Fréttablaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 64
BAKÞANKAR
ÞRÁINS BERTELSSONAR
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000
Haust
Það er komið haust. Stjórnmála-mennirnir eru komnir úr sumarfríi
og teknir til starfa, það er að segja
þeir sem lifðu af baktjaldamakk sum-
arsins. Það er margt að gerast í veröld-
inni: Stýrivextir Seðlabankans – hvað
sem það nú þýðir – eru orðnir 6,75% á
Íslandi. Í Noregi eru þeir 1,75%. Á Ís-
landi kvíða foreldrar fyrir yfirvofandi
kennaraverkfalli. Í Danmörku hefur
fólk þungar áhyggjur af skilnaði þeir-
ra Alexöndru og gleðiprinsins Jóakims.
Í Kína hefur þjóðarleiðtoginn, söng-
fuglinn og Íslandsvinurinn Sjang
Sémín afsalað sér síðustu völdum sín-
um sem formaður hermálanefndarinn-
ar í hendurnar á Hú Sjintaó sem er 17
árum yngri. Á Íslandi hefur forsætis-
ráðherra okkar til 13 ára haft stóla-
skipti við utanríkisráðherrann. Hjá
Sameinuðu þjóðunum er Kofi Annan
framkvæmdastjóri enn að stagast á
því að eitthvað kunni að hafa vantað
upp á að innrásin í Írak væri alveg lög-
leg, og í Ameríku fylkja menn sér því
þéttar um Bush sem Evrópumönnum
þykir hann undarlegri. Í Írak létust
300 manns í átökum í síðustu viku. Í
fyrrinótt voru 3 Hafnfirðingar teknir
fyrir ölvun við akstur.
Á KVÖLDVÖKUNNI í íslenskum
stofum í kvöld verður skemmtun og
fræðsla með hefðbundnum engilsax-
neskum hætti: Fyrst kemur ameríski
sálfræðingurinn Frasier sem hefur
verið í sjónvarpinu síðan þau börn sem
nú eiga að fara í samræmdu prófin
komust á grunnskólaaldur; svo kemur
breskur fræðsluþáttur um Mannlegt
eðli; því næst framhaldsþáttur um dag-
legt amstur hjá forseta Bandaríkjanna
í Hvíta húsinu og svo byrjar enn ein
framhaldssyrpan um veraldarvafstur
ítalskættaðra glæpamanna í Amer-
íkunni. Trúlega er skömminni skárra
að horfa á þetta heldur en sitja í rökkri
og kveða rímur, spinna á rokk, fletta
reipi úr hrosshári eða segja drauga-
sögur þótt það megi ekki miklu muna.
Á MIÐVIKUDAGINN eru haust-
jafndægur. Á Veðurstofunni ættu
menn skilið að fá kauphækkun á línuna
eftir þetta indæla sumar. Þeir sem
telja sig hafa vissu fyrir því að ekkert
sé ókeypis í veröldinni búast við hörð-
um vetri, en bjartsýnismennirnir bjóða
fjölskyldum sínum út að borða fyrir þá
peninga sem munu sparast við að
þurfa ekki að kaupa nagladekk. Kenn-
arar og launanefnd sveitarfélaga verða
að þola Ásmundarkúrinn í Karphúsinu
þar til samningar takast. Lömbin tínast
af fjalli til að sofa svefninum langa í
frystikistu vetrarins. Það er komið
haust á Landinu bláa, þessu besta landi
af öllum mögulegum löndum. Og kom-
inn tími til að hver og einn raki saman
haustlaufum í garðinum sínum.