Fréttablaðið - 18.10.2004, Síða 8

Fréttablaðið - 18.10.2004, Síða 8
8 18. október 2004 MÁNUDAGUR New York Times lýsir yfir stuðningi við John Kerry: Bush stjórnar eins og róttækur hægrimaður BANDARÍKIN, AP Dagblaðið New York Times styður John Kerry sem forseta Bandaríkjanna. Blað- ið greindi frá þessu í sunnudags- útgáfu sinni og kemur stuðnings- yfirlýsingin ekki á óvart. „Kunnátta hans og rökhugsun hefur vakið hrifningu okkar,“ segir í yfirlýsingu blaðsins. „Hann virðist blessunarlega vera viljugur til að endurmeta ákvarðanir sínar við breyttar að- stæður.“ Blaðið telur Kerry það til tekna að hafa unnið við opinbera þjónustu nánast allt sitt líf. Það segir hann hafa mikla siðferðis- kennd og geta orðið sterkan for- seta. New York Times gagnrýnir George W. Bush harkalega og segir kosningabaráttuna fyrst og fremst snúast um skelfilega stjórnartíð hans. Búast hefði mátt við því að Bush, sem sigrað hefði á mjög umdeildan hátt í kosning- unum árið 2000, yrði hófsamur forseti. Hið öfuga hefði gerst því hann hefði stjórnað landinu eins og róttækur hægrimaður. ■ SVONA ERUM VIÐ HLUTFALL KYNJA Í FASTA- NEFNDUM ALÞINGIS 2003-2004 - tímaritið sem tekur á málunum er komið út M e st le sn a kve n n ab lað á Íslan d i N ýtt L íf 10. tb l. 27. árg. 2004 1 0 . tb l. 2 7 . á rg . 2 0 0 4 V e r ð 8 9 9 k r. m /v s k NÓVEM BER Blómstra r eftir erfiðan skilnað Bjarney h já Esk imo í svart/h vítri tilver u Sveifluke nnt sjálfstra ust Fékkstu ’ða í gær? um bör nVið vilju m betri þjó nustu! • Konur fá verr i hei lbr ig ðisþjón ustu en kar la r • Í ta r le g ú t tek t • Reyns lusögur 11 atr ið i sem kom a upp um þ ig ! Tískukryd d Aukablað orsí›a n‡ stæ r› 090 4-1 11 .10.20 04 11: 27 Pag e 1 Barna NÓVEMBER2004 blaðið 3:06 Page 1 Hvers vegna fá konur róandi en karlar verkjalyf? BJARNEY hjá Eskimo talar um stjörnuleit og skilnað á miðri meðgöngu Heitustu haustvörurnar BARNABLAÐ NÝS LÍFS FYLGIR MEÐ NýttLíf namm....namm Gómsætt og girnilegt NýttLíf Miðasala og borðapantanir hjá Úrvali-Útsýn, Lágmúla 4, sími 585 4000. Haustfagnaður Úrvalsfólks Hljómsveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi Fös. 22. okt. í Súlnasal Hótel Sögu. Húsið opnað kl. 19. • Þriggja rétta máltíð • Skemmtiatriði • Happdrætti • Miðaverð 3.700 kr. Karlar 66% Konur 34% HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS VILTU AÐ FYRIRTÆKIÐ ÞITT FÁI MEIRI ATHYGLI? Núna er tilboð á þjónustuauglýsingum » Hafið samband í síma 515 7500 Alþýðusambandið með tvískinnung Formanni Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis finnst sérkennilegt að Alþýðu- sambandið beiti sér gegn samningum Sólbaksmanna fyrst sambandið aðhafðist ekki þegar samið var framhjá Sleipni á sínum tíma. VERKALÝÐSMÁL Óskar Stefánsson hefur hætt rútuakstri en keyrir í stað þess leigubíl. Hann er eftir sem áður formaður Sleipnis og átelur nú forystu ASÍ fyrir tví- skinnung. Óskar segir samband- ið ekki hafa stutt Sleipni þegar samið var framhjá félaginu í vinnudeilu árið 2000 en nú bregð- ist það hart við þegar Sólbaks- menn semji við sína vinnuveit- endur án milligöngu stéttarfé- laga sjómanna. Vinnudeila rútubílstjóra við vinnuveitendur sína árið 2000 var óvenju