Fréttablaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 16
Þegar Rússarnir loksins komu var enginn til að taka á móti þeim. Herskip þeirra birtust skyndilega á Þistilfjarðargrunni og sögur gengu jafnvel um að kjarn- orkukafbátur hefði lent í erfiðleik- um. Engin svör af viti fengust: ekki er hægt að trúa orði af því sem frá stjórnsýslu Rússa kemur, enda landinu enn stjórnað af sama fólkinu og ríkti á dögum kommún- ismans. Varnir Íslands eru í höndum Bandaríkjamanna. Þetta atvik sýn- ir að það fyrirkomulag eflir ekki öryggiskennd. Á meðan Banda- ríkjamenn litu svo á að þeim væri sjálfum nauðsyn að hafa viðbúnað hér var ef til vill ástæða til að ætla að þeir sýndu því einhvern áhuga hverjir væru að læðupokast hér í kringum landið, en sú tíð er liðin. Skyldu þeir hafa frétt af þessum heræfingum enn? Finnst þeim að þetta komi sér við? Orion-vélarnar bandarísku sem ætlaðar voru til eftirlits hér við land eru ekki lengur hér; þær hafa verið kallaðar til staða þar sem Bandaríkjamenn telja þörf fyrir þær. Yfirhöfuð telja Bandaríkja- menn sig ekki hafa neina þörf fyr- ir herlið hér, hið svokallaða stríð gegn hryðjuverkum sem þeir telja sig vera í nær til allrar hamingju ekki hingað. Kannski er brýnasta pólitíska verkefni okkar um þess- ar mundir að reyna að fá Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson ofan af því að reyna með öllum ráðum að tosa hingað til okkar „stríðið gegn hryðjuverkum“. Herrar mínir: það er ekkert upp úr því að hafa, en það er stórhættu- legt og siðferðilega rangt. Við erum svo samdauna hern- um að það gleymist hversu óeðli- legt ástand það er hjá fullvalda ríki að erlent stórveldi, með sína hagsmuni, annist varnir þess. Á tímum kalda stríðsins var þessi her ekki síst kvaddur hingað vegna þess að ráðamenn óttuðust valdatöku kommúnista hér á landi, jafnvel frekar en að Rússarnir myndu hernema landið. Það voru ekki síst átökin á Austurvelli þeg- ar Ísland gekk í Nató sem notuð voru til að vekja upp þá hugmynd að hér væri öflugur flokkur kommúnista sem hefði slíkt í hyg- gju en hafa ber í huga að á þeim tíma höfðu menn séð slík valdarán í löndum eins og Tékkóslóvakíu og annars staðar í Austur-Evrópu, svo að hugsunin var kannski ekki al- veg út í hött hjá mönnum sem lítt þekktu til íslenskra staðhátta. En er enn talin hætta á slíku? Og hvaða fólk er þá talið líklegt til að fremja valdarán? Jón Ásgeir? Birna? Mannréttindaskrifstofan? Ráðherrarnir tala um hryðju- verkaógnina, eins og hún hafi löng- um legið í landi hér, þar sem einu skemmdarverkin eru unnin á strætisvagnaskýlum og einu sprengingarnar og spellvirkin eru á vegum Landsvirkjunar. Hugtak- ið hryðjuverkamaður er ofnotað og á alls ekki við í löndum þar sem er borgarastríð, eins og til dæmis Írak eða Ísrael – en iðja hryðju- verkamannsins er vitaskuld sú að vera óþekkjanlegur á meðan hann kemur fyrir sprengju einhvers staðar á fjölförnum stað, ýmist á sjálfum sér eða í tösku. Herliðið í Keflavík dugar ekki á slíka hryðju- verkamenn frekar en til dæmis KR-liðið. Gegn hryðjuverkaógn- inni duga ekki hefðbundin hernað- armeðul, tæki eða tól – þar dugar ekkert annað en að útrýma því ranglæti sem knýr fólk til slíkra örþrifaráða. Það er óeðli að myrða annað fólk, saklaust fólk, stríðsá- stand er óeðlilegt ástand: friður er hið náttúrlega ástand. Því verðum við að trúa, að minnsta kosti vopn- laus þjóð eins og Íslendingar. Tvennt virðist einkum valda