Fréttablaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 54
22 20. september 2004 MÁNUDAGUR
!"#$
%&'()* +,$+-+.+,$+-+/%
STÓRHÖFÐA 27 -SÍMI: 552 2125www.gitarinn.is gitarinn@gitarinn.is
GÍTARINN EHF.
TG 8812
TILBOÐ 79.900.-
ÁÐUR 99.000.-
HLJÓMBORÐ
Viðbrögðin í íslenska liðinu eftir sigur á Rúmenum í Evrópukeppni landsliða í körfu:
Lærðum af reynslunni frá Danaleiknum
KÖRFUBOLTI Þungu fargi er létt af
íslenska landsliðinu sem hefur nú
örlög sín í eigin höndum og þarf
ekki að treysta á úrslit í öðrum
leikjum.
Helgi Már Magnússon var
stigahæstur Íslendinga með 16
stig. „Við byrjuðum vel eins og
gegn Danmörku en svo missum við
þetta niður. Við lærðum af reynsl-
unni og kláruðum þetta,“ sagði
Helgi Már að leik loknum.
Íslenska liðið fær prik í kladd-
ann fyrir að finna góð svör við
mótspyrnu andstæðinganna. „Það
vantaði meiri kraft í vörnina og
þegar hún kemur þá fylgir sóknin
með. Aðalatriðið er að spila öfluga
vörn og í lokin áttu þeir engin svör
við henni,“ sagði Helgi Már.
Sigurður Ingimundarson lands-
liðsþjálfari var ánægður með leik-
inn og sagði framhaldið vera undir
leikmönnum sjálfum komið. Hann
sagði Rúmenana hafa verið erfiða
við að eiga. „Þetta er mjög öflugt
lið sem við spiluðum við og þeir
komu ekkert hingað með hangandi
hendi, þeir ætluðu að vinna,“ sagði
Sigurður. „Þeir spiluðu vel og
breyttu til í vörninni. Það tók okk-
ur smá tíma að ná tökum á því. Svo
náðum við að aðlagast henni.“
Sigurður var ánægður með sína
menn. „Í heildina litið var ég mjög
ánægður með þennan leik. Nú
þurfum við að vinna þá leiki sem
eftir eru og þá er markmiðinu náð.
Það er að vísu langt í næstu leiki
en við höfum nægan tíma í að
undirbúa okkur. Við höfum alla
burði til að komast áfram úr þess-
um riðli,“ sagði Sigurður.
Augu áhorfenda beindust að
Jóni Arnóri Stefánssyni en hann
var bestur í liði Íslendinga. Hann
sýndi það og sannaði að hann er
fyrst og fremst liðsspilari en hann
gaf 9 stoðsendingar samhliða því
að skora 13 stig og tók af skarið
þegar mest reið á. Jón var ánægð-
ur með að liðið hafi lært af fyrri
mistökum. „Það var allt önnur
stemning í liðinu núna,“ sagði Jón.
„Við náðum að halda forskotinu
ólíkt því sem gerðist í Danmörku.
Þetta var miklu betra í dag.“ Jón
sagði mikilvægast að vörnin væri í
lagi í leik sem þessum. „Vörnin
skipti mestu máli en hún var mjög
góð hjá okkur undir lokin,“ sagði
Jón Arnór. smari@frettabladid.is
13 STIG OG 9
STOÐSENDINGAR
Jón Arnór Stefánsson tók
af skarið á mikilvægum
tíma gegn Rúmenum í
Keflavík í gær.
DV-mynd Teitur
KÖRFUBOLTI Landslið Íslendinga í
körfuknattleik lék gegn Rúmenum
í íþróttahúsinu í Keflavík í gær.
Leikurinn var mjög þýðingarmikill
fyrir liðin, sem höfðu bæði tapað
fyrir Dönum og voru því leikmenn
mættir til að selja sig dýrt. Tap
fyrir Rúmenum hefði þýtt að
möguleikar Íslendinga á að komast
í A-deild Evrópukeppninnar væru
nánast engir.
Íslendingar byrjuðu sterkt,
drifnir áfram af Jóni Arnóri Stef-
ánssyni, en augu flestra beindust
að honum enda var hann að leika
sinn fyrsta leik á Íslandi í þrjú ár.
