Fréttablaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 50
18 20. september 2004 MÁNUDAGUR Við hrósum... ... FH-ingum sem stóðust pressuna og kláruðu Íslandsmótið í knattspyrnu með glans. Þeir eru með besta liðið á Íslandi í dag og eiga titilinn skilinn. Þeir eru þar að auki eitt fárra liða á Íslandi sem þora að sækja og það er ánægjulegt fyrir íslenska knattspyrnu að slíkt lið skuli vera Íslandsmeistari. Til hamingju, FH-ingar. „Þetta er yndisleg tilfinning. Betri en ég átti von á. Ég á varla til orð.“ Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH, á Akureyri í gær. Heimir náði loks þeim áfanga að verða Íslandsmeistari en hann hefur margtoft lent í öðru sæti í keppnum hér heima. sport@frettabladid.is 0–1 Emil Hallfreðsson 39. 1–1 Hreinn Hringsson 53. 1–2 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 90. DÓMARINN Garðar Örn Hinriksson Slakur BESTUR Á VELLINUM Atli Viðar Björnsson FH TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 8–20 (4–11) Horn 0–3 Aukaspyrnur fengnar 12–12 Rangstöður 6–1 MJÖG GÓÐIR Atli Viðar Björnsson FH Allan Borgvardt FH GÓÐIR Sandor Matus KA Ronni Hartvig KA Örlygur Þór Helgason KA Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson KA Pálmi Rafn Pálmason KA Atli Sveinn Þórarinsson KA Jóhann Þórhallsson KA Freyr Bjarnason FH Tommy Nielsen FH Sverrir Garðarsson FH Emil Hallfreðsson FH Heimir Guðjónsson FH Baldur Bett FH Ásgeir Gunnar Ásgeirsson FH 1-2 KA FH FÓTBOLTI FH er Íslandsmeistari í knattspyrnu og það verðskuldað. Eftir 1-2 sigur á KA fyrir norðan er sú staðreynd ljós að FH hefur náð að fanga sinn fyrsta stóra titil en félagið fagnar 75 ára afmæli á þessu ári og þetta er ein sú besta afmælisgjöf sem það hefur fengið á langri og farsælli ævi. Sigurinn í gær var fyllilega verðskuldaður og hefði í raun get- að orðið mun stærri. FH-ingar fengu fullt af dauðafærum sem ekki nýttust og sigurinn var ekki innsiglaður fyrr en undir blálokin með marki Ásgeirs Gunnars Ás- geirssonar. KA-menn börðust reyndar frábærlega og eiga hrós skilið fyrir hana en að þessu sinni var andstæðingurinn einfaldlega of sterkur. Þeir þurfa því að sætta sig við fall í 1. deild en eiga einn möguleika í viðbót til að bjarga einhverju af sumrinu. A laugardaginn kemur mætast einmitt FH og KA í undanúrslitum bikarkeppninnar og þar geta KA borgað fyrir sig. Það verður þó ekkin auðvelt því FH-ingar eru einfaldlega besta lið landsins með valinn mann í hverju rúmi og meira að segja bekkurinn hjá þeim hefu að skipa leikmenn sem gætui komist í byrjunarliðið hjá hvaða liði sem er í deildinni. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, hefur í samstarfi við Leif Garðarsson, náð fram því besta í leikmönnum og náð að búa til eitt af skemmtilegri Íslandsmeist- araliðum sögunnar. Dagskipunin hefur alltaf verið sókn og aftur sókn og boltinn er látinn ganga frá aftasta manni til þess frems- ta. Svona á að gera þetta, það er sómi að FH-ingum, þeir eru best- ir. Freyr Bjarnason hefur leikið frábærlega í vörn FH-liðsins í allt sumar og hefur verið öryggið uppmálað, vart stigið feilspor. Hann var kátur eins og við mátti búast. „Ég held bara að þetta sé enn skemmtilegra en ég átti von á, þetta er dásamleg tilfinning og al- veg kominn tími á þetta. Við unn- um verðskuldaðan sigur hér í dag og í það heila var þetta mjög verð- skuldað. Við höfum unnið mjög vel fyrir þessu, erum með þéttan hóp og breiðan, spilum skemmti- lega knattspyrnu og það er bara frábært að vera FH-ingur í dag,“ sagði Freyr Bjarnason. sms@frettabladid.is SIGURHRINGUR FH-ingar hlupu sigurhring með bikarinn á Akureyri í gær enda var engu líkara en þeir væru að spila á heimavelli á Akureyri. Fjölmargir FH-ingar fóru norður til að styðja liðið og þeir áttu stúkuna. Heimir Guðjónsson og Daði Lárusson sjást hér bera bikarinn. Fréttablaðið/E.Ól. FH Íslandsmeistari í fyrsta sinn FH-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á Akureyri í gær er þeir lögðu KA, 2–1. Akureyringar féllu aftur á móti í 1. deild. Fáðu flott munnstykki FÓTBOLTI Á engan er hallað þótt þáttur fyrirliðans, Heimis Guð- jónssonar, sé sérstaklega nefndur. Heimir lék sinn fyrsta leik í efstu deild árið 1985, já, þið eruð að lesa rétt, 1985, þá með KR en núna nítján árum síðar tekur Heimir á móti sínum fyrsta Ís- landsmeistaratitli. Heimir er sannur leiðtogi sem stjórnar miðjuspili FH eins og hershöfðingi og hann á þetta svo sannarlega skilið. Heimir var enda kátur í leikslok. „Þetta er yndisleg tilfinning, betri en ég átti von á. Maður er búinn að bíða lengi eftir þessu og ég á varla orð. Þetta er frábært félag, frábærir strákar í liðinu og allt heila batteríið er æðislegt. Það eru góðir menn í stjórninni og við eigum frábæra aðdáendur sem setja svo skemmtilegan svip á þetta. Fram undan nú er gott fagn en svo er að ná mönnum aftur niður á jörðina og taka KA aftur í bikarnum eftir viku,“ sagði meistari Heimir Guðjónsson KOMNIR Á BRAGÐIÐ Hinn stórefnilegi Emil Hallfreðsson lék vel á Akureyri í gær rétt eins og hann er búinn að gera í allt sumar. Hann kom FH-ingum yfir í leiknum í gær og hér sést hann skora markið mikilvæga. Fréttablaðið/E.Ól. SIGURREIFUR Ólafur Jóhannesson, þjálf- ari FH, lyftir hér bikarnum. Atli Viðar Björnsson: Þetta er geðveikt FÓTBOLTI „Þetta er ekkert minna en meiriháttar, þetta er geðveik til- finning og ég held bara að hún sé betri en ég bjóst við. Annars vor- um við klaufar að ganga ekki frá leiknum mun fyrr, hefðum átt að skora miklu fleiri mörk og ég hefði að minnsta kosti átt að setja þrjú,“ segir Atli Viðar Björnsson, sem lék geysivel og skapaði mikið með hraða sínum og dugnaði. „Við erum með besta liðið, við spilum skemmtilegustu knatt- spyrnuna, erum í raun eina lið deildarinnar sem spilar virkilega skemmtilega knattspyrnu og við eigum þetta svo sannarlega skil- ið,“ sagði Atli Viðar Björnsson. GLEÐI Heimir Guðjónsson lék á als oddi í búningsklefanum í gær. Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH, loks sigurvegari: Búinn að bíða lengi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.