Fréttablaðið - 06.10.2004, Side 38

Fréttablaðið - 06.10.2004, Side 38
26 6. október 2004 MIÐVIKUDAGUR „Þjálfarastaðan hjá KR er ekkert meira spennandi en hvað annað.“ Guðjón Þórðarson í spjalli við Fréttablaðið í gær. Við hrósum... ...þeim metnaði sem ríkir innan Íshokkísambands Íslands. Ekki færri en fjögur landslið munu keppa á heimsmeistaramótum erlendis á næsta ári og er eitt kvennalið þar á með- al. Er þetta lýsandi dæmi um hvað hægt er að framkvæmda með vilja, metnaði og mikilli vinnu en mikill vöxtur er í skautaíþróttum um land allt og ekki er langt síðan nýtt lið hóf þáttöku á Íslandsmótinu í íshokkí. sport@frettabladid.is [ LEIKIR GÆRDAGSINS ] HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 3 4 5 6 7 8 9 Miðvikudagur OKTÓBER Grindavík kemur til greina Guðjón Þórðarson segir vel koma til greina að þjálfa knattspyrnulið Grindavíkur. Skýrist á næstu tíu dögum hvort hann tekur við liðinu. Guðjón ræddi líka við KR. ■ ■ LEIKIR  19.15 Grindavík og KR mætast í Grindavík í 1. deild kvenna í körfubolta.  19.15 Njarðvík og Keflavík mætast í Njarðvík í 1. deild kvenna í körfuknattleik.  20.00 Haukar og Fram mætast á Ásvöllum í norðurriðlinum hand- boltadeildar karla. ■ ■ SJÓNVARP  18.20 Olíssport á Sýn.  19.35 European PGA Tour á Sýn. Sýnt frá móti á evrópsku PGA- mótaröðinni í golfi.  20.25 UEFA Champions League á Sýn. Útsending frá leik Arsenal og Bayern München í meistaradeild Evrópu árið 2000.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.20 Handboltakvöld á RÚV. Sýnt frá handboltadeildum karla og kvenna.  23.15 X-Games á Sýn. Ofurhugaleikar. WAYNE ROONEY Á listanum yfir 35 bestu knattspyrnumenn heims árið 2004. Knattspyrnumaður ársins: Sjö frá Real Madrid FÓTBOLTI Sjö leikmenn spænska stórliðsins Real Madrid eru á list- anum yfir þá 35 leikmenn sem Al- þjóða knattspyrnusambandið hef- ur tilnefnt fyrir kjör knattspyrnu- manns ársins hjá sambandinu. Englendingarnir David Beckham og Michael Owen, Brasilíumenn- irnir Ronaldo og Roberto Carlos, Frakkinn Zinedine Zidane, Portú- galinn Luis Figo og Spánverjinn Raul gera allir tilkall til þessa eft- irsótta titils. Hinn átján ára gamli Wayne Rooney er einnig á listanum en ásamt honum eru Ruud van Nist- elrooy, Cristiano Ronaldo og Ryan Giggs frá Manchester United. Þeir sem þykja líklegastir til að hreppa titilinn eru hins vegar Thi- erry Henry hjá Arsenal og Brasil- íumaðurinn Ronaldinho hjá Barcelona en hann hefur farið á kostum á árinu. Tilkynnt verður um þrjá efstu í nóvember en knattspyrnumaður ársins verður valinn 20. desember í Zürich. ■ ÞESSIR ERU TILNEFNDIR Adriano, Inter Milan Brasilíu Roberto Ayala, Valencia Argentínu Michael Ballack, B. München Þýskalandi Milan Baros, Liverpool Tékklandi David Beckham, Real Madrid Englandi Gianlugi Buffon, Juventus Ítalíu Cafu, AC Milan Brasilíu Cristiano Ronaldo, Man. Utd Portúgal Deco, Barcelona Portúgal Didier Drogba, Chelsea Fílabeinsströnd. Samuel Eto’o, Barcelona Kamerún Luis Figo, Real Madrid Portúgal Steven Gerrard, Liverpool Englandi Ryan Giggs, Man. Utd Wales Thierry Henry, Arsenal Frakklandi Zlatan Ibrahimovic, Juventus Svíþjóð Oliver Kahn, B. München Þýskalandi Kaka, AC Milan Brasilíu Frank Lampard, Chelsea Englandi Henrik Larsson, Barcelona Svíþjóð Roy Makaay, B. München Hollandi Paolo Maldini, AC Milan Ítalíu Pavel Nedved, Juventus Tékklandi Alessandro Nesta, AC Milan Ítalíu Michael Owen, Real Madrid Englandi Robert Pires, Arsenal Frakklandi Raul, Real Madrid Spáni Roberto Carlos, Real Madrid Brasilíu Ronaldinho, Barcelona Brasilíu Ronaldo, Real Madrid Brasilíu Wayne Rooney, Man. Utd Englandi Andriy Shevchenko, AC Milan Úkraínu Ruud van Nistelrooy, Man. Utd Hollandi Theodoros Zagorakis, Bologna Grikkl. Zinedine Zidane, Real Madrid Frakkl. FÓTBOLTI Þær sögusagnir hafa verið lengi á kreiki að Guðjón Þórðar- son sé á leið til Íslands að þjálfa á nýjan leik. Hann var fyrst orðað- ur við KR en eftir að félagið réð Magnús Gylfason hefur Guðjón þráfaldlega verið orðaður við lið Grindavíkur. Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að forsvars- menn félagsins hefðu rætt við Guðjón. „Við höfum heyrt í Guðjóni og við ætlum að gefa okkur tíu daga til þess að klára þetta mál,“ sagði Jónas en Guðjón kemur einmitt heim í næstu viku til þess að fylgjast með leik Íslands og Sví- þjóðar. Hann mun síðan setjast niður með forráðamönnum Grindavíkur eftir leikinn og fljótlega eftir það kemur í ljós hvort Grindavík nær að landa þessum sigursæla þjálfara. „Við höfum sett Guðjón í for- gang hjá okkur og ætlum ekki að ræða við neina aðra þjálf- ara fyrr en það liggur fyrir hvort hann kemur til okkur. Ég er hæfilega bjartsýnn á að fá Guðjón til starfa hjá okkur,“ sagði Jónas. Fréttablaðið náði í skottið á Guðjóni í gær en hann er staddur á Englandi. Við spurðum hann út í stöðu mála. „Ég hef talað við Grindavík og rætt málin við þá. Þær viðræður eru ekki komnar á neitt alvarlegt stig en Grindavík er vissulega kostur í stöðunni,“ sagði Guðjón og bætti við að annars væri lítið annað um málið að segja. Hann sagði lítið að gerast á l e i k - mannamarkaðnum á Englandi og að hann hefði ekki rætt við nein félög þar í landi upp á síðkastið. Grindavík er ekki eina liðið á Íslandi sem hefur rætt við Guð- jón síðustu vikur því hann var ein- nig í sambandi við KR-inga áður en þeir réðu Magnús Gylfason. „Ég talaði aðeins við KR-ing- ana enda þekki ég menn eins og Jónas Kristinsson þar frá því ég starfaði fyrir félagið á sínum tíma,“ sagði Guðjón en Jónas Kristinsson, formaður KR- Sports, hefur neitað því að hafa rætt við Guðjón um að taka starfið að sér. Því var Guðjón spurður að því hvort það hefði verið rætt að hann tæki að sér þjálfun liðsins? „Það var hluti af því sem við ræddum um. Það fór samt aldrei á neitt stig. Annars á ég oft gott spjall við KR-inga um ým- islegt. Samt aðallega um fótbolta enda eru þeir KR-ingar sem ég þekki mjög áhugasamir um fót- bolta,“ sagði Guðjón en hefði hann viljað taka að sér KR-lið- ið? „Alveg eins. Ef maður kemur til Íslands til þess að starfa þá eru ákveðnir mögu- leikar í stöðunni en þjálf- arastaðan hjá KR er ekkert meira spennandi en hvað annað,“ sagði Guðjón Þórðarson. henry@frettabladid.is Tekur Viggó Sigurðsson eða Geir Sveinsson við íslenska handboltalandsliðinu? Málið klárast á næstu dögum HANDBOLTI Stjórn Handknattleiks- sambands Íslands mun ganga frá ráðningu nýs landsliðsþjálfara í síðasta lagi í byrjun næstu viku. Þetta staðfesti Guðmundur Ingv- arsson, formaður HSÍ, í samtali við Fréttablaðið í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur valið á milli Viggós Sigurðssonar og Geirs Sveinssonar eins og upp- haflega var talið. „Það er ýmislegt í gangi hjá okkur,“ sagði Guðmundur Ingv- arsson leyndardómsfullur að- spurður um stöðu mála. „Við klár- um þetta í byrjun næstu viku þótt ég hefði helst kosið að klára þetta fyrr. Það gæti reyndar vel farið svo en þetta verður klárað í næstu viku í síðasta lagi.“ Guðmundur vildi ekki stað- festa við hverja hefði verið rætt en Fréttablaðið heyrði hljóðið í Viggó Sigurðssyni og hann stað- festi það að hann hefði rætt við stjórn HSÍ. „Ég ræddi við stjórnina á mánudag og það var bara fínn fundur. Mér fannst fundurinn vera jákvæður. Þetta var alvöru fundur þar sem farið var yfir hluti eins og leikmannamál og annað,“ sagði Viggó og bætti við að hann hefði ekki hugmynd um hverja aðra stjórn HSÍ hefði rætt við eða hvort hann væri efstur á lista stjórnarinnar. „Þeir sögðust bara ætla að vera í sambandi við mig aftur en ég hef ekkert heyrt frá þeim enn sem komið er. Ég veit ekkert hvað þeir ætla að gera.“ Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins ræddi stjórn HSÍ við Geir Sveinsson í gær en ekki náð- ist í Geir í gær þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir til þess að fá það stað- fest. henry@frettabladid.is VIGGÓ SIGURÐSSON Margverðlaunaður þjálfari og líklegur arftaki Guðmundar Guð- mundssonar. Á LEIÐ HEIM? Guðjón Þórðarson gæti tekið við Grindvíkingum. Hann mun ræða við stjórn Grindavíkur eftir landsleik Íslands og Svíþjóðar í næstu viku. NBA: Scottie Pipp- en hættur KÖRFUBOLTI Körfuboltastjarnan Scottie Pippen hefur tilkynnt formlega ákvörðun sína að hætta að spila körfuknattleik í NBA- deildinni bandarísku. Pippen vann sex NBA-titla á ferli sínum með Chicago Bulls þar sem hann spil- aði lengi við hlið Michael Jordan. Síðar lék hann einnig tímabundið með Portland og Houston en sneri aftur til Chicago á síðasta ári. Þar spilaði hann aðeins rúmlega 20 leiki áður en hann varð að fara í uppskurð vegna hnémeiðsla. ■ SS-bikarkeppni kvenna í handbolta Fram - KA/Þór 30 - 23 FH - Haukar 30 - 34 Víkingur 2 - Víkingur 14 - 48 1. deild karla í körfubolta Ármann/Þróttur - Breiðablik 61 - 85 HAUKAR UNNU HAFNARFJARÐAR- SLAG Þrátt fyrir góðan endasprett FH unnu Haukastúlkur leikinn með fjórum mörkum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.