalegur hljóðnemi”. Þessi hljóðnemi mun vera minni en tieyringur, og þegar hann er settur i simtækið þá hlerar hann ekki aðeins það, sem sagt er i simann, heldur einnig samtöl i herberginu, sem siminn er i. Hljóðneminn gengur fyrir raforku frá simtækinu. Hann fer sjálfkrafa i gang um leið og hringter i simann. Og hið nýjasta nýtt i þessu efni, er, að nú er hægt að hringja i ákveðið simanúmer án þess að simtækið hringi. Ef þessi nýi hljóðnemi væri þvi i sima t.d. Bandárikjaforseta, þá væri hægt að hringja i simanúmer hans, án þess að simi forsetans hringi, og hlusta á allt saman sem talað er i herberginu, sem simi forsetans er i. Það eru einnig aðrir næsta ótrúlegir möguleikar i hlerunar- tækninni. Það er t.d. hægt að hlera hvað ákveðinn maður, sem stendur út i horni i stóru herbergi, þar sem 1-2 þúsund gestir eru i kokkteilveizlu, er aö segja. Þetta er gert með svonefndum „stefnuhljóðnema”. Þessum hljóðnema er beint aö umræddum manni, og tekur hann einungis við þvi, sem hann segir, mitt i öllu skvaldrinu. Og það er ekki einu sinni nauð- synlegt að koma fyrir hljóð- nemum i þvi herbergi, sem ætlunin er að hlera, þvi að nú eru til hljóðnemar, sem einungis þarf að beina að glerrúðum umrædds herbergis. Hljóðneminn nær öllum samtölum i þvi herbergi með þvi einu að mæla þann titring glersins, sem hljóðbylgjurnar skapa. Minnir á 1984 En þótt tæknin sé komin Iengra heldur en hlerunarsérfræðingar Hvita hússins, þá er það ekki tæknin sjálf sem mestan óhugnaö vekur, heldur sá hugsunarháttur, sem virðist hafa verið rikjandi meðal s a m s t a r f s m a n n a forsetans, og jafnvel hjá honum sjálfum. Watergate-málið hófst með afhjúpun kiaufaiegrar til- raunar til að koma leynilegum hljóönemum fyrir i aöalstöövum Demókrataflokksins i skrifstofu- byggingunni Watergate. Þróun málsins hefur nú m.a. upplýst, að sjálft Hvita húsið var eins og einn stór hljóðnemi, Þar var allt tekið inn á segulbandsspólur — jafnt samtöl forsetans við samstarfs- menn sina sem og trúnarðarvið- ræður erlendra stjórnmáiamanna við Bandarikjaforseta. Sú furðulega staðreynd, að borð, málverk, veggir og loft Hvita hússins hafi á undanförnum árum haft hljóðnæm eyru og hlustað á hvert orð, sem sagt hefur verið, ' minnir vissulega óhugnanlega mikið á martröð George Orwells i bókinni 1984. Og enn er þó rúmur áratugur þar til árið 1984 rennur upp. Kannski verður framtiðarsýn Orwells i ýmsu likari raunveruleikanum 1984 en margur hyggur nú. — (EJ. þýddi og cndursagði).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.