Jón braust sterkt upp að körf-
unni og mataði félaga sína í leið-
inni. Hann skoraði 6 stig og gaf
þrjár stoðsendingar í fyrsta fjórð-
ungi en íslenska liðið hitti úr öllum
vítum sínum í leikhlutanum og
nýtti 8 af 13 skotum utan af velli.
Íslendingar höfðu 12 stiga forskot
eftir fyrsta fjórðung, 28-16, en lið-
ið skoraði 11 stig gegn tveimur á
lokakafla leikhlutans.
Þjálfari Rúmena las vel yfir
sínum mönnum, sem mættu mun
betur stemmdir í annan fjórðung.
Liðið breytti yfir í svæðisvörn sem
virkaði vel gegn Íslendingum. Það
tók íslenska liðið smátíma að átta
sig á breyttum varnaraðferðum
Rúmena og finna við þeim svör. Þá
hittu gestirnir vel utan af velli og
óttuðust margir að gamla grýlan
úr Danaleiknum væri mætt á
svæðið. Rúmenska liðið skoraði 22
stig gegn 12 í öðrum fjórðungi og
staðan í leikhléi var 40-38 fyrir Ís-
land.
Fyrri hálfleikur minnti um
margt á leikinn við Dani í Árósum
þar sem liðið valtaði yfir andstæð-
inginn í fyrsta leikhluta en síðan
ekki söguna meir.
Í upphafi fyrri hálfleiks héldu
Rúmenar uppteknum hætti og spil-
uðu sterka svæðisvörn. Þeir náðu
mest 6 stiga forskoti. Íslendingar
réðu lítið við skyttur þeirra fyrir
utan sem og stóru mennina inni í
teignum, sem skoruðu grimmt
undir körfunni. Jón Arnór var
hvíldur seinni part leikhlutans,
hárrétt ákvörðun hjá Sigurði Ingi-
mundarsyni landsliðþjálfara.
Jón Arnór setti í gírinn
Jón Arnór byrjaði grimmur í
lokaleikhlutanum, skoraði fyrstu
fimm stigin og kom Íslendingum
yfir, 65-64. Jón átti auk þess góðar
sendingar á samherja sína og á
þessum tíma virtist eitthvert fár
grípa andstæðingana, sem fóru úr
vel skipulögðum leik í visst óðagot.
Rúmenar tóku illa tímasett skot og
fengu að auki á sig tæknivillu á
slæmum tíma.
Íslendingar létu forystuna
aldrei af hendi þökk sé góðum leik
frá Helga Má Magnússyni og
Magnúsi Gunnarssyni. Lokatölur
voru 79-73 og þungu fargi létt af ís-
lenska liðinu, sem getur hæglega
unnið riðilinn ef haldið er rétt á
spilunum. Jón Arnór var besti
maður íslenska liðsins, spilaði vel
fyrir liðið og tók af skarið þegar
þess þurfti. Hann skoraði 13 stig
og gaf 9 stoðsendingar.
smari@frettabladid.is
Glæsisigur á Rúmenum
Ísland kom sér aftur inn í keppnina um sigur í riðlinum með 79–73 sigur
á Rúmenum í Keflavík í gær. Næsti leikur í riðlinum er eftir eitt ár.
1. leikhluti 28–16
2. leikhluti 12–22 (40–38)
3. leikhluti 18–24 (58–62)
4. leikhluti 21–11 (79–73)
BESTUR Á VELLINUM
Jón Arnór Stefánsson Íslandi
STIG ÍSLANDS
Helgi Már Magnússon 16
Jón Arnór Stefánsson 13
Páll Axel Vilbergsson 11
Magnús Þór Gunnarsson 9
Fannar Ólafsson 9
Friðrik Stefánsson 8
Jakob Sigurðarson 7
Sigurður Þorvaldsson 2
Hlynur Bæringsson 2
Jón Nordal Hafsteinsson 2
TÖLFRÆÐIN
Fráköstin (sókn) 26–29 (3–7)
Stoðsendingar 23–15
Tapaðir boltar 15–16
Stolnir boltar 7–12
Varin skot 2–4
Villur 21–20
ÍSLAND 79–73 RÚMENÍA