Fréttablaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 6
6 20. september 2004 MÁNUDAGUR Vaxtahækkun Seðlabankans: Hefur líklega lítil áhrif á flest lán EFNAHAGSMÁL Vaxtahækkanir Seðlabankans munu ekki hafa mikil áhrif á lánakjör einstak- linga. Einna helst er líklegt að vextir á skammtímalánum, svo sem eins og yfirdráttar- og korta- lán, muni hækka í takt við ákvarð- anir Seðlabankans. Ný íbúðalán bankanna breytast líklega ekki þótt Seðlabankinn hækki stýri- vexti sína. Tryggvi Þór Herbertsson, for- stöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, segir að töluvert hafi dregið úr áhrifamætti Seðla- bankans. Áhrif vaxtabreytinga eru mun minni nú en fyrir nokkrum árum síðan. Hann segir að vaxta- breytingarnar geti hins vegar haft áhrif með óbeinum hætti. Hærri vextir auka spurn eftir íslenskum skuldabréfum. Það styrkir gengið og getur dregið úr verðbólguþrýst- ingi. Ástæða þess að áhrif stýri- vaxtabreytinga Seðlabankans hafa minnkað er að bankarnir fjár- magna útlán sín í sífellt minni mæli með lánum frá Seðlabankan- um. Endurhverf viðskipti bank- anna við Seðlabankann eru nú að- eins um helmingur af því sem var fyrir fjórum árum. „Þörf bankanna fyrir peninga frá Seðlabankanum er mun minni en hún var, sem þýðir að vextirnir bíta ekki jafn vel og áður. En þetta hefur a u ð v i t a ð áhrif þótt þau séu ekki jafn mikil. Þetta hefur helst áhrif á þann hluta lánamark- aðarins sem er á dýrustu vöxtunum,“ s e g i r T r y g g v i Þór. ■ Parkinsonsjúkum hent út af börum Stjórnarmaður í Parkinsonsamtökunum verður var við talsverða for- dóma í garð parkinsonsjúkra. Honum hefur verið hent út af vínveit- ingahúsum vegna ástands síns. Hefur hann þá verið talinn ofurölvi. SJÚKDÓMUR „Maður er orðinn hund- leiður á því að þurfa að segja að maður sé parkinsonsjúklingur,“ segir Héðinn Waage, lærður vél- virki og stjórnarmaður í Parkinson- samtökunum á Íslandi. Héðinn hef- ur barist við sjúkdóm sinn í 20 ár og hefur staðið í fararbroddi við að vekja athygli á málefnum parkin- sonsjúkra hér á landi um árabil. Fyrir sex árum fór hann í mikla að- gerð út af sjúkdóminum í Austur- ríki og varð það meðal annars til- efni umfjöllunar í fjölmiðlum. Aðgerðin tókst vel, en Héðinn ber þó augljós einkenni sjúkdóms- ins. Göngulag hans er riðandi og hann á erfitt með tal. Í stuttu máli verða einkennin oft til þess að Héð- inn er talinn ofurölvi. Að sögn Héð- ins er þetta meginorsök þeirra for- dóma sem parkinsonsjúklingar þurfa að glíma við. Slíkt getur haft veruleg áhrif í daglegu lífi. „Þetta hefur áhrif, sérstaklega þegar maður hringir eitthvert,“ segir Héðinn. „Þá fær maður oft þau svör að maður eigi bara að láta renna af sér og hringja síðar.“ Einnig segir Héðinn að parkinson- sjúklingar mæti oft tortryggni á vín- veitingahúsum sökum ástands síns. Héðinn drekkur ekki, en þó hefur honum tvisvar beinlínis verið hent út af vínveitingahúsum vegna grun- semda um ölvun og margoft er honum ekki hleypt inn. Ein megin- orsök þess að hann ákvað að hafa samband við fjölmiðla að þessu sinni til að vekja athygli á þessum vanda er sú að á dögunum settist Héðinn inn á vínveitingahús í mið- bænum síðdegis ásamt vini sínum, sem fékk sér bjórglas. Undir eins fór þó athygli dyravarða að beinast að Héðni og var honum vísað út eftir stutta setu og skipti þá engu máli að Héðinn reyndi að segja viðkomandi dyraverði frá sjúkdómi sínum. Héðinn segir marga parkinson- sjúklinga hafa svipaða sögu að segja. Samtök parkinsonsjúkra íhuga nú, að sögn Héðins, að senda út dreifimiða til dyravarða og annarra til þess að vekja athygli á þessum vanda. „Svo erum við líka með lítið grænt kort, þar sem stend- ur að við séum parkinsonsjúkling- ar,“ segir Héðinn. „En það virkar ekki alltaf.