harðvítug og stóð Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, þá í eldlínunni. Fyrir nokkrum misserum var Óskari sagt upp starfi sínu hjá Kynnis- ferðum. Uppsögnin var síðar dæmd ólögmæt og telur Óskar að sér hafi verið sagt að taka pok- ann sinn vegna starfa sinna að verkalýðsmálum. Það hafa hans fyrrverandi vinnuveitendur hins vegar aldrei viðurkennt. Þótt rútunni hafi verið lagt í bili situr Óskar enn á bak við stýri, að þessu sinni sem leigubíl- stýri. Hann segist kunna því vel þótt hann viðurkenni að vinnan sé heldur meiri. Óskar er ennþá formaður Sleipnis enda er félag- ið orðið almennt bifreiðastjóra- félag en ekki einungis fyrir rútu- bílstjóra. Þegar vinnudeilan erfiða stóð sem hæst árið 2000 tók Verka- lýðs- og sjómannafélag Keflavík- ur að sér gerð kjarasamnings við sérleyfishafa í óþökk Sleipnis, sem taldi sig eiga forgang að samningsgerð. ASÍ kaus að að- hafast ekki og segir Óskar að það hafi valdið félagi sínu óbætan- legu tjóni. „Þess vegna kom það mjög flatt upp á okkur að Al- þýðusambandið skyldi hafa mót- mælt samningum Sólbaksmanna eins harkalega og raun bar vitni. Mér finnst þeir hafa gengið al- gerlega á bak orða sinna gagn- vart okkur,“ segir Óskar, sem ít- rekar þó að með þessu sé hann ekki að lýsa stuðningi við Sól- bakssamninginn. Aðspurður hvort ASÍ hafi ekki einfaldlega séð að sér segir Óskar að það geti vel verið. „Það er gott til þess að vita að menn geti skipt um skoð- un í þessum efnum því við héld- um alla tíð fram að þetta væri ólöglegt.“ Sleipnir hefur krafið Alþýðu- sambandið skýringa en ennþá hefur ekkert svar borist. sveinng@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. ÓSKAR STEFÁNSSON, FORMAÐUR SLEIPNIS „Ég hef nú aðeins snert á rútum eftir að mér var sagt upp, keyrt svona smávegis yfir sumarið.“ FORSETAFRAMBJÓÐANDI DEMÓKRATA John Kerry keypti grasker í Jeffersonville í Ohio um helgina, þar sem hann var í kosningaferðalagi. SAMGÖNGUR Á næstunni verður hægt að greiða stöðumælagjöld í Reykjavík með gsm-símum. Samningur Reykjavíkurborgar um þetta við félögin Góðar lausn- ir ehf. og Farsímagreiðslur ehf. verður undirritaður í dag. Árni Þór Sigurðsson, formaður samgöngunefndar Reykjavíkur, segir að það muni líða tvær til fjórar vikur frá undirritun samn- ingsins þar til kerfið verði tekið í notkun. „Við vonum að þetta verði komið fyrir jólatraffíkina,“ segir Árni. Notandi þjónustunnar þarf að gerast ákrifandi að henni hjá öðru hvoru félaganna. Hann hringir svo í ákveðið númer þegar hann leggur bílnum við stöðumæli og gefur upp staðsetninguna. Þegar hann ekur á brott hringir hann aftur í númerið og stöðvar tíma- talninguna. Þannig er greitt ná- kvæmlega fyrir þann tíma sem bílnum er lagt. Stöðumælaverðir fylgjast með því hvort greitt sé fyrir bílana með því að hringja inn í stjórnstöð þar sem bílnúmerið er slegið inn í tölvu. Þá fæst svar um hæl hvort eigandi bílsins sé að greiða fyrir stæðið. Árni segir að þetta hafi engin áhrif á stöðumælagjöldin, þau verði óbreytt. - ghg Miðborgin: Greitt í stöðumæla með gsm-símum NÝR GREIÐSLUMÁTI Ekki lengur þörf fyrir reiðufé í stöðumæla. Gsm-síminn dugar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.