því að stjórnvöld þráast við að hor- fast í augu við þá staðreynd að her- inn fer burt fyrr eða síðar: annars vegar eru menn fastir í hugmynda- heimi kalda stríðsins með tilheyr- andi fylgispekt við Bandaríkja- stjórn og hins vegar sjá menn eng- in úrræði í atvinnumálum á Suður- nesjum þegar Bandaríkjamenn hætta að halda þar uppi at- vinnustigi. Það hlýtur að vera hægt að finna sértækar og tækni- legar lausnir til að styðja við at- vinnulífið á Suðurnesjum ñ slíkt getur að minnsta kosti ekki verið einrátt í varnarstefnu heillar þjóð- ar – en fylgispektin við Banda- ríkjastjórn verður æ hættulegri vegna þess að stefna Bandaríkja- stjórnar verður æ villtari, einkum ef svo fer sem horfir að Bush verð- ur endurkjörinn. Til allrar hamingju hefur eng- inn af þeim bjálfum sem kenna sig við al-Kaída tekið eftir litla Íslandi á lista fylgiríkja Bush-stjórnarinn- ar, en allur er varinn góður og löngu tímabært að láta sig hverfa þaðan. ■ S taða Samfylkingarinnar nú minnir um margt á Sjálf-stæðisflokkinn á árunum 1988 til 1991. Flokkurinn var þáutan ríkisstjórnar, togstreita var innan hans um foryst- una, en hann reyndi að skapa sér sóknarfæri með áherslu á mál- efnavinnu og harðri stjórnarandstöðu á Alþingi. Málefnastarfið kom sér vel fyrir flokkinn í kosningabaráttunni vorið 1991 og ekki síður þegar ríkisstjórnir, sem sjálfstæðismenn veittu for- ystu, hófust handa um miklar breytingar á ýmsum sviðum þjóð- félagsins á tíunda áratugnum. Líklega áttu formannsskipti í flokknum vorið 1991 einnig drjúgan þátt í velgengni flokksins. Það er skynsamleg ákvörðun hjá forystumönnum Samfylk- ingarinnar að nota tímann í stjórnarandstöðu til að skýra og skerpa stefnuna og skapa vettvang til rökræðna um markmið og leiðir í stjórnmálum eins og gert hefur verið með framtíðar- nefnd flokksins. Afrakstur starfsins er að birtast í ýmsum at- hyglisverðum hugmyndum og áherslum sem kynntar voru á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar nú um helgina. Enn er þó mörgum spurningum ósvarað um raunverulega hugmynda- fræði flokksins. Enn hangir yfir Samfylkingunni efinn um hvor gömlu flokkanna, Alþýðubandalagið eða Alþýðuflokkurinn, ráði ferðinni í nýja flokknum. Mikilvægt er fyrir framtíðarþróun Samfylkingarinnar að sýna fram á að sú spurning sé úrelt. Líklegt er þó að Samfylkingin muni ekki ná sér á strik fyrr en ljóst er hver verður framtíðarforingi hennar. Togstreita Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur veikir flokkinn og skaðar. Til samanburðar má benda á hvernig traust og fumlaus forysta Steingríms J. Sigfússonar fyrir flokki Vinstri grænna hefur skapað flokknum miklu meira fylgi og sterkari stöðu en stefnumál hans skýra. Munurinn á stöðu Samfylkingarinnar nú og Sjálfstæðis- flokksins 1988 til 1991 er sá að efnahagslífið var í ólestri í lok níunda áratugarins og kjör almennings höfðu stórversnað. Þetta styrkti sókn sjálfstæðismanna. Nú eru allar hagtölur þjóðarbúskaparins réttu megin striksins og ríkisstjórnin nýtur alþjóðlegs álits fyrir árangur sinn og fyrir skynsamlega efna- hagsstefnu. Það gerir stjórnarandstöðunni erfiðara fyrir. Vinstri stjórnin, sem sjálfstæðismenn börðust gegn 1988 til 1991, var veik og sundurþykkja einkenndi samstarf stjórnar- flokkanna. Almenningsálitið var ríkisstjórninni neikvætt. Nú- verandi ríkisstjórn er að sönnu með tæpan þingmeirihluta en svo vel er haldið um taumana að það væru ýkjur að segja að