“ gs@frettabladid.is ■ ÍRAK ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ LÖGREGLUFRÉTTIR VEISTU SVARIÐ? 1Hvaða hljómsveit verður með tónleikaí Laugardalshöll 21. nóvember? 2Hversu margir mættu á íbúaþing áAkureyri á laugardag? 3Hvað heitir næsti fellibylur á Atlants-hafi? Svörin eru á bls. 30 TRYGGVI ÞÓR HER- BERTSSON Segir áhrifamátt Seðla- bankans hafa minnkað mjög á síðustu árum þar sem bankarnir treysti sí- fellt minna á lán Seðla- bankans til fjármögnunar. HÉÐINN WAAGE Fordómar í garð parkinsonsjúklinga lýsa sér oft í því að þeir eru taldir vera ofurölvi. Héðni hefur tvívegis verið vísað út af vínveitingahúsum vegna grunsemda um ölvun, þrátt fyrir að hann drekki ekki. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Kjarnorkumál Írana: Láta ekki stjórna sér ÍRAN, AP Íranar segja kröfu Al- þjóða kjarnorkumálastofnunar- innar um að þeir hætti að auðga úran vera marklaust hjal. Íranar segja kröfuna ólöglega en útiloka þó ekki að þeir kunni að hefja við- ræður við stofnunina um kjarn- orkuáætlun sína. Alþjóða kjarnorkumálastofn- unin hefur krafist þess að Íranar hætti auðgun úrans og annarri starfsemi sem því tengist. ■ HASAN ROWHANI Sagði Írana ekki bundna af samþykkt Al- þjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. EKIÐ Á GANGANDI VEGFAR- ANDA Aðfaranótt sunnudags var ekið á gangandi vegfaranda við Víf- ilsstaðaveg í Hafnarfirði. Öku- maður reyndist vera ölvaður en vegfarandinn var fluttur á slysadeild og reyndist vera lítið slasaður. Tveir aðrir ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í Hafnarfirði þessa nótt. MAÐUR HANDTEKINN MEÐ FÍKNIEFNI Lögreglan í Hafnar- firði handtók um helgina mann sem var grunaður um að hafa fíkniefni undir höndum. Við leit fannst amfetamín í fórum mannsins en honum var sleppt eftir yfirheyrslu. Málið telst upplýst. HLJÓMFLUTNINGSTÆKJUM STOLIÐ Brotist var inn í bíl við Vesturgötu á Akranesi síðustu nótt og stolið þaðan hljómflutn- ingstækjum og var rúða brotin til að komast inn í bílinn. Önnur verðmæti í bílnum voru látin ósnert. Bruni við Tryggvagötu: Eldur í húsi útigangsfólks BRUNI Eldur kom upp í húsnæði við Tryggvagötu í Reykjavík rétt fyrir klukkan sex á sunnudags- morgun og var slökkvilið kallað til. Kviknað hafði í skrifborði og skilvegg en reyndist auðvelt að hemja og ráða niðurlögum elds- ins svo hann náði ekki til annarra húsa. Að lokum var húsnæðið reykhreinsað en það hafði fyllst af reyk. Ekki er búið í húsinu en útigangsmenn hafa þó hreiðrað þar um sig. Enginn var í húsinu þegar eldurinn lék um það. Ekki er vitað hvað olli brunanum. ■ EKKERT VOPNAHLÉ Ekkert geng- ur að semja um hlé á bardögum í Sadr-hverfi í Bagdad. Banda- ríkjaher krefst þess að vígamenn í hverfinu afvopnist og leysi upp sveitir sínar. Því hafna þeir. ÞRÍR LÉTUST Þrír létust og sjö særðust í sjálfsmorðsárás við varðstöð í Samarra í norðurhluta Íraks. Árásarmaðurinn, íraskur hermaður og óbreyttur borgari létust þegar bílsprengja var sprengd. GÍSL FRELSAÐUR Íraskir hermenn frelsuðu Jórdana úr haldi gísla- tökumanna í borginni Nasiriyah. Maðurinn hafði verið í haldi gíslatökumanna um rúmra tveggja vikna skeið. FÉLLU Á EIGIN BRAGÐI Fjórir vígamenn létust þegar sprengja sem þeir voru að koma fyrir í vegarkanti sprakk í höndunum á þeim. Atvikið átti sér stað nærri borginni Suwayrah. MANNFALL Í FALLUJA Fjórir lét- ust og sex særðust þegar banda- rískar herflugvélar og stórskota- lið létu sprengjum rigna yfir borgina Falluja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.