Fréttablaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 8
8 18. október 2004 MÁNUDAGUR New York Times lýsir yfir stuðningi við John Kerry: Bush stjórnar eins og róttækur hægrimaður BANDARÍKIN, AP Dagblaðið New York Times styður John Kerry sem forseta Bandaríkjanna. Blað- ið greindi frá þessu í sunnudags- útgáfu sinni og kemur stuðnings- yfirlýsingin ekki á óvart. „Kunnátta hans og rökhugsun hefur vakið hrifningu okkar,“ segir í yfirlýsingu blaðsins. „Hann virðist blessunarlega vera viljugur til að endurmeta ákvarðanir sínar við breyttar að- stæður.“ Blaðið telur Kerry það til tekna að hafa unnið við opinbera þjónustu nánast allt sitt líf. Það segir hann hafa mikla siðferðis- kennd og geta orðið sterkan for- seta. New York Times gagnrýnir George W. Bush harkalega og segir kosningabaráttuna fyrst og fremst snúast um skelfilega stjórnartíð hans. Búast hefði mátt við því að Bush, sem sigrað hefði á mjög umdeildan hátt í kosning- unum árið 2000, yrði hófsamur forseti. Hið öfuga hefði gerst því hann hefði stjórnað landinu eins og róttækur hægrimaður. ■ SVONA ERUM VIÐ HLUTFALL KYNJA Í FASTA- NEFNDUM ALÞINGIS 2003-2004 - tímaritið sem tekur á málunum er komið út M e st le sn a kve n n ab lað á Íslan d i N ýtt L íf 10. tb l. 27. árg. 2004 1 0 . tb l. 2 7 . á rg . 2 0 0 4 V e r ð 8 9 9 k r. m /v s k NÓVEM BER Blómstra r eftir erfiðan skilnað Bjarney h já Esk imo í svart/h vítri tilver u Sveifluke nnt sjálfstra ust Fékkstu ’ða í gær? um bör nVið vilju m betri þjó nustu! • Konur fá verr i hei lbr ig ðisþjón ustu en kar la r • Í ta r le g ú t tek t • Reyns lusögur 11 atr ið i sem kom a upp um þ ig ! Tískukryd d Aukablað orsí›a n‡ stæ r› 090 4-1 11 .10.20 04 11: 27 Pag e 1 Barna NÓVEMBER2004 blaðið 3:06 Page 1 Hvers vegna fá konur róandi en karlar verkjalyf? BJARNEY hjá Eskimo talar um stjörnuleit og skilnað á miðri meðgöngu Heitustu haustvörurnar BARNABLAÐ NÝS LÍFS FYLGIR MEÐ NýttLíf namm....namm Gómsætt og girnilegt NýttLíf Miðasala og borðapantanir hjá Úrvali-Útsýn, Lágmúla 4, sími 585 4000. Haustfagnaður Úrvalsfólks Hljómsveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi Fös. 22. okt. í Súlnasal Hótel Sögu. Húsið opnað kl. 19. • Þriggja rétta máltíð • Skemmtiatriði • Happdrætti • Miðaverð 3.700 kr. Karlar 66% Konur 34% HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS VILTU AÐ FYRIRTÆKIÐ ÞITT FÁI MEIRI ATHYGLI? Núna er tilboð á þjónustuauglýsingum » Hafið samband í síma 515 7500 Alþýðusambandið með tvískinnung Formanni Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis finnst sérkennilegt að Alþýðu- sambandið beiti sér gegn samningum Sólbaksmanna fyrst sambandið aðhafðist ekki þegar samið var framhjá Sleipni á sínum tíma. VERKALÝÐSMÁL Óskar Stefánsson hefur hætt rútuakstri en keyrir í stað þess leigubíl. Hann er eftir sem áður formaður Sleipnis og átelur nú forystu ASÍ fyrir tví- skinnung. Óskar segir samband- ið ekki hafa stutt Sleipni þegar samið var framhjá félaginu í vinnudeilu árið 2000 en nú bregð- ist það hart við þegar Sólbaks- menn semji við sína vinnuveit- endur án milligöngu stéttarfé- laga sjómanna. Vinnudeila rútubílstjóra við vinnuveitendur sína árið 2000 var óvenju