Fréttablaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 64
BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Haust Það er komið haust. Stjórnmála-mennirnir eru komnir úr sumarfríi og teknir til starfa, það er að segja þeir sem lifðu af baktjaldamakk sum- arsins. Það er margt að gerast í veröld- inni: Stýrivextir Seðlabankans – hvað sem það nú þýðir – eru orðnir 6,75% á Íslandi. Í Noregi eru þeir 1,75%. Á Ís- landi kvíða foreldrar fyrir yfirvofandi kennaraverkfalli. Í Danmörku hefur fólk þungar áhyggjur af skilnaði þeir- ra Alexöndru og gleðiprinsins Jóakims. Í Kína hefur þjóðarleiðtoginn, söng- fuglinn og Íslandsvinurinn Sjang Sémín afsalað sér síðustu völdum sín- um sem formaður hermálanefndarinn- ar í hendurnar á Hú Sjintaó sem er 17 árum yngri. Á Íslandi hefur forsætis- ráðherra okkar til 13 ára haft stóla- skipti við utanríkisráðherrann. Hjá Sameinuðu þjóðunum er Kofi Annan framkvæmdastjóri enn að stagast á því að eitthvað kunni að hafa vantað upp á að innrásin í Írak væri alveg lög- leg, og í Ameríku fylkja menn sér því þéttar um Bush sem Evrópumönnum þykir hann undarlegri. Í Írak létust 300 manns í átökum í síðustu viku. Í fyrrinótt voru 3 Hafnfirðingar teknir fyrir ölvun við akstur. Á KVÖLDVÖKUNNI í íslenskum stofum í kvöld verður skemmtun og fræðsla með hefðbundnum engilsax- neskum hætti: Fyrst kemur ameríski sálfræðingurinn Frasier sem hefur verið í sjónvarpinu síðan þau börn sem nú eiga að fara í samræmdu prófin komust á grunnskólaaldur; svo kemur breskur fræðsluþáttur um Mannlegt eðli; því næst framhaldsþáttur um dag- legt amstur hjá forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu og svo byrjar enn ein framhaldssyrpan um veraldarvafstur ítalskættaðra glæpamanna í Amer- íkunni. Trúlega er skömminni skárra að horfa á þetta heldur en sitja í rökkri og kveða rímur, spinna á rokk, fletta reipi úr hrosshári eða segja drauga- sögur þótt það megi ekki miklu muna. Á MIÐVIKUDAGINN eru haust- jafndægur. Á Veðurstofunni ættu menn skilið að fá kauphækkun á línuna eftir þetta indæla sumar. Þeir sem telja sig hafa vissu fyrir því að ekkert sé ókeypis í veröldinni búast við hörð- um vetri, en bjartsýnismennirnir bjóða fjölskyldum sínum út að borða fyrir þá peninga sem munu sparast við að þurfa ekki að kaupa nagladekk. Kenn- arar og launanefnd sveitarfélaga verða að þola Ásmundarkúrinn í Karphúsinu þar til samningar takast. Lömbin tínast af fjalli til að sofa svefninum langa í frystikistu vetrarins. Það er komið haust á Landinu bláa, þessu besta landi af öllum mögulegum löndum. Og kom- inn tími til að hver og einn raki saman haustlaufum í garðinum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.