Fréttablaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 18.10.2004, Blaðsíða 70
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Yukos. Allakema Lamari. Átján. 34 18. október 2004 MÁNUDAGUR Þórunn Hjartardóttir er með sjó í blóðinu. Vestlendingur af Snæ- fellsnesi í húð og hár. Alin upp við hvítfyssandi ölduskvett yfir hús- unum heima þar sem allir dagar snúast um matarkistu hafsins. Síðustu þrjú sumur hefur hún verið þerna á tvíbytnunni Særúnu sem siglir frá Stykkishólmi með ferðamenn um eyjarnar á Breiða- firði en vetrunum hefur hún eytt á skólabekk. Núna er hún komin til Reykjavíkur, í Mánagarð; leik- skóla háskólanema við Eggerts- götu. „Landið á mig, þótt hafið togi með öllu sínu aðdráttarafli enda yndislegt að vera til sjós, þægi- legt andrúmsloft, návígi við nátt- úruna og endalaust frelsi innan um þúsundir fugla sem fylgja röstinni milli eyja. Ég hef samt lítinn áhuga á að gerast háseti á fiskiskipi, en langar að reyna fyr- ir mér sem þerna á skemmtiferð- arskipi í Karabíska hafinu,“ segir Þórunn sem hefur aldrei fundið fyrir sjóveiki. Ekki einu sinni í rólunum á Mánagarði. „Þetta eru ólík störf að mörgu leyti, en samt ekki því bæði snú- ast um að vinna með fólki og þjón- usta það í hvívetna. Ég hef verið flakkari hérna á milli deilda og kann því vel. Langaði að breyta til og gera eitthvað allt annað, þótt sjórinn sé enn hluti af daglegu lífi vegna þess að kærastinn minn er vélstjóri á flóabátnum Baldri. Krakkarnir pæla voða lítið í sjó- ferðum mínum, en finnst spenn- andi að hugsa um hafið. Ég get samt ekki séð að sjómannsblóðið ólgi í litlu mönnunum í Mána- garði. Ætli viðskiptafræðin höfði ekki meira til framtíðarmanna eins og er. Sjómennskan kallar alltaf á færri og færri sem ævi- starf,“ segir þessa ljúfa þerna sem elskar breiðfirskan sjó og reykvíska krakka. thordis@frettabladid.is Tyllidagar voru haldnir hátíðlegir í Menntaskólanum í Kópavogi dagana 11.-13. október. Þema dag- anna var tíðarandinn 1970-80 og var því diskófílingur í skólanum ásamt því að mussur, vínylplötur, pönk og friðarmerki voru uppi um alla veggi. Á þriðjudaginn mættu Fræbbblarnir og tóku nokkur lög fyrir nemendur og smellpössuðu að sjálfsögðu inn í þemað. Fræbbblarnir hafa einmitt spilað saman í 26 ár og ættu því að vita sitthvað um þennan tíma sem nemendurnir völdu. Aðrir viðburðir í skólanum voru sýningar á bíómyndum frá 8. áratugnum, diskódanskennsla og tískusýning. Tyllidögum lauk svo með heljarinnar balli þann 13. október. ■ Fræbbblarnir tróðu upp á Tyllidögum FRÆBBBLARNIR Spiluðu fyrir nemendur Menntaskólans í Kópavogi þegar þeir héldu Tyllidaga hátíðlega. ÞÓRUNN HJARTARDÓTTIR, ÞERNA TIL SJÓS OG LANDS Langar ekki að verða háseti á fiskiskipi en hefur í hyggju að freista gæf- unnar á skemmtiferðaskipi í Karabíska hafinu. ÞÓRUNN HJARTARDÓTTIR: FRÁ SJÓMÖNNUM TIL LEIKSKÓLABARNA Landið á mig en hafið togar 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 ... fá grunnskólabörn fyrir að ganga ekki af göflunum þótt þau hangi heima heilu vikurnar. HRÓSIÐ – hefur þú séð DV í dag? Litla fjölskyldan í Hafnarfirði stækkaði Lárétt: 1 galdrakvendi, 5 hæða, 6 píla, 7 tveir eins, 8 sjáðu til, 9 ámóta, 10 eignast, 12 rödd, 13 líkamshluta, 15 frá, 16 söngl, 18 askar. Lóðrétt: 1 landnámsmaður, 2 mjólkur- vöru, 3 sólguð, 4 lagt af stað, 6 líkams- hluti, 8 sáld, 11 fjanda, 14 hlut, 17 ullar- hnoðri. Lausn Lárétt: 1norn,5ása,6ör, 7tt,8sko, 9líkt,10fá,12alt,13arm,15af, 16 raul,18nóar. Lóðrétt: 1náttfari,2ost,3ra,4brott- för, 6ökkla,8sía,11ára,14mun,17 ló. „Það er af svo mörgu að taka en uppáhaldið hjá mér er náttúrlega Dieter Roth og prentgripirnir hans,“ segir Snæ- fríð Þorsteins, grafískur hönnuður og annar sýningarstjóra yfirlitssýningar um sögu grafískrar hönnunar á Íslandi, sem opnuð var í Hafnarhúsinu á föstudaginn. „Hann Dieter Roth er svo langt á undan sinni samtíð þeg- ar hann kemur til landsins og gerir svo merkilega hluti sem hafa algerlega staðist tímans tönn. Þetta eru mjög glæsilegir prentgiripir þar sem hann er að leika sér bæði með formin og prenttæknina.“ Dieter var frumkvöðull í gerð prentgripa upp úr 1960 og hafði víðtæk áhrif á marga listamenn með þeim óhefð- bundnu leiðum sem hann fór til þess að búa til bækur. „Hann naut reyndar ekki mikillar hylli meðan hann var að þessu nema innan mjög þröngs hóps. En hann stóð fast á þeirri meiningu sinni að prentgripir ættu að skip- ta meira máli sem slíkir heldur en innihaldið. Þetta er auðvitað umdeilanleg skoðun en engu að síður stendur upp úr að það liggja eftir hann glæsilegir gripir. Maður lítur upp til hans fyrir það.“ Í prentgripum sínum leikur Dieter sér hiklaust með alla þætti prentunar, textann sjálfan, stafina og útlit þeirra og mikið með sjálft formið á prentgripunum. „Sjálfsagt hafa einhverjir leitað í þennan brunn en varla komist með tærnar þar sem hann hafði hælana.“ | SÉRFRÆÐINGURINN | SNÆFRÍÐ ÞORSTEINS „Þetta eru mjög glæsilegir prentgripir þar sem hann leikur sér með formin og prenttæknina.“ Hönnun: Prentgripir Dieters Roth eru í miklu uppáhaldi hjá Snæfríði Þorsteins FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.