Fréttablaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 15
15MÁNUDAGUR 18. október 2004 að ófrægja hann. Fjölskyldulífið stóð höllum fæti, ekki síst fjár- hagslega þar sem hann missti all- ar heilbrigðistryggingar við brott- reksturinn, en Wigand er faðir tveggja stúlkna. Önnur þeirra fæddist með klofinn hrygg og þarf mikla umönnun. Í baráttunni við tóbakið var honum hótað lífláti. Hann gekk um tíma með byssu á sér. Lifað á lyginni Wigand segir að fljótlega eftir að hann hóf störf hjá Brown & Willi- amson hafi hann orðið þess áskyn- ja að fyrirtækinu var mikið í mun að leyna sannleikanum: „Innan fyrirtækisins ræddum við um skaðsemi nikótíns og hve ánetjandi það væri en út á við var sagt að það væri eininungis notað til að bæta bragð.“ Wigand segir að hvern einasta vinnudag hafi hann þurft að takast á við siðferðislegar spurningar: „Ég horfði upp á ólöglegan inn- flutning tóbaksfræja til landa þar sem það var bannað. Sá skjöl flutt úr landi til eyðingar. Það setti að mér óhug. En það sem truflaði mig mest var að þótt niðurstöður sýndu að efni sem nýtt væru í sí- garettur væru skaðleg var haldið áfram að notast við þau. Jafnvel þótt fyrirtækið hefði þekkt stað- reyndirnar um efnin allt frá sjötta áratugnum.“ Sér ekki eftir neinu Á meðan Wigand starfaði hjá Brown & Williamson voru árslaun hans á þriðja tug milljóna ís- lenskra króna. Rannsóknardeild hans varði rúmlega tvö hundruð milljónum í rannsóknir á innihaldi og efnasamböndum sígarettna ár- lega. Wigand segir fjárhagslegt öryggi ekki hafa komið í veg fyrir að hann segði sögu sína: „Peningar hjálpa í lífinu og gera hlutina auðveldari. En sem manneskja ber manni að vera heiðarlegur. Ef maður sér rang- lega breytt er skylda að gera eitt- hvað í því. Peningar eiga ekki að blinda þig,“ segir Jeffrey Wigand og bætir við: „Ég er ríkari nú en ég hef verið á ævi minni. Þó ekki ef horft er til peninga. Ríkidæmi kemur á marga vegu. Ég er ró- lyndari. Mér líður eins og ég hafi gert rétt.“ ■ RÍKARI NÚ EN ÁÐUR Jeffrey Wigand segir peninga auðvelda lífið. Þeir megi þó aldrei koma í veg fyrir að fólk breyti rétt. Hann sé ríkari nú en þegar hann hafði 30 milljónir í árslaun í tóbaksiðnaðinum. BRASILÍA, AP Lög sem kveða á um að óskráðar flugvélar verði skotnar niður í brasilískri lofthelgi tóku gildi í Brasilíu á sunnudag. Stjórn- völd segja að skilaboðin þurfi að vera skýr til að stöðva gríðarlegt magn af kókaíni sem berst ólöglega inn í landið. Lögin hafa verið kynnt undanfarna þrjá mánuði en óskráð- um flugvélum hefur ekkert fækkað á tímabilinu. Utanríkisráðherrann, Jose Vieg- as, segir að flugmenn verði varaðir við og viðvörunarskotum hleypt af. Ef það dugi ekki verði flugvélin skotin niður og skipti þá ekki máli hvort börn séu um borð í vélunum. Samskonar lög eru í gildi í Kól- umbíu, en í Perú voru lögin aftur- kölluð þegar flugvél bandarísks trúboða var skotin niður fyrir mis- tök fyrir þremur árum. ■ Brasilísk lofthelgi: Dópflugvélar skotnar niður BÖRN Í BRASILÍU Mörg þeirra verða eiturlyfjum að bráð því gríðarlegt magn er af eiturlyfjum á markaðnum. HVÍTA-RÚSSLAND Þingkosningar voru haldnar í Hvíta-Rússlandi í gær, en þingmönnum mun fækka úr 332 í 110. Meðfram þingkosningunum var efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort núverandi forseti, Alex- ander Lukashenko, mætti bjóða sig fram til forseta í þriðja sinn, en næstu forsetakosningar verða árið 2006. Stjórnmálaskýrendur segja að Hvíta-Rússland hafi einangrast í tíð forsetans sem hefur verið við völd í tíu ár. Til að þjóðaratkvæða- greiðslan sé bindandi þarf 50% at- kvæða, en fjölmargir erlendir full- trúar eru í Hvíta-Rússlandi til að fylgjast með að kosningarnar fari fram samkvæmt lögum. ■ NEI VIÐ LUKASHENKO Mikil andstaða er við Lukashenko meðal Hvít-Rússa sem kusu um það í gær hvort hann mætti bjóða sig fram í þriðja sinn. Hvít-Rússar kusu í gær: Kosið um Lukashenko
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.