Fréttablaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 65
MÁNUDAGUR 18. október 2004 HEILDSÖLU LAGERSALA Vegna flutnings Barna og fullorðins fatnaður með 50-90% afslætti Útivistar, skíða, snjóbretta og golffatnaður einnig mikið úrval af skóm Verð dæmi SKEMMUVEGUR 16 (BLÁ GATA) KÓPAVOGI (NEÐAN VIÐ BYKO) Úlpur: Áður 29.900- Nú : 7.900- Skíðabuxur: Áður 14.900- Nú: 4.900- Barna úlpur Áður: 8.990- Nú: 3.990- Barnagalla: Áður: 8.990- Nú: 2.990- Opið eingöngu Laugardag 16. október 11:00 til 17:00. Sunnudag 17. október 11:00 til 17:00. Mánudag 18. október 13:00 til 20:00. NÝTT KORTATÍMABIL Á ÞRIÐJUDÖGUM Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Íslendingar eiga í mesta basli með fæðuval og matarvenjur. Nú eru menn ekki næstum eins hræddir við drauga og þeir eru nokkru sinni við mat. Þjóðin blæs út og hvarvetna blasa við skyndilausnir til minnkunar magamálsins. Á síðustu mánuð- um hefur Atkins-kúrinn verið val margra sem vilja létta sig, en nýjasta æðið er South Beach- kúrinn sem nú hefur verið ís- lenskaður á bók og fæst í versl- unum um land allt. Guðbjörg Halldórsdóttir, einkaþjálfari og eigandi sælkeraverslunarinnar Yndisauka í Iðu-húsinu, segir þróunina hafa snúst við, en Yndis- auki býður upp á salöt sem tengjast South Beach-matar- æðinu. „Velmegun- in er að kosta okkur heilsuna. Í s l e n d i n g a r eru svo hömlu- lausir og nýj- ungagjarnir, auk þess að vera í stöðu- gri keyrslu og t í m a þ r ö n g . Hér áður fyrr var ríki mað- urinn feitur, en nú er hann orðinn sá mjói því fá- tæka fólkið hefur bara efni á að borða rusl meðan ríka fólkið er farið að lifa á því sem fátæka fólkið gat eitt borðað í gamla daga og óx lífrænt upp úr jörð- inni.“ Guðbjörg hefur í starfi sínu sem einkaþjálfari kynnt sér alla megrunarkúra sem í boði hafa verið á síðustu árum. „Jú, auðvitað er talað vel um alla kúra, en mér finnst South Beach einna skynsamlegastur og alls ekki eins öfgakenndur og Atkins. Þarna er fólki beint inn á aðrar brautir, bent á að taka út sykur og þessi einföldu, hvítu kolvetni, sem er miklu eðlilegra en annað sem fólki dettur í hug að gera sem skyndilausn. Allar uppskriftir í bókinni eru eðlileg- ar og á kúrnum má borða allt nema sykur, en þetta byggir að- allega á sykurstuðlinum sem mikið hefur verið einblínt á hin síðari ár.“ Að sögn Guðbjargar hafa þeir sem reynt hafa South Beach náð fljótt af sér aukakílóunum. „En það gerist líka ef fólk er skyn- samlegt í mataræði og leiðir fljótt að sama brunni. Það vita í raun allir hvar vandinn liggur og hvað þarf til að grennast, en fólk vill alltaf fá ein- h v e r j a r lausnir sem skila árangri hraðar og auðvitað eru allir þessir kúrar pínu- litlar öfgar. Fólk getur haldið þá út í ákveð- inn tíma en ef menn vilja endi- lega ein- h v e r h j á l p a r - meðöl er S o u t h B e a c h - mataræðið alls ekki óskynsam- legt val. Kúrinn er í þremur mis- erfiðum áföngum og miðast við að fólk nái tökum á breyttu mataræði og heilbrigðari lífsstíl. Mér finnst þetta að mörgu leyti heilbrigðari kúr en aðrir sem hafa riðið húsum því hann virk- ar eins og til er ætlast, hversu lengi sem fólk nær að halda hann út.“ Mikið af upplýsingum um South Beach-kúrinn má finna á www.southbeachdiet.com og www.baekur.is/southbeach. thordis@frettabladid.is Sælkeraverslunin Yndisauki í Iðuhúsinu við Lækjargötu býður upp á tvo South Beach-rétti á dag sem fólk getur gripið með sér í hádeginu eða á leiðinni heim að loknum vinnudegi. Á Heilsustofnun Þingeyinga er eina göngudeild offeitra á landinu. Þar er boðið upp á South Beach-meðferð en yfirlæknirinn, Ásgeir Böðvarsson, hefur kynnt sér mataræðið og mælir með því. Heilbrigðari megrun frá Miami SOUTH BEACH Á FLÓRÍDA Heimkynni íturvaxinna hjólaskautadrottninga, buffaðra kyn- trölla og árangursríkasta megrunarkúrs heims; South Beach-kúrsins. South Beach á Íslandi Hvar má finna næringu og aðferðir samkvæmt kúrnum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.