harðvítug og stóð Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, þá í eldlínunni. Fyrir nokkrum misserum var Óskari sagt upp starfi sínu hjá Kynnis- ferðum. Uppsögnin var síðar dæmd ólögmæt og telur Óskar að sér hafi verið sagt að taka pok- ann sinn vegna starfa sinna að verkalýðsmálum. Það hafa hans fyrrverandi vinnuveitendur hins vegar aldrei viðurkennt. Þótt rútunni hafi verið lagt í bili situr Óskar enn á bak við stýri, að þessu sinni sem leigubíl- stýri. Hann segist kunna því vel þótt hann viðurkenni að vinnan sé heldur meiri. Óskar er ennþá formaður Sleipnis enda er félag- ið orðið almennt bifreiðastjóra- félag en ekki einungis fyrir rútu- bílstjóra. Þegar vinnudeilan erfiða stóð sem hæst árið 2000 tók Verka- lýðs- og sjómannafélag Keflavík- ur að sér gerð kjarasamnings við sérleyfishafa í óþökk Sleipnis, sem taldi sig eiga forgang að samningsgerð. ASÍ kaus að að- hafast ekki og segir Óskar að það hafi valdið félagi sínu óbætan- legu tjóni. „Þess vegna kom það mjög flatt upp á okkur að Al- þýðusambandið skyldi hafa mót- mælt samningum Sólbaksmanna eins harkalega og raun bar vitni. Mér finnst þeir hafa gengið al- gerlega á bak orða sinna gagn- vart okkur,“ segir Óskar, sem ít- rekar þó að með þessu sé hann ekki að lýsa stuðningi við Sól- bakssamninginn. Aðspurður hvort ASÍ hafi ekki einfaldlega séð að sér segir Óskar að það geti vel verið. „Það er gott til þess að vita að menn geti skipt um skoð- un í þessum efnum því við héld- um alla tíð fram að þetta væri ólöglegt.“ Sleipnir hefur krafið Alþýðu- sambandið skýringa en ennþá hefur ekkert svar borist. sveinng@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. ÓSKAR STEFÁNSSON, FORMAÐUR SLEIPNIS „Ég hef nú aðeins snert á rútum eftir að mér var sagt upp, keyrt svona smávegis yfir sumarið.“ FORSETAFRAMBJÓÐANDI DEMÓKRATA John Kerry keypti grasker í Jeffersonville í Ohio um helgina, þar sem hann var í kosningaferðalagi. SAMGÖNGUR Á næstunni verður hægt að greiða stöðumælagjöld í Reykjavík með gsm-símum. Samningur Reykjavíkurborgar um þetta við félögin Góðar lausn- ir ehf. og Farsímagreiðslur ehf. verður undirritaður í dag. Árni Þór Sigurðsson, formaður samgöngunefndar Reykjavíkur, segir að það muni líða tvær til fjórar vikur frá undirritun samn- ingsins þar til kerfið verði tekið í notkun. „Við vonum að þetta verði komið fyrir jólatraffíkina,“ segir Árni. Notandi þjónustunnar þarf að gerast ákrifandi að henni hjá öðru hvoru félaganna. Hann hringir svo í ákveðið númer þegar hann leggur bílnum við stöðumæli og gefur upp staðsetninguna. Þegar hann ekur á brott hringir hann aftur í númerið og stöðvar tíma- talninguna. Þannig er greitt ná- kvæmlega fyrir þann tíma sem bílnum er lagt. Stöðumælaverðir fylgjast með því hvort greitt sé fyrir bílana með því að hringja inn í stjórnstöð þar sem bílnúmerið er slegið inn í tölvu. Þá fæst svar um hæl hvort eigandi bílsins sé að greiða fyrir stæðið. Árni segir að þetta hafi engin áhrif á stöðumælagjöldin, þau verði óbreytt. - ghg Miðborgin: Greitt í stöðumæla með gsm-símum NÝR GREIÐSLUMÁTI Ekki lengur þörf fyrir reiðufé í stöðumæla. Gsm-síminn dugar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.