meirihluti hennar á þingi væri valtur. Þá er samstaða á milli stjórnarflokkanna í öllum höfuðmálum. Aftur á móti hefur ríkisstjórninni tekist illa upp í mörgum stórmálum frá því að hún var mynduð og skaðað orðstír sinn. Hún hefur skapað sér slæma ímynd sem sumir kenna við valdþótta og foringjastjórn- mál. Andúð almennings á þessum þáttum ristir djúpt. Sóknar- færi Samfylkingarinnar – og annarra stjórnarandstöðuflokka – nú um stundir liggja ekki síst í því að berjast gegn þeim. ■ 18. október 2004 MÁNUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Skynsamlegt að leggja áherslu á málefnavinnu í stjórnarandstöðu. Sóknarfæri fyrir Samfylkinguna FRÁ DEGI TIL DAGS Jólahlaðborð Að hætti Eika Veislustjóri: Flosi Ólafsson 20. 26. og 27. nóvember 3. 4. 10. og 11. desember Drekkhlaðin veisluborðin svigna undan gómsætum kræsingum úr smiðju matreiðslumeistara Hótel Arkar. Verð: 4.490,- krónur (Með gistingu kr. 8.790,- á mann í tvíbýli) Föstudagstilboð: 3.990,- krónur (Með gistingu kr. 7.990,- á mann í tvíbýli) 20. nóv: uppselt í gistingu, laust í sal. 27. nóv: uppselt í gistingu, uppselt í sal. AÐRIR DAGAR ÓÐUM AÐ FYLLAST! PANTIÐ TÍMALEGA. HÓTEL ÖRK SÍMI 483 4700 ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Þegar Rússarnir komu... Reyndu hallarbyltingu Átökin um yfirráðin í Íslandsbanka, sem Hafliði Helgason rakti í athyglisverðri grein í Fréttablaðinu í gær, beina kast- ljósinu að stöðu lífeyrissjóðanna í við- skiptalífinu. Litlu munaði að hallarbylt- ing næði fram að ganga í bankanum. Munaði þar mest um atkvæði hins þjóðkunna at- hafnamanns, Víglundar Þor- s t e i n s sona r , sem situr í bankaráðinu í krafti hlutafjár- eignar Lífeyr- i s s j ó ð s verslunar- manna. Þetta vakti óánægju meðal forystumanna Samtaka atvinnulífsins sem markað hafa þá stefnu að lífeyr- issjóðirnir taki ekki þátt í valdabrölti í viðskiptalífinu. Þar sem Víglundur hlustaði ekki á sína menn sáu þeir til þess að lífeyrissjóðurinn losaði sig einfaldlega við hlutabréfin í bankan- um. Þar með hverfur Víglundur úr bankaráðinu innan fárra daga og ráðagerðir um hallarbyltingu verða að engu – í bili a.m.k. Kannski finnur Víglundur mótleik. Hverjir stjórna? Flestum finnst það líklega skynsamleg stefna hjá lífeyrissjóðunum að horfa fyrst og fremst til arðsemi og við- skiptatækifæra þegar fjárfest er í fyrir- tækjum eða hlutir seldir. En allir vita að kaupsýslumenn klæða metnað og persónulegt valdabrölt sitt undan- tekningarlaust í þann búning að um sé að ræða „áhugaverða fjárfestingu“. Fyrir þá sem utan við standa er erfitt að meta hvað er á seyði. Lífeyrissjóð- irnir eru sterkustu aðilarnir á íslensk- um fjármálamarkaði og stjórnendur þeirra og fulltrúar standa daglega frammi fyrir tilboðum og freistingum. Ef til vill mun Íslandsbankamálið verða til þess að þær hugmyndir fái að nýju byr undir vængi að þeir sem stundum eru kallaðir „raunverulegir eigendur lífeyrissjóðanna“, greiðend- ur iðgjaldanna, fái að ráða því hverjir stjórna sjóðunum, t.d. með beinni kosningu. gm@frettabladid.is Í DAG ÖRYGGIS- OG VARNAR- MÁL GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Kannski er brýnasta pólitíska verkefni okkar um þessar mundir að reyna að fá Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson ofan af því að reyna með öllum ráðum að tosa hingað til okkar „stríðið gegn hryðju- verkum“. ,, Skoðanir og umræður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.